Þjóðviljinn - 06.01.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.01.1955, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. janúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN —• (3 Samþykktir Bandalags kvenna í Reykjavík ÞjóÖviljinn birti skömmu eftir aöalfund Bandalags kvenna 1 vetur nokkrar samþykktir kvennanna, þar á meöal kröfu þeirra um launajafnrétti karla og kvenna, eftirlit með útgáfu glæpa- og æsingarita, svo og sam- þykkt fundarins í skattamálum. Hefur birting annarra samþykkta kvennanna því miður dregizt lengur en til stóð, en þær voru þessaor: Um Áfengismál. 1. Fundurinn skorar á alla þá, sem skilja hættu þá, er þjóðinni og þá einkum æskulýðnum stafar af hinni sívaxandi áfengisneyzlu, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að hinni nýju áfengislöggjöf verði framfylgt sem bezt, að því, er áfengis- varnir snertir. 2. Fundurinn skorar á fræðslu- málastjórnina að ganga ríkt eftir því við skólastjóra unglingaskól- anna, að framfylgt sé banni menntamálaráðuneytisins um notkun áfengis í skóium þeirra. 3. Fundurinn skorar á rikis- stjórnina að koma upp heimili fyrir drykkfeldar stúlkur, hlið- stæðu heimilinu í Gunnarsholti. 4. Fundurinn fagnar því, að fengizt hefur sú bót á meðferð kvenfanga, að kona er nú látin annast þær. Væntir fundurinn þess fastlega, að því verði haldið áfram. Fundurinn mælir eindregið með því, að samþykkt verði frumvarp það, sem fram er komið á Alþingi, um breytingu á fram- færslulögum nr. 80, 5. júní 1947, þar sem sveitastjórnum og lög- reglustjórnum er heimilt að tak- marka f járráðarétt þeirra manna, sem vegna óreglu og hirðuleysis sjá ekki um framfærslu heimilis síns. Fundurinn beinir þeirri áskor- un til allra meistara, sem iðn- nema hafa í námi, að sjá um að áfengi sé ekki haft um hönd á vinnustöðum þeirra. Fundurinn lítur svo á, að nemandinn sé á ábyrgð meistarans á vinnustaðn- um á meðan að nám stendur yfir. stað og er stór liður í auk- inni dýrtíð. 6! "'A'ð Alþíngi bréýti "2. káflá' laga um framfærsluráð frá 1947, 5. gr. á þann veg, að bætt verði við nefnd þá, sem finna á grundvöllinn fyrir verðlagningu á landbúnaðar- vörum, fulltrúa frá húsmæðr- um í Reykjavík. Telur fund- urinn eðlilegt, að Bandalag kvenna í Reykjavík ráði til- nefningu þessa fulltrúa. Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að standa við þá yfir- lýstu stefnu sína, að halda niðri dýrtíðinni og afnema nú þegar þær hækkanir, sem orðið hafa síð- Við afgreiðslu fjárliags- áætlunar Reykjavikur fyrir árið 1955, hinn 16. f. m., flutti Petrína Jakobsson svo- hljóðandi tíllögu: „í samræmi \ið óskir kvennasamtakanna í Reykja vík, eins og þær koma fram í tillögum fundar bandalags kvenna 15.—17. nóv. 1954, lýsir bæjarstjórn yfir því, að hún vill beita sér fjTÍr framki æmd þeirra mála, sem til hennar er beint i tíllög- um þessum, og styðja að öðru leyti tillögur kvenn- anna \ið Alþingi og rílds- stjórn.“ í framsöguræðu sinni las Petrína samþykktir fundar- ins, svo bæjarfulltrúum væri leggjast eða skemmast, fremur en að lækka verð þeirra. Fundurinn lítur svo á, að aukin sala myndi bæta upp lækkað verð og skorar því á Framleiðsluráð landbúnað- arins og neytendasamtökin í land- inu að koma sér saman um skyn- samlegar leiðir til úrbóta í þess- um efnum“. Aðalfundur Bandalags kvenna í Réykjavík þakkar áðurnéfndum kvennasamtökum fyrir að hafa tekið mál þetta upp og styður tillöguna af alhug. Um samvinnu skóla og heimila. Fundurinn felur þar til kjör- inni nefnd kvenna að vinna að því til næsta aðalfundar, í sam- ráði við skólastjóra barna- og gagnfræðaskóla Reykjavíkur, skólalækna, hjúkrunarkonur og aðra aðila, er stjórna heilzugæzlu í skólum þessum: 1. Að eigi verði settar á stofn öllum ljóst hver vilji kvenna samtakanna væri, og mælti enginn gegn ræðu hennar, en þegar til atkvæðagreiðsl- unnar kom lyftust allar hendur íhaldsins í bæjar- stjóminni til að vísa tillögu Petrínu frá. Þessir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn því að styðja mál kvennasamtakanna; Auður Auðuns, Gróa Pétursdóttir, Gunnar Thoroddsen, Gísli Halldórsson, Geir Hallgrímsson, Guðm. H. Guðmundsson, Björgvin Frederiksen, Þorbjörn Jóhannesson. að hægt sé að hrinda þessu þegar í framkvæmd, vill fundurinn leggja til, að meðan að ekki er annað húsnæði fyrir hendi, þá athugi bæjarstjórnin hvort skólarnir geti ekki hver um sig lagt fram eitthvað af húsnæði til afnota í þessu augnamiði. Tómstundaheimili þessi séu rekin undir eftirliti kennara eða ánnarra leiðbeinenda. Naínskírteini. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að hafizt er handa um úthlutun nafnskírteina meðal barna og unglinga. Þegar því er lokið verður að gera samkomu- húsin ábyrg fyrir að hleypa ekki unglingum á þessum aldri á þær skemmtanir, sem bannað er með lögum eða reglugerðum, að ung- lingarnir sæki. Fundurinn leggur til, að samin verði sem fyrst ákveðin starfs- skrá fyrir kvenlögregluna, og hafi lögreglustjóri um það sam- vinnu við barnaverndarnefnd, Vistheimili fyrir ungar stúlkur. a. Fundurinn beinir þeirri á- skorun til hins háa Alþingis, að það samþykki nú þegar á þessu þingi fjárveitingu fyrir uppeldis- og vistheimili fyrir ungar stúlk- ur. Vegna þess vandræðaástands, sem ríkir í þessum málum, telur fundurinn brýna nauðsyn á, að þetta heimili taki til starfa sem allra fyrst. b. Fundurinn vill leggja á- herzlu á, að þetta heimili verði rekið sem skóli og vinnuheimili, þar sem kenndar verði svlpaðar eða sömu námsgreinar og í hús- mæðraskólunum, en garðrækt og önnur búsýsla á sumrin. c. Stúlkurnar dvelji á skólan- um eigi skemur en 2 ár. Að þeim tíma liðnum skeri forráðamenn skólans úr um brottfarartímann. d. Æskilegt er að stúlkunum sé gefinn kostur á að fullnuma sig í einhverri starfsgrein, sem hugur þeirra stendur til, má þar til nefna þessar starfsgreinar: matreiðsla, línstrok, saumaskap- ur, vefnaður, vélritun, barnameð- ferð, hjúkrun, garðyrkja og önn- ur bústörf. Slíkt framhaldsnám myndi stuðla að auknu sjálfs- trausti og bættum afkomumögu- leikum síðar í lífinu. Fræðslumálastjórnin setji skóla þessum reglugerð. Um útvarpsmál. Fundurinn lýsir óánægju sinní yfir því, að útvarpsráð hefur lagt niður útvarpsþáttinn „Vettvang- ur kvenna“ án þess að ræða það mál við Kvenréttlndafélag ís- lands, sem staðið hefur. að efn- isöflun þessa þáttar undanfarin ár. Eins og hin almenna dagskrá útvarpsins ber með sér, er hlutur kvenna þar tiltölulega lítill. Fyrir því skorar fundurinn á útvarps- ráð að gera nú þegar ráðstafanir til meira jafnvægis í þessu efni t. d. með því að ráða hæfa konu, er hefði það á hendi að auka þátttöku kvenna í flutningi ýmis konar útvarpsefnis, eða vinna að slíku með öðrum ráðum, er út- varpsráð kynni að telja vænlegri til árangurs. Færeyskt blað kynnir íslenzkar bókmenntir Hvetur frændþjóðirnar til gagnkvæmrar bókmenntakynningar Bæjarstjérnaríhaldið neitaði að styðja mál kvennanna Um tryggingamál. Fundurinn vísar til tillagna þeirra, sem Kvenfélagasamband íslands hefur sent nefnd þeirri, sem nú vinnur að endurskoðun tryggingarlaganna og skorar á nefndina að leggja til, að þær breytingar verði gerðar á lögun- um um almannatryggingar, sem í fyrrgreindum tillögum felast. Um dýrtíðarmál. Fundurinn vill árétta sam- þykktir undanfarinna aðalfunda í dýrtíðarmálum, þar eð þær hafa ekki enn náð fram að ganga. Þær eru þessar: 1. Að afnema beri söluskatt með öllu. 2. Að Alþingi lögbjóði, að greidd sé full framfærsluvísitala á allt kaupgjald mánaðarlega. 3. Að grundvöllur vísitölunnar verði endurskoðaður og leið- réttur með öflun nýrra bú- reikninga allra stétta. 4. Komið sé í veg fyrir innflutn- ing á óþarfa varningi og iðn- aðarvöru, sem hægt ér að framleiða í landinu sjálfu og samkeppnisfærar eru við er- lendar vörur. 5. Haft sé strangt eftirlit með ó- hófs álagningu, sem nú á sér an 1952, að samningar voru gerð- ir milli verkalýðssamtakanna og ríkisstjórnarinnar. Fundurinn lýsir sig andvígan þeirri stefnu Alþingis og ríkis- stjórnar, að færa tekjuöflunar- leiðir ríkissjóðs æ meir í farveg neyzlutolla og skatta, sem sýni- lega koma þar harðast niður, sem sízt skyldi, á efnalitlu alþýðu- fólki. Fundurinn telur brýna nauðsyn á því, að Alþingi og rikisstjórn beiti sér fyrir skipulögðum að- gerðum til þess að draga úr hinni gífurlega háu húsaleigu, sem nú er að verða almenn í kaupstöðum landsins. Fundurinn telur, að sérstaka áherzlu beri að leggja á hagstæð lán til íbúðabygginga, og að sett- ar verði strangar skorður við ó- hóflega hárri húsaleigu. Á fundi Sambands norðlenzkra kvenna á sl. sumri var samþykkt svo hljóðandi tillaga, sem var síð- ar tekin upp af Sambandi vest- firzkra kvenna: „Fundurinn mótmælir þeirri stefnu, sem allmikið hefur borið á hérlendis síðastliðin ár, að láta matvæli safnast fyrir, eyði- nýjar sælgætisverzlanir í grennd við skóla. 2. Að hafa áhrif á yfirvöld bæj- arins svo að bönnuð verði öll sala sælgætis og gosdrykkja nema í hæfilegri fjarlægð frá skólunum. 3. Að sem allra fyrst verði haf- izt handa um að girða skóla- lóðir þær, sem enn eru ógirt- ar. 4. Að stuðla að aukinni heilzu- gæzlu í skólum. 5. Að reyna að ná sambandi við heimilin og hvetja foreldra til að nesta böm sín í skólana, en fá þeim ekki fé i hendur, til þess að kaupa skólamat. Fundurinn skorar á Alþingi að breyta lögum um ríkisútgáfu námsbóka á þann veg, að rikis- útgáfan sjái unglingum á skyldu- námsstigi í gagnfræðaskólum fyrir kennslubókum, eins og nú tíðkast í barnaskólum landsins. i T ómstundaheimili. Fundurinn skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur að hefja þeg- ar starfrækslu tómstundaheimila, sem víðast í bænum, þar sem unglingar geti í frístundum sínum unað við leiki og störf. Til þess Blað Erlendar Paturssonar „14. september“ birti nýlega myndarleg sýnishorn af íslenzkum bókmenntum, þýð'ing- ar á kvæðum eftir Tómas Guðmundsson og sögu eftir Halldór Kiljan Laxness. Hinn 25. nóv. birti blaðið þrjú kvæði eftir Tómas „í þýð- ing J. N. Djurhuusar,“ og fylg- ir stutt grein um Tómas. Og 27. nóv. hefst í blaðinu sagan af Napóleon Bónaparte í þýð- ingu Per Mohrs, og heldur hún áfram í næstu blöðum. Sama dag er ritstjórnargrein í blaðinu er nefnist „íslenzkur og færeyskur skáldskapur.“ Telur ritstjórinn þar að Færey- ingar þekki of lítið til íslerizkra bókmennta og þurfi að eflast gagnkvæm kynni frændþjóð- anna á því sviði. Hann telur málin of lík til þess að ráð- legt væri að hafa kennslu á þeim í barnaskólum, en þeir sem áhuga hefðu á bókmennt- um þyrftu að eiga greiðan gang að námi í íslenzku og færeysku í kvöldskólum eða öðnim skólum. Minnist hann á gildi þess ef íslenzkir höfundar eignuðust tryggan lesendahóp í Færeyjum og færeyskir höfund- ar á Islandi. Æskilegt væri, að ritdómar um íslenzkar bæk- ur birtust í færeyskum blöð- um og gagnkvæmt. Ástæða er til að fagna þess- um ummælum hins færeyska blaðs og taka undir þau. Is- lendingar eru alltof tómlátir um færeyskar bókmenntir, þær ættu að fást að staðaldri í ís- lenzkum bókaverzlunum og vera til útlána á íslenzkum söfnum, en svo hefur verið hér á Bæjarbókasafninu a. m. k. Það gæti ýtt undir sölu og kynningu á færeyskum bókum á íslandi ef útgefendur hefðu þá reglu að senda þær íslenzk- um blöðum og hafa samband við íslenzka bóksala. Islending- um er vorkunnarlaust að lesa færeysku viðstöðulaust eftir dálitla æfingu, mesta meinið er vöntunin á færeyskri orðabók. Stutt námskeið í færeysku ætti að hafa hér í Reykjavík á hverjum vetri, t. d. í Náms- flokkunum, svo þeir sem vildu kynna sér málið ættu þess kost. Stór íslenzkur lesenda- hópur að færeyskum bókum gæti orðið útgáfustarfsemi Færeyinga mikil lyftistöng og Islendingar yrðu líka ósviknir af því sem þeir fengju í sinn hlut. Færeyingar eiga áræta rithöfunda, sem líklegir eru til að njóta vaxandi vinsælda á íslandi með auknum kynnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.