Þjóðviljinn - 12.01.1955, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.01.1955, Síða 7
^'.Hi ;||j. I . ■. ' . '• Hér var veturinn genginn í garð áður en sumerið kvaddi samkvaemt . almanakinu. Hag- lítið varð þegar í sláturtíð fjTÍr sauðfé vegna snjóa og áfreða. Léttust dilkar þá mikið og varð það verulegt tjón fyrir þá bændur sem seint slátruðu. Heyskap varð ekki almennt lok- ið vegna ótíðar, en þó varð heydengur'bænda yfirleitt mik- ill að vöxtum en ekki að sama skapi kjarnmikill. Garnaveiki er talin vera komin í savsðfé hér á nokkrum bæjum og hefur þetta vanda- mál verið rætt hér á almennum sveitarfundi. Vill oddviti hreppsins, Valtýr Kristjánsson, beita sér fyrir því að sömu reglum verði fylgt í baráttunni gegn veikinni á öllu fjárskipta- svæðinu milli Eyjafjarðar og Skjálfandafljóts; en í tvö haust hefur veikinnar ekki verið leit- að í Höfðahverfi eða austan Fnjóskár norðan Ljósavatns- skarðs. Hinar slæmu samgöngur sem Fnjóskdælingar búa við standa búskap þeirra fyrir þrifum. Hér eru mikið niðurgrafnir ruddir vegir og óbrúaðir læk- ir stærri og minni. Að þessu sinni urðu sumar leiðir í daln- mu ófærur á undan Vaðlaheið- inni, sem er þó annáluð fyrir erfiða vetrarumferð. Þessi sveit er iíklega verst sett af byggðum í S.-Þingeyjarsýslu hvað vetr- arsamgöngur snertir. Bændur hér hafa öll sín viðskipti við Akureyri og Svalbarðseyri við Eyjafjörð og þurfa því yfir Vaðlaheiði að sækja. Hún er sjaldan fær mjólkurflutninga- bílum nema hálft árið og á vor- in ýmist ófær eða bönnuð til umferðar þegar bændum liggur mest á opnum búðum; því hér eru kýrnar hafðar vorbærar og áburðarflutningar og fleira kallar þá að. k Vaðlaheiðarvegúrinn var á sínum tíma erfiðisverk fátækra manna þegar hvorki þekktust hér jarðýtur eða mokstursvélar og var honum valin leið yfir heiðina með tilliti til frum- stæðrar verktækni en ekki nú- tíma vetrarumferðar; er vegur- inn nú siginn orðinn og lélegur, Erfitt er að fá „ofaníburð" í hann nema með verulegum kostnaði og hefur því sú að- ferð verið við höfð af yfir- manni vegamála hér, Karli Frið- rikssyni á Akureyri, að banna alla þungaflutninga um veginn á vorin unz hann er algerlega þurr orðinn; er þá venjulega komið langt fram á sumar. Út af þessu hefur þó brugðið ef drottinn hefur gefið mikið frost eftir að vegurinn fór að þiðna. Þegar hann svo er þurr orðinn er sá háttur á hafður að slétta hann með veghefli, en kosta sáralitlu til í mölburð. Þar sem vegurinn var í upphafi vand- virknisverk með vel gerðum grasköntum, er nú svo komið að mölin hefur eyðst úr vegin- um en brúnir hinna vel grónu kanta ber víða hærra en annað yfirborð hans og halda inni á honum allri bleytu af regni, snjó og vetrarklaka. Bændur hér eru eðiilega óá- nægðir yfir þessu ástandi í samgöngumálunum, ekki sízt þegar Karl Friðriksson, sem fyrr er nefndur, virðist engan skilning hafa á erfiðleikum nú- Miðvikudagur 12. janúar 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (7 tíma búnaðar í sambandi við samgöngubann. Hefur hann lát- ið þau orð falla við bónda hér, sem undan þessu kvartaði, að það væru ekki bændurnir hér, sem legðu peningana i veginn. Og þegar það kemur fyrir að hann greiði að einhverju leyti úr fyrir bændum i þessu efni, þá er það gert af mikillæti sem gefur til kynna, að bændur hafi engan rétt á að verða þessarar náðar njótandi. Þessi afstaða Karls Friðriks- sonar til okkar bænda gefur okkur réttmæta kröfu til að honum verði \nkið frá stjórn samgöngumálanna hér. Þessi maður hefur engan rétt á að lítilsvirða okkur og okkar lífs- baráttu. Við lítum þannig á, að bændur og allar vinnandi stéttir landsins skapi þá fjár- muni, sem ríkið fær í sinn gremjist hvernig þvi litla fé er stundum varið, sem lagt er til samgöngubóta hér. Væri rétt áf stjórn þessara mála að leggja niður allt mikillæti og leggja hlustir hógværlega við orðum kunnugra manna í byggðum þeim er Vegirnir liggja um. Að vísu hafa bændur sín einka- hagsmunasjónarmið í sambandi við samgöngubæturnar, en þeg- ar þau fara saman við hags- muni heildarinnar er alls ekki rétt að ganga framhjá þeim. Þegar aftur á móti bændur í norðaustur Fnjóskadal og Höfðahverfi reyna að herða á þvi að vegurinn verði lagður um Dalsmynni, þá eru þar að verki einkahagsmunasjónarmið sem ekki samrýmast hagsmun- um heildarinnar. í raun og veru er þetta mál sem Höfðhverfing- um kemur ekki við, en er fyrst breytt frá upphaflegri gerð til að auðvelda jarðýtum og veg- heflum o. fl. umferð um hana, en> þrátt fyrir það eru grind- urnar sífellt slitnar og braml- aðar og í þvi liggúr mikil hætta fyrir brúna. Yfirstjórn vega og brúarmála ætti að setja sér það takmark að ljúka lausn þessa samgöngu- vandamáls á hálfrar aldar af- mæli gömlu Fnjóskárbrúarinn- ar. Ber henni að kynna sér vel allar aðstæður og leysa málið síðan á hinn viturlegasta hátt vegna ókomna tímans. — Læt ég svo útrætt um málið að þessu sinni. ★ Ég sagði hér i upphafi að þessi vetur hefði þegar verið genginn í garð hér er sumrinu lauk samkvæmt tímatalinu. En Olgeir Lúfhersson: FRETTffi UGL Fnjóskadal ór rekstur, og það jafnt fyrir það, þó arðránsklærnar í þjóð- félaginu hafi fyrst dregið fjár- magnið til sín og þaðan komi síðan stórar upphæðir í ríkis- kassann. Alit fjármagnið hefur fólkið skapað sem vinnur hin þjóðnýtu störf til sjávar og s\’eita. Nú er ráðgert að bæta úr erfiðleikum vetrarsamgangna hér á leiðinni milli Húsavíkur og Akureyrar með því að leggja veg um Dalsmynni milli Höfða- hverfis og Fnjóskadals. Yrði hann þá lagður um snjóflóða- hættusvæði í Dalsmynni, þar sem ’fyrr eða síðar yrði tjón og slys af völdum snjóflóða (og ennfremur yrði hann lagð- ur um snjóþyngslasvæði í norð- austun-Fnjóskadal). Þetta er að vísu í góðu samræmi við það sem þegar er gert af þessum vegi. Þar sem hann er lagður frá Hálsi norður í Fnjóskadal- inn liggur hann um tvær gil- skorur er nefnast Háls- og Hallgilsstaðaklauf. Er vegurinn allbrattur í „Klaufunum“ og verður fljótt ófær af snjó þó annars sé snjólítið. Bændur, sem vel þekkja til þarna, vör- uðu við að láta veginn liggja þar, en bentu á vegarstæði af austurleiðinni austan við Háls um Fornastaði norður, sem er lítið lengri leið og snjólétt. Það hefur nú sannast, vegna sí- feldrar ófærðar í Klaufunum á vetrum, að rétt hefði verið að fara að ráðum bændanna og mjólkurbilstjórinn á þessari leið harmar að vegurinn var ekki þannig lagður. Er nema eðlilegt að okkur bændum sem við samgönguerfiðleika búum og fremst hagsmunamál Fnjósk- dælinga, þar sem þeir eru sem fyrr segir, langverst settir hvað samgöngur snertir af búendum í vestanverðri S-Þingeyjarsýslu. Það er talað um að leggja samgönguæðarnar sem mest eftir byggðum til hagsbóta fyr- ir þær, en með Dalsmynnis vetr- arleiðinni á þó að sniðganga meirihlutann af fnjóskdælskri byggð sem er vestan Fnjóskár og suður Fnjóskadal austan- verðum. Eru litlar líkur til að byggð yrði brú í norður Fnjóskadal til að tengja þennan byggðarhluta vetrarleið um Dalsmynni; þetta láta þeir sér í léttu rúmi liggja sem halda Dalsmynnisleiðinni fram. Til þess að leysa þennan vanda hefur verið bent á vetr- arleið um Víkurskarð, sem er ekki snjóþyngri leið en um norðaustur Fnjóskadal. Er þá gert ráð fyrir að byggð verði brú á Fnjóská um Veisu, sem er gegnt skarðinu. Þessari leið er auðvelt að tengja næstum alla byggð í Fnjóskadal. og hún yrði 20—30 km. styttri en um Dalsmynni miðað við ferð til og frá. En hvemig sem þessi vandi verður leystur þá er þörf skjótra aðgerða, m. a. vegna þess að gamla Fnjóskárbrúin hjá Vaglaskógi liggur undir þeirri hættu að verða ofreynd með þungaflutningum. Þessi brú var byggð árið 1908 og var þá sögð mesta steinbogabrú á Norðurlöndum og enn talin með fegurstu brúm á landinu. Hún nálgast sem sé það að verða hálfrar aldar gömul og má heita þjóðardýrgripur. Öryggisgrind- um brúarinnar hefur nú verið siðastliðið sumar var einnig gengið í garð þegar á sumar- daginn fyrsta og vorið varð hið fegursta með gróðrarilm og fuglasöng. Það varð sælutíð far- fuglanna, sem komu enn að vitja æskustöðvanna, Koma þeirra hingað - hefur oft verið harmsaga á liðnum árum þegar veturinn hefur haldið velli þó liðnar væru margar vikur af sumartíma. Þá hafa þeir fallið í valinn úr liungri og' kulda eftir harða og sára baráttu. Hin fagra rödd þeirra hefur hljóm- að í hverju upprofi eins og heit bæn um miskunn. En hret- viðrið dundi yfir á ný, og það var dauðastundin sem veitti 'miskunnina. — Raunar er saga mannlífsins þessu lík þegar að er gáð. En nú kom sem sagt ham- ingjuríkt vor fyrir menn og' dýr í norðlenzkum byggðum — fög- ur mynd og minningi sem geym- ist í huga fólksins og gerir því fært að þola og fyrirgefa harð- neskju norðursins og elska landið þrátt fyrir allt. Á þessu góða vori hugðum við bændur á skjótar ræktun- arframkvæmdir, en þar varð þó „Þrándur í Götu“. Hálshreppur (Fnjóskadalur) er í ræktunar- sambandi með Ljósavatns- og Bárðdælahreppum og á sam- bandið þrjár jarðýtur. Að þessu sinni átti ýta af gerðinni TD—9 að hefja starf í Fnjóskadal. Haustið 1953 var hún orðin ó- starfhæf — hafði á miðju sumri 1953 verið pantaðar á hana nýj- ar spyrnukeðjur og spyrnur, en þegar ýtan skyldi hefja hér vinnu í vor hafði ekki enn tekizt að fá þessa nauðsynlegu hluti, og varð það ekki fyrr ea í lok júnimánaðar að hún yrði verkfær, eða meira en mánuði seinna en þurft hefði að vera. Þetta varð bændum hér að tjóni, og af þessum sökum lauk ýtan ekki því stari'i sem henni var ætlað hér s.l. sumar. Sumarið 1953 og einnig s.l. surnar var hér að starfi skurð- grafa frá Vélasjóði ríkisins. Er það Ijót starfssaga og' til skammar fyrirtækinu sem gerði gröfuna út. Úr miðju sumri 1953 tók grafan að bila og héit þeim hætti til hausts og urðti - ekki afköstin hálf miðað við verkfærið í heilbrigðu standí, Eftir miklar þrautir og baks í \ mýrinni á Draflastöðum, föð- urleifð Sigurðar heitins Sig- urðssonar búnaðarmálastjóra, mátti segja að hún gæfi alveg upp andann — og var hún lögð til þar á Reiðholtinu. Leið svo af veturinn og vor- aði snemma sem fyrr segir. Ráðamenn í Vélasjóði voru samt ekkert að flýta sér að blása lífi í gröfuhræið og varð ekki af því fyrr en kom fram í júní. Undir miðjan júní var svo gröf- unni aftur ekið út í mýrina á Draflastöðum. Að viku liðinni hafði hún svo* afkastað sem næst einu dags- verki. Þá reyndi ég að ráða í hvað Sigurður heitinn búnaðar- málastjóri hefði sagt hefði hann verið staddur í túnfætinum á Draflastöðum og horft á þessar aðfarir nútímatækninnar, eða öllu heldur: amlóðahátt þeirra manna sem bar að sjá um að verkfærið væri starfhæft — já, hvað ætli hann hefði sagt? Um miðjan júlí vann grafan hjá þeim sem þetta skrifar. Þá bilaði í henni mótorinn og stóð hún af því tilefni í hálfan mán- uð samfleytt hér í túnjaðrinum. Mest undraðist ég þolinmæði þeirra góðu pilta sem með gröf- unni unnu og voru ráðnir í ákvæðisvinnu. En þrátt fyrir allt þetta af- kastaði grafan miklu verki hér í dalnum, þó á miklu lengrf tíma væri en átt hefði að vera miðað við eðlileg afköst. Þessi tvö dæmi um ýtuna og gröfuna er þungur áfellisdömur á þá aðila sem þar eiga sök og vonandi er að betur verði séð fyrir þörfum þessara tækja í framtíðinni. 'k í blíðviðri síðastliðins vov3 var áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi vígð og var útvarpað ræð- um frá þeirri athöfn. Þetta var vitanlega hátíðleg stund fyrir bændastéttina sérstaklega, og maðyr tók sér frí til að hlusta á þetta. Þarna töluðu meðai annarra Steingrímur Steinþórs- son landbúnaðarráðherra og Vil- hjálmur Þór forstjóri. Fyrir þeim virtist aðalatriði, og þeir lögðu á það sérstaka áherzlu, að verksmiðjubyggingin væri gustukaverk Bandaríkjamanna á íslendingum. „Hér væri engin áburðarverksmiðja og enginn innlendur áburður ef göfug- mennsku Bandaríkjamanna hefði ekki notið við.“ Þetta tuggðu þeir upp hver á eftir Öðrum, og lét það skraf illa í eyrum bænda. Erum við þakklátir Þorsteini Sigurðssynf formanni Búnaðarfél. íslands fyrir að gæta sóma bændastétt- arinnar við þetta tækifæri. Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.