Þjóðviljinn - 05.02.1955, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.02.1955, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. ferbúar 1955 t5> ÞJÓDLEIKHÚSID Fædd í gær eftir: Garson Kar.in Þýðandi Karl ísfeld Leikstjóri:: Indriði Waage Frumsýning í kvöld kl. 20.00 UPPselt Frumsýningarverð Óperurnar Pagliacci Og Cavalleria Rusticana sýning sunnudag kl. 20.00 Gullna hliðið sýningar þriðjudag kl. 20.00 UPPSELT og föstudag kl. 20.00 Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15—20. Tekið á móti pöntunum, simi: 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyr- ir sýningardag, annars seldar öðrum. Sími 6485. Brimaldan stríða (The Cruel Sea) Myndin, sem beðið hefur ver ið eftir. Aðalhlutverk:: Jack Hawkins, John Stratton, Vir- ginia McKelina. Þetta er saga um sjó og seltu, um glímu við Ægi og misk- unnarlaus morðtól síðustu heimsstyrjaldar. Myndin er gerð eftir sam- nefndri metsölubók, sem kom- ið hefur út á íslenzku. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9,15. Sími 1475. Söngur fiskimannsins (The Toast of New Orleans) Ný bráðskemmtileg bandarísk söngmynd í litum. Aðalhlut- verkin leika og syngja Mario Ianza og Kathryn Grayson m. a. lög úr óp. „La Traviata“, „Carmen" og „Madame Butt- erfiy“. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Gullna antilópan Rússnesk litteiknimynd — og fleiri gullfallegar barnamynd- ir. Sýnd kl. 3. Laugaveg 30 — Siml 82209 Fjölbreytt úrval af steinhringum - Póstsendum — 6. vika: Vanþakklátt hjarta ttölsk úrvals kvikmynd eft- ir samnefndri skáldsögu, sem komið hefur út á íslenzku. Carla dei Poggio (Hin fræga nýja ítalska kvikmyndast j arna ), Frank Latimore. Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskur skýringatexti. Bönnuð börnum Sýnd kl. 9 Frænka Charleys Afburða fyndin og fjörug ný ensk amerísk gamanmynd í litum. Sýnd ki. 7. Simi 1384. Á kvennaveiðum (About Face) Bráðskemmtileg og f jörug, ný, amerísk söngva- og gaman- mynd í litum. Aðalhlutverk: Gordon MacRae, Eddie Brac- ken, Virginia Gibson. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Simi 6444. Læknirinn hennar (Magnificent Obsession) Stórbrotin og hrífandi ný amerísk úrvalsmynd, byggð á skáldsögu eftir Lioyd C. Douglas. — Sagan kom í „Familie Journalen" í vetur, undir nafninu „Den Store Læge“. Jane Wyman, Rock Hudson, Barbara Rush. Myndin var frumsýnd i Bandaríkjunum 15. júlí s.l. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 1544. Séra Camillo snýr aftur (Le retour de Dan Comilla) Bráðfyndin og skemmtileg frönsk gamanmynd eftir sögu G. Guareschis, sem nýlega hefur komið út i ísl. þýðingu undír nafninu Nýjar sögur af Don 'Camillo. Framhald mynd- arinnar Séra Camillo og kommúnistinn. Aðalhlutverk: FERNANDEL (sem séra Camillo) og GINO CERVI (sem Peppone borgar- stjóri). Sýnd kl. 5, 7 og 9. -.1/ VMH 'REYKJðVÍKDIO Frænka Charleys Gamanleikurinn góðkunni. 67. sýning í dag kl. 4,30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 N O I Sjónleikur í 5 sýningum. Brynjólfur Jóhannesson í aðalhlutverkinu. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 3 í dag. — Sími 3191. HP ' 'l'l" Inpoiibio Simi 1182. Ég dómarinn (I, The Jury) Afar spennandi, ný amerísk mynd, gerð eftir hinni vin- sælu metsölubók „ÉG DÓM- ARINN“ eftir Mickey Spillane, ;r nýlega hefur komið út í íslenzkri þýðingu. Aðalhlutverk: Biff Elliot, Preston Foster, Peggie Castle. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára Sala hefst kl. 4. Sími 81936. PAULA Afar áhrifamikil og óvenju- leg ný amerísk mynd um ör- lagaríka atburði, sem nærri kollvarpa lífshamingju ungr- ar og glæsilegrar konu. Mynd þessi, sem er afburða vel leik- in, mun skilja eftir ógleyman- leg áhrif á áhorfendur. — Loretta Young, Kent Smith, Alexander Knox. Sýnd kl. 7 og 9. Captain Blood Afar spennandi sjóræningja- mynd um hina alþekktu sjó- ræningjahetju R. Sabatinis. Sýnd kl. 5. Sýning á morgun kl. 3 í Iðnó: Baldur Georgs sýnir töfra- brögð í hléinu. ! Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 á sunnudag. Sími 3191. Ræða Haralds Jóhannssonar Framhald af 7. síðu. nú líklegt til þess að rjúfa frið- inn, — nema þá helzt Banda- ríkin. Af þeim sökum er ó- hætt að fullyrða, að ísland er ekkj líklegt til þess að þurfa á hervernd Bandaríkjanna að halda í náinni framtíð gegn árás. Sá málflutningur ríkis- stjórnarinnar og málsvara hennar stenzt ekki athugun. III. En ef við gerum þrátt fyrir allt ráð fyrir, að svo láti að ólíkindum, að ný styrjöld brjótist út, að Bandaríkjunum takist að stofna til nýrrar heimsstyrjaldar í Asíu, hvað líður þá hinum þættinum í málflutningi ríkisstjórnarinn- ar, þeim að íslandi sé her- vernd nauðsynleg á styrjald- artímum? Áður en þessari spurningu er svarað virðist þurfa að svara annarri: Eru horfur á, að ísland verði ófrið- arvettvangur í nýrri styrjöld? Hefur ísland hernaðarlegt gildi, og ef svo er, þá hvers vegna? f greinaflokki, sem dr. Gylfi Þ. Gíslason skrifaði i Al- þýðublaðið haustið 1953 og hlotið hefur minni athygli en hann verðskuldar margra hluta vegna, svarar hann þessari spurningu þannig: „Ef hér væri enginn stór flugvöllur, yrði landið ekki hertekið af öðrum en þeim, sem ráða haf- inu umhverfis landið. Hernað- arþýðing þess er fyrst og fremst fólgin í því að þaðan verður ráðið siglingum um At- lanzhaf norðanvert. Gæzla þeirra krefst stórs flugvallar. Hann bætir hins vegar skil- yrði árásaraðila, sem ræður ekki hafinu umhverfis landið til þess að hertaka það eða valda hér alvarlegum truflun- um“. (Alþbl. 7. ág. 1953). Mér sýnist sem það sé rétt athug- að, að landið hafi fyrst og fremst það hernaðarlegt gildi, að herstöðvar hérlendis geta skapað aðstöðu til þess að ráða miklu um siglingar um norðan- vert Atlanzhaf Eg held þó, að hernaðarlegt gildi landsins hljóti jöfnum höndum að hvíla á því, að héðan er góð aðstaða til loftárása á meginlöndin í austri og vestri. En um hitt eru menn sammála, að ísland hafi herstöðulegt gildi en ekki annað hernaðarlegt mikilvægi. Það jafngildir því, að takist þeim styrjaldaraðilanum, sem ekki á yfir herstöðvunum hér- lendis að ráða, að eyðileggja herstöðvarnar er hernaðarlegt gildi landsins úr sögunni að minnsta kosti um skeið. Og hafi herstöðvarnar hérlendis verið eyðilagðar, skiptir það ekki miklu máli fyrir stríðsað- ila, hvort hann heldur landinu eða ekki, meðan nýjum her- stöðvum verður ekki komið upp. Og þá er rétt að hafa það hugfast, að eyðileggja má herstöðvarnar í landinu án þess að hertaka landið. Leik- mönnum mun vera hyggileg- ast að tala gætilega um hluti sem þessa, en það mun ekki ofsagt, að bylting síðustu ára í hertækni hafi fært herjum í hendur vopn, sem búa yfir eyðingarmætti er furðum sæt- ir. Og í þessu sambandi má taka undir þessi ummæli dr. Gylfa Þ. Gíslasonar í fyrr- nefndum greinaflokki: „Varð- andi þá kenningu að Rússar kynnu að gera tilraun til þess að hernema ísland í upphafi styrjaldar til þess að eyðileggja hér mannvirki og trufla flutn- inga frá Bandaríkjunum til Evrópu á alvarlegasta tíma, er það að segja, að Rússar þyrftu tæplega að hemema landið til þess að stofna hér til stórfelldra eyðilegginga". En hve víðtækar yrðu þær stórfelldu eyðileggingar, sem dr. G. Þ. Gíslason talar hér um? Brezki eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafinn P. M. S. Blackett hefur skrifað um vetnissprengjuna: „Um spreng- ingamátt hennar er það að segja að gera má ráð fyrir að hann sé þúsund sinnum meiri én kjarnorkusprengjunnar frá 1945, — þótt smíða megi stærri sprengju. Slík sprengja getur orsakað algera eyðileggingu á svæði, sem hefur 10 mílna geisla eða um 300 fermílur. Það er álíka stórt svæði og Lundúnaborg nær yfir“. (New Statesman and Nation 21. ág- úst 1953). Þannig farast þess- um heimskunna vísindamanni orð. Og það svæði, sem er lífshættulegt er margfalt stærra en það, sem gereyðing- in nær til. Með tilliti til hern- aðarlegs gildis Keflavíkur- flugvallar þarf ekki að draga í efa, að óvinir þeirra, sem yfir vellinum ráða, mundu fátt til spara að ryðja flugvellinum úr vegi. Þegar vopnabúnaður hefur náð því stigi, sem hann stendur á í dag, og aðeins ó- skeikul vörn kemur að haldi, er vart að sökum að spyrja um endalokin. En ef vetnis- sprengja félli á Keflavíkur- flugvöll, væri, vægt sagt, vafa- samt, að Reykvíkingar lifðu þann atburð af. Og hvaða vernd er af herstöðvum, sem sjálfar verða eftirsóttasta skot- markið í landinu og bjóða þeirri hættu heim, að helming- ur landsmanna verði máður út? Sá málflutningur ríkisstjórn- arinnar, að íslendingum sé þörf herverndar á styrjaldar- tímum, er þannig tvímælalaust reistur á sandi. Þvert á móti má segja, að íslendingar væru öruggari án herstöðvanna en í „skjóli" þeirra. Það getur engum dulizt, sem kynnir sér þessi mál, að hvor- ug þeirra meginröksemda, sem ríkisstjórnin hefur notað til þess að réttlæta með hervernd- arsamninginn, dvöl erlends herliðs í landinu, standast, þegar þær eru athugaðar. Það hlýtur þess vegna að vera krafa þjóðarinnar að herverndar- samningnum verði sagt upp án tafar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.