Þjóðviljinn - 12.01.1955, Qupperneq 6
— ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 12. janúar 1955 ------*
þlÓOVILJINN I
Ötgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður GuSmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
B’.oCamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Bcnediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
N - - , ' -r
í Benjamínið gert út af örkinni
Sendimaöur ameríska auðvaldsins á íslandi, Benjamín
Eiríksson, hagfræðingur og bankastjóri Framkvæmda-
bankans, maðurinn sem hlotið hefur nafngiftina Álfur úr
Krcki vegna erindreksturs síns hérlendis í þágu erlendra
-ha"smuna, hefur að midanfömu látið ljós sitt skína í
' báöum aðalmálgögnum stjórnarflokkanna um kaupgjalds
málin á íslandi. Og eins og vænta mátti úr þeirri átt er
tilgangurinn sá einn að „sanna“ lesendunum að hækkun
kaupgjalds sé aðeins til bölvunar. Þetta er að vísu engin
ný kenning. íslenzkur verkalýður og launþegar kannast
við boðskapinn. Hann hefur verið fluttur alþýðunni og
samtökum hennar linnulaust af atvinnurekendum og
umboðsmönnum þeirra í hvert skipti sem verkalýðurinn
og launþegarnir hafa barizt fyrir hækkun kaups og bætt-
um kjörum. Samábyrgðarmaður Benjamíns að gengis-
lækkuninni 1950, Ólafur Björnsson prófessor hefur á síð-
ari ámm verið hvatvísasti talsmaður þessarar kenningar
og \-afalaust talið túlkun hennar nytsamt framlag í þágu
þeirra launþegasamtaka sem hafa falið honum forustu,
þ.e. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.
Hvað veldur því, að Álfur úr Królci nútímans er gerður
út örkinni einmitt nú með kenningu atvinnurekenda
og Ólafs- Björnssonar að veganesti? Eklci þarf lengi að
leita orsakanna. Óheillastefna auðstéttarinnar í efna-
hagsmálum þjóðarinnar, sem knúin hefur verið fram af
. raunverulegum húsbændum Benjamíns Eiríkssonar hefur
nú gengið svo nærri lífsafkomu verkalýðsins og launþeg-
-amia að óhugsandi er að búa við það öllu lengur án breyt-
inga. Það liggur í loftinu að verkalýðurinn tygi sig til
nýrrar baráttu fyrir því að rétta hlut sinn. Þetta er á-
stæðan til þess að Benjamín er látinn skrifa langhunda
sína í Morgunblaðið og Tímann.
Köfuðröksemd benjamínsins gegn hækkun kaupgjalds
er að framleiðslan sé rekin með halla og henni haldið
gangandi með opinberum styrkjum sem teknir séu af al-
'xnenrúngi og þá um leið launþegum. Manni skilst að með-
an svo sé eigi verkalýðurinn að sætta sig við hlut sinn
mög’unarlaust og það jafnt þótt hann hætti að fullnægja
nr rðsynlegustu þörfum. Með þessari kenningu gengur
bcnjamínið vitanlega út frá því sem sjálfsögðu að nú-
verendi skipting á arði framleiðslunnar sé réttlát og þar
verði engu um breytt. Tolla- og skattabyrði ríkisvaldsins,
. élagningargróði heildsalastéttarinnar, vaxtaokur bank-
annn, okurgróði olíuhringanna, flutningaskipafélaganna
og einokunarherranna sem drottna yfir útflutningnum —
allt er þetta fullkomlega réttmætt að dómi benjamínsins
-og engin ástæða til að bollaleggja um hugsanlegar breyt-
inner framleiðslunni í hag. Benjamínið veit að hlutverk
þess er ekki að benda á möguleika til að létta okurgróða
auðvaldsins af framleiðslunni og vinnustéttunum heldur
®ð sætta verkalýðinn við kjaraskerðingar og telja honum
trú um tilgangsleysi allrar kaupgjaldsbaráttu. Þessu
hiutverki er benjamínið trútt eins og ritsmíðir þess í
stiórnarblöðunum sanna.
Þessar kenningar benjamínsins eru að því leyti gagn-
legar, að um leið og verkalýðurinn undirbýr þá nauðvörn
se:o felst í nýrri kaupgjaldsbaráttu verða þær til þess að
minna á mikilvægi stjórnmálabaráttunnar. Verkalýður-
inn verður samhlíða sigursælli kaupgjaldsbaráttu að efla
pólöíska einingu sína og ná þannig þeim stjórnmálaá-
hrifum sem tryggja árangrana af hagsmunaátökunum
við auðstéttina og gera þá varanlegri en verið hefur hing-
að til. Ekkert er nú þjóðinni nauðsynlegra en sköpön
samfylkingar alþýðustéttanna og allra heiðarlegra vinstri
afla. Slík samtök eru ein megnug þess að draga vígtenn-
.urnar úr því arðránsvaldi sem situr hvarvetna yfir hlut
vir nandi fólks og hirðir bróðurpartinn af arði allrar
frr mleiðslustarfsemi 1 landinu. En höfuðskilyrði þess að
slí’' samfylking verði sköpuð og nái þeim árangri sem al-
þý ' an væntir er aukinn máttur hinna pólitísku samtaka
ve> ’-.alýðsins. Samhliða hagsmunabaráttu sinni þarf því
ver':alýðurinn að fylkja sér einhuga um Sósíalistaflokk-
’ýtónn og gera gengi hans sem mest með þjóðinni.
— ---------- - - — - " ~ ~ • ' i r—f1
FAGNAÐARRfKT BLESSPARTÍ FYRIR 82nd
FIGHTER INTERCEPTER SQUADRON
Meðal þeirra gesta sem Sjálf-
stæðisflokkurinn, Framsókn og
Alþýðuflokkurinn buðu afnot
af íslenzkri grund, til iðkunar
stríðslist, var flugsveit ein
mögnuð sem á tungu sinni
nefndist 82nd Fighter Intercept-
er Squadron, undir stjóm hins
mikla flugforingja Lt. Col. Em-
est B. Nuckols, jr.
★
Vann hún margt til frægðar
á íslandi til vemdar vestrænu
lýðræði og er hún flaug af
landi til verndar sama lýðræði'
annars staðar í heiminum hélt
hún 26. febrúar 1954 eitt
glórulaust blesspartí í The
Army Meeks Mess Hall, sem
mun reyndar. vera einhvers-
staðar á Keflavíkurflugvelli, þó
nafnið hljómi ekki vel íslenzku-
lega.
í bók um afrek flugsveitar-
innar segir að hún hafi Byrjað
þjónustu á Keflavíkurflugvelli
1. apríl 1953, en ferðin til ís-
lands hafizt með jámbrautar-
lest 7. marz 1953 frá Larson
AFB, Washington, þar sem
sveitin hafi áður dvalið. Síðustu
flugvélarnar hafi lent á Kefla-
víkurflugvelli 9. maí 1953.
★
í>á hefst upptalning á hinum
gífurlegu erfiðleikum sem hinir
hraustu bandarísku flugmenn
hafi orðið að sigrast á, svo sem
plássleysi, skemmtanaleysi og
birgðaleysi, þar til Keflavíkur-
flugvöllur varð þeim bærilegri
dvalarstaður. Mikil ánægja
hafi þeim verið að skyndiferð-
um til Englands, Skotlands og
Þýzkalands. Einnig hafi menn
82. flugsveitarinnar reynzt sig-
ursælir í hinum margvíslegustu
íþróttum, þeir hafi fengið að
fara í rútubílaferðalög til ým-
issa staða á íslandi, meira að
segja hafi hafi þeir fengið að
renna færi fyrir silung og í
salt vatn.
Þá hafi nokkrum tekizt að
næla sér í konur sínar að vest-
an og hafi M/Sgt. Barrett orðið
fyrstur til þess að flytja fjöl-
skyldu sína til íslands. Hinsveg-
ar hafi A/IC Sanford Moore
orðið fyrsta fórnarlamb hins
fagra kyns á íslandi, og óskar
flugsveitin honum og Lindu
konu hans allra heilla,
Svo virðist sem frægur sigur
Óskadraumur hinna hraustu
pilta 82. orustufiugsveltarlnnar.
hafi unnizt á birgðavandræðun-
um, því matseðillinn í bless-
partíinu var þannig:
MENU
ASSORTED HORS’ D’OUEVRES
MIXED NUTS
CQLD SLICED ROAST
TURKEY
ROAST TENDERLOIN OF
BEEF
SLICED VIRGINLA HAM
ASSORTED REAL GONE
ICELANDIC CHEESES
POTATO SALAD
LOBSTER SALAD
RELISH TRAY
PARKER HOUSE ROLLS
ASSORTED BREADS
ICELANDIC CRJEAM CAKE
ICE CREAM
COFFEE
MILK
SOFT DRINKS
OH YES! BEER
"k
Þá fluttu hinir bandarísku
drengir friunsamið leikrit og
fluttu kvæði Life of an Airman
og var aðalefni þess, að ekki
komi til mála að nokkur maður
úr þessari flugsveit fari til hel-
vítis, þvi þeir séu þegar búnir
að taka út refsingu í víti — á
íslandi.
Síðasta erindi þessa gagn-
merka kvæðis var þannig, lýs-
andi himnaför eins þeirra:
„That’s when St. Peter will
greet me
And he will loudly yell
Here’s an Airman from the
82nd Fighter
He’s served his time in
HELL“.
*
í bókarlok gefur svo foring-
inn mönnum flugsveitarinnar
hinn bezta vitnisburð, hrósar
þeim fyrir „káta og ágenga
framkomu“, sem megi gera þá
„pretty darn proud“, skramb-
ans ári hreykna. Og hafi eng-
inn bandarískur hermaður
reynzt þeim fremri. Undirritað
Ernest B. Nuckols. Jr. Lt Col,
Commander, USAF.
Á blaðsíðunni á móti er svo
á heilsíðu teikning sú sem hér
er birt, og virðist eiga að sýna
frá hverjum afrekum hinir
djörfu, ágengu piltar 82. sveit-
arinnar hafi flogið að loknu
blesspartí sínu, „skrambans ári
hreyknir”.
k
Hver blaðsíða í þessari bók
er eins og skýring á því, sem
Bandaríkjamenn virðast aldrei
skilja, að Evrópumenn yfirleitt
og kannski alveg sérstaklega
íslendingar líta á þá sem strák-
fífl sem aldrei verði fullorðnir.
Verður að virða íslendingum
til vorkunnar, þó þeir brosi að
frægðarsögu 82. flugsveitarinn-
ar á íslandi, — og það þótt
brosið verði kalt, í vitund um
alvöruna sem liggur að baki.
9--------------------------------
Úrslit í 1. leikviku getrauna:
Arsenal 1 — Cardiff 0 I.
Bristol 2 — Portsmouth 1 1
Bury 1 — Stoke 1 x
Derby 1 — Manch. City 3 2
Fulham 2 — Preston 3 2
Hull 0 — Birmingham 2 2
Lincoln 1 — Liverpool 1 x
Middlesbro 1 — Netts Co .4 2
Rotherham 1 — Leicester 0 1
Sheff.Utd 1 — Nottingham 3 2
Sunderland 1 — Burnley 0 1
West Ham 2 — Port Vale 2 x
Bezti árangur reyndist 10 rétt-
ir/ og varð hæsti vinningurinn
654 kr. fyrir kerfi með 2 röðum
með 10 réttum, og 9 réttum í &
röðum. Hæsti vinningur var 424
kr. fyrir 1/10 og 6/9. Vinningar
skiptust þannig:
1. vinningur: 148 kr. fyrir 10
rétta (5).
2. vinningur: 46 kr. fyrir 9’
rétta (32).