Þjóðviljinn - 02.12.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.12.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. desember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Finnbogi R. Valdimarsson FORSÆTISRÁÐHERRA ræddi þetta mál í nokkuð öðrum tón heldur en hefur verið í umræðum hingað til, en þetta, er nú stundum hans vandi. Hann kom hér með yfirlýs- ingar, sem ganga miklu lengra í því máli, sem hér er til umræðu, heldur en mig hefði órað fyrir að ríkisstjóm- in væri tilbúin að gera, og ég vil spyrja, hvort ríkisstjóm- in stendur öll á bak við þær yfirlýsingar, sem forsætis- ráðherrann gaf, um engan rétt íslendinga í þessu máli. Forsætisráðherra kvaðst ætla að leita skjóls hjá Al- þjóðadómstólnum í Haag í lífsnauðsynjamáli íslenzku þjóðarinnar, landhelgismál- inu. Hann hefur sjálfur sagt í opinbemm ræðum að undir úrslitum þessa máls eigi ís- lenzka þjóðin líf sitt. Hann ætlar með öðrum orðum að leggja líf íslenzku þjóðarinn- ar undir dóm þessa dómstóls, og eiga það á hættu að hún verði þá dæmd til dauða af þessum dómstóli. Forsætis- ráðherra sagði að þetta væri sami dómstóllinn og sá, sem hefði í anríl '1933 kveðið upp dóm í deilumáli Norðmanna og Dana um Grænland. Eg er hissa á að forsætisráðherra skuli ekki vita betur. Sá dóm- stóll sem rrú situr, Alþjóða- dómstóllinn í Haag, er ann- ar dómstóll og allt öðru vísi skipaður heldur en Alþjóða- dómstóll Þjóðabandalagsins, sem sat í Haag 1933, og þetta ætti forsætisráðherra landsins að vita. — En hann hefur nú komizt áfram hing- að til sá hái herra án þess að kynna sér málin, sem hann talar um. Þetta mál var rætt hér á Alþingi í dag fyrir luktum dyrum, og það hefur áður ver- ið rætt síðan ég kom á þing, einnig fyrir luktum dyrum, en í bæði skiptin án þess að nokkur ákvörðun væri tekin. Eg hef jafnan þegar lokaðir fundir hafa verið haldnir í Al- þingi, ef svo á að segja að það séu fundir í Alþingi, lýst því yfir og tekið þátt í umræðum með þeim fyrirvara, að ég tel að það geti að vísu verið full nauðsjm á því að boðað sé til lokaðra funda innan veggja Alþingis, t.d. ef svo stendur á að ríkisstjórnin vill kynna þingheimi sérstök mál eða málsatriði, t.d. í utanríkis- málum, sem eru þannig vaxin að ekki er tímabært að gera þau heyrum kunnug með op- inberum umræðum á Alþingi, en ég tel ekki rétt, þrátt fyrir ákvæði stjómarskrár og þing- skapa um að það sé form- lega leyfilegt, nema í ýtrustu nauðsyn, að nokkurn tíma sé tekin ákvörðun á Alþingi í stórmálum fyrir luktum dyrr um. Eg byggi þetta fyrst og fremst á því, að á slíkum fundum eru engar skrifaðar heimildir um afstöðu flokka og manna til þeirra mála sem ákvörðun er tekin um, en það hefur sýnt sig að eftir á geta risið deilur jafnvel um það hver hafi verið afstaða flokka og manna til þeirra stórmála, sem rædd hafa verið og á- kvörðun hefur verið tekin um á lokuðum fundum Alþingis, og hef ég nefnt dæmi ekki mjög gamalt því til sönnunar. Eg vil því fagna því að for- seti sameinaðs þings ákvað í dag á hinum lokaða fundi að boða til opins fundar til þess að taka ákvörðun í þessu máli, og ég vil lýsa því yfir að ég vona, að það verði framvegis regla af Alþingi að ákvarðanir í stórmálum verði aldrei, helzt aldrei, tekn- ar fyrir luktum dyrum. Eg verð að láta í ljós undr- un mína og fullkomna van- þóknun á meðferð þessa máls, sem hér er rætt. Utanríkis- ráðherra upplýsti hér áðan að utanríkisráðherrar Norð- urlanda hefðu í ágúst í sumar átt fund með sér hér í Rvík, og á þeim fundi hefði utanrík- isráðherra Danmerkur skýrt svo frá að Danir, danska stjórnin, ætlaði sér að leggja fyrir allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna nú í haust, það þing sem nú stendur yfir, ósk eða kröfu um að réttarstöðu Grænlands yrði breytt, þann- ig að það yrði tekið af skrá Sameinuðu þjóðanna um ný- lendur, þær nýlendur, sem gæzluverndarnefnd Samein- uðu þjóðanna á að hafa eftir- lit með hvernig stjórnað sé. En slík ákvörðun af hálfu Sameinuðu þjóðanna, að strika Grænland út af skrá um nýlendur, þýðir viður- kenningu Sameinuðu þjóð- anna á því sem Danir hafa á- kveðið heima fyrir, að innlima Grænland í Danmörku, gera það að einu amti eða héraði í Danmörku, þó að það sé mörgum sinnum stærra en Danmörk, og þó að það sé raunar um leið ekki upplýst, hvort það eigi þá eins og önn- ur héruð Danmerkur að lúta dönskum lögum, það hefur ekki komið ' fram enn þá af hálfu Dana. Utanríkisráð- herra Islands vildi á fundi ut- anríkisráðherranna hér í Rvík í ágústmánuði ekki taka af- stöðu í þessu máli. Hann hef- ur vafalaust haft samráð við rikisstjómina, sem hann á sæti í, um þessa afstöðu. Hvorki ég né neinn annar þingmaður hefur veitzt að ut- anríkisráðherra fyrir þetta, fyrir það áð vera ekki reiðu- búinn til þess að taka af- stöðu í þessu máli, án sam- ráðs við Alþingi. Eg tel að utanríkisráðherra hafi gert rétt í því, og ég tel að ríkis- stjórnin, ef hún hefur átt þar hlut að máli, hafi líka gert rétt í því að heita engu um fulltingi sitt í þessu máli á þingi Sameinðu þjóðanna. En ég spyr: Ef utanríkis- ráðherra og rikisstjórnin var ráðin í því, í ágúst í sumar að vilja ekki taka afstöðu í þessu máli, og hefur þá væntanlega ætlað að leggja það fyrir Al- þingi til ákvörðunar,. eins og nú hefur verið gert í dag, hvers vegna hefur það ekki verið gert fyrr? Eg spyr ut- anríkisráðherra: Ef það hef- ur verið meining hans að leggja þetta mál fyrir Al- þingi, hvers vegna hefur hann ekki gert það fyrr en í dag? Um leið og hann upplýsir hér að þetta mál verði tekið til endanlegrar afgreiðslu á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna á mánudaginn, en nú er það föst venja hér á Alþingi að á laugardögum og sunnu- dögum eru ekki haldnir reglu- legir þingfundir. Utanríkis- ráðherra hefur ekki gert neina grein fyrir því, hvérs vegna Aiþingi fær ekki meira ráðrúm til þess að hafa um- ræðu og taka ákvörðun um þetta mál. þó að það væri al- veg augljóst þegar í ágúst í sumar, að einhverja afstöðu • hlyti fulltrúi eða sendinefnd Islands hjá Sameinuðu þjóð- unum að verða að taka í þessu máli, þar sem Danir tilkynntu þá að þeir mundu leggja það fyrir. Eg vil ekki gefa í skyn að það hafi verið meining ríkis- stjórnarinnar og utanríkisráð- herra að leggja þetta mál alls ekki fyrir Alþingi. Það er al- kunnugt að málið hefur oftar en einu sinni verið rætt á Al- þingi, Alþingi hefur einu sinni samþykkt ályktun í því, og ríkisstjórn Islands hefur samkvæmt þeirri ályktun til- kynnt ríkisstjórn Danmerkur og Noregs og fasta alþjóða- dómstólnum í Haag 1931, að Island hefði samkvæmt álykt- im Alþingis hagsmuna að g„ita í þessu máli, teldi sig hafa hagsmuna að gæta. Eg vil þess vegna ekki, eins og ég sagði áðan, ætla ríkis- stjórninni það að hún hefði alls ekki viljað bera sig sam- an við Alþingi í þessu máli, en hitt veit ég að Danir hefðu helzt kosið að koma þessu máli í gegnum þing Samein- uðu þjóðanna i sem mestri kyrrþey. Og ef til vill hefur það verið meiningin, að þetta mál gæti farið gegnum .Al- þingi hljóðalítið, hljóðalaust, á lokuðum fundi, þar sem ef til vill færi aðeins fram laus- leg skoðanakönnun meðal þingmanna, eins og til stóð hér í dag. Það er vitað af blaðafregn- um, bæði sem birzt hafa í ís- lenzkum blöðum og í erlend- um blöðum sem hingað hafa borizt, hvaða afgreiðslu þetta mál hefur þegar hlotið hjá fjórðu nefnd Sameinuðu þjóð- anna, þar sem það hefur ver- ið tekið til afgreiðslu og rætt. Pg það er því miður svo, að þær blaðafregnir eru miklu ljósari og nákvæmari en sú skýrsla, sem utanríkisráðherra hefur getað gefið Alþingi um þetta mál — um afgreiðslu málsins. I fjórðu nefnd Alls- herjarþingsins, svokallaðri verndargæzlunefnd, komu, þegar Danir fluttu sitt mál þar, þegar fram raddir margra og áhrifamikilla ríkja um það, að það væri algerlega óvið- eigandi að samþykkja ó- breytta þá tillögu, sem Danir lögðu fram og þá ósk sem þeir báru fram, að málið yrði aðeins afgreitt í þessari vernd- argæzlunefnd. Málið væri þess eðlis, svo þýðingarmikið mál, að það ætti að koma fyrir fullskipaðan fund á Allsherj- arþinginu. Eins og nú háttar, er það næsta óvenjulegt, að nýlenda, að land, sem til þessa dags hefur verið nýlenda, hætti, allt í einu að vera ný- lenda með þeim hætti, að húr. sé gerð að héraði í móður- landinu, sem kallað er. Hitt er miklu algengara nú á dög- um, að nýlendurnar fái sjálf- stjóirn og jafnvel fullkomiá sjálfpstæði. En það sem hér liggur bak við og opinber rö.t; Dana íyrir þessu eru þaii, að nýlendustjórn Dana á Grænlandi hafi verið til Slíkr- ar fyrirmyndar öllu,m þjóð- um, að þetta sé sjálfsagt mái og þurfi ekki að ræða á þingi Sameinuðu þjóðanna sjálfu, heldur aðeins í nefnd. Og til þess að sanna þetta mæta Danir með tvo grænlenzka þingmenn með dönsku r.afni,. sem báðir heita sama nafni og sei» bera þar vitni, að Grænlendingum líði ágætlega undir stjórn Dana, og þes3 vegna þurfi ekki að ræða það mál meir. En það voru mjög marg- ir fulltrúar ríkja hjá Sameinuðu þjóðunum sem spurðu: Hefur grænlenzka þjóðin verið spurð ? Hefur far- ið fram þjóðaratkvæðagreiðsla með grænlenzku þjóðinni urá.1 þetta mál? Sýnir sú þjóðar- atkvæðagreiðsla, að græn- lenzka þjóðin óski t.d. alls ekki eftir auknu sjálfstæði eða fullu sjálfstæði? Eru færðar sönnur á það, að það ,géu, engar óskir uppi með græn- lenzku þjóðinni um það, a#> losna undan stjórn Dana? Og það er vegna þessara spurn- inga, sem málið hlýtur að koma fyrir fund Alls'herjar-’- þingsins á mánudaginn. Um hvað snýst svo þetta mál? það snýst eins og ég sagði áðan um það, hvort stjórn Dana á Grænlandi, sem hefur staðið í margar aldir, hafi verið til slíkrar fyrirmynda'i,þ, að það sé sjálfsagt mál, að" gera landið nú að héraði í Danmörku. Og þess vegna eé það, að samþykkt þessarar kröfu Dana þýðir alveg sér- staka viðurkenningu á ný- lendustjórn Dana. Framhald á 11. siðu. ÍSLENDINGAR MÓTMÆLA mnlimun Grænlands í Danmörku Þegar Alþingi ræddi hverja afstöðu fulltrúar íslands skyldu taka til tillögu Dana um samþykki Sameinuðu þjóðanna við innlimun Grænlands, mótmæltu þingmenn úr öllum flokkum þingsins því að Islendingar sætu hjá við úrslitaatkvæðagreiðslu um það mál. Meðal þeirra þingmanna sem hvassast mótmæltu voru Finnbogi R. Valdimarsson og Einar Olgeirsson. Er hér birt ræða Finnboga, sem hefst með svari til Ólafs Thors for- sætisráðherra, en hann hafði flutt ræðu í málinu sem skar sig úr vegna ábyrgðarleysis og þekkingarskorts.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.