Þjóðviljinn - 12.02.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.02.1955, Blaðsíða 12
Járniðnaðarmenn! Fylkið ykkur um A-listann Kosningin hefst kl. 12 á hádégi í dag Allsherjaratkvœða,greiðsla um kjör stjórnar og trúnað- arráðs Félags járniðnaðarmanna hefst kl. 12 á hádegi í dag, í skrifstofu félagsins í Kirkjuhvoli. Listi járniðnaðarmanna er A-listi. A-listann, sem borinn er fram af stjórn og trúnaðarráði, við kjör stjórnar og trúnaðarráðs Félags járniðnaðarmanna, skipa þessir menn: Formaður: Snorri Jónsson, varaformaður: Hafsteinn Guð- mundsson, ritari: Tryggvi Bene- diktsson (Landssm.), vararitari: Bóas Pálsson (Héðinn), gjald- keri, utan stj.: Loftur Ámunda- son (Landssm.). í trúnaðarráð, auk stjómar: Kristján Huseby (Hamar), Ingimundur Bjarnason (Héðinn), Sigurjón Jónsson (Stálsm.), Gunnar Guðmundsson (Lands- smiðjunni). Varamenn í trúnaðarráð: Guðmundur Hjalti Jónsson (Héðinn), Árni Kristbjörnsson (Stáism.), Einar Magnússon (Sig. Sveinbj.). Á B-listanum, lista íhaldsins, er Sigurjón Jónsson efstur og er íhaldið í yfirgnæfandi meiri- hluta á þeim lista Kosningin hefst í dag kl. 12 á hádegi í skrifstofu félagsins. Skuldugir félagsmenn geta greitt sig inn á kjörskrá í skrifstofu félagsins frá kl. 10—12 í dag. „Já eða Nei“ í Keflavík á sunnu- daginn Útvarpsþáttur Sveins Ásgeirs- sonar, „Já eða Nei“ verður tek- inn upp á segulband í Ungmenna- félagshúsinu í Keflavík n. k. sunnudagskvöld, 13. febrúar, og hefst hann kl. 9 síðdegis. Að- göngumiðar verða seldir á staðn- um frá hádegi á sunnudaginn. Keppt verður til verðlauna, svo sem undanfarið, og hagyrðing- ar munu glíma við aðsenda visu- helminga, en mjög margir hafa borizt undanfarið. í ráði er að taka þáttinn næst upp í Vest- mannaeyjum. Kosningin stendur í dag til ki. 8 í kvöld og heldur áfram á morgun kl. 10 fyrir hádegi og stendur til kl. 6 síðdegis. Stuðningsmenn A-listans eru hvattir til að kjósa helzt allir í dag. Járniðnaðannenn gæta bezt hagsmuna sinna með því að kjósa félaginu hæfa stjórn til að fara með þá samninga sem framundan eru. X A Málari fellur úr Sröppu og höfuð- kúpubrotnar í fyrradag vildi það slys til að Lárus Bjamfreðsson málari féll úr tröppu, er hann stóð í við vinnu sína. Var það um 2ja metra hæð niður á stein- gólf, og höfuðkúpubrotnaði hann við fallið. Var hann þeg- ar fluttur á Landspítalann, og leið honum vel eftir atvikum er blaðið talaði við handlæknis- deildina í gær. Mun hann ekki í neinni hættu. Lárus var að mála í veitinga- og samkomuhúsi sem verið er að innrétta á efri hæð Austur- bæjarbíós. Olienhauer leiðtogi vestur- þýzkra sósíaldemókrata mun ræða við Nehru í London í dag. Bandðríkjastjóm andvíg alþjóðafundi um Taivan Sovétstjómin sögð haia lagt til að slíkur fundur verði haldinit Óstaðfestar fregnir hermdu í gær, a‘ö sovétstjómin heföi lagt tfl við brezku stjómina að sem allra fyrst yrði haldinn alþjóðafundur um TaivanmáliÖ í likingu við Genfarfundinn um Kóreu og Indókína. Eden, utanríkisráðherra Bret- lands, ræddi í gær við Nehru, forsætisráðherra Indlands, og Winthrop W. Aldrich, sendi- herra Bandaríkjanna í London, og er talið vist að Taivanmál- ið hafi verið á dagskrá. Fréttaritarar segja, að þeir hafi rætt um þá tillögu sovét- stjórnarinnar, að haldin yrði alþjóðaráðstefna í líkingu við Genfarfundinn á s.l. vori, þar sem lausn fannst á Indókína- deilunni. Tillaga þessi hefur ekki verið birt opinberlega, en sagt að Molotoff hafi beðið Hayter, sendiherra Breta í Moskva, að koma henhi á fram- færi. Bandarflíjastjóm andvig Aldrich sendiherra er sagð- ur hafa skýrt Eden og Nehru frá því, að Bandarikjastjóm <* - *. (Jndanhaldinu frá Tasén lauk í gær 16.000 eyjarskeggjar fluttir burt nauðugir. — Eyjarnar lagðar í auðn Fréttamaður AP sem var meö flotadeildinni sem ann- aðist brottflutninginn frá Taséneyjum símaöi í gærkvöld, að síðustu hermenn Taivanstjórnai’ á eyjunum væru komnir um borö í bandarísk herskip. gæti ekki fallizt á að taka þátt í slíkri ráðstefnu undir nein- um kringumstæðum. Brezka stjórnin er sögð þess fýsandi að slík ráðstefna verði haldin, en mun setja það skil- yrði, að stjórn Sjangs Kai- séks fái að eiga fulltrúa á henni. Á það atriði mun ekki hafa verið drepið í tillögu sov- étstjórnarinnar. Brezka utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær, að Havter sendiherra hefði stöðugt sam- band við Molotoff utanríkisráð- herra um Taivanmálið. tSJÓÐVILllNfl Laugardagur 12. febrúar 1955 — 20. árgangur — 35. tölublað Stjóra F.F.S1 mótmælir fuö- yrðingum brezka sendiherrans Stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, leyf- ir sér hér með að vekja at- hygli á þeirri fullyrðingu sendiherra Hennar Hátignar Bretadrottningar í erindi því, er hann flutti í íslenzka út- varpinu og í bréfi hans til dagblaðanna í Reykjavík, þar sem hann fullyrðir að íslenzk- ir sjómenn líti svo á að fyrir útfærzlu friðunarlinunnar um eina sjómílu fyrir Vestfjörð- ura hafi sjóslysahættan auk- izt þar að mun. Þetta er ekki rétt, og leyfir stjórn FFSÍ sér að mótmæla þessari full- yrðingu sendiherrans og láta í ljós undrun sína og von- brigði jdir því að erlendur maður skuli koma fram í ís- lenzka útvarpinu og láta slíkt sér um munn fara, án þess beint að biðja afsökunar og lofa leiðréttingu á þeim ó- hróðri er fram kom í ensk- um blöðum um íslendinga í sambandi við hin hörmulegu sjóslys úti fyrir Vestfjörðum. Þá má og undirstrika það enn einu sinni að það eru er- lendu veiðiskipin og eigi hvað sízt brezkir togarar, sem voru þess valdandi að færa varð fiskveiðitalunörkin út til þess að fólkið, sem í landinu býr geti lifað mannsæmandi lífi. Erlendu veiðiskipin voru, sem öllum er kunnugt, langt á veg komin með að eyða öll- um skilyrðum fyrir því að hægt væri að stunda fiskveið- ar við landið, með rányrkju sinni á fjörðum og flóum. í>að er því bein fásinna og þekk- ingarle.vsi að lýsa því yfir að ein einasta sjómíla geti aukið slysahættuna. Það er ekki vandinn annar en að byrja 5 mínútum fyrr að sigla í var, því það er öllum frjálst hvort heldur að veiðafærin eru búlkuð eður ei. Það er hinsvegar mjög var- hugavert að ætla sér að sigla með veiðarfæri laus á þilfari, þegar veður eru váleg. Þetta vita allir nema þeir sem eigi vilja unna lítilli þjóð réttlæt- is og sannmælis. Stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. Æ.F.R. Félagar! í dag byrjum við að vinna af fullum krafti í hús- næði því er Æskulýðsfylkingin fær í Tjamargötu 20. Þeir sem geta hjálpað til em beðnir að mæta kl. 2 í dag að Þórsgötu 1. Stjórnin. í>að má því búast við allt herliðið á Taséneyjum verði komið í höfn á Taivan í kvöld. að að við jörðu og sprengjur grafnar í jörð um þær allar. Yfir eyjunum hvílir þykkur reykjarmökkur frá brennandi húsum og olíubirgðum. 16.000 óbreyttir borgarar Áður höfðu allir hinir raun- verulegu íbúar eyjanna verið fluttir þaðan til Taivan, 16.000 manns, enda skildu 'Bandaríkja- menn og hermenn Sjangs svo við, að eyjarnar eru vart byggi- legar lengur. Hvert einasta mannvirki á eyjunum var jafn- £ " fjt v*> •» • . - *• ■• Innbrot í verzlun 1 fyrrinótt var brotizt inn í verzlun Kleins á Leifsgötu 32 og stolið þaðan 2000 krónum i peningum og nokkru af mat- vælum. Þjófurinn hafði fundizt um fimmleytið í gær. Hvernig lygafrétf verSur til ií Á miðvikudaginn var bjó Morgunblaðið til lygaírétt um „játningu" sem Karl Guðjónsson hefði flutt á Alþingi og gerði úr þes'su áberandi frétt. it Á fimmtudaginn var Morgunblaðinu hógvær- lega bent á hér í blaðinu að þessi „játning" væri uppspuni Morgun- blaðsins, og birt orðrétt ummæli Karls í beim orðaskiptum, sem vitn- að var til. it Sama dag leggur Hersteinn PálsS. ritstjóri Vísis út af „játningu" Morgunblaðsins, eins og um stað- reynd væri að ræða. ir í gær, föstudag, birtir Sigurð- ur Bjarnason, stjórnmálaritstjóri Morgunblaðsins, enn leiðara, þar sem lagt er út af hinni heimatilbúnu „játningu" Morgunblaðsins eins og hún væri staðreynd. it Þannig verður lygafrétt til. Og er fróðlegt að fylgjas't með því hvað oft þessir heiðursmenn nota hana sem greinarefni á næstunni. Mætti það skoðast sem lítilsháttar mælikvarði á það hve vandir þeir eru að virðingu sinni og blaða sinna. Málefnafátækt Sigurjóns Hersteinn. Sigurður. Aldrei hefur málefnafátækt Sigurjóns Jónssonar hjá í- haldinu verið eins átakanleg og nú. Grípur hann til þess ráðs sem kosningabombu að láta Moggann tilkynna að hann hafi stefnt stjórn Al- þýðusambands íslands fyrir að hann skuli ekki enn vera látinn ganga erinda atvinnu- rekendaflokksins í nafni heildarsamtaka verkalýðsins. Svo mjög lá Sigurjóni á með þessa bombu (!) að hann læt- ur Moggann sprengja hana áður en stjóm ASÍ hefur bor- izt kæran! í flaustrinu slær Sigurjón sína fyrri samherja. Honum ber að snúa reiði sinni til fyrrverandi Alþýðusambands- stjórnar og Jóns Sigurðsson- ar, sem sagði að ráðningar- tími allra starfsmanna sam- bandsins væri útrunninn um áramót! Hversvegna stefnir Sigur- jón ekki Jóni Sigurðssyni?! Skautamót fulands hefst í dag klukkan 14.30 Skautamót íslands hefst hér á tjörninni kl. 14.30 í dag. Kepp- endur eru 13, 6 frá Akureyri og 7 frá Reykjavík. I dag verður keppt í 500 og 3000 m hlaupum. — Keppendur og starfsmenn eru beðnir að mæta á íþróttavellin- um kl. 14. v<

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.