Þjóðviljinn - 12.02.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.02.1955, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria REMAEQUE: t--------------------------N cEsIsm • • • • • • deyja <__________________________t 53. dagur einnig breytzt. Þa'ö var grennra og höfuö hennar virt- ist minna, og Graber var stundarkorn að átta sig á því aö þetta var vegna þess aö hún var í flegnum kjól. „Sá frú Lieser þig?“ spurði hann. „Jú. Hún var orðlaus. Hún er sannfærö um að ég ætti sí og æ aö ganga í sekk og ösku. Andartak fann ég til samvizkubits.“ „Þaö fólk hefur alltaf samvizkubit sem sízt skyldi.“ „Þaö er ekki bara samvizkubit. Þaö er líka ótti. Held- uröu —“ „Nei,“ svaraöi Gi'áber. „Ég held ekki neitt. Og í kvöld eigum við alls ekki aö hugsa. Við ér.um búin aö gera nóg af því í bili og erum orðin nógu taugaveikluð fyrir. Nú ætlum við aö athuga, hvort við getum ekki bara skemmt okkur —“ Hótel Gei-manía stóð á milli tveggja hruninna húsa, eins og auöug kona milli þurfandi ættingja. Rústirnar báðum megin höfðu verið snyrtai’ til og þær voru ekki lengixr óhugnanlegar og dauöalegar, heldur snyrtilegar og næstum viröulegar. Dyravöröurinn horfði á einkennisbúning Gi’ábers með ánægjusvip. „Hvar er vínstofan?“ spuröi Gráber festu- lega, áður en hann gat sagt nokkuð. „Aftast í ganginum til vinstri, herra. Spyrjiö um Fritz, yfirþjóninn.“ Þau gengu eftir ganginum. Majór og tveir kapteinar <$> gengu fi'amhjá þeim. Gi’áber heilsaði. „Hér er víst allt fullt af hershöfðingjum,“ sagöi hann. „Nokkrar her- fræöinganefndir hafa aðsetur á annarri hæö.“ Elísabet nam staðar. „Tefliröu þá ekki á þaö tæpasta? Ef einhver tæki eftir búningnum þínum?“ „Hvaö gerir það til? Þaö er enginn vandi aö haga sér eins og liöþjálfi. Ég var þaö einu sinni.“ Lautinant í fylgd meö lítilli, magurri konu stikaöi fi’amhjá svo aö söng í sporunum. Hann horfði beint yfir höfuðið á Gráber. „Hvaö verðúr gert viö þig, ef þeir komast að því?“ spui’öi Elísabet. „Ekkert alvai'legt.“ „Skjóta þeir þig?“ Gráber hló. „Það held ég ekki, Elísabet. Þeir eru í svo miklu mannahraki á vígvellinum.“ „Hvaö gætu þeir annaö gert viö þig?“ „Svo sem ekki neitt. Sett mig í nokkurra vikna varö- hald. Þaö væri bara nokkurra vikna hvíld. Næstum eins og leyfi. Þegar maöur fer'á vígstöðvarnar eftir hálfan mánuö, er ekki margt sem maöur er hræddur viö.“ Fritz yfirþjónn kom út úr ganginum til hægri. Gi’á- ber stakk seöli í lófa hans. Fritz tók viö honum og var hinn liprasti. „Vínstofan til . kvöldverðar, auövitaö,“ sagöi hann og gekk hátíðlega á undan þeim. Hann leiddi þau aö þorði bakvið súlu og gekk síðan viröulega burt. Gráber leit í ki'ingum sig. „Einmitt þaö sem ég vildi. Ég þarf dálítinn tíma til að venjast þessu. En þú?“ Hann leit á Elísabetu. „En þú ekki,“ sagöi haxm undx'andi. „Það er eins og þú sért hérna daglegur gestur.“ Lítill gamall þjónn sem leit út eins og storkur kom til þeirra. Hann rétti þeim matseöilinn. Gráber tók við honum, lagði seöil innaní hann og rétti storkinum hapn aftur. „Okkur langar í eitthvaö sem er ekki á matseöl- inum. Hvaö er til?“ Storkurinn leit á hann sviplausum augum. „ViÖ höf- um ekkert nema það sem er á matseölinum." „Gott og vel. En færiö okkur þá til aö byi’ja meö flösku af Johannisberger Kochsbei’g 1937, G.H.von Mumm, ekki of kalt.“ Þaö kom glampi í augu storksins. „Gott, hei’ra,“ sagöi hann meö nýrri virðingu. Svo laut hann áfram. „Viö eigum af tilviljun til lúöu frá Ostend. Glænýja. Og ef til vill viljið þiö belgískt salad, og steinseljukartöflur meö?“ „Gott. Og hvaða hors d’æuvres hafiö þið? Engan kaví- ar auövitaö með víninu?“ Það lifnaði enn meii’ yfir storkinum. „AÖ vísu ekki. En við eigum enn eftir Strassborgar gæsalifur —“ Gráber kinkaði kolli. „Og á eftir mæli ég með hollenzkum osti. Þá fær vín- ið að njóta sín til fulls." „Ágætt.“ Storkuiinn tifaði burt meö eftirvæntingarsvip. Ef til vill hafði harm fyrst álitið áö Gi'áber væri hei’maöur sem í'ekizt heföi inn af tilviljun; nú leit hann á hann sem smekkmann, sem var hermaöur af tilviljun. Elísabet hafði hlustaö undi'andi á. „Emst,“ sagði hún. „Hvar hafðiröu upp á þessu öllu?“ „Hjá Reuter vini mínum. í moi'gun vissi ég ekki um neitt af þessu. Hann er svo mikill séi’fræðingur aö hann er korninn meö liöagigt. Þaö hefur að vísu bjargað hon- um af vígstöövunum, svo aö syndin borgar sig eins og fyrri daginn.“ „En þetta meö matseöilinn og þjórféð?“ „Allt fra Reuter. Hann er hagvanur hér. Hann kenndi mér líka aö haga mér eins og heimsmaður.“ Elísabet fór allt í einu aö hlæja. Hlátur hennar var hlýr, frjálslegur og innilegur. „Þaö veit hamingjan að ég þekki þig ekki fyrir sama mann,“ sagði hún. „Og ég ekki þig heldur.“ Hann leit á hana. Hann haföi aldi’ei séð hana slíka. Hún breyttist gersamlega þegar hún hló. Þaö var eins og allir gluggar í dimmu húsi væru allt í einu upplýstir. „Þetta er mjög fallegur kjóll,“ sagöi hann, dálítiö vandræðalegur. „Mamma átti hann. Ég saumaöi hann upp í gær- kvöldi.“ „Kanntu að sauma? Þú lítur ekki út fyrir þaö.“ „Ég kunni þaö ekki til skamms tíma, en ég hef lært sitt af hverju. Nú sauma ég hermannafrakka átta stundir á dag.“ „Er þáö satt? Varstu tekin í þégnskylduvinnu?“ „Já. Ég varð aö gefa mig fram. Og mig langaöi líka til þess. Ég hélt ef til vill aö ég gæti hjálpáö fööur mín- um meö því.“ Gráber leit á hana og hristi höfuðið. „Þaö á ekki við þig. Ekki fremur en skírnarnafniö þitt. Hvaöan er það sprottiö?” eimllisþáttnr Þrjú flegin hálsmál Breið, flegin hálsmál eru mjög í tízku og í fljótu bragði heldur maður að ekki sé hægt að hafa mikla tilbreytni í þeim, en það er nú hægt samt. Fleg- in hálsmál geta verið mjög mismunandi t. d. bogadregin, ferhyrnd og V-laga, svo að eitthvað sé nefnt. Sameiginlegt þessum flegnu hálsmálum er það að þau ná langt út á axl- irnar og að því er virðist eru sýndar eru á þriðju myndinni. Þessar löngu ermar fara mjög vel við þetta breiða V-hálsinál og þessir kjólar minna næst- um á hátíðakjólana í gamla daga. Nýtízku lcjólarnir eru þó miklu látlausari og hentugri um leið. Kjóllinn á myndinni rykkist við öxlina og það er liægt að draga hálsmálið ofar, jafnvel loka þvi í hálsinn, svo að hægt er að nota þennán kjól við mörg tækifæri. _____ það einkum svartir og dökkir kjólar sem eru flegnir, en ljós- ir kjólar eru háir í hálsinn. Bogadregna hálsmálið með bátalaginu nær langt út á axl- irnar er ekki mjög langt nið- ur. Þetta er fallegt hálsmál og mjög vinsælt. Bogadregna háls- málið með laufaskurðinum er flegnara en nær ekki eins langt út á axlirnar. Laufaskurðurinn er endurtekinn framan á ermunum. Flestir flegnu kjólarnir eru ýmist því nær ermalausir eða með hálflöngum ermum eins og SVIKlN i Framhald af 7. síðu. Nei. Austfirðingar eiga að af- þakka þá kotungslegu „lausn“ á rafmagnsmálum þeirra. Þeir eiga að halda áfram að berjast fyrir virkjun í Lagarfossi og nú stórvipkjun 15 þús. kw. —• Stjórn raforkumálanna er á undanhaldi. 1 sumar var á- kveðið að láta okkur hafa „spottann“ einan. En vegna harðvítugrar andspyrnu Aust- firðinga var að því horfið að reisa jafnframt aflstöð hér fyr- ir austan, en svo litla, að hún fullnægir á engan hát.t þörfum og ekkert fremur þó hún væri helmingi stærri en vera ætti miðað við orkuna á virkjunar- stað. — Ef við nú með fundar- höldum, undirskriftum og á annan hátt mótmælum þessum fyrirætlunum og heimtum efnd- ir á. loforðunum um Lagarfoss- virkjun, munum við koma mál- inu fram. Þessi mál eru okkar sjálf- stæðismál. Verði þau ekki leyst á viðunandi hátt, hlýtur þessi landshluti að dragast aftur úr. Verði hinsvegar næg orka fyr- ir hendi munu rísa hér upp stór iðnfyrirtæki og geta má þess, að Þorsteinn kaupfélags- stjóri á Reyðarfirði hefur hvað eftir annað látið þess getið, að hann vissi til þess að hér mundi rísa upp stóriðnrekst- ur, ef fyrir hendi væri orka. Austfirðingar mega ekki láta undan síga. Nú er þeim lífs- nauðsyn að standa saman. Hversvegna Lagarfoss Ástæða er til að spyr.ja hvers- vegna Austfirðingum só svona mikið kappsmál að fá Lagar- foss virkjaðan, hvort aðalatrið- ið sé ekki að fá næga orku á viðráðanlegu verði. Vissulega er það aðalatriðið. En það er barnaskapur að ætta að láta Austfirðinga treysta á Laxár- rafmagn eingöngu, þar sém leggja þarf „spottann“ langa vegu yfir veðurhörðustu öræfi landsins og geta liðið svo vik- ur, að ekki verði mögulegt áð senda menn til viðgerðar. í öðru lagi er talið að orkan; í Laxárvirkjun verði þrotin 1961 og sennilega fyrr vegna stækk- anar orkuveitusvæðisins og k- forma um að leiða rafmagn frá Laxá víðsvegar um Norðúr- land. Ér talið að ekkéi't vatiis- fall -sé líklegra til virkjunar næst á eftir Laxá en Lagarfpss og eigi virkjun þar að vera tiltæk 1961 þarf að hefjast handa innan skamms. Virðist þá beinlínis vera bruðlað nieð fé, ef nú á að gera smávirkj- un í Grimsá. Svo er þess að gæta, að vatnstruflanir í Laxá eru mjög tiðar af völd- um krapa og er þess skemmst að minnast, að nú undaníarið hefur orðið að skammta raf- magn á Akureyri og orkuveitu- svæði Laxár yfirleitt. Einu sinni reiknuðu sérfræð- ingarnir út, að hægt væri áð gera aflmikið orkuver við Fjarðará, ég held 10 þús. k\v. Hvers vegna er þá ekki frefn- ur lagt til að Fjarðará sé virk.iuð í stað Grímsárspræn- unnar? Hefur kannski vatnsmagn Fjarðarár minnkað við vpxt þess í Grimsá? Það hefur ýíst borið við áður, að sérfræðing- arnir hafa flutt vatnsmagn milli þessara vatnsfalla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.