Þjóðviljinn - 03.02.1955, Síða 8
g) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. febrúar 1955
jfr ÍÞRÓTT
RfTSTJGRl FRtMANN HELGASON
Handknattleiksdomarar
stofna dómarafélag
Á mánudaginn var komu flest-
allir starfandi handknattleiks-
dómarar saman til fundar í
Naustinu í því augnamiði að
stofna með sér dómarafélag.
Fundinn setti formaður hand-
knattleiksráðs Reykjavíkur, Árni
Árnason, og afhenti skírteini
þeim dómurum sem tekið höfðu
dómarapróf á árinu 1954. Síðan
var lagt fram frumyarp til. 'lagá
fyrir félagið'. Vár það rætt, gerð-
ár á því smábreytingar og síðah
samþykkt.
Svo var gengið til stjórnar-
kosningar og hlutu kosningu þeir
Frímann Gunnlaugsson formað-
ur, Valgeir Ársælsson og Óli Ó.
Árnason. í varastjórn voru
kosnir Magnús Georgsson og
Hörður Jónsson (úr Hafnar-
firði). Endurskoðendur voru
kosnir Hannes Sigurðsson og
Ámi Jónsson.
Félagatal þessa nýja félags er
um 20 menn en í því eru og
hafa rétt að vera allir þeir sem
eru starfandi dómarar. Þess má
geta að í félaginu eru þrír
Hafnfirðingar og fer vel á því
að samvinna sé milli hafnfirzkra
handknattleiksdómara og reyk-
vískra.
Mikil þörf var orðin fyrir slík-
í»n félagsskap, því satt að segja
er furðu mikið misræmi í túlkun
handknattleiksreglnanna, en eitt
af verkefnum þessa nýja félags,
er að samræma skoðanir dóm-
aranna á, lögum leiksins. Kom
það þegar fram á þessum. fyrsta
fundi félagsins og töluverðar
umræður urðu um þessi mál.
Það gildir að sjálfsögðu það
sama um handknattleik og aðr-
Rofar til
hjjá Arsenal
Það gengur enn heldur illa
fyrir Arsenal en nú virðist sem
heldur sé að rofa til með hjálp
nýrra manna og gamalla. Nýi
miðframvörðurinn, Tothering-
ham hefur styrkt vonina til
muna og Tommy Lawton hef-
ur skorað úrslitamörkin í þrem-
ur síðustu leikjunum nema
leiknum á laugardaginn, þar
sem „Úlfarnir" urðu að láta
sér nægja eitt mark, og þó
léku þeir heima. Arsenal er
mun betra nú en í haust.
•Blackpool er heldur á upp-
leið aftur. Mortensen hefur
ekki verið í æfingu undanfar-
ið en Stan Matthews er alltaf
samur við sig. Allan Brown
og Perry eru ágætir. Sunder-
land er líklegra til sigurs, þó
hefur Blackpool unnið Sunder-
land heima í þrjú skipti í röð
og í 6 ár hefur Sunderland
unnið Blackpool þrisvar.
ar íþróttir, þar sem túlkun og
ákvörðun verður að taka strax,
að áhrif góðs dómara geta orðið
til að fegra leikinn, en áhrif
hins sem illa er að sér í lögum
og túlkun geta á sama hátt
orðið til þess að leikurinn verði
harður og ljótur. Það er því
mikils vert að þessi þáttur iþrótt-
anna sé í góðu lagi. Störf dóm-
ara eru því oft vanmetin og
krafa fólksins tij þeirra er oft
ósanngjörn, og fólkið gerir dóm-
aranum það erfitt fyrir að fram-
kvæma þessi nauðsynlegu
skyldustörf. Fólkið krefst þess
að hinn dauðlega hepdi ‘' engin
skyssa og svo bætist það við að
áhorfandinn sér alltaf betur en
dómarinn! Það er því ástæða til
að óska þessu nýja félagi góðs
gengis, og það á vonandi eftii-
að hafa sín góðu áhrif á hand-
knattleikinn. Það þarf sjálf-
sagt ekki að minna á að svo bezt
verður félagið sterkt að allir
geri skyldu sína. -
ERLEND TlDINDI
Alþjóðleg skíðakeppni í Moskva
Þessa dagana stendur yfir í
Moskva alþjóðlegt skíðamót.
Senda Norðurlöndin keppendur
þangað. Hópur Norðmanna er
talinn mjög harðsnúinn og einn
sá sterkasti sem þeir hafa sent
á alþjóðakeppni, en hann er
skipaður þessum mönnum:
Ganga karla:
Hollgeir Brenden olympískur
meistari 1952 á 18 km. Martin
Stokken, fjórði á HM í fyrra.
Báðir þessir menn hafa náð
mjög góðum árangri í mótum
Undanfarið. Edwin Landsen,
fimmti á 50 km. á HM í fyrra.
Ganga kvenna:
Kjellfrid Gutubakken.
Skíðastökk:
Árni Hoel sigurvegari í Holm-
enkollen 1948 og 1951 og
Sverre Stallvik.
Tvíkeppni:
Sverre Stenersen, sigurvegari í
HM í fyrra, Per Gjelten sem
talinn er að vera í mjög góðri
þjálfun.
1 sambandi við frétt þessa
má bæta því við að á móti
sem haldið var í Moskva um
miðjan janúar varð heims-
meistarinn Vladimir Kusin að
iáta sér nægja 4. sæti í 18
km göngu. Fyrstur var 22 ára
piltur Nikolaj Anikin á tíman-
om 1.02.37. Kusin varð líka
að láta sér lynda 4. sæti í 30
km göngunni. Anikin varð
líka fyrstur í þeirri göngu á
1.46.38. í fyrra kom Kusin al-
veg á óvart og nú er nokkur
Vladimir Kúsin
heimsmeistari í skiðagöngu
eftirvænting meðal göngu-
manna hvort útaf Kusin hafi
sprottið þrír betri en hann, en
í fyrra var hann langbeztur
Rússanna.
Á móti þessu urðu þær Eris-
jina Kajliste og Maslemikova
jafnar í fimm km göngu; tími
þeirra var 20,25. 10 km göng-
una vann Koltjina á 40,37.
EM í skautahlaupi
í Falun 4.-6. febr.
Evrópumeistarakeppni í hrað-
hlaupi á skautum fer fram í
Falun í Svíþjóð um næstu
helgi eða 4.-6. febrúar n.k. —
Gert er ráð fyrir að aðsókn
að móti þessu verði meiri en
nokkru sinni áður bæði hvað
snertir þátttöku einstaklinga
og þjóða. Stærsti hópurinn
kemur frá Sovétrikjunum eða
14 menn alls, og meðal þátt-
takenda eru allir beztu hlaup-
arar þeirra.
Frakkland sendir einn kepp-
anda en langt er síðan Frakk-
ar hafa sent hraðhlaupara til
slíkrar keppni. Ennfremur
senda Sviss og Tékkóslóvakía
keppendur.
í Svíþjóð er mikil eftirvænt-
ing meðal skautamanna að
sjá hversu Sigge Ericsson
þeirra stendur sig í keppninni
við sovéthlauparana en hann
er almennt talinn sá sem get-
ur gefið þeim harða keppni.
Kees Broekman
óskar Sjilkoff til
hamíngju
Þegar Hollendingurinn Kees
Broekman frétti um hið nýja
heimsmet Sjilkoffs í 5000 m
hlaupi sendi Broekman honum
heillaskeyti en sem kunnugt er
var heimsmet Broekmans 8.06.6
en hið nýja met Sjilkoffs er
7.45.6. Við þetta tækifæri lét
Broekman þá ákveðnu skoðun
í ljós að árangur Rússanna og
tímar í Alma Ata væri í alla
staði réttir. „Hvað mig snert-
ir,“ sagði Broekman „hef ég
enga möguleika á þessum vetri
að ráðast á met Sjilkoffs, til
þess skortir mig æfingu."
Framhaid af 6. síðu.
km frá meginlandi Kína. Her-
seta Sjang Kaiséks á eyjum
þessum lokar kínversku hafn-
arborgunum Amoj og Fúsjá
fyrir öllum siglingum.
Sé uggur í ýmsum í Banda-
ríkjunum yfir afleiðingum
hótunarinnar um árás á Kína,
er hann sízt minni meðal
bandamanna Bandaríkjanna í
Vestur-Evrópu. Blaðið Times í
London kallar það óðs manns
æði að ætla að reyna að halda
Kvimoj og Matsu fyrir Kína-
stjórn, hvað sem um Taivan
megi segja. Daily Herald, mál-
gagn Verkamannaflokksins, er
enn harðorðara. Sama daginn
og það birti viðtal við Attlee,
fyrrverandi forsætisráðherra,
þar sem hann ítrekaði yfirlýs-
ingu sína á þingi, að Banda-
ríkjastjórn væri sek úm frek-
léga íhlutun í borgarastyrjöld
í'Kina, lagði blaðið út af við-
talinu í ritstjórnargrein. Þar
var meðal ahnars komizt svo
að orði: „Enginn utan þröngs
hrings manna í Bandaríkjun-
um hefur minnstu samúð með
Sjang Kaisék. Hann er illgjarn,
spilltur hrokagikkur, sem setur
aliar sínar vonir á það að hon-
um takist að hrinda af stað
þriðju heimsstyrjöldinni . . .
Attlee kemst svo að orði, að
hann fái ekki séð að Taivan sé
ómissandi fyrir varnir Banda-
rikjanna. Það er augljós stað-
reynd að eyjan er það ekki.
Hún er leiksoppur í höndum
erindreka Sjang Kaiséks í
Bandaríkjunum og brjálaðra
stríðssinna í Washington".
i nnað sósíaldemókratablað,
**■ Morgon-Tidningen í Stokk-
hólmi, aðalmálgagn sænsku
ríkisstjórnarinnar, kallar í rit-
stjórnargrein 30. jan. athæfi
þings og stjórnar Bandaríkj-
anna „leik með eldinn“. „Ljóst
er að menn óttast það að hinn
stríðssinnaði herráðsforseti
Radford aðmíráll hafi áhrif á
forsetann eða jafnvel knýi hann
og Bandaríkin til að sætta sig
við orðinn hlut með þvi að láta
bandarískar flugvélar gera árás
á meginland Kína. Svo er að
Gengisslcráningll
Kaupgcugi
1 sterllngspuna 45.65 kr
1 Bandaríkjadollar 16.28 —
1 Kanadadollar 18,26 —
100 danskar krónur 235.50 -
100 norskár krónur ... . 227,75 —
100 sænskar krónur . 814.45 —
100 flnnsk mörk ....
1000 fransklr frankar 46,48 —
100 belgiskir frankar . . 32,65 —
100 svissnesklr frankar 878.30 —
100 gyllini . 429,70 —
100 tékkneskar krónur 225.72 —
100 vestur-þýzk mörk . 387.40 —
1000 Urur 26.04 —
sjá sem yfirforingi landhersíns,
Ridgway hershöfðingi, ali einn-
ig þennan ótta í brjósti. Hann
heldur því fram að Bandaríkin
megni ekki að heyja takmarkað
stríð með flota og flugher held-
ur verði einnig að beita að
minnsta kosti hálfrar milljónar
manna landher. Það er kostur
sem hvorki Eisenhower né
neinir aðrir að undanskildum
nokkrum ofstækisfullum stríðs-
sinnum í Bandaríkjunum geta
fallizt á. En svo getur farið að
eini annar kostur sem völ er á
sé að Bandaríkin neyðist til að
draga sig í hlé með brennda
fingur og stórum skerta virð-
ingu og velvild — og það ekki
aðeins í Austur-Asíu. Fáir
munu efast um að Eisenhower
æskir þess að komizt verði hjá
vopnaviðskiptum. En traustið
á að hann megni að halda
Radford aðmíráí og Knowiand
öldungadeildarmanni í skef]-
um er augljóslega ekkí eins út-
breitt, ekki einu sinni meðal
aðdáenda hans“. M. T. Ó.
IJndafíflar
Framhald af 7. síðu.
sporin hafa verið stigin í
þessum efnum. Og er það ósk
mín og von, að íslenzka ríkið
sýni svo mikinn skilning og
örlyndi gagnvart téðum rann-
sóknum, að ekki komi til þess
að fenni í þessi spor‘“.
★
Erindi Ingimars verður birt
í heild í tímaritinu „Náttúru-
fræðingnum“.
T11
119 9 ai ieiðia
NIÐURSUÐU
VÖRUR
SÉÐ og
LIFAÐ
UFSREYNSU • MANNRMINIR ■ SFINTYRI
Febrúarheftið kornið
Árshátíð
Vélskólans I Reykjavík, Kvenfélagsins
Keðjan 09 Vélstjórafélags fdands
verður haldin 1 Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 6 febrúar
1955, og hefst með borðhaldi kl. 18.30
Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu Vélstjórafélagsins
í Fiskhöllinni, hjá Lofti Ólafssyni, Eskihlíð 23 og í
Vélskólanum. — Samkvæmisklæðnaður.
Skemmtinenfdin.