Þjóðviljinn - 14.01.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.01.1955, Blaðsíða 1
LIIN Föstudagur 14. janúar 1955 — 20. árgangur — 10. tölublað MÍR Akranesi Þeir meðlimir deildarinnar, sem ætla áð taka þátt í ensku— námi leshringsins tilkynni þátt- töku til Unnar Leifsdóttur, Skaga braut 41, íyrir n. k. mánudags- kvöld. Áherzla verður lögð á tal- æfingar. Sjóréttur haldínn á IsafirSi i gœr: Súgfirðingur var sigldur ni^ur í góðu skyggni um miðjan dag Bretar neita að hafa séð bátinn furr en áréUstur var óumUýjunlegur Þeir sem a! komust fengu góða aðhlynningu ísafirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Sjóréttur var haldinn hér í gær út af því er brezki togarinn Kinston Pearl sigldi v.b. Súgfirðing í kaf og tveir skipverjar fórust. . . Áreksturinn varð rétt fyrir kl. 12 á hádegi í góðu skyggni, en Bretarnir neita að haía séð bátinn fyrr en þegar eftir voru aðeins tvær skipslengdir að honum. Hraði togarans var 9—10 mílur. Fyrir sjóréttinum í gær kvað skipstjóri Súgfirðings, Gísli Guðmundsson veður hafa verið suðaustan 3 vindstig, skyggni gott, að visu hafi gengið yfir haglél og hafi þá skyggni í élj- uiuira verið minnst 1 km. Áreksturinn rétt fyrir hádegið. Klukkan 11.30 f.h. sáu skip- verjar á Súgfirðingi togarann og héldu að hann myndi víkja öðruhvoru megin við bátinn, en þeir voru að draga og voru þvi ferðlausir. Gísli taldi öruggt að gera engar ráðstafanir til að hreyfa bátinn, þar sem líka óvSst var um hvaða stefnu togarinn tæki. Sigldi inn í miðjan bátinn. Klukkan 11.45 var togarinn kominn að þeim á Súgfirðingi. Og þegar Gísla virtist hann ætla að sigla á þá miðskips setti hann á fulla ferð áfram. Var togarinn þá í 60-80 m fjarlægð. Súgfirðíngur náði ekki strax fullri ferð svo að togarinn rakst á stjórnborðs- síðuna rétt framan*við stýris- húsið og gekk stefni togar- ans inn í bátinn miðjan. Sigidi tvisvar á bátinn. Skipv'erjar á Súgfirðingi telja að hann hafi hrokkið undan við höggið, en togarinn síðan rennt aftur á hann og lent þá j aftar á bátnum, eða framan til | við hurð stýrishússins og möl- brotið þann liluta stýrishússins.! Togaraskipstjórinn brezki tel- ur óhugsandi að togárinh hafi tyisvar rekizt á Súgfirðmg. Enginn tími ti! að ná í b.jörgunarbelti. Skömmu fyrjr áreksturinn var Gísli í stýrishúsinu og voni allir uppi á þilfari nema einn er var að borða niðri í káetu. Gísli kallaði á hann og kom hann upp um það bil sem á- reksturinn varð. Engiun tíini var til að uá í björgunarbelti, en skipstjóri skipaði þeim að ná sér í lóða- belgi. Gísli einn gat náð í björgunarbelti, þar sem það var geymt í stýrishúsinu. Söfn- uðust skipverjar saman aftur á hekkinu. Báturinn sökk fijótt. Togarinn hafði fjarlægzt eft- ir áreksturinn, en bátverjar veifuðu og bentu honum að leggjast að og bjarga þeim og gerði togarinn það. Var þá kominn sjór yfir aft- urhluta skipsins. Var kastað til þeirra kaðalenda frá tog- aranum. Hörður heitinn Jó- hannesson greip hann og rétti síðan Magnúsi Ingimarssyni. Guðmundur Pálsson var þá að dragast í kaf af því hann stóð þar sem þilfarið var lægst, en þá náðu skipsmenn togarans í Aðalbjörn Péfursson hann og tókst einnig að ná taki á skipstjóranum (Gisla) og gátu dregið þá báða upp i togarann. Bátnrinn sökk í þessu, og munu þeir Rafn Ragnarsson og Hörður Jó- hannesson hafa sogazt niður með honum. Brezkí skipstjórinn neitar að hafa séð bátinn i ratsjánni Skipstjórinn á brezka togar- anum, en togarinn heitir Kings- ton Pearl og er frá Hull, seg- ist hafa farið þrem mínútum fyrir áreksturinn úr brúnni og aftur í ratsjárklefann. Hafi hann staðið \ið opinn glugga í brúnni bakborðsmegin og ekki séð neinn bát er hann fór úr brúnni. Þegar hann kom aftur í rat- sjárklefann var ratsjáin stillt á 3 mílur, en hann breytti still- ingunni í 45 mílur, en segist ekki hafa séð bátinn í rat- sjánni. Tveir menn á stjórnpalli er áreksturinn varð Tveir menn voru í brú togarans, annar við stýrið, en annar stóð við opinn giugga þegar á- reksturinn varð. Skipshöf n tog- arans var annars öll í borð- sal eða klefum sínum. Skips- menn telja óhugsandi að tog- arinn hafi rekizt tvisvar á bát- inn. Hraði togarans var 9—10 mílur þegar áreksturinn varð. Sá er við glugga-nn var seg- ist fyrst hafa séð Súgfirðing Framhald á 5. síflu Frostið er frá 10-28 stig títlit fyrii vaxandi frost og kulda framyfir næstu helgi Frost er nú víðast 10—18 stig og allt upp í 28 stig. Útlifc er fyrir áframhaldandi kulda, og haldist kyrrt veður er líklegt að frostið fari vaxandi. Þjóðviljinn fékk þær upplýs- ingar hjá Veðurstofunni í gær að frost væri víðast 10 stig með ströndum fram en 15-18 stig í innsveitum og hefði kom- izt upp í 28 stig í Möðrudal á Fjöllum í fyrrinótt, og haid- izt í 26-27 stigum í gærdag. í gærmorgun var 13 stiga frost hér í Reykjavík, en 12 stiga frost kl. 4 síðdegis. KaH fram yfir helgi? Ekki er útlit fyrir að hlýni neitt fljótlega ög munu frost haldast fram yfir helgi. Hald- ist veður stillt og bjart eins og útlit er fyrir má búast við því að frostið aukist nokkuð Verkefni bæjarstjórnar — eða Frostdagana síðustu hefur rignt yfir Veðurstofuna fyrir- spurnum um hvað frostið sé mikið. Hefur kveðið svo mikið að þessu að upphringingar hafa valdið töfum. Væri ekki ráð að bæjar- stjórnin mánnaði sig upp í það að láta setja upp stóran hita- mæli, einhversstaðar í miðbæn- um, svo a.m.k. þeir sem þar eiga leið um þyrftu ekki aS tefja sjálfa sig og aðra á upp- hringingum um hita og kuida? Eða máski væri þarna verk- efni fyrir Fegrunarfélagið ? Stiórn C©sta Riea seglr að innrásarliðíð fari halloka Figueres forseti hafnar einvígisáskorun Somoza, forseta Nicaragua Stjórn Costa Rica segir, að innrásin frá Nicaraguai hafi farið út um þúfur. Hersveitir stjórnarinnar halda bænum Villa Quesada, sem þær tóku af innrásarliðinu í fyrra- dag, og hafa innrásarmenn flú- ið til f jalla. Um 20 fangar voru teknir, þ.á.m. yfirmaður flokks- ins sem tók borgina, og hefur hann verið fluttur í böndum til San José. Rannsóknarnefndin, sem Sam- band Ameríkuríkjanna sendi til að kynna sér málavexti, kom til San José í gær. Hún mun m.a. yfirheyra innrásarforingj- ann frá Villa Quesada, Somoza, forseti Nicuaragua, skoraði Figueres, forseta Costa. Rica, á hólm í gær og skyldi hólmgangan fara fram á landa- mærum ríkjanna, en skamm- byssur vera vopnin. Figuerea- hafnaði þessari áskorun og^ þeirri fullyrðingu Somoza að> misklíðin milli ríkjanna væri einkamál forsetanna. Hann. bætti við, að Somoza hlyti a5- vera brjálaður fyrst hann byð- ist til að jafna. deilurnar með^ einvígi. Treysta sér til róðrabanns en ekki til samninga um iiskwerii^ Visa til LI.Uo i Reykjavik að sern'ja fyrir sig Utqerðarmenn í Vestmannaeyjum halda enn uppi róðrarbanninu, en hinsvegar treysta þeir sér auð- sjáanlega ekki til bess að semja fyrir sjálía sig, því í gær vísuðu þeir því til Landssambands Útvegs- manna í Reykjavík að semja fyrir sia! / Útvegsbændafál. Vestmanna- þeir hæru fullt traust til eyja hélt fund í gær og sam- stjórnar Alþýðusambandsins ASilbjörn Péíursson gnll- þyklcti þar að biðja L.l.Ú. að | kvaðust þeir ætla að fara með sniioiir tézt í gær í Lanrlsspít- semja fyrir sig. Fengu þeir a'auuiJi, eftir langa vauheilsu. bæjarfógeta til þess að afhenda Hafði hann nú síðast legið Sigurði Stefánssyni, formanai í Landsspítalanum á .annan sjómannafélagsins Jötuns, bréf mánuð, er hann lézt um tvö- j með tilkynningu um þetta. leytlð í gær. 1 fyrradag vildu þeir einnig Verður [essa merka sósía!-1 að L.I.Ú. og A.S.I. semdu, en ista og baráttumanns minnzt' sjómenn í Eyjum höfnuðu því. nánar hér í blaðinu síðar. | Jafnframt því að taka fram að samninga sína sjá.lfir. Það stendur enn óbreytt, svo nú má stjórn L.I.Ú. arka til Vestmahnaeyja . til þess að semja fyrir útgerðarmennina þar, sem fullvel treystast til að halda uppi róorarbanni, en alls ekki til að semja fyrir sjálfa sig. Fremstir í flokki róðrar- bannsimanna í Vestmannaeyjunv eru tveir bæjarfulltrúar(!) $jálfstæðisflokksins, þeir Sig- hvatur 'Bjarnason og Ársæll Sveinsson. A.S.1. óska; sjcmösinium til Eiammgju I gær bárust Sjómannafélag- Jötni og Vélstjórafélagi Vest- mannaeyia skeyti frá Alþýðu- sambandi tslands, þar sem þeim var sem forustuféltígum sjómannastéttarinnar í íslandi, óskað til hamingju með dóm- inn í bátagjaldeyrismálinu og jafnframt cskað allra heilla i baráttunni nú.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.