Þjóðviljinn - 05.02.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
TAFARLAUS
UPPSÖGN
HERVERNDAR-
SAMNINGSINS
hlýtur að vera hraia allra
þjoðhollra íslendinga
i.
Þegar ísland endurheimti
stjómarfarslegt sjálfstaeði sitt
1918 var lýst yfir ævarandi
hlutleysi íslenzka rikisins. Yf-
irlýsing þessi byggðist ekki síð-
ur á viðurkenningu staðreynda
stjórnmálanna en siðferðilegu
mati. Óvopnuð þjóð getur ekki
haldið sjálfstæði sinu nema
með því að varðveita hlutleysi
sitt. Ef óvopnuð þjóð neyðist
til að þiggja hervernd erlends
ríkis, felur hún því ríki að
nokkru forsjá sinna mála. Um
leið hefur fullveldi hennar ver-
ið skert.
Þegar óvopnuð smáþjóð fell-
Ur frá hlutleysi, hljóta þannig að
því að hníga svo sterk rök, að
nauðsyn brjóti lög. Þannig
hafa íslenzkar ríkisstjórnir
jafnan lagt sig allar fram til
þess að telja þjóðinni trú um,
að önnur leið hafi ekki verið
fyrir hendi en sú, sem farin
var, hvert sinn sem fallið hef-
ur verið frá hlutleysi lands-
ins. Ekki hefur skipt máli,
hvort um hefur verið að ræða
kvaðningu bandarísks setuliðs
inn í landið sumarið 1941,
samþykkt Keflavíkursamnings-
ins eða aðildina að Atlanz-
hafsbandalaginu. Og gerð her-
verndarsamningsins við Banda-
ríkin er hér engin undantekn-
ing.
Bandaríska setuliðið kom
hingað að morgni 7. maí. Sama
dag var birtur samningur,
sém íslenzka ríkisstjómin
hafði gert við ríkisstjórn
Bandarikjanna tveim dögum
áður. í samningi þessum var
kveðið svo á, að Bandaríkin
tækju að sér hervernd íslands.
Sámningur þessi, sem er einn
mikilvægasti milliríkjasamn-
ingur, er ísland hefur nokkru
sinni gert, var ekki lagður
fyrir Alþingi til samþykktar
áður en hann var staðfestur í
ríkisráði. Samningurinn var
einungis ræddur á fundi, sem
skotið var á með þingmönnum
þriggja stjórnmálaflokka.
Þegar ríkisstjórnin lét
birta herverndarsamninginn,
sendi hún frá sér greinargerð
um aðdraganda og orsakir
samningsgerðarinnar. í grein-
argerð þessari er meðal ann-
ars komizt svo að orði: „Þegar
íslendingar gerðust aðilar
Norður-Atlanzhafssamningsins
ákváðu þeir þar með að verða
aðilar varnarsamtaka Norður-
Atlanzhafsríkjanna ... Vegna
sérstöðu íslendinga var það
hins vegar viðurkennt, að ís-
land hefði engan her og ætlaði
ekki að stofna her og að ekki
kæmi til mála, að erlendur her
eða herstöðvar yrðu á íslandi
á ófriðartímum. — Hins vegar
var það fastmælum bundið, að
ef til ófriðar kæmi mundi
bandalagsþjóðunum veitt svip-
uð aðstaða og í síðasta stríði
og yrði það þá algerlega á
valdi íslands sjálfs, hvenær
sú aðstaða yrði látin í té...“
Síðar í greinargerðinni segir:
„Samningur þessi er gerður
með það fyrir augum, að á
slikum hættu- og ófriðartím-
um, sem nú eru, sé séð fyrir
vörnum íslands, þannig að al-
gert varnarleysi leiði ekki
hættur yfir íslenzku þjóðina
og friðsama nágranna hennar.
— Jafnframt er það tryggt, að
íslendingar geta með hæfileg-
um fyrirvara sagt samningn-
Ræða sú, sem Har-
aldur Jóhannsson,
hagfræðingur, flutti
á fundi Samvinnu-
nefndar hernáms-
andstæðinga í
fyrrakvöld.
um upp, þannig að við getum
látið vamarliðið hverfa úr
landinu, er við viljum og telj-
um það fært af öryggisástæð-
um“. — Þau ákvæði her-
vemdarsamningsins, sem fjalla
um uppsögn hans og hér er
vikið að, eru í VII. gr. hans
og hljóða þannig: „Hvor ríkis-
stjórnin getur, hvenær sem er,
jað undanfarinni tilkynningu
til hinnar ríkisstjórnarinnar,
farið þess á leit við ráð Norð-
ur-Atlanzhafsbandalagsins, að
það endurskoði, hvort lengur
þurfi á að halda framan-
greindri aðstöðu og gert tillög-
um þsð, hvort ssmningur
þessi skuli gilda áfram. Ef
slík málaleitan um endurskoð-
un leiðir ekki til þess, að rík-
isstjómirnar verði ásáttar inn-
an sex mánaða frá þvi, að
málaleitunin var borin ffam,
getur hvor ríkisstjórnin, hve-
nær sem er eftir það, sagt
samningunum upp, og skal
hann þá falla úr gildi tólf mán-
uðum síðar. Hvenær, sem at-
burðir þeir verða, sem 5. og
6. grein Norður-Atlanzhafs-
samningsins tekur til, skal að-
staða sú veitt, er með samn-
ingi þessum látin er í té og
á sama hátt. Meðan aðstaðan
er eigi notuð til hernaðarþarfa,
mun ísland annaðhvort sjálft
sjá um nauðsynlegt viðhald á
mannvirkjum eða heimila
Bandaríkjunum að annast
það“.
I greinargerð þeirri, sem
fylgdi hervemdarsamningn-
um úr hlaði er þannig ský-
laust viðurkennt, að dvöl er-
lends herliðs í landinu sé í
sjálfu sér til mikilla vand-
ræða og þess vegna til bráða-
birgða og verði aðeins réttlætt
í krafti mjög viðsjarverða al-
þjóðlegra aðstæðna. Sá mál-
flutningur,, sem rikisstjórnin
og málsvarar hennar hafa not-
að til þess að réttlæta her-
verndarsamninginn er byggð-
ur á tveim forsendum, að bezt
verður sé. Sú fyrri er, að ný
heimsstyrjöld sé yfirvofandi,
en hin síðari, að íslandi sé
hervernd nauðsynleg á síyrj-
aldartímum, sökum þess að
landið muni sogast inn í styrj-
aldarátökin. Umræður um upp-
sögn herverndarsamningsins
snúast þess vegna eðlilega um
það, hvort hér sé um réttan
skilning að ræða á þeim að-
stæðum, sem ísland á nú við
að búa, Ef þetta mat á aiþjóð-
legum aðstæðum reynist vera
á rökum reist, er unnt að rétt-
læta herverndarsamninginn og
dvöl erlends herliðs í landinu.
Ef rnat þetta reynist hins veg-
ar ekki vera x samræmi við
staðreyndirnar, á herverndar-
samningurinn sér vart nokkra
réttlætingu.
II.
Athugum nú þennan mál-
flutning ríkisstjórnarinnar og
þá. fyrri lið hans fyrst. Eru
horfur á, að ný styrjöld brjót-
ist út á næstunni? Þeirri
spuniingu verður ekki svarað
án þess að drepa stuttlega á
atburðarás síðustu ára. Samt
skal ekki farið út í þá sálma,
hver eigi höfuðsök á kalda
stríðinu, átökum þeim í milli-
ríkjamálum, sem skipt hafa
heiminum í tvær andstæðar
fylkingar alvopnaðar, heldur
vikið að þeim atburðum, sem
síður orka tvímælis: hvernig
og hvers vegna dregið hefur
úr stórveldaátökunum að und-
anförnu.
Um áramótin 1950—’51 urðu
greinileg þáttaskil í þróun
milliríkjamála eftir lok II.
heimsstyrjaldarinnar. Þegar
hersveitir Mac Arthurs sóttu
í árslok fast undir landamæri
kínverska alþýðulýðveldisins,
skárust kínverskir hermenn í
leikinn og lirökktu hersveitir
Bandaríkjanna og stuðnings-
rikja þeirra suður á bóginn.
Yfirhershöfðingi þeirra Mc
Arthur fór þá fram á heimild
ríkisstjómar sinnar til þess að
hefja loftárásir á kinverskt
iandsvæði. Þótt slíkar loftárás-
ir hefðu sennilega orðið upphaf
allsherjarstyrjaldar í Asíu,
hugðist bandaríska ríkisstjórn-
in verða við þeirri kröfu hers-
höfðingjans. Þegar sú frétt
barst brezku Verkamanna-
flokksstjórninni, flaug forsæt-
isráðherra hennar vestur um
haf og tilkynnti bandarísku
ríkisstjórninni, að Bretland
sliti hernaðarbandalagi sínu
við Bandaríkin, ef árásir yrðu
hafnar á Kína. Þar eð öunur
Evrópuríki hefðu farið að
dæmi Bretlands og Bandarik-
in staðið andspænis nýrri stór-
veldastyrjöld einangruð stjórn-
málalega og hernaðarlega, féll
ríkisstjórn Bandarikjanna frá
þessum fyi'irætlunum sinum.
Þetta er staðreynd sem for-
ystumenn brezka Verka-
mannaflokksins hafa haldið
mjög á loft og það að verð-
leikum, þótt önnur sjónarmið
en friðarást kunni að hafa ,Ver-
ið þyngst á metunum. Hlið- *
stæðir atburðir og þessi end-
urtóku sig, áður en vígstöðva-
hernaður var látinn niður falla
í Austur-Asíu. Þegar kyrrstaða
komst á í stríðinu i Kóreu,
fóru að heyrast háværar radd-
ir um það í Bandaríkjunum,
að færa ætti út vettvang styrj-
aldarinnar. Flotamálaráðherra
Bandaríkjanna, Kimball, og
oddviti flotaráðs þeirra,
Fechteler aðmíráll, lýstu því
báðir yfir 24. janúar 1952 að
Bandaríkin hyggðust ekki leng-
ur einskorða hemaðaraðgerðir
sína í stríðinu í Kóreu við það
land eitt, heldur búast til þess
að lýsa hafnbanni á Kína og
hefja' loftárásir á samgöngu-
leiðir og iðjuver í Mansjúriu.
Stassen, sá ráðherra Banda-
ríkjanna, sem nú hefur um-
sjón með svonefndri efnahags-
aðstoð þeirra við önnur lönd,
krafðist þess um miðjan febr-
úar 1952, að Bandaríkin efldu
leifar hers Sjang Kaiséks til
innrásar í Kína, í því augna-
miði að stofna til gagnbylting-
ar. John Foster Dulles, nú ut-
anríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sagði í útvarpsviðtali 10.
febi'úar 1952, að „Bandaríkin
mundu ekki sitja aðgerðarlaus
hjá, meðan nokkur hluti
heimsins væri undir yfirráð-
um kommúnistísks eða fasist-
ísks einræðis" og „aðgerðir
Bandaríkjanna í Kóreu væru
skref í þá átt að stofna til
gagnbyltingar í Kína“). Um
vorið 1952 hófu Bandaríkin
síðan ákafar loftárásir á orku-
ver á landamærum Kóreu og
Mansjúríu. En þá endurtók
sig sama sagan og gerðist um
áramótin 1950—’51, að ríki
þau, sem veittu Bandaríkjun-
um að málum í styrjöldinni,
komu þeim í skilning um, að
þau drægju sig í hlé og lýstu
yfir hlutleysi sínu ef Banda-
ríkin hæfu hernaðaraðgerðir
gegn Kína. Bandaríkin sáu sig
þá til þess knúin að fallast á
umræður um vopnahlé það í
Kóreu, sem að lokum náðist
fram.
Forráðamenn BandaríkJ-
anna voru þó ekki af baki
dottnir. í fyrra sumar, þegar
ljóst varð, að Frakkar höfðu
tapað styrjöldinni í Indó-Kina
og voru reiðubúnir að ganga
til friðarsamninga við Viet
Minh, fóru Bandaríkin þess
formlega á leit við bi'ezku
ríkisstjórnina, að hún tæki
með sér þátt í hernaðaraðgerð-
um til þess að leysa virkisbæ-
in Dien Bien Phu úr umsátri.
Brezka ríkisstjórnin hafnaði
þeirri málaleitan og utanrikis-
ráðherra hennar fór um hana
þessum orðum í umræðum í
brezka þinginu 23. júní 1954:
„Það er satt, að við vorum
aldrei fáanlegir til að styðja
slíkar aðgerðir. Til þess liggja
þrjár ástæður. .. í fyrsta lagí
var okkur tjáð, að loftárásir
einar hefðu ekki dugað. í öðru
lagi hefði hvers kyns íhlutun
af þessu tagi lokað öllum sam-
komulagsleiðum í Genf. í
þriðja lagi kynni það að hafa
orðið upphaf allsherjarstyrj-
aldar í Asíu“. Svo mörg eru
þau orð brezka utanríkisráð-
herrans. Þarf frekari vitna við
um friðarvilja Bandaríkjanna
í Asíu? — Enn hafa ýmsir
leiðtogar Bandaríkjanna ekki
gefið upp alla von um gagn-
byltingu í Kína, eins og at-
burðir síðustu daga bera með
sér. Fullreynt má þó teljast,
að þeir geta ekki fengið neitt
annað stórveldi í lið með sér.
En hvað um það, þá verður
ekki um það deilt, að friðar-
horfur hafa batnað stórlega að
undanförnu og ekkert virðist
Framhald á 8. síðu.