Þjóðviljinn - 02.12.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.12.1954, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. desember 1954 — ÞJÓÐVILJINN —- (5 Bonnráðherra aðalræðu- maðuráfunditrylltranazista AndsfœSingar hervœcSingar kal'aSir landráSamenn og gyBingasvln Einn af blaðmönnum danska ílialdsblaösins Berlingske Tidende, Bonde- Henriksen, hefur verið í Berlín og send- ir blaði sínu hrollvekjandi lýsingu á fundi, sem nazistar héldu í íþróttahöll nazista og einn af ráðherrum Aden- auers flutti aðalræöuna á. Á fundinum voru 6-7000 naz- istar, margir þeirra í einkenn- isbúningum stormsveitanna. Þeir hrópuðu í kór: „Heil Deutschland,“ — og þegar dr. Seebohm, samgöngumálaráð- herra Bonnstjórnarinnar réðst á þá Þjóðverja sem mótmælt hafa hervæðingunni öskruðu þeir: Landráðamenn! Gyðinga- svín! Þið hafið víst naumlega sloppið frá gasofnunum! Stríðsglæpamenn hylltir. Fundarmenn létu fögnuð sinn óspart í ljós, þegar ráð- herrann krafðist þess, að allir Þjóðverjar sem afplána -fang- elsisdóma fyrir stríðsglæpi verði látnir lausir. Ráðherrann sagði: „Það lýð- ræðisuppeldi sem þýzka þjóðin hefur fengið síðan 1945 hefur ekki haggað hinum ævaforna grundvelli hennar“. Og síðan komu magnaðar lýsingar á göfgi hins þýzka kynstofns í Blut-und-Erde stíl, svo að hin- um danska blaðamanni datt helzt í hug að kynþáttafræðing- ur nazista, Rosenberg, sem hengdur var í Nurnberg, væri risinn úr gröf sinni. „Deutschland iiber alles“. Að ræðu ráðherrans lokinni Churchill lýsti því yfir fyrir nokkrum dögum, að hann hefði í stríðslok gefið Montgomery marskálki fyrirskipun um að safna saman þýzkum vopnum og geyma þau svo að nota mætti þau til að vopna þýzkan her gegn Sovétríkjunum síðar meir. Barbara Castle lýsti yfir, eft- ir að þessi ummæli Churchills urðu kunn, að hún væri sann- færð um, að margir þingmenn hefðu látið hjá líða að hylla hann á afmælinu, ef þeir hefðu haft hugboð um þessi dæmafáu óheilindi hans í garð banda- manna Breta á stríðsárunum. Vopnin voru geymd til 1948. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu hefur Churchill sætt mikilli gagnrýni fyrir þessi ummæli, enda stang- ast þau óþyrmilega á við þann áróður vesturveldanna, að Sov- étríkin hafi byrjað „kalda stríðið." reis söfnuðurinn á fætur og söng „Deutschland, Deutsch- land uber alles“. Ráðizt var á þá sem ekki þóttu nógu fljót- ir til að rísa úr sætum sínum með spörkum og höggum „eftir beztu fangabúðafyrirmynd,“ segir Bonde-Henriksen. Ráðízt á blaðamenn. „Erlendum blaðamönnum, sem ekki tóku undir þennan lof- söng heimsvaldasinna, var hót- að barsmíðum og voru kallaðir „kommúnistasvín.“ Áður en Seebohm tók til máls lék lúðrasveit vinsælustu hersöngvana frá dögum Hitlers, m. a. „Die Wacht am Rhein“ og „Deutsch ist die Saar.“ Gestir voru boðnir velkomnir, þ.á.m. frá „Hilfsgemeinschaft ehemal- iger Angehörigen der Waffen SS“ (stormsveitunum), og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna þegar þessir „góðu og heiðvirðu þýzku borgarar" voru hylltir. Blaðamenn kæra. Félag erlendra blaðamanna í Berlín hefur lagt fram kæru vegna framkomu fundarmanna við tvo erlenda blaðamenn, sem á fundinum voru. Gerður var Brezka utanríkisráðuneytið hefur gefið út tilkynningu í til- efni af þessum ummælum Churchills, og segir í henni, að þýzku vopnin hafi verið geymd til ársins 1948. Þá hafi þau verið eyðilögð að nokkru leyti, en nokkrum hluta þeirra skipt á milli hernámsliða vest- urveldanna. Skýrir bann. Þessi tilkynning skýrir hvern- ig á því stóð að Bretland og Bandaríkin bönnuðu eftirlits- foringjum Sovétríkjanna að fylgjast með afvopnun þýzka hersins og eyðileggingu vopna hans, eins og ráð hafði verið fyrir gert í Potsdamsamningn- um. Á sama tíma skoðuðu brezkir, bandarískir og fransk- ir foringjar í hvern krók og kima á hernámssvæði Sovét- ríkjanna og sannfærðust um, að þau höfðu staðið við gerða samninga og eyðilagt öll vopn, allar hergagnaverksmiðjur og öll hernaðarmannvirki. frá ýmsum nazistásamtÖkum aðsúgur að þeim þegar þeir neituðu að taka undir nazista- söngvana. Kæran hefur verið send Bonnstjórninni. Formaður sóknarfélags Gyðinga í Berlín, Galinski, og formaður verka- lýðsfélaga Vestur-Berlínar, Scharnowski, hafa einnig sent mótmæli til Bonnstjórnarinnar út af þessum fundi. 135 millj* hr. landhelgiseht Blöð í Lima, höfuðborg Suð- ur-Ameríkuríkisins Perú, skýrðu frá því í gær að vátrygginga- félagið Lloyds í London hafi fallizt á að greiða þriggja millj- óna sterlingspunda (135 millj. króna) sekt sem skipstjórinn á hvalveiðimóðurskipi gríska útgerðarmannsins Onassis hef- ur verið dæmdur í. Fyrir hálfum mánuði tóku herskip og flugvélar móðurskip- ið og fimm af tólf hválveiði- bátum að veiðum innan við 200 mílna landhelgislínu Perú. Onassis tryggði skip sín fyrir landhelgissektum hjá Lloyds áður en hann sendi þau til veiða . Hrakfavir heims- meisfaraima Framhald af 1. síðu. uðum sem liðnir eru síðan þeir urðu heimsmeistarar. — Fyrst töpuðu þeir fyrir Frökkum 3:1 og svo fyrir Belgum 2:0. 1 leiknum í gær settu Eng- lendingar eitt mark í fyrri hálfleik. Ensku mörkin skor- uðu þeir Bentley, Allen og Shackleton. Leikurinn fór fram á Wembley og áhorf- endur voru 100.000. Dvalarheimili aldraðra sjómanna Minningarspjöld fást hjá: Happdrætti D.A.S. Austur- stræti 1, sími 7757 — Veiðar- færaverzlunin Verðandi, sími 3786 — Sjómannafélag Reykja- víkur, sími 1915 — Jónas Bergman, Háteigsveg 52, sími 4784 — Tóbaksbúðin Boston, Laugaveg 8, sími 3383 — Bókaverzlunin Fróði, Leifs- gata 4 — Verzlunin Lauga- teigur, Laugateig 24, sími 81666 — Ólafur Jóhannsson, Sogabletti 15, sími 3096 — Nesbúðin, Nesveg 39 — Guðm. Andrésson gullsm., Laugaveg 50 sími 3769 í Hafnarfirði: Bókavertlun V. Long, 9288. Otbreiðið Þjóðviljann! Tók czftur cdmælis- gjöf til Churchills Einn af þingmönnum brezka Verkamannaflokksins, Barbara Castle, tók aftur gjöf sína í afmælissjóð sir Winstons Churchills, þegar hann ljóstraði upp um að hafa þegar áður en stríði lauk setið á svikráðum við Sovétríkin. tíandaríska hernámsliðið í Vestur-Þýskalandi hefur ver~ iö búið kjarnorkuvopnum. Myndin er tekin þar í landi ný* lega af fallbyssu sem skjóta má úr kjarnorkuskeytum. Kisfa Karls Marx flyfl í nýja gröf Kista Karls Marx í Highgate-kh’kjugarði í London hef- ur verið flutt á annan og betri staö í garðinum. ; Þetta var gert að fyrirlagi^ minningarnefndar Karls Marx. Gröf hans var á afviknum stað í kirkju- garðinum og var erfitt fyr- ir ókunna að rata að henni. Minnisvarði með nafni hans verður Karl Marx látinn standa — •> á gömlu gröf- inni. Kistur hans, konu hans Jenny, eins af barnabörnum hans, Harrys Longuet, og vinnu- konu þeirra hjóna, Helenu Del- muth, voru allar fluttar í hinn nýja grafreit. Sótt var um leyfi til flutn- ingsins til ensku stjórnarinnar og veitti hún það fúslega. Minningarsjóður íslenzkrar alþýðu um Sigíús Sigurhjartarson Tjarnargata 20 Munið að gera skil á greiðslu- loforðum til sjóðsins. Bandalag USA og Sjang Kaiséks Framhald af 1. síðu. samninginn, að Bandaríkja- stjórn hefði ekki haft samrádí við brezku samveldislöndin uini að gera hann og stjórnum. þeirra væri ókunnugt um efni hans. Blaðamennirnir spurðu Dull- es um afstöðu hans til kröfafc Knowlands öldungadeildar- manns um hafnbann á Kína tit að kúga Kínastjórn til að láta. lausa 13 Bandaríkjamenn, sens. dæmdir hafa verið fyrir njósn- ir. Dulles svaraði, að ef ekkí tækist að fá fangana lausa me& friðsamlegu móti, gæti svo far- ið að bandaríska flotanum yrðt skipað að setja hafnbann á Kína. Churchill Framhald af 1. siðu. staðfesta samningana um her— væðingy Vestur-Þýzkalands tet. ég að kominn sé rétti tíminn tiL að taka upp samninga við sovét— stjórnina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.