Þjóðviljinn - 05.02.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.02.1955, Blaðsíða 1
ÆF Fundur verður haldinn í sambandsstjórn Æskulýðs- fylkingarinnar á morgun ki. 2 að Þingholtsstræti 27, II. hæð. Rlkisstjómin hefur gerzt sek um vítavert ábyrgð- arleysi gagnvart framleiðslustöðvun i Vestmanna- eyjum og stöðvun kaupskipaflotans Forsætisráðherra svarafátt við ádeilum þingmaima verkalýðsflokkanna Er Alþingi kom saman í gær að' loknu þinghléi deildu þingmenn verkalýðsflokkanna fast á ríkisstjórn íhalds og Framsóknar fyrir ábyrgðarleysi hennar gagnvart framleiösluscöðvuninni í Vestmannaeyjum og stöðvun kaupskipaflotans. Var Ólafur Thors einn til varnar og fórst hún óhöndug- lega, ympraöi enn á gengislækkun en fór nú hægar í sak- imar en áður. Einar Olgeirsson hóf máls á því utan dagskrár, hvort ríkis- stjómin hefði gert sér ljóst hvaða vandræðaástand væri að skapast í landinu, og hvað hún hygðist gera til að ráða fram úr því. V andræðaástand Benti Einar á, að nú láti skipafélögin stöðva hvert skip- ið af öðru, og væru að segja upp sjómönnum. Þessi sömu skipafélög njóti margvíslegra friðinda og hafi því skyldum að gegna við þjóðfélagið. Nú þegar væri orðinn vöruskortur víða um land vegna stöðvunar skipanna. Þessi sömu skipafélög, sem stöðva flotann vegna kröfu um lagfæringu á kaupi fárra manna, hafa gífurlegan gróða af rekstri sínum. Skýrði Einar frá því að eitt skipafélagið hefði grætt eina milljón króna á einni ferð til útlanda. Um Vestmannaeyjar minnti Einar á að sú verstöð gefi um 100 milljónir króna útflutnings- verðmæti á vertíðinni. Nú hafi útgerðarmenn, sem njóti marg- víslegra fríðinda, með róðra- banni sínu stöðvað framleiðsl- una þarna í heilan mánuð og valdið þar með þjóðinni stór- tjóni.. Taldi Einar engum efa bundið að með þessu hefði skapazt vand- ræðaástand, sem ekki væri við- unandi, og gæti ríkisstjórnin ekki látið slíkt afskiptalaust. Haraldur Guðmundsson tók undir ádeilu Einars og fyrir- spurnir, og spurðist fyrir um þingsályktunartillögu Hannibals og Gylfa frá í haust, um ráð- stafanir til að minnka dýrtíðina. Ríkisstjórnin er hrædd Ólafur Thors var óvenju hóg- vær og svaraði fáu. Deilurnar Óskastundin Blað í blaðinu! I DAG hefur göngu sína nýtt og nýstárlegt blað. Birtist það á 9. og 10. síðu Þjóðviljans og nefnlst Óskastundin. Blaðið er ætlað börnum og imglingum, og mun birtast á hverjum laugardegi. Ætlazt er til að það verði klippt ót úr Þjóð- idljanum og síðan brotið sam- an þannig að það myndíst fjórar síður. Síðar mun Þjóð- viljinn hafa á boðstólum inöpp- ur til að geyma blaðið í. AÐ ÖÖRU LEVTI kynnir blaðið sig sjálft, en Þjóðvilj- inn va'ntir þess að fá sem bezta sani\innu \-ið yngstu lesendurna. ------------------------1 væru í höndum sáttasemjara og ekki venjulegt að ríkisstjórnin gengi inn í þær á því stigi. Taldi launadeiluna á kaupskipa- flotanum mikið mál, þar væri verið að reisa launahækkunar- öldu. Og ríkisstjómin hefði látið í ljós þann ótta sinn, að almenn kauphækkun- hlyti að leiða til gengislækkunar. Hún hefði nú skrifað nokkrum aðilum sem á- huga hefðu á myndun verðlags í landinu og kæmu fulltrúar 8 slíkra aðila til fundar með rík- Verkfallsstjórnin sem kosin var í fyrrakvöld tók þegar til starfa. Einn vélbátur gerði sig líklegan til þess að brjóta verk- fallið í fyrrinótt, en verkfalls- verðir komu í veg fyrir það. Er nú stöðugur verkfallsvörður við höfnina í Vestmannaeyjum. Fulltrúar sjómanna og vél- stjóra, svo og fulltrúar útvegs- Farskipadeilan: Viðræður hófust í gærkvöldi Samningaviðræður milli full- trúa Sambands matreiðslu- og framreiðslumanna og fulltrúa skipafélaganna hófust í gær- kvöldi kl. 8.30. Ekki hafði frétzt hvað þar fór fram þegar blaðið fór í prentun. Kviknar í vélbáti Bolungavík í gærkvöld. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Um kl. 6 í morgun kom upp eldur í vélbátnum Vikingi héð- an, er hann var að draga lóðir. Skipverjar yfirgáfu bátinn og fóru yfir í Einar Halfdáns. Her móður er á leið með Víking til ísafjarðar og kemur þangað um áttaleytið. bænda í Eyjurn komu hingað til bæjarins í gær og kl. 4 hóf- ust samningaviðræður með sáttasemjara ríkisins, Skiptust fulltrúarnir á þeim fundi á skoðunum — sem báðum aðil- um voru raunar kunnar áður. Fundinum lauk kl. 4. Fundur hefur verið boðaður í dag kl. 2 e.h. Steingrimur Aðalsteinsson ráðinn starfsmaður Fulltrúaráðsins Framhald á 3. síðu. Yerkfallsstiórn kosin - Við- rœður hafnar hér í qœr SjómatonafélagiÖ Jötunn og Vélstjórafélag Vestmanna- eyja kusu 13 manna sameiginlega verkfallsstjórn á fund- inum 1 fyrrakvöld. í gær hófst hér í Reykjavík samningaviöræöur fyrir tilstilli sáttasemjara ríkisins. Stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík réði í gær Steingrím Aöalsteinsson starfsmann Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna. Steingrímur Aðalsteinsson var um tveggja áratuga skeiö helzti forustumaður verkalýðssamtakanna á Ak- ureyri. Steingrímur er fæddur 13. jan. 1903. Hann missti ungur föður sinn og varð því snemma að vinna fyrir sér. Var fyrst í vinnumennsku, síðan verka- maður og hefur alla ævi unnið sem verkamaður og bílstjóri. Hann tók gagnfræðapróf á Ak- ureyrí 1924. Hann var mjög ungur valinn til forustu í verkalýðssamtök- unum og var formaður Verka- mannafélags Glæsibæjarhrepps í Krossanesverkfallinu 1930, einu harðasta verkfalli er hér hefur verið háð. Eftir að hann fluttist til Akureyrar varð hann forustumaður verka- manna á Akureyri og formaður verkamannafélagsins í Nóvu- deilunni frægu. Þá hafði hann einnig forustu í Verkalýðssam- bandi Norðurlands. Hann var kosinn á þing 1942 og er fyrsti verkamaðurinn sem verður for- seti efri deildar Alþingis. Steingrímur hefur þannig verið forustumaður verkalýðs- Ins á Akureyri um 20 ára skeið, Steingrímur Aðalsteinsson alltaf verið jafn traustur og í senn gætinn og harðfylginn og því notið hins bezta trausts. Er það reykvískum verkalýð mik- ið happ að fá að njóta starfs- krafta slíks manns og vænta þau sér mikils góðs af starfi hans. Steingrímur tekur við starfi sínu í dag. Norðfirðingar einhuga um að Sáta smíða nýjan togara Nefnd fulltrúa allra flokka I bœjarstjórn vœnfanl. til að rœða málið við rikisstjórn Neskaupstað. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Á bæjarstjórnarfundi í Neskaupstað í gær varð bað samkomulag með ölFum bæjarfulltrúum að bæj- arstjórnin beiti sér fyrir smíði nýtízku togara í stað Egils rauða.. og skulu allir flokkar bæjarstjórnar eiga jafna hlutdeild að malinu. Þessi einhugur bæjarstjórnarinnar er táknrænn fyrir afstöðu bæjarbúa almennt til málsiins og trygg- ir að þeir muni standa saman sem einn maður. I nefnd til að útvega nýjan togara skipaði bæjarstjórn eft- ir tilnefningu flokkanna: Lúð- vík Jósepsson alþm. og til vara Bjama Þórðarson bæjarstjóra, tilnefnda af Sósíalistaflokkn- um, Odd A. Sigurjónsson skóla- stjóra og til vara Ólaf Magn- ússon bókara, tilnefnda af Al- þýðuflokknum, Ármann Eiríks- son útgerðarmann og til vara Ármann Magnússon tilnefnda frá Framsóknarflokknum og Axel Túliníus bæjarfógeta og til vara Reyni Zoega vélsmíða- meistara tilnefnda af Sjálfstæð- isflokknum. Vilja nýjan togara — ekki gamlan. Nefndin mun fara til Rvíkur á fund ríkisstjórnarinnar, leggja fyrir hana greinargerð um málið og leita eftir fyrir- greiðslu hennar. Mjög mikill og almennur á- hugi er fyrir málinu í bæn- um og menn eru sammála um að stefna beri að- ,|því að láta smíða nýjan togara, en ekki að kaupa gamlan. Vænta fastlega að fá nýtt skip. Bæjarbúar fagna því að bæj- arstjórn skyldi bera gæfu til að standa saman í málinu og treysta því fastlega að nýtt skip fáist í bæinn. Bæjarstjórn telur að áætla megi að Norðfirðingar leggi fram 2 millj. kr. til skipakaup- anna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.