Þjóðviljinn - 12.02.1955, Blaðsíða 10
3
>
Honum langartil að
kyssa henni!
Finnst ykkur þetta
ekki hlægileg fyrirsögn?
|Jú, auðvitað. En svona
íala margir kringum okk-
ur. Þið heyrið marga
segja: Honum langár á
skíði, — honum langar í
bíó, og fleira þessu líkt.
Þeir, sem tala svona, af-
baka málið. Þetta er köll-
uð þágufallssýki, og þeir,
sem ganga með hana eru
að vísu talsvert lasnir,
en alls ekki ólæknandi.
Það er eðlilegt, að sá,
sem segir: honum langar
til að kyssa, noti bæði
fornöfnin í setningunni í
sama falli og segi: Hon-
um langar til að kyssa
henni, — en þá verða
sjúkdómseinkennin aug-
ljós. —
Þið, sem heilbrigð eruð
að þessu leyti, leiðréttið
þetta auðvitað og segið:
Hann langar til að kyssa
hana. — Þið bendið líka
á, að það á að segja:
hana langar, hana vant-
ar (ekki henni vantar),
þá vantar (ekki þeim
vantar) og fleira af þessu
tagi. _ _
Ef hvert ykkar, sem
heilbrigt er að þessu leyti,
notar nú hvert tækifæri
á hverjum degi til að
benda á sýkina og leið-
rétta öfugmæli, spái ég
því, að á skömmum tima
takizt ykkur að vinna ís-
lenzkri menningu gagn,
svo að í minnum verði
haft, og hjálpið þúsund
kennurum í skólunum til
að útrýma þessari hvim-
leiðu sýki úr málinu.
Byrjið í dag og setjið
strik í minnisbókina ykk-
ar í hvert sinn sem þið
leiðréttið svona mállýti.
Hver verður fyrstur að
fá 100 strik. Sendið Óska-
stundinni línur um þetta.
Gaman verður þegar
hvert íslenzkt bam getur
hlegið að ambögunni:
Honum langar til að
kyssa henni.
Haíragrautur og
lýsi eru hjón
Það eru því vinsamleg
tilmæli til allra þeirra
barna og unglinga, sem
borða hafragraut, að taka
líka skeið af- lýsi einu
sinni á dag.
Buxnavasar
Framhald af 1-. síðu.
sem glitrar, af’ því að
hann getur verið dýr-
mætur.
Bjössi er einn af þess-
um athafnasömu drengj-
um, sem oftast var með
vasana úttroðna. Einu
sinni var gerð athugun á
því, hvað hann hefði í
fórum sínum, og voru
þá eftirtaldir munir í
buxnavösunum: Sproti af
axlabandi, beintala, fimm-
eyringur, tvær skrúfur,
nokkrir smánaglar, eitt
notað frímerki, tveir
| snærisspottar alllangir,
nokkrir skrautmiðar af
dósum, rauðleitur steinn,
eldspýtnastokkur, gimb-
urskel, tvö lok af sítrónu-
flöskum (,,form“), spegil-
brot og dós undan skóá-
burði.
Það má svo sem fara
nærri um það, að þessi
drengur ráfar ekki hugs-
unarlaus um á daginn, og
vel má vænta þess, að
hann verði dugandi þjóð-
félaggþegn, þegar hann
vex upp.
Einu sinni var
Myndasaga yngstu lesendanna
Öþægikpor mlsskilningur
Það er nokkuð langt
síðan, að sá átburður
gerðist í smábæ einum,
að unglingspiltur kom
inn í lyfjabúð og bað um
eitthvað til að lækna höf-
uðverk. Lyfjasveinninn
hellti umsvifalaust úr
glasi af ammoníaki í nef-
ið á honum, svo að pilt-
urinn náði varla andan-
um. En þegar hann náði
sér, varð hann afar vond-
ur og hótaði lyfjasvein-
inum hinu versta.
— En fór þá ekki höf-
uðverkurinn? sagði lyfja-
sveinninn.
— Ég hafði engan höf-
uðverk, það var hann
pabbi.
Snáði í hreinum í'ötum Hann settist í poll
Og nú verður hann að
fara í hreint.
Skrítlur
Þegar Óli kom heim
eftir fyrsta skóladaginn,
var hann spurður, hvern-
ig honum líkaði nú í skól-
anum.
— Vel, sagði Óli, nema
kennarinn er nokkuð
þreytandi, ég held
hann viti fjarska lítið.
— Nú, af hverju held-
urðu það?
— Hann er alltaf að
spyrja okkur krakkana að
öllu.
Afi var í heimsókn og
segir við fimm ára gaml-
an frænda sinn:
— Jæja, frændi litli,
lofaðu mér nú að heyra,
hvað þú kannt að telja.
Drengurinn: Einn, tveir,
þrír, fjórir, fimm, sex,
sjö, átta, níu, tíu.
Afi: Alveg rétt, — og
svo áfram.
Drengurinn: Gosi,
drottning, kóngur.
Safnið
Óskastundinni frá
byrjun
Bréf frá sjö ára telpu
Óskastundinni barst í
gær svohljóðandi bréf:
Það er gaman að
safna
óskastundin sagði í
fysta tbl. frá telpu, sem
hafði safnað 200 servíett-
um og hélt að þetta væri
met. En það var nú ekki
alveg. Rétt á eftir útkomu
blaðsins komu fregnir af
7 ára telpu, sem fór að
telja sínar servíettur; ög
hún á metið sem stendur,
— hún á 202.
Kanntu að leysa
úr skammstöf-
unum?
í fyrsta tbl. Óskastund-
arinnar voru nokkrar
skammstafanir og lausn-
irnar í þessu blaði. Hér
eru nokkrar í viðbót.
Hvað þýðir: Sr., umbm.,
dags., kl., mán, próf., dr.
Hvaða dagsetningar eru
þetta: 3/2, 8/10, 9/12?
„Kæra Óskastund. —
Þegar ég sá barnablaðið
þá var ég kát, en þegar
ég fór að lesa, þá var það
bara fyrir fullorðna
krakka. Viltu nú ekki
láta koma fyrir sjö ára
krakka. — María Gunn-
arsdóttir, Lundi við Ný-
býlaveg.“
Óskastundin þakkar
Maríu kærlega fyrir bréf-
ið og vonast til að alltaf
verði eitthvað í hverju
blaði sem hún hefur á-
nægju af, þó að meiri-
hluti efnisins verði fyrir
fullorðna krakka. Og ef
María geymir blöðin get-
ur hún seinna haft á-
nægju af því sem er of
þungt fyrri hana núna.
Elzta blað
í heimð
eru kínversku ríkistíð-
indin King Coo. Þau hófu
göngu sína árið 911 og
eru nú rúmlega 1050 ára
gömul. í ríkisskjalasafn-
inu í Peking er allt blað-
ið til frá upphafi.
KLIPPIÐ HÉR!
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 12. febrúar 1955
9000 æfingatímar á ári
Kaup - Sala
Munfð kalda borðið
að Röðli. — RöðuIL
Nýbakaðar kökur
með nýlöguðu kaffi. —
Röðulsbar.
Kvensilfur
smíðað, gyllt og gert við. Trú-
lofunarhringar smíðaðir eftir
pontun. — Þorsteinn Finn-
bjarnarson, gullsmiður, Njáls-
götu 48 (horni Vitastígs og
Njálsgötu).
Fyrst til okkar
Húsgagnaverzlunin
Þórsgötu 1
Munið Kaffisöluna
Hafnarstræti 16.
Ragnar Ölafsson
hæstaréttarlögmaður og lög-
giltur endurskoðandi. Lög-
fræðistörf, endurskoðun og
fasteignasala, Vonarstræti 12,
sími 5999 og 80065.
Lögfræðistörf
Bókhald — Skatta-
framtöl
Ingi R- Helgason
lögfræðingur, Skólavörðustíg
45, sími 82207.
1395
Nýja sendibílastöðin
Sími 1395
Utvarpsviðgerðir
Radíó, Veltusundi 1.
Sími 80300.
Saumavélaviðgerðir
Skriístoíuvélaviðgerðir
Sylgja.
Laufásveg 19, sími 2656.
Heimasími: 82035.
Viðgerðir á
rafmagnsmótorum
og heimilistækjum.
Raftækjavinnustofan Skinfaxi
Klapparstíg 30. — Sími 6484.
Sendibílastöðin
t>rr^«;Hir V( f
Sími 81148
Lj ósmyndastof a
Laugaveg 12.
Framhald af 9. síðu.
um, í fimleikasölum, og einnig
í skíðalöndum í nágrenninu,
svo og á skautasvellum.
Æfingatímar eru flestir í knatt-
spyrnu eða um 2200 á ári, í
badminton er um 1500 klst.,
handknattleik og frjálsum í-
þróttum um 1200 tímar. Þar
fyrir utan eru æfingatímar
skíðafélaganna, sem æfa flest-
ar helgar á meðan skíðafæri er
að finna.
Starfstímabil íþróttafélag-
anna skiptist í tvennt, annars-
vegar eru íþróttir, sem stund-
aðar eru á tímabilinu maí-sept.,
og hinsvegar inniíþróttir, sem
stundaðar eru frá október-
apríl, að undanskildum vetr-
ariþróttum, sem að sjálfsögðu
tilheyra enn útiíþróttum.
530 þús. kr. í æfingakennslu.
Æfingar íþróttafélaganna
fara fram svo til alla virka
Sendibílastöðin h.f.
Ingólfsstræti 11. — Sími 5113.
Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi-
daga frá kl. 9.00-20.00.
Samúðarkort
Slysavarnafélags ísl. kaupa
flestir. Fást hjá slysavama-
deildum um allt land. í Rvík
afgreidd í slma 4897.
daga ársins, hefjast um kl.
5 e.h. og lýkur kl. 10—11 á
kvöldin. Eru þær ýmist undir
stjóm lærðra íþróttakennara
eða fyrrverandi íþróttamanna,
sem leiðbeina yngri fé-
lögum sínum af áhuga fyrir í-
þróttunum og vexti og við-
gangi síns gamla félags í sín-
um frístundum og án þess að
taka laun fyrir. Á síðastliðnu
ári nam kostnaður félaganna
vegna kennslu um 350 þús. kr.
Er þá meðtalin kennsla sjálf-
boðaliða, en hún hefur verið
hóflega metin.
íþróttamannvirki.
Jafnframt mjög dýmm og
umfangsmiklum rekstri hafa
sum félaganna ráðizt í með
styrk frá ríki og bæ, að koma
sér upp íþróttasvæðum og —
sölum, svo og félagsheimilum.
Eru þau misjafnlega langt á
veg komin, en nú hafa þrjú
íþróttafélög slík mannvirki í
byggingu og 4 önnur undirbúa
byggingu eigin æfingasvæða.
Tilkostnaður við þau mann-
virki, sem þegar em upp kom-
in, nemur um 4,7 millj. kr. og
reynslan hefur sýnt, að þau
félög, sem komið hafa sér upp
æfingaaðstöðu, hafa stóraukið
starfsemi sína og orðið félags-
lega og íþróttalega sterk.
Niðurröðun móta vanda verk.
Gíali Halldórsson, formaður
ÍBR, kvað niðurröðun íþrótta-
móta og kappleikja nú orðið
mjög vandasamt verk vegna
f jölda þeirra. Á s.l. sumri hefðu
t. d. farið fram 175 knatt-
spyrnukappleikir á íþróttavell-
inum hér í Reykjavík auk allra
annarra íþróttamóta.
Mikið um erlendar
heimsóknir.
Heimsóknir erlendra íþrótta-
flokka hingað til lands verða
í sumar með langmesta móti.
I byrjun næsta mánaðar koma
hingað unglingar frá öllum hin-
um Norðurlöndunum og keppa
í sundi, en hinsvegar getur
ekkert orðið úr unglingameist-
aramóti því sem stóð til að
hér yrði haldið.
Fleiri erlendir knattspyrnu-
flokkar koma í sumar en
nokkru sinni áður. I byrjun
júní koma hingað þýzkir knatt-
spyrnumenn í boði Vals og í
lok þess mánaðar koma þýzkir
2. fl. piltar í boði sama félags.
Um mánaðamótin júní—júlí
kemur flokkur danskra 3. fl.
pilta í boði KR en 3. júlí verð-
ur háður landsleikur við Dani.
Danska landsliðið mun og
leika hér tvo aukaleiki. Dagana
8.-10. júlí á KR von á er-
lendum knattspymuflokki,
sennilega svissneska liðinu
Grasshoppers, og um 20. sama
mánaðar verður landskeppni við
Hollendinga í frjálsum íþrótt-
um.
Margar utanferðir.
Utanferðir íslenzkra íþrótta-
manna verða margar og fara
a. m. k. fjórir knattspymu*
flokkar utan.