Þjóðviljinn - 03.02.1955, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 03.02.1955, Qupperneq 10
10) _ ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagnr 3. febrúar 1955 Erich Maria REMARQUE: Að elslm... ... og deyja v_ '45. dagur flaska. Hjá henni var bréf. Alfons skrifaði að harr^ hefði orðið lítils vísari ennþá, en foreldrar Grábers f hefðu ekki verið í skýrslum yfir dána eða særða neins ' staðar í borginni. Sennilega hefðu þau verið flutt burt úr borginni. Gráber gæti komið aftur á morgun. Vodkað ' var handa honum til að halda það hátíðlegt að hann væri ekki í Rússlandi. Hann stakk flöskunni og brefinu í vasa sinn. Frú Kleinert stóð í dyrunum. „Herra Binding sendir yður beztu kveðjur". 1 „Skilið líka kveðju frá mér. Segið honum að ég komi aftur á morgun. Og kærar þakkir fyrir flöskuna. Ég get notað hana“. ‘ Fxú Kleinert brosti. ,',Hann verður feginn’því. Hann er svo góður maður“. Gráber gekk til baka gegnum garðinn. Góður mað- ur, hugsaði hann. En hafði Alfons verið góður vlð Burmeister, stærðfærðikennarann þeiri*a, sem hann hafði sent í fangabúðir? Sennilega voi*u allir góðir við einhvern. Og þvert á móti við aðra. Hann þreifaði eftir bréfinu og flöskunni. Að halda hátíðlegt, hugsaði hann. Hvað? Vonina um að for- eldrar hans væru ekki dánir? Og með hverjum? Með mönnunum í herbergi fjörutíu og átta í herskálun- um? Hann starði út í kvöldhúmið sem var orðið blárra og þéttara. Hann gæti farið með flöskuna til Elísa- betar Kruse, hugsaði hann. Hún gæti notað hana eins vel og hann. Sjálfur átti hann armagnacið. Kvenmaðurinn með óljósu andlitsdrættina opnaði dymar. „Ég ætlaði að hitta ungfrú Kruse“, sagði Gráber íastlega og reyndi að komast framhjá henni. Hún hreyfði sig ekki úr dyrunum. „Ungfrú Kruse er ekki heima“, svaraði hún. „Þér ættuð að vita það“. „Hvað eigið þér við? Af hverju ætti ég að vita það“. „Sagði hún yður það ekki?“ „Ég gleymdi því. Hvenær kemur hún aftur?“ * „Klukkan sjö“. Gráber hafði ekki gert ráð fyrir að Elísabet væri aö heiman. Hann velti því fyrir sér, hvort hann ætti að skilja vodkað eftir, en það var ekki að vita hvaöa skilning slefberinn legði í það. Ef til vill tæki hún flöskuna traustataki. „Jæja, ég kem þá aftur“, sagði hann. Hann stóð á götunni fyrir utan og leit á úrið sitt. Klukkan var tæplega sex. Kvöldið lá framundan, langt ' og skuggalegt. „Gleymdu ekki að þú ert í leyfi“, hafði ' Reuter sagt. Hann hafði ekki gleymt því; en þaö bætti lítið úr skák. ' Hann gekk inn á Karlstorgið og settist á bekk á torginu. Klukkustundu áður hafði honum ekki komið til hugar að hitta Elísabetu aftur. Ef hún hefði verið heima, hefði hann sennilega fengið henni vodkað og 1 farið síðan aftur, hugsaði hann. En af því að hann hafði ekki hitt hana, beið hann þess óþolinmóður að ' klukkan yrði sjö. ‘ Elísabet opnaði sjálf dyrnar. „Ég bjóst ekki við þér“, sagði hann undrandi. „Ég bjóst við drekanum sem heldur vörð um hliðið þitt“. * „Frú Lieser er ekki heima. Hún fór á fund hjálpar- 1 sveitar nazistakvenna“. ‘ „Ilfetasveitinni. Vitaskuld! Þar á hún heima“. Gráb- er leit í kringum sig. „Um leið og hún fer, breytir íbúðin um svip“. „Hún breytist vegna þess að nú er ljós í anddyrinu". 1 svaraði Elísabet. „Ég kveiki um leið og hún fer út“. „Og þegar hún er heima?“ * „Þegar hún er heima erum við sparsamar. Það er þjóðlegt. Við sitjum í myrkrinu“. „Rétt er nú það“, sagði Gráber. „Þannig vilja þeir hafa okkur“. Hann dró flöskuna upp úr vasa sínum. „Hér er ég með vodka handa þér. Það kemur úr ‘ kjallara hjá S.A.foringja. Gjöf frá skólabróður“. * Elísabet leit á hann. „Átt þú þess konar skóla- bræður?“ „Já. Rétt eins og þú hefur leigjanda sem þú valdir ekki sjálf“. Hún brosti og tók við flöskunni. „Ég verð aö at- huga, hvort ekki er til taippatogari“. Hún gekk á undan honum fram í eldhúsið. Hann sá að hún var í svartri peysu og þröngu svörtu pilsi. Hár hennar var bundið saman í hnakkagrófinni með þykku rauðu ullarbandi.. Hún var með beinar, sterk- legar axlir og grannar mjaðmir. „Ég finn engan tappatogara", sagði hún og lokaöi skúffunum. „Sennilega drekkur frú Lieser ekki“. „Hún lítur út eins og hún geri ekkert annað. En við komumst af án tappatogara“. Gi-áber tók flöskuna, braut lakkið af stútnum og sló henni tvisvar upp að lærinu á sér. Tappinn spratt upp úr henni. „Þannig förum við að í hernum“, sagði hann. „Hefur þú glös? Eða eigum við að drekka úr flöskunnui?“ „Ég hef glös inni hjá mér. Komdu“. Gráber fylgdi á eftir henni. Allt í einu var hann feginn að hafa komið. Hann hafði óttazt að hann þyrfti að sitja aleinn eitt kvöld í viðbót. Elísabet tók tvö þunn vínglös úr skáp með bókum í sem stóð upp við vegginn. Gráber leit í kringum sig. Herbergið leit öðru vísi út í dag. í því var rúm, nokkr- ir grænir armstólar, bækur og gamalt skrifborð; á- hrifin voru notaleg og gamaldags. Hann minnti að allt hefði yeriö órólegt og umsnúið inni. Það stafaði sennilega af vælinu í loftvarnaflautunum, hugsaði hann. Hávaði hafði æsandi áhrif. Elísabet leit líka öðru vísi út í dag en hún hafði gert þá. Öðru visi, en þó ekki friðsæl og ekki gamaldags. Hún sneri sér við. „Hvað er eiginlega langt síðan við sáumst?“ Hundrað ár. Þá vorum við böm og þá vai* ekkert stríð“. „Og nú?“ Kamelullarfrakkar á ný Enginn efi er á því að það er tízka í fataefnum ekki síð- ur en í fatasniðum. Sú var tíðin að flauelskápur og gabar- dinekápur sáust á annarri hverri stúlku, og nú eru kam- elullarefnin á góðri leið með að verða allra efna vinsælust í kápur á ný. Flestar nýju kamelullarkápum- ar eiga þó ekkert skylt við kamelull; þær hafa hlotið þetta nafn vegna ljósa litarins sem er svo einkennandi fyrir kam- elull. Yfírborðið er líka haft létt og laust í sér, en venjulega em þessi efni venjuleg ullar- efni eða ull blönduð gerviefn- um. Kamelullarfrakkarnir hafa mikla möguleika á að verða vinsælir vetrarfrakkar. Þeir em léttir og hlýir. Helzti ó- kostur þeirra er að þeir em ljósir — en aftur á móti er hægt að sauma þá með öllum mögulegum sniðum. Þeir em glæsilegri og fara flestum bet- ur en teddybearfrakkamir sem gera fólk dálitið klunnalegt ut- anum sig. Smáhvíldir hentugar — Húsmóðirin hefur það fram yfir aðra að geta hvílt sig í vinnutímanum. Það er ódýrasta fegmn og hentugustu lyf sem völ er á, sagði dansk- ur sérfræðingur í útvarpsfyrir- lestri nú fyrir skemmstu og bætti við: — En við notfærum okkur þetta ekki nærri nóg’ Sérfræðingurinn varaði kon- ur við þvi að láta annir, skyldu- rækni og aðrar mjög eðlilegar afsakanir koma í veg fyrir þessar hvíldir. Það væri nefni- lega hæpinn ávinningur. Vinnu- þrek mannsins er mest snemma á morgnana en dregur úr því þegar líður fram á daginn. 'Eftir hvíld um hádegisbilið fer það aftur vaxandi. Húsmóðirin á því að taka í hnakkadrambið á sjálfri sér og þvinga sjálfa sig til að leggja sig út af einu sinni eða oftar yfir daginn. Fyrst í stað finnst henni þetta sjálfsagt koma að litlu haldi — ef til vill verð- ur hún þreyttari við hvíldina! — en eftir nokkra daga kem- ur árangurinn í ljós. Glens og gaman Þetta er sænsk skrýtla: Jóhannes var trésmiður í stórri verksmiðju, en hann hafði í kaup aðeins sem nam 49.50 kr. á dag. Og því fór fjarri að hann væri ánægður með þvílík laun. Einn dag sem oftar er Jóhann- es að hefla og stillir hefilinn þannig að hann tekur mjög lítið fyrir í einu. Þá kemur verk- stjórinn og segir: Láttu hefilinn taka meira, mað- ur. Jóhannes svarar: Hann er stillt- ur á 49.50 á dag. Mamma, kom litla systir úr himninum? Já, væni minn, Það ætti þá að vera rólegt þar núna. Þú átt ekki að bölva svona, blessað barn. Ekki svona — hvernig þá? Það var um sjöleytið að kvöldi dags, og strætisvagninn var nátt- úrlega útúrfullur. Maður einn reynir að troða sér inn í vagn- inn, en i sama bili er dyrunum lokað. Hann kallar til vagn- st jórans: Halló, vagnstjóri. opnaðu dyrnar. Sjáið þér ekki að ég er hálfur úti og hálfur inni — eða á að klippa mig sundur i miðjunni? Það væri ekki svo vitlaust, seg- ir þá einhver fyrir utan, þá ættuð þér að sleppa við helm- inglnn af fargjaldinu. • Utbreiðið • ÞJÓÐVILJANN Röndótt blússa Röndóttar blússur eru alltaf fallegar, einkum er fallegt þeg- ar brugðið er á leik með randa- mynstrið. Hér er skemmtileg blússa. Rendumar snúa þvers- um í ermum og berustykki. Neðan á berustykkið er saum- að breitt stykki þar sem rend- umar snúa lóðrétt. Fyrir neðan tekur aftur við stykki með röndunum þversum. Rendumar í stóra, breiða kraganum snúa á ská og tilvalið er að nota hálsklút, blússu eða peysu und- ir þessa blússu. Þetta er ein af þeim nýtízku blússum sem er svo sérkennileg að athyglin beinist að lienni, og það sést ekki eins þótt pilsið sé farið að iáta á sjá. EJÍ)Q3IStfTOJ)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.