Þjóðviljinn - 02.12.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.12.1954, Blaðsíða 6
|ft) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 2. desember 1954 -- þJÓOVIUINN Otgefandi: SameiningarflokKur alpyóu — Sósialistaflokkurinn. ftitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. BlaCamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. A.uglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: SkólavörðustS* 19. — Síml 7500 (3 línur). Ádtriftarverð kr. 20 á mánuði I Reykjavik og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. | Prentsmiðja Þjóðviljans h.f._________________^ Miðstjórn Alþýðufl, setur hnef- ann í andlit verklýðshreyfingarinnar í Alþýðuflokknum gerast nú hinir furðulegustu hlutir. A.m.k. hlýtur svo að vera í augum verkafólks, sem hing- að til hefur fylgt flokknum í þeirri góðu trú, að hann væri fiokkur verkalýðsins. Sem alþjóð er nú kunnugt orðið, var fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, Hannibal V'údimarsson, kosinn forseti Alþýðusambandsins á síð- astá Alþýðusambandsþingi. Þetta var gert af yfirgnæf- andi meirihluta fulltrúa á þinginu, sem auk þess hafa ennþá stærri hluta verkalýðsins bak við sig. Því eins og kunnugt er byggöi hægri klíkan fulltrúatölu sína mjög á fjölda smáfélaga sem hafa mjög lítinn hluta verkalýðs- ins innan sinna vébanda. En þá skeður það s.l. mánu- tíag, að miðstjórn Alþýðuflokksins samþykkir yfirlýsingu iim það, að Hannibal Valdimarsson gegni störfum for- seta Alþýðusambandsins ekki á ábyrgð Alþýðuflokksins, og flokkurinn hafi samþykkt refsiaðgerðir gagnvart hon- um, fyrir að verða við ósk verkalýðshreyfingarinnar um Sð gerast forseti Alþýðusambandsins. Skulu -refsiaðgerð- irnar í því fólgnar að honum er bannað að tala opin- berlega í nafni flokksins, sviptur rétti til að taka þátt í störfum verklýðsmálanefndar flokksins, og auk þess kos- inn fimm manna nefnd til að gera tillögur um, hverjum frekari refsingum hann skuli beittur. Fer það ekki milli jnála, að þar er fyllilega hugsað um brottrekstur, enda má telja fyrrnefndar aðgeröir jafngilda brottrekstri. Með þessum ráðstöfunum gagnvart forseta Alþýðu- sambándsins hefur hægri klíka Alþýðuflokksins brugðið hhífnum á síðasta þáttinn sem tengdi flokkinn við verk- íýðshreyfinguna. En hún hefur einnig gert meira. Hún hefur jafnframt brugðið hengingarólinni um háls sjálfra *|ín. Því um leið og skorið er á síðustu tengslin við verk- lýðshreyfinguna, hefur flokkurinn misst þá litlu táfestu, sem hann hefur þó hingað til haft í félagslegum samtök- um alþýðunnar. Að vísu hefur hún farið síminnkandi undanfarin ár, vegna óbilgirni og frekju Alþýðuflokks- leiðtoganna, sem sífellt hafa leitazt við að nota alþýðu- samtökin til persónulegs og pólitísks framdráttar fyrir sjálfa sig, og aldrei hikað við að gera þau að pólitískri verzlunarvöru í hrossakaupum sínum við íhaldið. Vitan- lega hlaut þetta að magna óánægju verkalýðsins með stjórn þeirra á heildarsamtökunum og það var sú ó- ánægja, sem skapaði vinstri samfylkinguna á Alþýðusam- bandsþinginu, þegar Hannibal Valdimarsson var kosinn forseti sambandsins. Þann trúnað hlaut hann vegna þess, að hann var sá eini af leiðtogum Alþýðuflokksins, sem þqrði að kveða upp úr um skaðsemi sundrungarinnar og þjónustunnar viö íhaldið. Kosning Hannibals í forseta- stólinn var merki þess að yfirgnæfandi hluti verklýðs- hreyfingarinnar hafði ákveðið að fylgja ekki lengur sundrungarleiðsögn hægri klíkunnar í Alþýðuflokknum í íhaldsþjónustu hennar. Þeir Alþýðuflokksmenn, er studdu vinstri samfylkinguna voru einnig nógu glögg- skyggnir til að sjá við blekkingunni, sem fólst í tilboði íhaldsins um að styðja hreina Alþýðuflokksstjórn til valda í sambandinu. Þeir vissu fullvel, að það tilboð var tilkomið af því einu, að íhaldið hafði fyrirfram tryggt sér sín áhrif á störf þeirrar stjórnar, ef hún yrði kosin. Þessar ráðstafanir miðstjórnar Alþýðuflokksins eru því ekkert annað en hnefahögg í andlit verkalýðnum og sam- taka hans. Það sem hér hefur gerzt er það, að skorizt hefur í odda milli verkalýðsins og samtaka hans annars- vegar, og hægri klíkunnar í Alþýðuflokknum hinsvegar. Og svo blind og ofstækisfull er þessi klíka, aö hún hikar ekki við að slíta síðustu tengslin við sjálfan verkalýðinn, ef hún ekki fær ein að ráðska með samtök hans eins og henni þóknast. En hún þarf sannarlega ekki að láta sér til hugar koma að með þessum ráðstöfunum tryggi hún sér völd í alþýðusamtökunum að nýju. Þvert á móti munu nú opnast augu margra þeirra, er hingað til liafa treyst þessum mönmnn, fyrir því hvaða hlutverk þeir leika. I>essar ráðstafanir munu þannig aðeins styðja vinstri ein- *Jnguna innan verklýðshreyfingarinnar. Dregur til úrslita í átökunum um hervæðingu V»Þýzkalands Mendés-France finnst œskilegt að Þýzkaland sé klofið i tvennt Charles de Gaulle. Um miðjan þennan“ mánuð hefst á franska þinginu umræða um fullgildingu samn- inganna um hervæðingu Vest- ur-í>ýzkalands. Mendés-France forsætisráðherra hefur látið það boð út ganga, að hann ætl- ist til þess að umræðunni ljúki og atkvæði verði greidd fyrir jól. Þegar Evrópuherinn, fyrir- rennari samninganna sem nú liggja fyrir til afgreiðslu, var á döfinni, fullgiltu flest aðildar- ríki hann áður en Frakkar tóku endanlega afstöðu. Varð því mikið starf þinga og stjórna ónýtt þegar franska þingið hafnaði samningnum. Nú ætla hin Vesturveldin ekki að brenna sig á sama soðinu. Brezka þingið eitt hefur af- greitt samningana um hervæð- ingu Vestur-Þýzkalands. í ríkj- unum á meginlandi Vestur-Ev- rópu verður beðið átekta og ekki hafzt að fyrr en franska þingið hefur birt vilja sinn. 17'ngimi treystir sér til að spá “ neinu um það, hvernig Parísarsamningunum um her- f-----------------‘N Erlend tídlndi væðingu Þýzkalands reiðir af á franska þinginu. Kommúnistar munu greiða atkvæði gegn þeim og sömuleiðis kaþólski flokkurinn, sem kennir Mendés- France um að Evrópuher.inn var felldur og hyggur á hefndir. Ihaldsmenn verða klofnir í at- kvæðagreiðslunni. Hinsvegar eru horfur á að flestir sósíal- demokratar standi með samn- ingunum en þingflokkur þeirra var klofinn í næstum jafnar fylkingar um Evrópuherinn. Erich OHenhauer. Flestir róttækir þingmenn fylgja vitaskuld forsætisráð- herranum, flokksbróður sínum, en allt er á huldu um afstöðu meginhluta þingflokks gaull- ista, sem búast má við að ráði úrslitum. jt/fikla athygli vakti, að Sergei Vinogradoff, sendiherra So- vétríkjanna í París, gerði sér fyrir viku ferð til Colombey deux Eglises, smábæjarins þar sem de Gaulle býr, og ræddi við hann lengi dags. Nokkru síðar tilkynnti de Gaulle að hann myndi birta þýðingarmik- inn boðskap til þjóðarinnar 4. desember. Strax komust á kreik kviksögur um að hann myndi heita á Frakka að samþykkja ekki hervæðingu Vestur-Þýzka- lands en taka í þess stað boði sovétstjórnarinnar um ráð- stefnu um öryggisbandalag allra Evrópurikja. Engin leið er að vita, hvað hæft er í þess- um fregnum, fyrr en hershöfð- inginn leysir sjálfur frá skjóð- unni. Hitt er vitanlegt, að ein- dregin andstaða de Gaulle gæti riðið Parísarsamningun- um að fullu. JIT'ari hinsvegar svo, að ,* franska þingið fullgildi samningana, er samt ekki bit- ið úr nálinni. Á þingi Vestur- Þýzkalands er nefnilega mikil andstaða gegn samningunum. Sósíaldemokratar, annar stærsti flokkur landsins, krefst viðræðna við sovétstjórnina um sameiningu Þýzkalands og ör- yggisbandalag allra Evrópu- ríkja. Minni borgaraflokkarnir, sem standa að ríkisstjórn Ad- enauers, eru í rauninni svip- aðs sinnis en telja hentugast að beina geiri sínum að þeim samningnum, sem fjallar um framtíð Saarhéraðs. Fylkis- þingkosningar í Bajern og Hessen um síðustu helgi fóru svo, að bæði Adenauer og Oll- enhauer, foringi sósíaldemó- krata, þykjast hafa gengið með sigur af hólmi. Adenauer bend- ir á að flokkur hans, kristileg- ir demókratar, vann á miðað við síðustu fylkisþingskosning- ar árið 1949. Ollenhauer getur hinsvegar stært sig af að sósí- aldemókratar hafa aukið fylgi sitt síðan í fyrra, þegar kosið var sambandsþing í Bonn, en kristilegir demókratar tapa. Kosningabaráttan snerist að mestu um hervæðingarsamr.tng- ana. Meðan þessu fer fram í Vest- ur-Evrópu situr í Moskva ráðstefna átta Austur-Evrópu- ríkja. Sovétstjórnin bauð öllum Otto Grotewohl. rikjum álfunnar og Bandaríkj- unum að ræða öryggismál Ev- rópu en fékk afsvar frá öðrum en fylgiríkjum sínum. Molotoff utanríkisráðherra og aðrir ræðumenn hafa lagt áherzlu á, að ríki Austur-Evrópu geti ekki horft aðgerðalaus á að Vesturveldin hervæði Vestur- Þýzkaland. Ef til þess komi að Parísarsamningarnir verði staðfestir, muni svarað með stofnun Austur-Evrópubanda- lags. Þá væri svo komið, að álfan væri klofin í tvær fylk- ingar, sem stæðu hvor and- spænis annarri í miðju Þýzka- landi. í fylkingarbrjósti beggja yrði þýzkt herlið, þvi að Grote- wohl, forsætisráðherra Austur- Þýzkalands, hefur tilkynnt í Moskva að hervæðingu Vestur- Þýzkalands verði svarað með stofnun austurþýzks hers. /\líklegt er þó, að endanleg " ákvörðun um stofnun Aust- ur-Evrópubandalags verði tek- in í Moskva. Horfur eru á, að Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.