Þjóðviljinn - 05.02.1955, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. ferbúar 1955
þlÓOVÍUINN
Útgefandl: Sametnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurtnn.
Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sígurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjórl: Jón Bjarnason.
BlaSamenn: Ásmimdur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Gu&-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritatjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kx. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Frentsmiðja Þjóðviljans h.f.
______________________________________________J
' Vinstri samvinna í bæjarstjórn
Eitt traustasta haldreipið, sem. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
átt yfir að ráða í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík á undan-
förnum árum hefur verið sú endurtekna staðhæfing að tilgangs-
laust og beinlínis hættulegt væri að fela andstæðingum Sjálf-
stæðisflokksins meirihlutavald í bæjarmálum, þar sem þeir
myndu aldrei geta komið sér saman og af því hlytist glundroði
einn og upplausn í stjórn bæjarins. Að vísu hafa menn átt erfitt
með að koma auga á að „glundroðinn" gæti orðið öllu meiri
en hann er undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. En eigi að síður
hefur þessi staðhæfing verið hömruð svo án afláts af Sjálf-
stæðisflokknum og málgögnum hans að fjöldi fólks hefur lagt
trúnað á hann og tekið þann kostinn sárnauðugt að greiða Sjálf-
stæðisflokknum atkvæði til þess að losa bæjarfélagið við hætt-
una af „glundroðanum".
Sósíalistaflokkurinn hefur einn mætt glundroðakenningu Sjálf-
stæðisflokksins á raunhæfan hátt. Hann hefur fyrir hverjar
bæjarstjórnarkosningar og sömuleiðis að þeim loknum beitt sér
fyrir samstarfi andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur
hingað til strandað á hinum minnihlutaflokkunum, og þó alveg
sérstaklega Alþýðuflokknum. Þannig beittu sósíalistar sér t.d.
fyrir samstarfi um nefndakosningar í bæjarstjóm að loknum
bæjarstjórnarkosningunum í fyrra. Þær tilraunir strönduðu á
ofstæki hægri manna Alþýðuflokksins með þeim afleiðingum að
Sjálfstæðisflokkurinn fékk stærri hlut út úr nefndarkosningun-
um en vera þurfti.
Sósíalistar beittu sér að nýju fyrir samstarfi minnihiuta-
flokkanna í nefndakosntngunum sem fram fóru á aðalfundi
bæjarstjórnarnmar í fyrradag. Enn fór allsherjarsamstarf full-
trúa minnihlutaflokkanna út um þúfur vegna ofstækis hægri
manna Alþýðuflokksins, sem lögðu á það alla áherzlu að ekkert
samstarf við sósíalista kæmi til greina en gerðu hins vegar
ítrekaðar tilraunir til þess að koma á kosningasamvinnu sem
að því miðaði að svifta Sósíalistaflokkinn aðstöðu í nefndum
og næra um leið glundroðakenningu íhaldsins. Þessar fyrirætl-
anir hægri manna Alþýðuflokksins runnu út í sandinn^ þar eð
algjört samstarf tókst um nefndakosningarnar mhli sósíalista
og íulltrúa Þjóðvarnar og að verulegu leyti Alfreðs Gíslasonar,
fulltrúa vinstri manna í Alþýðuflokknum. Fulltrúar vinstri
manna í bæjarstjórn tóku þannig höndum saman, þrátt fyrir
ofsafullar tihaunir hægri manna til að sundra og hjálpa íhald-
Inu. Útkoman varð sú að hægri klíka Alþýðuflokksins einangr-
aðist sjálf og á nú engan fulltrúa í bæjarráði Reykjavíkur í
fyrsta skipti i tuttugu ár, né í öðrum þeim nefndum er kjörnar
voru í fyrradag. Þá hafði og samstaða sósíalista, Þjóðvarnar og
Álfreðs Gíslasonar ennfremur þau áhrif að Sjálfstæðisflokkur-
inn missti fulltrúa í hafnarstjóm, veitingaleyfanefnd og einn
endurskoðanda.
Það er athyglisvert og sýnir ótvírætt hvílikri blindu og
glórulausu ofstæki Magnús Ástmarsson og lagsbræður hans í
hægri klíku Alþýðuflokksins eru haldnir, að þrátt fyrir marg-
gefnar yfirlýsingar og endurtekin skrif Alþýðuflokksmanna um
að ekkert sé við samvinnu við sósíalista í bæjarstjórnum að
athuga, enda framkvæmd á ýmsum stöðum fyrr og síðar og nú
síðast með algjörri samstjórn flokkanna í Hafnarfirði, að þá
skuli ekki það sama mega ná til vinstri samvinnu í bæjarstjóm
Reykjavíkur eða nefndakosninga þar! Verður sú afstaða
varla skýrð á annan hátt en hægri menn • Alþýðuflokksins séu
bundnir órjúfanlegum leynisamningum við íhaldið og ekkert
líklegra en þeir samningar hafi verið gerðir þegar ihaldið rétti
Sóni Axel Péturssyni forstjórastöðu við Bæjarútgerð Reykja-
VÍkur, sællar minningar.
Þeim merkilega áfanga á braut vinstri samvinnu og sam-
stöðu gegn íhaldinu sem mörkuð var með nefndakosningunum
í bæjarstjórn Reykjavikur að þessu sinni verður áreiðanlega
fagnað af allri alþýðu og einlægum vinstri mönnum. Og væntan-
lega verður sú útreið sem hægri menn Alþýðuflokksins fengu
fyrst og fremst fyrir eigin tilverknað, til þess að kenna þeim að
haga afstöðu sinni og störfum á annan hátt eftirleiðis, vilji
þeir ekki verða eilífir próventukarlar íhaldsins og dæma þannig ,
J3jálfa sig til algjörs áhrifaleysis og einangrunar. j
Viet Hinhhefur þegar unnið keppnina
um hylli fólksins i Vfet Nam
RáSagerSir uppi i Saigon um aS rjúfa
samninginn um kosningar aS ári
¥ iðið er hálft ár siðan friður
var saminn í Indó Kína
eftir átta ára árangurslausa
baráttu Frakka til að brjóta
sjálfstæðishreyfingu landsbúa
á bak aftur með bandarisk-
um stuðningi. Fregnir af bar-
dögum þar eystra sjást ekki
lengur á síðum heimsblaðanna
en töluvert er þó ritað um
þróunina þarna, einkum í Viet
Nam, hinu frjósama og þétt-
býla landi, sem skipt var í
tvennt um 17. breiddarbaug
við friðargerðina í Genf. Þar
er keppt um hug og holl-
ustu þjóðarinnar, því að í
friðarsamningnum segir að
landið skuli sameinað undir
eina stjóm með almennum
kosningum ekki siðar en á
miðju ári 1956. Þá verður kos-
ið milli stjómar sjálfstæðis-
hrej'fingarinnar í Hanoi í
norðurhluta Viet Nam og
stjórnar þeirrar sem Frakkar
og Bandaríkjamenn hafa sett
á laggirnar í Saigon í suður-
hlutanum.
¥¥ér fara á eftir umsagnir
fréttamanna tveggja vest-
rænna íhaldsblaða um and-
rúmsloftið í höfuðborgum hins
klofna Viet Nam. Robert P.
Martin farast svo orð i banda-
ríska kaupsýslublaðinu U. S.
News & World Report í
skeyti frá Saigon: „Hér er
allt með sama feigðarsvip og
lagðist yfir Sjanghai og aðr-
ar stórborgir Kina áður en
kommúnistar tóku þær.......
Spilavítin og næturklúbbam-
ir eru sífellt troðfull.... Nýtt
vændishús með 300 stúlkum
var opnað fyrir skömmu. Það
er sniðið eftir smáhýsagisti-
stöðunum við bílvegi í Banda-
ríkjunum. Fyrirtækið er undir
stjórn Binh Xuyen, bófaflokks
sem ræður yfir öllum spila-
vítum, ópíumkrám og vænd-
ishúsum Saigon.... Foringi
Binh Xuyen er einnig æðsti
maður lögreglunnar í suður-
hluta Viet Nam. . . . Spillingin
héma er óstjórnleg.... Vold-
ugar klíkur og einstaklingar
bítast um valdastöður, ekki
vegna þess að þessir aðilar
sækist eftir að berjast gegn
f------------------
Erlend
tíðindi
V._________________J
kommúnistum heldur af fíkn í
völd og gróða“.
FVá Hanoi símar Max Clos
franska blaðinu Le Monde:
„Enn einu sinni hefur „sér-
fræðingunum" (sem vöruðu
blaðamenn við að vera kyrra
í Hanoi vegna þess að þeim
myndi verða varpað í fang-
elsi þegar sjálfstæðisherinn
tæki við stjórn borgarinnar)
skjátlazt eftirminnilega. Eng-
inn hefur verið tekinn hönd-
um. Engum hefur verið hótað
hörðu. Samt hefur Viet Minh
tekizt að gerbreyta Hanoi á
nokkrum dögum.... án vald-'
beitingar, án þess að reiða sig
á bein boð eða bönn.... Við
höfum horft á snurðulausa
framkvæmd þeirra aðferða,
sem færðu Viet Minh sigur-
inn hér norðurfrá. Áhrifavald
þeirra stafar fyrst og fremst
af því að þær snerta streng..
.. í hverju mannlegu brjósti,
skírskota ‘til löngunarinnar
eftir að lifa heiðarlegra lífi,
vera landi sínu nýtari sonur
eða dóttir, metnaðarins sem
fylgir þátttöku í voldugu,
sameiginlegu átaki“.
¥ suðurhluta Viet Nam eru
■*• stór svæði sem skærulið-
ar sjálfstæðishreyfingarinnar
láta af hendi samkvæmt frið-
arsamningnum. — Bandaríski
blaðamaðurinn Joseph Alsop
ferðaðist nýlega um eitt af
þessum svæðum. Honum far-
ast svo orð um það ferðalag
í New York Herald Tribune:
„Eg gat ekki við það ráðið
að ég varð gripinn hroll-
kenndri aðdáun á afrekum
kommúnista — auðvitað ekki
á kommúnismanum en á hug-
dirfskunni sem þarna hefur
verið sýnd, hinum ótrúlegu
erfiðleikum sem hafa verið
yfirstignir þeirri dásamlegu
snilld sem felst í afreksverk-
inu að skipuleggja stjómar-
farslega og hernaðarlega víð-
lent svæði sem nær þrjár
milljónir manna byggja og
þar sem ekki er um að ræða
neina framleiðslugrein nema
hrísgrjónarækt, þar sem eng-
in -von er um utanaðkomandi
aðstoð vegna þess að staður-
inn er eins fjarlægur aðal-
stöðvum kommúnista í norð-
urhluta landsins eins og vera
má. Hér hófst uppreisn Viet
Minh.... fyrir níu löngum
árum. Vopn sem þeir höfðu
náð af Japönum og 75 pjastr-
ar í sjóði var allt sem þeir
áttu“.
A lsop heldur áfram: „Komið
var á fót her 30.000 fasta-
Framhald á 10. síðu.
Frakkar lúta fanga úr liði Víet Nam lausa i Hanoi.
Ho Chi Minh, forseti lýðveldisstjórnar Viet Nam.