Þjóðviljinn - 02.12.1954, Blaðsíða 12
Verða Siglf irðingar að flýja bæinn eftir
áramót vegna atvinnuleysis?
Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Margir hafa verið' atvinnulausir hér síðan togarinn
Hafl’iði strandaði og allri vinnu í sambandi við hann var
þar með lokið. Ekkert hefur verið gert af hendi bæjar-
stjórnarmeirihlutans til þess að ráða bót á þessu ástandi.
Er búizt við að fjöldi þeirra verkamanna, sem ekki fóru
■suður á land í haust og enn eru hér heima, hverfi til Suð-
tírlands eftir áramótin.
Stöðvun togarans var mjög®’
filfinnanlegt áfall fyrir atvinnu-
■lifið í bænum og horfir illa ef
ekkert verður aðgert til þess
að glæða atvinnulífið í bænum.
Élliði kom inn í fyrradag
v.egna . óveðurs, var hann með
áokkur tonn af fiski.
Varla hefur nokkur bátur
komizt á sjó í fulla viku, vegna
óveðurs, en áður fengu bátarnir
reitingsafla þegar gaf á sjó.
Vilja samþykkja
Parísarsamnmp
i Tveir þingmenn, sem utanrík-
ismálanefnd franska þingins fól
að athuga samningana um her-
væðingu Vestur-Þýzkalands,
sem gerðir voru í París, lögðu
j gær til að nefndin mæli með
samþykki samninganna. Annar
þingmaðurinn er íhaldsmaður
en hinn fyrrverandi gaullisti.
Franska stjórnin vill að. um-
ræður um fullgildingu samning-
anna hefjist 14. desember en
ýmsir þingmenn vilja fresta
þeim um viku. Er búizt við að
Mendés-France geri það að frá-
fararatriði ef sú frestun verður
samþykkt.
Norskt slgí-
ingaverkfall
Sjómannafélag Noregs hefur
beðið stjórn Alþýðusambands
Noregs að samþykkja boðun verk
falls á norska kaupskipaflotan-
uni. Kaupdeila stendur yfir
milli háseta og yfirmanna á skip-
unum og útgerðarmanna. Báðir
aðilar höfnuðu í fyrradag mála-
miðlunartillögu sáttasemjara.
Herðubreið kemst
ekki í höfn vegna
óveðurs
Höfn.
Frá frétit-aritara Þjóðviljans.
Herðubreið kom hingað í gær-
morgun og hafði enn ekki kom-
!zt inn í höfnina síðdegis, vegna
þess að Hornaf jarðarós var ó-
fær af sjógangi.
f meir en hálfan mánuð und-
anfarið hefur verið stöðug ótíð,
austan stormur og rigningar
og því ekki hægt að fara á sjó
né vinna neitt annað. Er vafa-
samt að bátarnir fari nokkuð á
yeiðar fyrr en eftir áramót á
vertíðinni. Eru sumir þegar
byrjaðir að búa sig undir vetr-
arvertíðina.
Vil'ia stofna
bandalag
Fulltrúar Albanfu, Búlgaríu,
Rúmeníu og Ungverjalands á
ráðstefnu Austur-Svrópuríkjanna
í Moskva lýstu í gæf yfir sam?
þykki við tillögu Molotoffs, utan-
rikisráðherra Sovétríkjanna, um
að Austur-Erópuríkin stofni með
sér hernaðarbandalag ef fullgilt-
ir verða samningar Vesturveld-
anna um hervæðingu Vestur-
ýzkalands. Fulltrúar / Austur-
Þýzkalands, Póllands og Tékkó-
slóvakíu tóku sömu afstöðu á
fundi ráðstefnunnar í fyrradag.
íiokkunnnf
Fulltrúaráðs- og
trúnaðarmanna-
íundur
verður haldinn í kvöld 2. des-
ember kl. 8,30 e. h. í Baðstofu
iðnaðarmanna, Vonarstræti 1,
efstu hæð.
Dagskrá:
1. Happdrætti Þjóðviljans.
2. Venjuleg fundarstörf.
Stjórnin
Greiðið flokksgjöld ykkar skil-
víslega í skrifstofu félagsins,
Þórsgötu 1, Allir ársfjórðungar
eru nú fallnir í gjalddaga.
Skipasmiðir hafa samið
Sveinafélag skipasmiða hefur nú gert nýja samninga
við atvinnurekendur, og. kom því ekki til verkfalls.
Skipasmiðirnir sömdu um® ~ "
11.00 kr. gruhnkaupshækkun á
viku, og verkar sú hækkun aft-
ur fyrir sig- þannig að hækk-
unin er greidd frá 1. júní s.l.,
en þá hækkaði kaup járn-
smiða og blikksmiða er þessu
nam. Þá var og samið um nú,
að verði sagt upp samningum
1. marz og kaupið hækkað þá,
skuldbundu atvinnurekendur
sig til að greiða skipasmiðum
þá hækkun frá 1. des nú.
Þá var sumarfrí lengt um
þrjá daga og er nú 18 virkir
dagar fyrir:þá sem unnið hafa
í faginu í 10 ár. Nokkrar fleiri
lagfæringar og smábreytingar
voru gerðar á samningunum.
Kópavogsbúar!
Þeir sem fengið hafa til
sölu happdrættisblokkir frá
Þjóðviljanum eru vinsam-
lega beðnir að gera skil fyrir
laugardaginn 4. þ.m., annað-
hvort í skrifstofu Þjóðvilj-
ans, Skólavörðustíg 19, eða
á skrifstofu Sósíalistaflokks
Reykjavíkur, Þórsgötu 1.
Sósíalistafélag
Iíópavogshrepps
Silfurtúnglið í
16. sinn
1 kvöld sýnir Þjóðleikhúsið
Silfurtúnglið í 16. sinn. Sem
kunnugt er féllu sýningar niður
um skeið vegna veikinda Her-
dísar Þorvaldsdóttur, sem leik-
ur eitt aðalhlutverkið. Aðsókn
hefur verið mjög góð hingað
til eftir því sem Þjóðviljinn
fékk upplýst hjá Þjóðleikhúsinu
í gær.
Þjóðviliinn
Betur má ef duga skal. Hæg
var sóknin hjá sumum deildun-
um í gær og er eins og þær hafi
tekið sér almennilegt fri þótt
ekki hafi verið lögboðinn frídag.
ur. En þessa þrjá daga sem eftir
eru verður vonandi ekkert frí
hjá þeim. Barónsdeildin heldur
enn 1. sæti en Bolladeild og
Sunnuhvolsdeild sækja fast á.
í dag höfum við opið í af-
greíðslu Þjóðviljans Skólavörðu-
stíg 19 frá kl. 9—12 f h., 1—6 e.
h. og 8—10 e. h. og í skrifstofu
Sósíalistaflokksins Þórsg. 1 frá
kl. 10—12 f. h. 1—7 e. h. og
9—10 e h. og eru allir sem eftir
eiga að gera upp vinsamlega
beðnir að gera skil og geyma það
ekki til síðasta dags.
Röð deildanna er nú þannig:
1. Barónsdeild 58%
2. Bolladeild 56%
3. Sunnuhvolsdeild 48%
4. Múladeild 44%
5. Langholtsdeild 42%
.6.-7. Hlíðadeild 41%
Háteigsdeild 41%
8.-9. Skóladeí'.d 40 %|
Túnadeild 40%
10.—14. Vesturdeild 37%
Nesdeild 37%
Valladeild 37%
Lauganesdeild 37%
Vogadeild 37%
15. Njarðardeild 36%
16. Hafnardeild 27%
17. —18. Skuggahverfisd. 26%
Þingholtsdeild 26%
19.—20. Skerjafjarðard. 22%
Sogadeild 22%
21. Kleppsholtsdeild 17%
22. Bústaðadeild 16%
23. Meladeild 15%
24. Hamradeild 9%.
DJÓÐVILJIN
Fimmtudagur 2. desember 1954 — 19. árg. — 275. tölublað
Kínverjar halda heim frá Kóreu
Heimflutningur kínverksa hersins sem barðist í Kóreu
stendur nú yfir. Fulltrúar hlutlausu nefndarinnar, sem
fylgist með framkvœmd vopnahlésins, hafa eftirlit með
heimflutningnum. Hér sjást Pólverji og Svíi úr nefndinni
líta eftir flutningi kínverskra skriðdreka um borgina
Sinuiju til kínversku landaviœranna.
Þrettán ára piltur í Bárðar-
dal deyr af slysaskoti
í fyrrakvöld vildi það hörmulega slys til norður í Bárð-
ardal að 13 ára piltur lézt af voðaskoti.
Pilturinn, Unnsteinn Kristjáns-
son á Litluvöllum, fór undir
kvöld til næsta bæjar, að Hall-
dórsstöðum, ætlaði hann að
sækja þangað kind.
Þegar heimafólki hans fór að
þykja hann vera lengi í förum,
og í Ijós kom að hann hafði ekki
komið að Halldórsstöðum, var
farið að leita hans og spor hans
rakin heim undir túngarð að
Halldórsstöðum.
Pilturinn hafði tekið með sér
riffil, án þess fólkið vissi, og
mun hafa ætlað að skjóta rjúp-
ur. Hafði Skot hlaupið úr riffl-
inum og lent í höfði piltsins.
Var hann enn með lífsmarki er
hann fannst. Læknir var sóttur
að Breiðumýri og átti að flytja
piltinn til Akureyrar í sjúkra-
hús, en hann lézt á leiðinni.
Ölvaðir menn nef- og kfálkabrjóta
lögreglugijón á Ssafsríi
Isafii'ðt Frá fréttaritara
Þjóðviljans.
I f jTradag var einn lögreglu-
þjónanna hér nefbrotinn og
kjálkabrotinn og fékk auk þess
heilahristing í ryskingum við
drukkna sjómenn.
Gagnfræðaskólinn er vanur
að hafa skemmtun í sambandi
við 1. desember og var svo enn
að skemmtun var fyrir gamla
og nýja nemendur skólans. Ætl-
aði lögreglan að fá liina
drukknu sjómenn til að hverfa
frá skemmtistaðnum, en þeim
hafði verið synjað um inngöngu
þar. Tóku sjómennirnir það svo
óstinnt upp sem raun ber vitni.
Voru þeir síðar fangelsaðir.
Þrír togarar komu hingað
með af!a í fyrradag, Sólborg
og tveir aðkomutogarar. Það
sem af er þessum vetri hafa
aðkomutogarar ekki landað hér,
eins og þeir gerðu sl. vetur, og
hefur því verið miklu minni
vinna í sambandi við togára-
afla.
1-2 bátar hafa verið að róa
undanfarið, en afli þeirra ver-
ið lélegur.
í dag er skiladagur í happdrætti Þjóðviljans — Skrifstofurnar á
Skólavörðustíg 19 og Þórsgötu 1 eru opnar til kl. 10 í kvöld