Þjóðviljinn - 02.12.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.12.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2. desember 1954 - Stigamaðuriim Eftlr Giuseppe Berto 67. dagur Ef til vill yrði stjörnubjart áður en morgnaði. „Af hverju eiga þau sök á því, Michele?“ „Þau vildu ekki hleypa mér inn í húsiö í gærkvöldi. Þau sögðu aö lögreglan væri á næstu grösum. En í raun- inni var þaö vegna þess aö þau höföu gert samkomu- íag viö Giacomo De Luca til þess aö ná í peningana mína. Og ég gat ekki komizt langt með hana. Hún var svo þreytt.“ „Hefðu þau ekki hleypt henni inn í húsið heldur?“ „Ef til vill hefðu þau gert það, ef hún hefði viljað. Þú verður að hjálpa mér, Nino.“ „Jæja þá,“ sagði ég og við risum á fætur. „Leyfðu mér aö vera einum andartak,“ sagði hann. „Bíddu eftir mér neðar á stígnum.“ Ég fór og beið eftir honum, þar sem trén þrjú stóðu saman. Það var misvindi. Stundum var gola en á milli var logn. Hann kom rétt strax. Þegar við gengum af stað gaf hann mér fyrirmæli. „Þú verður að fara að húsinu og berja fjórum sinnum á gluggann við dyrnar. Tvö högg í einu með stuttu bili. á milli.“ „Já, ég veit,“ svaraði ég. „Þú verður aö gæta þess að fara strax í skjól undir vegginn. Því að sé Giacomo De Luca kominn, verður skotið á þig. Ef hann er hins vegar ekki kominn, opna þau dyrnar fyrir þér. Svo verður þú að líta inn fyrir til að aðgæta, hvort nokkrir lögregluþjónar séu inni. Það getur verið að þeir ;hafj komið meðaji. þý varst,\iti. Ef þeir eru inni, gefðu mér þá merki með hendinni. Annars skaltu fara inn.“ „Allt í lagi, sí.gði ég. Við fórum saman upp að húsinu. Ekkert mannamál heyrðist áSrihnan en ljósglæta barst út með gluggahler- ■ unum. Ég báifai fjórum sinnum á sama-hátt og Giacomo De Luca hafði gert. Og samstundis heyrði ég hljóðhratt íótatak og slágbrandinn dreginn frá. Þaö mátti lesa ' angist út úr andþti stúlkunnar. En þegar hún sá að þetta var ekki Giacomo De Luca varð hún reið. „Ert það þú? Hvað vilt þú?“ Ég var búinn að líta innfyrir og þar voru engir lög- regluþjónar. „Ég vil komast inn,“ sagði ég. ' „Þú getur ekki komið inn. Farðu heim.“ En ég var kominn framhjá henni. Um leið hefur henni sjálfsagt skilizt að hún var að hleypa dauðanum inn í húsið. Hún reyndi eins og hún gat að loka dyrun- um, en hún gat það ekki. Michele Rende hafði sett fót- jnn 1 milli og stóð þarna meö vélbyssuna á lofti. Augu stúlkunnar voru galopin af skelfingu og munnur henn- ar var opinn, tilbúinn að reka upp skelfingaróp, en hún kom engu hljóði upp. Gömlu hjónin risu upp frá eld- inum og konan færði sig þétt að manninum, eins og hann gæti Verndaö hana. „Segðu honum að fara burt,“ sagði hún. „Við áttum engan þátt í þessu.“ Ég leit á Michele Rende. Hann var ekki brjálaður. Það var hörkulegur ofsasvipur í augum hans og andlit hans var tekið, en hann var ekki brjálaður. Og stúlkan gat ekki tekið af honum augun og hún hafði munninn gal- opinn án þess að geta hrópað og hún fór að hörfa hægt og hægt í áttina að arninum, svo rak hún mjöðmina í borðið og þá gat hún loks æpt, hátt og skerandi. Svo fannst henni hún þurfa að fela sig og hún færði sig líka þétt að gamla manninum og þau stóðu öll í hnapp fyrir framan arininn. „Segðu honum að fara burt,“ end- urtók gamla konan í sífellu. „Hann verður að fara burt.“ „Hann gerir okkur ekkert,“ svaraði gamli maðurinn. „Standið kyrrar. Hann getur ekki gert okkur neitt.“ Michele Rende beindi vélbyssunni að þeim. Hann leit ekki á mig. „Nino,“ sagði hann. „Faröu út og bíddu þar eftir mér.“ Þetta var rödd sem ég varð að hlýða. En um leið og ég hreyföi mig, byrjaði stúlkan að æpa. „Farðu ekki burt,“ hrópaöi hún. „Segðu honum að drepa okkur ekki. Farðu ekki.“ Ég nam staðar. Hún starði á mig ofsalegum augum og það var hræðilegt að sjá hana. „Nino,“ kallaði Michele Rende. „Já,“ svaraði ég. „Farðu strax út. Gaktu eftir Roniche stígnum og j bíddu mín þar sem fer að halla undan fæti.“ „Allt í lagi,“ svaraði ég. „Farðu ekki,“ hrópaði stúlkan aftur. „Haltu áfram, Nino,“ sagði Michele Rende. ■ Svo opnaði ég dyrnar og leit ekki við aftur, þótt [ stúlkana væri farin að gráta stjómlaust og ofsalega. [ Ég lokaði dyrunum og samt heyrðist gráturinn 1 henni. j Ég gekk áfram, fætur mínir sukku niður í vott grasið og [ handan við sléttuna var íkoninn og 'þar átti ég að táka [ stíginn til vinstri. Ég hélt áfram óg' ég sá skuggaleg j trén nálgast og enn heyrði ég grát stúlkunnar fyrir [ eyrum mér. Ég vildi að hann tæki enda sem bráðast. [ Ég nam staðar við íkoninn og beið. Loks heyrðust skot- [ hvellir og ég hljóp af stað niður eftir stígnum til hægri | í niðamyrkrinu. Ég gat ekki hugsað á hlaupunum. En j innan skamms kom ég fram á brúnina. Fram undan ; var dalurinn, hulinn þoku og engin ljós voru sjáanleg. j Hann hlaut að hafa drepið þau öll og gamla fólkið líka, j þar sem þau stóðu í hnapp fyrir framan arininn. Ef j til vill voru þau ekki svo sek að þau ættu dauðann j skilið, en hann hafði drepið þau. Alveg eins og hann hafði drepið alla Ricadifjölskylduna. Mannslíf var ekki mikils virði núna í augum hans. Og hann var líka dauðadæmdur, ég skildi það núna. Hann ætlaði að út- hella öllu því blóði sem hefnd hans krafðist, og svo myndi hann sjálfur deyja. Þá hefði hann enga ástæðu til að lifa lengur. Það er ekki hægt að flytja mönnunum réttlæti með höndum sem voru saurgaöar svo miklu blóði. Hinir fátæku sem biðu eftir réttlæti og ríki guðs CjttMf OC CAMM Forstjórinn: — Hvað sagði konan mín , þegar þú hringd- ir til hennar og tilkynntir fyrir mig, að ég mundi verða upptekinn á skrifstofunni frameftir og ekki koma heim fyrr en seint í nótt? Skrifstofumaðurinn: D-— Hún sagði — „Get ég treyst því“? m innincjarópf KRISTÓFER KOLUMBUS Ungling-asaga eftir C. W. Hodge. Maður var nefndur Kristófer Kóiumbus. Hann hélt fram þeirri skoðun, sem öllum þorra samtíðar- manna hans þótti ganga vitfirringu næst, að jörðin væri hnöttótt og komast mætti til Asíu með því að sigla í vesturátt frá Evrópu. Með hjálp vina sinna tókst lionum að telja spænsku hirðina á sitt mál. I»á lagði hann með þrjú smáskip á haf út. En skipshöfnin hafði verið skráð nauðug til ferðar- innar og var Kólumbusi mótsnúin. Að lokum gerði hún uppreisn. Þrátt fyrir það tókst Kólumbusi að ná til stranda Ameríku, — sem hann hélt vera Asíu, — 12. október 1492. En þegar stigið var á land í Amcríku hófst enn óeining innan leiðangurs- ins oíí barátta við Indíánana. Saga þessi segir frá einu glæsilegasta ævintýrinu í annálum mannkynssögunnar. Verð kr. 45.00 ib. SARA BARTON LÆRIR HJÚKRUN Saga handa stúlkmn eftir Helen Dore Boylston. Saga þessi ségir frá imgri Btúlku, sem lærir hjúkrun í stóru sjúkrahúsi. Margt ber á daga henn- ar, bæði dapuríegt og skemmtilegt. Ásamt vin- stúlkum sínum ratar hún í mörg ævintýri. Saga þessi hefur náð með afbrigðum miklum vinsældum í enskumælandi löndum. Brezka blaðið „Scotsman" sagði lun bókina: „Sara Barton er að- dáunarverð stúlka. Sagan af baráttu hennar, skyss- um og ævintýrum er sögð með glettni og ákilningi.“ ' Verð kr. 45.00 ib. KVÆÐIÐ UM FANGANN eftir OSCAR WILDE í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Viðhafnarútgáfa á KVÆÐINU UM FANGANN í tilefni aldarafmælis Oscar Wilde. Gefin eru út 350 eintök í alskinni, árituS af þýðanda. Magnús hefur nú endurskoðað þýðingu sína og gert á henni ýmsar breytingar. Þetta er ein merkasta þýðing Magnúsar Ásgeirssonar. — Formála bókarinnar skrifar Ásgeir Hjartarson. Verð bókarinnar er kr. 88.00. Aðeins um 150 eintök óseld. AKRAFJALL Afgreiðsla Nýlendugötu llf. — Sími 7787.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.