Þjóðviljinn - 03.02.1955, Síða 7
Fimmtudagur 3. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Rannsókn á íslenzknm nndafíflum
ein leiSin til oð róðo gátuna um myndun
gróSurrikisins á Isl andi
Telja má víst, aö á íslandi vaxi ekki færri en 170 teg-
undir undafífla, en til þessa hefur ekki nema 108 teg-
undum verið lýst í fræöiritum.
Nákvæmar rannsóknir á þeirri ættkvísl jurtaríkis lands-
ins, tegtmdum hennar og útbreiöslu, getur gefið mikil-
vægan fróöleik um þaö vandamál hvemig og hvenær
iandnám íslenzkra jurta hefur fariö fram.
Frá þessu skýrði Ingimar
Óskarsson grasafræðingur í
fróðlegu og skemmtilegu er-
indi „um undafífla" sem hann
hélt á fundi Hins íslenzka
náttúrufræðifélags sl. mánud.-
kvöld. Sýndi ræðumaður „full-
trúa“ úr hinum íslenzku deild-
um undafíflanna og fjölda
skuggamynda til skýringar á
gerð þeirra og útbreiðslu um
landið,
Grasaíræðingar
smeykir við unda-
Hfla
Undafíflar teljast til körfu-
blómaættarinnar, og eru svo
algengir um allt ísland að
hvert mannsbarn þekkir þá.
Það er þó því aðeins rétt, að
megi kalla jurtina undafífil
og láta þar við sitja. í reynd
er þessi ættkvísl svo tegunda-
mörg og breytileg, að grasa-
fræðingar forðast hana al-
mennt og varpa áhyggjum
sínum upp á fáa sérfræðinga,
undafíflafræðinga, þegar til
þess kemur að greina einstak-
ar tegundir og afbrigði og
lýsa nýjum. Nú er talið að
búið sé að lýsa 10 þúsund
tegundum undafífla.
Ingimar Óskarsson grasa-
fræðingur, sem af samstarfs-
mönnum sínum er talinn einn
snjallasti greinari hérlendis,
hefur undanfarin ár unnið í
hjáverkum að rannsókn ís-
lenzku undafíflanna. Taldi dr.
Sigurður Þórarinsson að til
þess þyrfti mikinn kjark að
færast slíkt í fang í hjáverk-
um, en rannsóknirnar hins
vegar mikilvægar, einmitt
vegna þess að ef til vill væri
þar árangursríkasta leiðin til
að finna hvað innflutt væri af
gróðurríki landsins eftír ís-
öld og hvað hefði lifað af
síðasta ísaldarskeið.
Gagnsemi undaíííla
„Ekki er hægt að segja með
sanni, að mikil nytsemi sé að
undafíflum, en allmargar teg-
undir eru ræktaðar í görðum
til skrauts", sagði Ingimar, og
benti á að til væru innlendar
tegundir, sem prýði væri að
í skrúðgörðum. Vísindaheiti
undafíflanna, Hieracium, „er
komið af gríska orðinu Hier-
ax, og þýðir það haukur eða
fálki. Trúðu Forn-Grikkir því
að fuglinn notaði þessa jurt
til að gera sjón sína skarp-
ari. Eh flestir vita að valur-
inn sér afburða vel. Þetta
gæti bent til þess, að unda-
fíflar hefðu verið notaðir til
lækninga við augnveiki. En
hér á landi að minrista kosti
veit ég ekki til þess, að þeir
hafi verið notaðir til annars
en að græða sár, enda höfum
við aldrei tekið í notkun þýð-
ingu á gríska heitinu eins og
svo margar aðrar þjóðir“.
'Jc Kunna bezt við sig í
kaldtempraða belt-
inu nyrðra
Ingimar lýsti þvínæst útliti
og gerð undafífla og skiptingu
þeirra í deildir. Um aldur
þeirra og útbreiðslu í heim-
Ingimar Öskarsson
grasafræðingur
skýrir frá gagn-
merkum rannsókn-
um á þessu sviði.
Ingimar Óskarsson
grasafrægingur
inum gat hann þess að fund-
izt hefðu leifar þeirra sem
taldar væru frá því snémma
á Tertier. „Aðalútbreiðslu-
svæði fíflanna er í kaldtempr-
aða beltinu á norðurhveli jarð-
ar, sér í lagi í Mið- og Norð-
ur-Evrópu. En þeir finnast
líka í Mið- og Suður-Ameríku,
allt til Eldlands, í Suður-
Afríku, á Madagaskar, Aust-
ur-Indlandi og á Ceylon. Teg-
undirnar vaxa mjög mishátt
yfir sjó eftir eðli sínu. I Suð-
ur-Evrópu og á Balkanskaga
vaxa margar tegundir í 1500-
2000 m hæð og jafnvel enn
hærra. 1 Skandinavíu vaxa
sumar tegundimar mjög hátt
yfir sjó, og hér á landi kom-
ast þær að minnsta kosti í
1000 m hæð“.
ÍC íslenzkur fííill
frá 1846
Enginn íslenzkur grasafræð-
ingur hefur átt þess kost að
helga sig söfnun og rann-
sókn undafífla, og liafa jafnvel
forðast þá. „Þó söfnuðu
grasafræðingarnir Stefán Ste-
fánsson, Ólafur Davíðsson og
Helgi Jónsson undafíflum með
öðrum háplöntum í þeirri von
að einhvemtíma tækist að
leysa ákvörðunarvandamálið.
Mun Stefán vera fyrsti Is-
lendingurinn sem safnaði
undafíflum. Elztu íslenzku
eintökin, sem ég hef hand-
fjallað, em frá sumrinu 1846,
safnað af hinurn kunna brezka
grasafræðingi C. Babington,
en það sumar var hann við
grasarannsóknir í nágrenni
Reykjavíkur. Eru eintök þessi
nú geymd í grasasafninu í
Cambridge. Auk þeirra
manna, sem þegar eru nefnd-
ir, hafa ýmsir grasafræðing-
ar og áhugamenn um jurtir,
bæði íslenzkir og erlendir,
safnað töluverðu af fíflum
viðs vegar um landið á sl. ára-
•tugum. Sér í lagi hefur miklu
verið safnað þrjú sl. ár, mest
fyrir mína áeggjan, þar sem
ég hef tekizt þann vanda á
hendur að rannsaka eftir
föngum þessa erfiðu ætt-
kvísl. Söfnun þessara manna
hefur verið mér mikil hjálp
við rannsóknirnar og eiga
þeir miklar þakkir skilið fyrir
starf sitt“. „Svo að segja allt
það, sem Islendingar söfnuðu
af undafíflum fram til ársins
1938 var sent út úr landinu
til ákvörðunar og hefur því
miður ekki átt afturkvæmt“.
Voru það sænski undafífla-
fræðingurinn Dahlstedt og
norsk' udafíflafræðingurinn
Omang sem ákvörðuðu ís-
lenzku fíflana, og komust að
þeirri niðurstöðu að hér eigi
að vaxa 108 tegundir unda-
fífla auk margra afbrigða. En
síðan 1938 hafa fjölmargar
nýjar tegundir komið í leit-
irnar.
■jc Hve margar tegund-
ir undaíííla vaxa á
íslandi?
Þeirri spurningu telur Ingi-
mar enn ekki hægt að svara,
því líklegt sé að margar teg-
undir séu ófundnar. Sem lág-
markstölu muni þó vera óhætt
að nefna 170 tegundir. Til
samanburðar gat hann þess,
að í Grænlandi vaxa 17 teg-
undir, 30 í Færeyjum og 260
á Bretlandseyjum. Aftur á
móti vaxa meira en 2000 teg-
undir í Skandinaviu, en þess
er gætandi að hún er áföst
meginlandinu og betur rann-
sökuð í þessum efnum en
nokkur annar blettur á jörð-
unni.
■Jc Skyldleiki íslenzkra
og erlendra unda-
fífla
„Þáð vekur furðu margra,
þegar sagt er að flestar ís-
Iénzku undafíflategundirnar
séu endemiskar eða einlend-
ar“, sagði Ingimar, „en því er
víðar svo varið einkum þegar
um afskekkta staði eða eylönd
er að ræða. Til dæmis eru
færeysku tegundirnar einlend-
ar (ef til vill að einni und-
anskilinni). Á hinn bóginn er
náinn skyldleiki oft augljós,,
og bendir það til sameiginlegs
uppruna. Okkar undafíflaflóra
er ekki við eina fjölina felld
í þessum efnum. Hún er ekki
einungis af norskum, færeysk-
um og brezkum uppruna, held-
ur finnast líka þó nokkrar
tegundir, sem virðast ekki
vera nákomnar neinum öðr-
um þekktum tegundum. Þær
tegpmdir, sem Hkjast mest
norskum fíflum, vaxa helzt
um norðanvert landið, allt frá
Vestfjörðum til Austfjarða;
þeir sem sem líkjast þeim
brezku eru „aðallega um suð-
ur- og suðausturhluta lands-
Breytileiki tegund-
anna og myndun
gróðurríkisins'
En þá er komið að því at-
riði, sem gerir rannsóknir á
undafíflum svo erfiðar og
jafnframt spennandi fyrir þá
fáu, sem sökkva sér niður í
þær, en það er hinn mikli
breytileiki tegundanna. Skýrði
Ingimar erfðafræðilegar or-
sakir þeirra eiginda þessarar
jurtaættkvíslar. —. En ein-
mitt fjölbreytnin gefur bend-
ingar í ýmsar áttir um skyld-
leika við tegundir grannland-
anna, og þar með um uppruna
íslenzku undafíflanna. Þar er
einnig að finna bendingar um
það viðfangsefni sem norræn-
ir grasafræðngar hafa glímt
Ein af nýfundnum íslenzku
undafíflategundum, fundin í
Reykjafelli, Mosfellssveit 1952
við, á hvem hátt háplönturn,-
ar hafi getað numið löndin
að jökultíma loknum. „Hafa
Norðmenn öðrum fremur leit-
azt við að sýna fram á það
með rökum, að svo og svo
margar tegundir hafi lifað af,
að minnsta kosti síðasta ís-
aldarskeiðið. Hvað Island
snertir, þá hefur Steindór
Steindórsson menntaskóla-
kennari athugað þessa hluti
og komizt að sömu niðurstöðu
og norsku grasafræðingarnir.
Steindór heldur því fram, að
hér hafi lifað af þetta síð-
asta kuldatímabil ekki færri
en 214 háplöntutegundir, eða
sem svarar 49.3% af íslenzku
flórunni". En hér undanskilur
Steindór túnfífla og undafíflá
og telur þá litlu skipta. Ingi-
mar er á öðru máli, og leiddi
rök að því, að nokkrar teg-
undir undafífla a.m.k. hefðu
lifað af síðasta ísaldarskeiðið.
Aðrar tegundir þeirra telur
Ingimar sennilegt að hafi
numið hér land á ýmsum tím-
um, en mest löngu fyrir okk-
ar tímatal, og er þar á ann-
arri skoðun en norski unda-
fíflafræðingurinn Omang, sem
telur sennilegt að margar ís-
lenzku undafíflategundirnar
hafi flutzt inn á landnáms-
tíð.
Ræðumaður lýsti þar næst
útbreiðslu undafíflategund-
anna um landið, eftir fví sem
næst verður komizt nú, ræddi
breytingar, sem fram koma
við ræktun þeirra og um f jöl-
breytni tegundanna hér á
landi. Hann lauk erindi sínu
með þessum orðum:
ÍC Nákvæmra rann-
sókna þörí
„Ég hef getið þess hér að
framan, að ég teldi undafífla-
rannsóknirnar á Islandi þýð-
ingarmiklar fyrir lausn vanda-
málsins mikla: Hvernig og
hvenær hefur innflutningur
íslenzku flórunnar farið fram?
Tökum dæmi: Við berum
saman einhverja íslenzka fræ-
plöntu með tvíkynja æxlun
við erlenda tegund. Utlit jurt-
arinnar gefur ekki til kynna
eftir hvaða útbreiðsluleiðum
hún hefur farið á milli landa.
Aftur á móti getur undafífils-
tegund, sem hingað hefur bor-
izt fyrir nokkrum þúsundum
ára, brejdzt þannig, að hún
verði greinilega frábrugðin
formóður sinni, og verði talin
önnur tegund.
Ýmislegt er þó enn sameig-
inlegt með hinni íslenzku og
erlendu tegund, er bendir á
ótvíræðan skyldleika. Við
segjum því óhikað, að teg-
und þessi sé afkomandi þeirrar
erlendu. Með þessum og lík-
um hætti er oft auðveldara að
fylgjast með útbreiðsluleiðum
undafíflanna en margra ann-
arra jurta.
En allar þessar rannsóknir
eru enn á byrjunarstigi og
þyrftu að vera annað og
meira en hjáverkastarf, eins
og þær hafa verið hingað til.
— Nákvæmur samanburður
grænlenzkra, skandínavískra
og brezkra tegunda við þær
íslenzku er annar veigamesti
þáttur rannsóknanna, en hinn
er fullkomin þekking á út-
breiðslu og vaxtarháttura tég-
undahna hér á landi. Fyrstu
Framhald á 8. síðu.