Þjóðviljinn - 02.12.1954, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.12.1954, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2. desember 1954 ,,Hann heyrir og það ér gras vex á jörðu.“ Bragi heitir einn, hann er á- gætur að speki og mest að mál- snilld og orðfimi, hann kann ftiest af skáldskap, og af honum er bragur kallaður skáldskapur, og af hans nafni er sá kall- aður bragröt• karla eða bragur kvenna, er orðsnilld hefur fram ar en aðrir, kona eða karlmaður. Kona hans er Iðunn, hún varð- veitir í aski sínum epli þau, er goðin skulu á bíta, þá er þau eldast, og verða þá allir ungir, Qg svo mun vera aílt til ragna- rökkurs. Þá mælti Gangleri: — All mikið þykir mér goðin eiga trndir gæzlu eða trúnaði Iðunnar. Þá mælti Hárr og hló við: — Nær Iagði það ófæru einu sinni, kunna mun ég þar af að segja, en þú skalt nú fyrst heyra fleiri nöfn ásanna. Heimdallur heitir einn, hann er kallaður hvítiáss, hann er mikill og heilagur, hann báru að syni meyjar níu og allar systur, hann heitir og Hallinskíði og Gullin- tanni, tennur hans voru af gulli, hestur hans heitir Gulltoppur. Hann býr þar er heita Himin- björg við Bifröst, hann er vörð- ur goða og situr þar við himins enda að gæta brúarinnar fyrir bergrisum, hann þarf minni svefn en fugl, hann sér jafnt nótt scm dag hundrað rastir frá sér, hann heyrir og það er gras vex á jörðu eða ull á sauðum og allt það er heyra lætur, hann hefur lúður þann, er Gjallar- horn heitir, og heyrist blástur hans í alla heima. (Úr Gylfaginn- ingu í Snorra-Eddu) Dagskrá Alþingis fimmtudaginn 2. des. kl. 1:30. Sameinað þing r» - —------------ 1. Fyrirspurn (Jöfn laun karla og kvenna). Ein umr. 2. Gistihús, þátill. Frh. síðari umr. 3. Inn- flutningur bifreiða, þátill. Frh. einnar umr. 4. Dýrtíðarlækkun, þátiil. Fyrri umr. 5. Strandferðir, þátill. Fyrri umr. 6. Niðursuðu- verksmiðja í Ólafsfirði, þátill. Fyrri umr. 7. Vegagerð, þátill. Fyrri umr. 8. Kötlusvæði, þátill. Fyrri umr. 9. iRaflýsing Hafnar- fjarðarvegar, þátill. Fyrri umr. □ í dag er fimmtudagurinn 2. desember — Bibiana — 386. dag- ur ársins — Tungl í hásuðri ki. 17:54 — Ardegisháflæði kl. 9:34 — Síðdegisháflæði kl. 22:07. Kl. 8:00 Morgunút- varp. 9:10 Veður- fregnir. 12:00 Há- degisútvarp. 15:30 Miðdegisútvarp. — 16:30 Veðurfregnir. 18:00 Dönskukennsla I. fl. 18:25 Veðurfregnir. 18:30 Enskukennsla II. fl. 18:55 Framburðarkennsla í dönsku og esperanto. 19:15 Þing- fréttir; Tónleikar. 19:30 Lesin dag- skrá næstu viku. 19:40 Auglýsing- ar. 20:00 Fréttir. 20:30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson cand. mag.) 20:35 Kvöldvaka: a) Ólafur Þor- valdsson þingvörður flytur frá- sögu: Jólaferð. b) Tónlistarfélags- kórinn syngur; dr. Urbancie stj. (pl.) c) Ævar Kvaran leikari flyt- ur þáttinn „Úr ýmsum áttum". d) Þórarinn Grímsson Vikingur ies bókarkafla: Farið að heiman. — 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Erindi: Bændadagur (Jón H. Þor- bergsson bóndi á Laxamýri). 22:30 Sinfónískir tónleikar (pl.): a) Conserto grosso nr. 5 í D-dúr, fyr- ir rstrengjasveit, eftir Hándel (Busch-kammerhljómsveitin leik- ur; Adolf Busch stjórnar). b) _Ser- enata í c-moll (K388) fyrir blást- urshljóðfæri eftir Mozart (Arthur Fiedler stjórnar hljómsveitinni, sem leikur). Dagskrárlok kl. 23:10. Æskulýðsfélag Laugamessóknar. Munið fundinn i kvöld klukkan 8:30 i samkomusal Laugarnes- kirkju. — Séra Garðar Svavars- son. Fundur í kvöld kl. 8:30 á Skólavörðust. 19. Stundvísi. Berklavörn Hafnarfirði: félagsvist og dans í Alþýðuhúsinu í kvöld k’.ukkan 8:30. Söfnin eru opin Bæjarbókasafnið Útlán virka daga kl. 2-10 síðdegis. Laugardaga kl. 2-7. Sunnudaga kl. 5-7. Lesstofan er opin virka daga kl. 10-12 fh. og 1-10 eh. Laugar- daga kl. 10-12 og 1-7. Sunnudaga kl. 2-7. Landsbókasaf nlð kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla virka daga nema laugardaga kl 10-12 og 13-19. Náttúrugripasafnlð kl. 13:30-15 á sunnudögum,14-15 á þriðjudögum óg fimmtudögum. Þjóðminjasafnið kl. 13-16 á sunnudögum, kl. 13-15 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Þjóðskjalasafnið á virkum dögum kl. 10-12 og 14-19. Listasafn ríkisins: klukkan 1—3 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Klukkan 1—4 á sunnudögum. Gengisskráning: Gengisskráning (sölugengi) 1 sterlingspund ......... 45.70 1 bandarískur dollar .... 16.32 1 Kanada-dollar ......... 16.90 100 danskar krónur ....... 236.30 100 norskar krónur ....... 228.50 100 sænskar krónur ........315.50 100 finnsk mörk ............ 7.09 1000 franskir frankar.. 46.63 100 belgískir frankar .... 32.67 100 svissneskir frankar .. 374.50 100 gyllini .............. 430.35 100 tékkneskar krónur .... 226.67 100 vesturþýzk mörk... 390.65 1000 lírur ................. 26.12 Kvöid- og najtjrvörður er í læknavarðstofunni í Austur- bæjarskólanum frá kl. 18-8 í fyrra- tnálið. — Sími 5030. LYFJABÚBIR Apótek Austur- | Kvöldvarzla til bæjar | kl. 8 alla daga — ^ | nema laugar- Holts Apótek ( daga til kl. 6. Verkakvennafélagið Framsókn minnir félagskonur sínar á bazar- inn 7. desember n.k. Gjöfum veitt móttaka í skrifstofu félagsins i Alþýðuhúsinu milli klukkan 1-6 daglega. Næturvorður er í Reykjavíkurapóteki. Sími 1760 Iðnnemar Munið að skrifstofa Iðnnemasam- bandsins á Óðinsgötu 17 er opin á föstudögum frá kl. 6-7. Hundrað vinninga happdrættl Þjóðviljans. Gerið skil dag- lega. Takið fleiri miða til sölu. Dregið 4. desember. Bókmenntagetraun Siðast birtum við þrjú erindi úr kvæðinu Aldasöngur eftir Bjarna Jónsson, skálda, sem uppi var á fyrri hluta 17. aldar. — 1 dag fáið þið að sjá nýrra kvæði. I ungum brjóstum blossar ást, og bjarma slær á veginn. En æskan bliknar ástir snjást, og engar skaðabætur fást á þyngstu töpum þeim, er þreyttum sálum tveim er vísað í þann vetrarkuldann ........ * * -' * ’ héim.* Ó, likn og miskunn mikla haf, tak mold í faðm þinn alla. Kom fölskvan lífs að færa í kaf og fönnum jörð að skola af. Vík öllu á eina leið, og yfir fjöllin breið. Svæf jarl og maðk, og minning hverja deyð! Tómstundalivöld kvenna verður í livöid klukkan 8:30 að Café Höl). Allar konur velkomnar meðan húsrúm leyfir. Frá Kvöldskóla alþýðu Þeir, sem innritaðir eru í fé- lagsmálin, eru beðnir að athuga að tímar munu hefjast klukk- an 8:30 á þriðjudagskvöldum en ekki kl. 9:20 eins og til- kynnt hafði verið. Mæðrafélagskonur fundur verður haldinn í Grófin 1 fimmtudaginn 2. desember kl. 8:30 s,d; Stefanía Sigurðardóttir segir fréttir frá þingi bandalags kvenna. Skemmtikvlkmynd. — Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Krossgáta nr. 528 Lárétt: 1 eftirgrennslanir 7 ryk 8 haida brott 9 í hálsi 11 tunnu 12 persónufornafn 14 tónn 15 kaup- félag 17 eyja 18 tæki 20 bolti Lóðrétt: 1 ákæra 2 bókhaldsmál 3 samhljóðar 4 skst 5 kvennafn 6 þusa 10 ílát 13 ákjósanlegt 15 einkenni 16 veiðarfæri 17 keyri 19 ending Lausn á nr. 527 Lárétt: 1 vatna 4 þó 5 ra 7 gul 9 efa 10 ISl 11 snú 13 aá 15 MA 16 seiða Lóðrétt: 1 vó 2 tíu 3 ar 4 þrefa 6 Aníta 7 gas 8 LIÚ 12 Nói 14 ás 15 MA Elmsklp Brúarfoss fór frá Vestmannaeyj- um í gær austur og norður um land. Dettifoss fer frá New York á morgun til Reykjavíkur. Fjall- foss fór frá Vestmannaeyjum 28. fm- tii - London, Rotterdam og Hamborgar. Goðafoss fór frá Rvík 27. fm til New York. Gullfoss fór frá Reykjavík í gær til Leith og og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Rvík 30. fm til Gauta- borgar, Aarhus, Leníngrad, Kotka og Wismar. Reykjafoss fór frá Rotterdam 30. fm til Esbjerg, Hamborgar, Antverpen, Huil og Reykjavikur. Selfoss er í Reykja- vík. Tröljafoss fer frá Hamborg í dag til Gautaborgar og Reykja- víkur. Tungufoss fer frá Genova i dag til Gautaborgar og Reykja- víkur. Tungufoss fer frá Genova í dag til San Feliu, Barcelona, Gandia, Aigeciras og Tangier. — Tres lestar i Rotterdam á morgun til Reykjavxkur. Sambandsskip Hvassafell er á Norðfirði. Arnar- fell er í Hafnarfirði. Jökulfell er í Reykjavík. Dísarfell er í Amster- dam. Litlafe’.l losar olíu á Vest- fjarðahöfnum. Helgafell fór frá Reyðarfirði 30. nóv. til Gdynia. Stinntje Mensinga er í Nörresund- by. Káthe Wiards er á Skaga- strönd. Ostzee fór frá Borgarnesi í gær. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Rvík á sunnudag- inn austur um land í hringferð. Esja er á Austfjörðum á suður- leið. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið er í IRvík. Þyrill var í Harburg í gær. Skaftfellingur á að fara frá Rvík á morgun til Vestmanna- eyja. Togararnir Akurey fór á ís 22. fm. Askur fór á ís 21. fm. Egill Skallagrímsson er í söluferð til Þýzkalands. Bjarni Ólafsson er í slipp í Reykjavik. Fylkir er í söluferð til Þýzkalands. Geir fór í gær á ísfiskveiðar. Haf- liði lagði af stað til Þýzkalands i fyrradag- til viðgerðar. Hallveig Fróðadóttir fór á ísfiskveiðar 24. fm. Hvalfell fór á salt 18. fm- Ingólfur Arnarson er á leið frá Þýzkalandi. Jón Baldvinsson er í .slipp í Reykjavik. Jón Þoriáks- son er í slipp í Reykjavík. Karls- efni fór á ís 18. fm. Keflvikingur fór frá Reykjavík 29. fm til Þýzkalands. Marz fór á ís 24. fm. Neptúnus fór á ís 28. fm. Pétur Haildórsson fór á ís 27. fm. Skúli Magnússon seidi í fyrradag i Cux- haven. Vilborg Herjólfsdóttir er í slipp i Reykjavík. Þorsteinn Ing- ólfsson fór á sa’t 27. fm. Þorkell máni fór á saltfiskveiðar 4. fm. Eftir skáldsöfu Charles de Costers ir Teikningar eftir Helge Kúhn-Nielsen 503. dagur. Nú voru Sæfararnir komnir til Vílstrand- ar og Néla hafði fengið hitasótt. Það varð að flytja hana í land, og henni var fengið húsaskjól hjá borgara einum Pétri að nafni. Ugluspegill var mjög dapur, en þó gladd- ist hann yfir þvi, að nú væri hún þó ekki í hættu fyrir Spánverjunum. Og þeir Lambi báðir sátu stöðugt við sjúkra- beð hennar. — Hefur þú heyrt nýjustu fréttir? spurði Ugluspegill Lamba. Við höfum fengið skipun um að sigla til Arnarborgar og annaðhvort hertaka skip óvinatxna eða skjóta þau í rúst. — Ó, sagði Lambi eigum við aldrei að fá að heyra talað um annað, en morð og brennur hér i þessu bölvaða landi? Hvenær kemur hinn blessaði friður, þeg- ar hægt er að neyta matar slns áhyggju- laus. V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.