Þjóðviljinn - 21.01.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.01.1955, Blaðsíða 6
B) — ÞJÓÐVILJiNN — Föstudagur 21. janúar 1955 þJÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíali&taflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, SigurSur Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Gu5- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Askriftarverð kr. 20 á mánuði I Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. SamtiÉBigsyppsögn og kjarabarátta Ráðstefna 39 verkalýðsfélaga úr Reykjavík og nágrenni samþykkti í fyrrakvöld með öllum greiddum atkvæðum gegn aðeins 1 að leggja til við félögin að þau segi upp gildandi kjarasamningum sínum við atvinnurekendur fyrir næstu mánaðamót, þannig að þeir verði útrunnir 1. marz n.k. og félögin geti þá knúið fram þær kjarabætur sem þau telja viðhlítandi fyrir meðlimi sína. Og ráðstefnan lýsti jafnframt yfir því stefnumarki að verka- Iýðsfélögunum bæri að miða hina fyrirhuguðu kjarabaráttu við að knúin yrði fram næg kauphækkun og kjarabætur aðrar sem til þess duga að tekjur átta stunda vinnudags hrökkvi til mann- sæmandi framfærslu meðalfjölskyldu. Með þessari ákvörðun hefur stefnan verið mörkuð. Þótt ráðstefnan sem slík hefði ekki formlegt vald til að ákveða samningsuppsögn er enginn efi á, að allur þorri þeirra verkalýðsfélaga sem að henni stóðu mun afgreiða þetta mikilsveröa mál í samræmi við nær einróma ályktun ráð- stefnunnar. Þarna báru helztu forustumenn verkalýösfélaganna í Reykjavík og nágrenni saman ráð sín og komust að þeirri niðurstöðu að samningsuppsögn væri óhjákvæmi- leg til þess að rétta hlut vinnandi fólks og skapa því líf- vænlegri kjör. Slík svo til einróma niðurstaða fremstu for- vígismanna verkalýðssamtakanna hlýtur óhjákvæmilega að verða stefnumarkandi þegar félögin hvert um sig ræða málið og taka sína endanlegu ákvörðun. Þess vegna má ganga út frá því sem vísu að allur þorri félaganna sem geta sagt upp samningum fyrir næstu mánaðamót geri það á þeim 10 dögum sem eru til stefnu. Það var sjálfsagt og nauðsynlegt að verkalýðsfélögin bæru saman ráð sín áður en hvert einstakt félag tæki afstöðu. Mið- stjórn Alþýðusambandsins og stjórn Fulltruaráðs verkalýðsfé- laganna í Reykjavík gerðu því tvímælalaust rétt þegar þær á- kváðu að hafa forgöngu um sameiginlega ráðstefnu verkalýðs- félaganna til þess að ræða meðferð samninganna og marka þá stefnu sem tekin yrði. Engum mun koma á óvart sú ákvörðun verkalýðsfé- lagarma að segja nú upp sarriningum og leggja út í bar- áttu fyrir kauphækkun og kjarabótum. Þar er ekki að neinu flanað að óyfirlögöu ráði eða að nauðsynjalausu. Hitt er sönnu nær að verkalýðssamtökin hafi sýnt mikla stillingu og fyllsta umburðarlyndi með því að segja ekki upp samningum fyrr, svo mjög sem á hlut þeirra hefur verið gengið með áframhaldandi dýrtíðarskrúfu og sí- auknum álögum á almenning. Vöruverð hefur hækkað iast og stígandi í skjóli algjörs afskiptaleysis stjórnar- valdanna, sem gefið hafa braskara- og fjárplógsöflunum lausan tauminn. Og sjálf stjórnarvöldin hafa beinlínis haft forustu um aukna dýrtíð og álögur. Er þar skemmst að minnast rafmagnshækkunarinnar miklu sem skellt var á af bæjarstjómaríhaldinu á s.l. hausti, algjörlega að nauðsynjalausu. Erin' hafa sjúkrasamlagsgjöld verið hækkuð, ákveöin hækkun strætisvagnagjalda o.s.frv. Til- fínnanlegast af öllu er þó húsaleiguokrið, sem stjórnar- völdin eiga beina sök á með stefnu sinni og aðgerðum í húsnæðismálum. Er nú svo komið að ætli launamaður sér þann „lúxus" að búa í mannsæmandi húsnæði verður hann að horfa á eftir allt að helmingi teknanna í okur- hítina. Eins og komíð.er hefur eina úrræði hins vinnandi manns verið að leggja nótt með degi, verja hvíldartíman- um til teknaöflunar sem nægðu fyrir nauðsynlegustu þörfum. En við það getur verkalýðurinn ekki unað þegar til lengdar lætur. Krafan er reist um að tekjurnar af eðli- legum og umsömdum dagvinnutíma verði hækkaðar svo að þær nægi til lífsframfæris fjölskyldunni. Um þá kröfu munu verkalýðsfélögin skipa sér með því að framkvæma ályktun ráðstefnu sinnar um samningsuppsögn. Fjöld- ans í samtökunum og alls almennings er að skipa sér í órofa fylkingu um sanngimiskröfur verkalýðsins og styðja framgang þeirra. Eining um uppsögn samninganna og kröfur samtakanna er öruggasta leiðin til að tryggja| skjótunninn og árangursríkan sigur. Albert Schweitzer i X,ambarene; ttl vlnstri i skrifstofu slnnl að rlta bók sína Heimspeki menningarinnar; til hægri hugar hann að einum sjúicliugi sínum. Nýlega las ég ritgerð eftir hinn kunna vesturþýzka blaða- mann Friedrich Sieburg um Hetjur aldar vorrar. Meðal þeirra nefndi hann — Lind- berg og hertogann af. Wind- sor. Ég veit ótal menn, nafn- kunna sem óþekkta, er fyrr bærí að lofa en þessa tvo: annar þeirra er ekki aðeins kunnur fyrir það íþróttaafr rek að fljúga fyrstur manna yfir Atlanzhafið og fyrir mik- ilvægt framlag í þágu hjarta- prestsheimili, fórnaði borg- aralegu lífi sínu og öruggum frama og hvarf út í óvissu hitábeltisskógarins ? Schweitzer ritar í æviminn- ingum sínum: Aus meinem Leben und Denken, bók sem maður les með sínýjum á- vinningi: „Hugur« minn stóð skilyrðislaust til persónu- legra og sjálfstæðra athafna. Þótt ég væri ráðinn í að fórna kröftum mínum einum eða öðrum félagsskap, ef Jörgeri Riihle: Góði maðnrinn frá LAMBAREM rannsókna, heldur-einnig fyr- ir lofræður sínar um fasism- ann; eftir tímabil þjóðfélags- legrar sveimhyggju hlaut hinn að 'afsala sér konungdómi vegna óviðurkvæmilegrar ást- ar og gerðist síðan stöndugur ferðalangur og áhrifamikið nafn í tízkuheiminum. 1 dag ætla ég að tala um 3ja mann- inn, sannarlega hetju, sem telst til hinna kyrrlátu og yfirlætislausu og hefur raun- ar mælt bitur orð um hetju- dóm. Einstein hefur nefnt hann mesta mann sem nú er uppi. Er Albert Schweitzer ákvað, þrítugur að aldri, að hefja öðru sinni læknisfræðinám, í því skyni að búa sig undir sjálfvalið starf sem trúboðs- læknir í Afríku, hafði hann þegar verið háskólakennari, var orðinn heimskunnur org- elleikari og hafði grundvallað vísindafrægð sína með verk- um um ævi Jesú og hinni miklu bók um Bach. Um svip- að leyti kvæntist hann. Hvað kom til að þessi maður, sem kominn var frá upplýstu nauésyn krefði, sleppti ég ekki þeirri von að finna að lokum starf sém ég gæti helg- að mig sem algjörlega frjáls einstaklingur. Uppfylling þess- arar þrár hef ég ævinlega skoðað sem mikla náð er hef- ur verið mér síný". I Schweitzer brann löngun til að gernýta hæfileika sína, í starfi og hugsun; í fjórum stórum ræðum, er hann hefur haldið á ýmsum skeiðum æv- innar, hefur hann játazt orði Goethes: 1 upphafi var at- höfnin. Eitt sinn skrifaði harin: „Tvennskonar reynsla varpar skugga yfir líf mitt. önnur felst í viðurkenningu þess að veröldin sé óútskýr- anlega leyndardóms- og þján- ingarfull, hin í þeirri tilfinn- ingu að ég sé fæddur á hnign- unarskeiði mannlegs anda". Það er ekki lengur öld Fausts. Leið Schweitzers til Afríku táknar uppreisn hans gegn því andleysi sem niðurlægir manninn k vélstigið — hún táknar örvæntingarfulla til- raun til að bjarga hinum al- hliða persónuleik hans, hinni mannúðlegu viljastefnu hans. Hugsuðurinn Schweitzer hef- ur aldrei dregið neina dul á það, að hann vitjaði ekki heimshluta svertingjanna sem tungutalandi postuli, heldur laðaði hann þrá til staðar þar sem enn væri unnt að lifa eins og maður. Þetta skýrist af tveimur sérkennandi atrið- um í ákvörðun hans. Hann fór ekki til Lambar- ene sem trúboði, þótt hann væri guðfræðingur og prest- ur, heldur sem læknir. Hann varð meira að segja að skuld- binda sig gagnvart trúboðsfé- laginu til að fleipra ekki með guðsorð, þar eð frjálslyndis- leg túlkun hans á kristin- dómnum var ekki í hávegum höfð. Að sjálfsögðu hefði hann getað leitað sambands við kreddulausara trúboðs- félag, þar sem hann stóð líka fjárhagslega á eigin fótum, sem rithöfundur og hljómlist- armaður — en einmitt hér kaus hann að brjóta sér braut. „Sá sem tekur sér fyr- ir hendur að koma góðu til leiðar, skyldi ekki bíða þess að einmitt fyrir þá sök ryðji aðrir menn steinum úr vegi hans, heldur skyldi hann jafn- vel gera ráð fyrir því að þeir gerist honum þrándur í götu". I franzískri auðmýkt kaus hann sér leið starfandi krist- indóms, veg hins miskunn- sama Samverja, á sama hátt og guðfræðirit hans leggja frumáherzlu á siðaboð krist- innar trúar, á kærleikann til náungans. 1 Lambarene kom eitt sinn sú spurning upp, hverja afstöðu kristnaður svertingi ætti að hafa til fjöl- kvænis. Schweitzer var á ann- arri skoðun en trúboðarnir sem kröfðust einkvænis. Hvað átti þá að verða um kon- urnar? Átti að senda þær aftur til baka inn í frum- skóginn, til f jölskyldna þeirra sem hvorki vildu sjá þær né heyra? Schweitzer hélt því fram að það yrði að byrja á því að útskýra ungum ókvænt- um mönnum, að einkvæni hæfi bezt virðingu mannsins. Hann er mjög raunsær maður, og því hefur hann einnig haf- izt handa um „smærri" fram- kvæmdir, svo sem koma upp lyfjabúðum, matvælastöðvum og bröggum. Og hann lék ekki aðeins á orgel og skrifaði vís- indaleg verk um hljómlist, held ur fékkst hann einnig við org- elsmíði og orgelviðgerðir; um hann hefur verið sagt í spaugi: I Afríku gerir hann Framh. á 8. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.