Þjóðviljinn - 03.02.1955, Side 5
Eisenhower kveðst staðráðinn
í að leggja Taivan undir USA
Eisenhower Bandaríkjaforseti sagöi blaöamönnum í
gær, aö Bandaríkin myndu aldrei sleppa tangarhaldi á
kínversku eynni Taivan.
Blaðamannafundur forsetans
í gær snerist nær eingöngu um
Sovétríkin reisa
stáliðjuver fyrir
Indverja
f gær var undirritaður samn-
ingur milli Indlands og Sovét-
ríkjanna. Tekur sovétstjórnin
að sér að reisa stáliðjuver í
Indlandi og verður það eign
Indl'andsstjómar. Framleiðsl'u-
geta þéss verður ein milljón
tonna af stáii á ári. Bygging-
arkostnaðinn fá Indverjar að
láni til tólf ára með lágum
vöxtum.
Komið upp
um guíl-
rmuingja
Fertugur vörubílstjóri kom
fyrir rétt í London í gær sak-
aður um þátttöku í gullráni í
fyrrahaust. Náðu ræningjar þá
gullstöngum sem eru 1.800.000
króna virði úr bíl hollenzka
flugfélagsins KLM um hábjart-
an dag á miðri götu. Bílstjór-
inn hefur játað að hafa ekið
með gullið á brott og fengið
45.000 krónur fyrir vikið. Seg-
ir í játningu hans: „Eg gat
ekki þagað lengur. Mér er sama
þó þeir drepi mig.“
Nasser hótar
úrsögn
Nasser forsætisráðherra Egypta-
lands, sagði í gær að Egyptar
myndu segja sig úr Arababanda-
laginu ef íraksstjórn gerði al-
vöru úr því að ganga í hern-
aðarbandalag við Tyrkland.
Myndu Egyptar stofna annað
bandalag með þeim arabaríkjum
sem þeim fylgja að málum.
Nefndi Nasser þar til Jórdan,
Saudi-Arabíu og Jemen.
Medés-France á
í völí að verjast
Umræða um mál frönsku ný-
lendnanna í Norður-Afríku
hófst á franska þinginu í gær.
Allir ræðumenn að einum und-
anskildum réðust ákaflega á þá
stefnu stjórnar Mendés-France
að láta að nokkru undan kröf-
um landsbúa um sjálfsstjóm.
Voru þetta allt íhaldsmenn og
gaullistar. Það hefur veikt að-
stöðu Mendés-France verulega
að honum hefur ekki tekizt að
ljúka samningum við fulltrúa
Túnisbúa um sjálfsstjóm þeim
til handa. Þykja miklar líkur
til að stjómin falli við atkvæða
greiðslu að umræðunni lokinni.
heimild þá sem þingið hefur
veitt honum til að grípa til
vopna út af Taivan og nær-
liggjandi eyjum.
Bandaríkin eru staðráðin
í því að hindra að nokkurt
skarð verði brotið í hinn
mikla eyjagarð Taivan, sagði
Eisenhower. Það hefur nú
verið gert deginum ljósara
að Bandaríkin munu aldrei
láta það viðgangast að hinn
alþjóðlegi kommúnismi nái
Taivan og notí hana fyrir
brúarsporð til útþenslu um
Kyrrahaf.
Þegar blaðamaður spurði
Eisenhower, hvort hann myndi
beita bandariskum herafla til
að halda eyjunum Kvimoj og
Matsu uppi í landsteinum meg-
inlands Kína, svaraði forsetinn
að það væri tæknilegt atriði
sem hann vildi ekki segja af
eða á um að svo stöddu.
Samgöngur
við Island
í nefnd -
Norðurlandaráðið samþykkti
í gær ályktun um að þörf sé
á bættum samgöngum milli ís-
lands og Norðurlanda. Er rík-
isstjórnunum falið að vinna að
því máli í sameiningu og skipa
milliþinganefnd til að semja á-
kveðnar tillögur.
Nokkuð var minnzt á upp-
sögn Svía á loftferðasamningn-
um við íslendinga í umræðun-
um. Sagði sænski þingmaður-
inn Severin að ágreiningur
hefði verið um túlkun samn-
ingsins og því rétta leiðin að
segja honum upp.
Frá þessu var skýrt fyrir
nokkrum dögum í blaðinu
Verdens Gang í Oslo.
fsland, Sovétríkin eða
England
Blaðið hefur átt tal við nem-
endur í bekknum, sem í vor
tekur lokapróf frá skólanum í
Aas. Skýra þeir frá, að uppá-
stungur hafi komið fram xun að
bekkjarferð væri farin til fs-
lands, Sovétríkjanna eða Eng-
lands. 1 ljós kom að ferð til
fslands var ekki framkvæman-
leg. Þá var að velja á milli
Sovétríkjanna og Englands.
Hann neitaði einnig að svara
spurningu um hvort banda-
rískum flota og flugher við
Taivan hefði verið skipað að
ráðast á meginland Kína ef
herskip eða flugvélar yrðu fyr-
ir árásum þaðan.
Sendiherra Bandaríkjanna á
Taivan afhenti í gær Sjang
Kaisék bréf frá Eisenhower.
Er talið að það hafi að geyma
yfirlýsingu um fyrirætlanir
Bandaríkjanna varðandi Kvi-
moj og Matsu.
Misjafn sauður
í mörgu f é
Vísindamenn við læknadeild
Harvardháskóla í Bandaríkjun-
um hefur lengi grunað að það
sé ekki réttur þverskurður af,
mannfólkinu sem gefur sig |
fram þegar auglýst er eftír!
sjálfboðaliðum sem fúsir eru I
til að láta gera á sér læknis- i
fræðilegar tilraunir. Það varð'
úr að einn sjálfboðaliðahópur
var vandlega rannsakaður. Af
56 körlum, sem flestir eru
stúdentar, reyndust þirír geð-
sjúkir, þrír geðveiklaðir, tólf
taugaveiklaðir, fjórir kynvillt-
ir og einn drykkjusjúkur.
Óhreinindi
útrýma laxi
Fyrir einni öld var mikil lax-
veiði í ám í Englandi en nú er
laxinn horfinn þaðan. Ástæðan
er að óhreinindi úr sorpræsum
stórborga og afrennslisvatn frá
verksmiðjum hefur gert fiskum
ólíft í ánum.
í ánni Tee veiddust 8000 lax-
ar á ári hverju um síðustu alda-
mót. Veiðin minnkaði jafnt og
þétt og nú er svo komið að eng-
inn lax er eftir í Tee. í ána
renna lika 50 milljónir lítra af
skólpi dag hvern auk afrennslis-
vatns frá verksmiðjum.
Afdráttarlaust svar
f umræðum nemendanna um
þetta skaut einhver því fram,
að verið gæti að erfitt yrði að
komast til Bandaríkjanna til
framhaldsnáms ef menn hefðu
ferðazt til Sovétríkjanna. Flest-
um þótti þetta ótrúlegt en það
varð úr að fyrirspurn var gerð
til bandaríska sendiráðsins í
Oslo. Svar kom um hæl og
var þar sagt afdráttarlaust, að
nemendur sem færu í ferðalög
til Sovétríkjanna gætu ekki
gert sér neina von um að fá
landvistarleyfi í Bandaríkjun-
um.
Bandarikin lokuð þeim
er ferðast til Sovétríkjanna
Norskir búnaðarskólanemendur komast að
raun um að járntjaldið er „Made in USA".
Bandaríska sendiráðið í Oslo hefur tilkynnt nemend-
um í efsta bekk landbúnaðarháskólans í Aas, að ef þeir
geri alvöru úr fyrirætlun sinni tim að fara í bekkjar-
ferð til Sovétríkjanna verði það til þess að enginn þeirra
fái nokkru sinni að stíga fæti á land í Bandaríkjunum.
Myndirnar eru af mönnurn peim sem síðast voru sæmdir
friðarverðlaunum Stalíns. Þeir eru (talið frá vinstri að
ofan): D.N. Pritt, Bretlandi, Alain le Leap, Frakklandi,
Thakin Kodaw Hmaing, Burma, Bert Brecht, Þýzkalandi,
Felix Iversen, Finnlandi, Andé Bonnard, Sviss, Baldomero
Sanin Cano, Kólumbíu, Prijono, Indónesíu og Nicolas
Guillen, Kúbu.
---- Fimmtudagur 3. febrúar 1955 —
F"
ÞJÓÐVILJINN — (5
|Breytingáloft-|
| stranm eykur j
! ve
| Breytt veðurskilyrði valda :
j því að Norður-Atlanzhafið og j
j löndin sem að því liggja eru {
j komin á stormasvæði, segir j
j Jerome Namias, yfirmaður {
i þeirrar deildar bandarísku {
j veðurstofunnar, sem annast j
j veðurspár til langs tíma.
! Ástæðan til breytingarinnar :
■ *
; er að sögn hans sú að straum- :
■
: ur kalds heimskautslofts til :
■ ■
• suðurhluta Bandaríkjanna hef- :
■ ■
i ur breytt um stefnu. Hingað til :
■ hefur straumurinn verið frá i
■ ■
i norðaustri til suðvesturs en :
l ■
* síðustu árin hefur stefnan :
■ ■
■ verið frá norðri til suðurs. :
■ ■
■ Við þetta hafa hvassviðri um ;
■ J
{ allt Norður-Atlanzhaf magn- ;
{ azt, segir Namias.
Mega skoia kjarn-
orknrafstöðvar
Sovétríkin munu ef til vill
gefa vísindamönnrm ’ v^tur-
löndum kost á að skoða kjarn-
orkurafstöðvar í SovetinQun-
um, sagði sovézki r'thöfundur-
inn Ilja Ehrenburg í viðtali við
blaðamenn í Vín fyrir nokkr-
um dögum.
Sovétríkin hafa ekkert á
móti því að sýna vísindamönn-
um stöðvarnar, enda hafa þau
boðizt til að skýra öðrum ríkj-
um frá reynslu sinni af rekstri
þeirra, sagði Ehrenburg, en að
sjálfsögðu kærum við okkur
ekki um að fá njósnara heim.
Þrengt að
verzlun Breta
Samkeppni Bandarikjamanna,
Þjóðverja og Japana gerir Bret-
um sífellt erfiðara fyrir að
selja vörur sínar á heimsmark-
aðinum, segir í skýrslu frá við-
skiptamálaráðuneytinu í Lon-
don. Otflutningur til Indlands,
Suður-Afríku og nýlendnanna
stóð í stað eða minnkaði á
síðasta ári vegna þessarar sam-
keppni. Útflutningur til Banda-
rikjanna og Kanada minnkaði
en jókst til Evrópulanda. Út-
flutningur Japana var 20%
meiri fyrstu níu mánuði síðasta
árs en á sama tíma árið áður.
Útflutningur Vestur-Þýzkalands
var 50% meiri árið 1954 en
1951.
andaríkjameim
við háskolanám
í Kina il
Fréttaritari frönsku fréttastof-
unnar AFP í Kína hefur hitt
nokkra af bandarísku stríðsföng-
unum, sem neituðu að hverfa
heim þegar skipzt var á föngum
í Kóreu. Þegssir fangar eru tólf
talsins og eru við nám í háskól-
anum í Peking. Aðrir Banda-
ríkjamenn .vinna í verksmiðjum
og ríkisbúum utan við borgina.
Richard Corden, svertingi frá
Rhode Island, komst svo að orðí
við franska fréttaritarann, að í
Bandaríkjunum hefði hann orð-
ið að gjalda hörundslitar síns er»
í Kína væri hann látinn njóta
hans.