Þjóðviljinn - 12.02.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 12. fébrúar 1955
EJ
þlÓOVIUINN
Útgefandi: Sameinin garflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkuriim.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, MagnÚ3 Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Ömurlegt hlutverk
í gær dregur heldur af Morgunblaðinu í tilraunum þess til að
afsaka það ábyrgðarlausa framferði ríkisstjórnarinnar og út-
gerðarmanna að stöðva allan bátaflota Vestmannaejúnga til
þess eins að reyna að hafa af sjómönnum réttmætan og til-
dæmdan hlut þeirra í andvirði aflans. Það er engu líkara en
S ritstjómarskrifstofur blaðsins hafi borist fregnir um að níð-
skrif þess að undanförnu um sjómannasamtökin hafi ekki fallið
S góðan jarðveg hjá almenningi.
En þótt ofsinn sé ekki eins hástemmdur og verið hefur er
Morgunblaðið þó enn við sama heygarðshomið í fomstugrein-
inni í gær. Réttlætiskrafa sjómanna um að fá í sinn hlut rétt
fiskverð heitir á máli Morgunblaðsins „pólitísk valdstreyta".
Virðist Morgunblaðið engu skipta þótt réttur sjómanna hafi
verið viðurkenndur með dómi bæði í undirrétti og Hæstarétti.
Eftir sem áður ber krafa sjómannanna vott um ,,ofbeldi“,
s,óbilgimi“ og ,,pólitíska valdstreytu" að dómi Morgunblaðsins.
Vitanlega reynir þetta málgagn rikisstjórnarinnar, millilið-
anna og braskaranna ekki að rökstyðja fullyrðingar sínar með
neinum frambærilegum rökum og það af þeirri einföldu ástæðu
að rökin eru ekki til. í þess stað rígheldur Morgunblaðið sér
í eigin fölsun á ummælum Kaiis' Guðjónssonar á Alþingi, og
það jafnt þótt fölsunin hafi verið sönnuð á blaðið með birtingu
á orðréttri ræðu Karls hér í blaðinu í fjTradag.
Það er slæmur málstaður og óverjandi sem þarf að grípa til
ertdurtekinna falsana sér til vamar.
Og málstaður Morgunblaðsins er vissulega slíkur.
Það hefur valið sér það hlutskipti í þessari vinnudeilu sem
oðrum að hamast gegn réttlætiskröfum vinnandi fólks og af-
íflytja málstað þess. Morgunblaðið hefur enn einu sinni sannað
a.ð það er málgagn auðvalds og rangsleitni, að það metur meir
þjónustuna við ríkisstjórnina og bátagjaldeyrisbráskarana, sem
vilja fá að ræna áfram hluta af því verði sem fiskkaupendur
greiða fyrir aflahlut sjómanna, heldur en halda sig við stað-
reyndir og viðhafa heiðarleika í málfutningi.
Og hver gat ætlast til annars af Morgunblaðinu, sem hefur
því hlutverki að gegna að verja alla spillingu braskarastéttar-
innar, hvern þjófnað hennar og hverskonar y-firgang við vinn-
andi fólk og þjóðina í heild. Þetta er hlutverk Morgunblaðs-
manna, þótt það sé ömurlegt og ekki öfundsvert, og því verða
þeir að gegna nauðugir viljugir, til þess að fjárstraumurinn frá
auðmannastéttinni til blekkingastarfsemi Sjálfstæðisflokksins
gangi sinn eðlilega gang.
En Morgunblaðið ætti að vara sig á að vera ekki of opin-
ekátt í þjónustunni, vilji það ekki eiga á hættu að jafnvel augu
folindustu stuðningsmanna þess opnist fyrir óheilindunum og
folekkingunum. Það er t.d. ekki ótrúlegt að flestum sem á málin
líta með skynsemi og sanngirni sýnist ekkert óeðlilegt við það
eða þjóðhættulegt, að sjómenn standi fast á þeim óumdeilda
og dæmda rétti sínum að fá óskert verð síns eigin aflahlutar.
Og Morgunblaðið má ekki gleyma því í ákafa sínum við að
Verja athæfi sofandi ríkisstjórnar og fégráðugra gjaldeyris-
foraskara, að sjómenn í Vestmannaeyjum höfðu þau skýru á-
kvæði í kjarasamningum sínum sem tryggðu þeim óskertan
hiut í aflaverðmæti bátaflotans, einnig bátagjaldeyrisfríðindun-
«m, og að á þessum ákvæðum reistu bæði undirréttur og Hæsti-
réttur úrskurðinn sem féll sjómönnum i vil.
Fasta umsamda verðið frá fyrra ári, sem samkomulag varð
tan vegna þess að dómur var þá ekki fallinn, gilti aðeins þar
til sjómenn gátu sagt upp samningum næst og sá samningur
Bvipti þá engum rétti til þess að krefjast óskerts hluts, þegar
cJómur væri fallinn og tækifæri gæfist með nýjum samningum.
Þessari sjálfsögðu kröfu sjómanna hafa skjólstæðingar Morg-
únblaðsins svarað með þvi að stöðva allan Vestmannaeyjaflot-
ann um sex vikna skeið, svifta sjómenn og verkafólk atvinnu og
lífsmöguleikum og þjóðina alla miklum gjaldeyristekjinn.
Og bak við þetta atferli stendur sjálf ríkisstjóm landsins, sem
teargsinnis hefur sannað að hún er handbendi braskara og milli-
Jiða en lætur sig velgengni framleiðslunnar og þjóðarhag engu
,Varða.
Og þennan málstað hefur Morgunblaðið tekið að sér að verja.
fczö er sannarlega ekki öfundsvert.
Dag Hwnmarskjöld, framkvœmdastjórí SÞ,rœðir við Sjú Erúæ, forsœtis- og utanríkis-
ráðherra Kína, í Peking.
Yfirgangur Bandaríkjavma gagnvart
Kína mælist hvarvetna illa fyrir
OrSrómur uppi um aS Dag Hammar-
skjöld hyggi á nýtt ferSalag til Peking
Langt er nu komið flutningi
bandaríska flotans á 15.000
hermönnum og 18.000 eyjar-
skeggjum frá Taséneyjum til
Taivan. Flutningaleiðin er 300
km. löng meðfram strönd Kína.
Eini verulegi áreksturinn sem
til hefur komið við þessa flutn-
inga er að bandarísk flugvél
var skotin niður. Viðurkenndi
bandaríska flotastjómin að
hún hefði flogið yfir eyju á
valdi Kínahers og kvaðst því
myndi láta málið kyrrt liggja.
Þarna er kominn saman mik-
ill bandarískur floti skammt
frá helztu flugstöðvum Kín-
verja, en ljóst er af því sem
gerzt hefur til þessa að báðir
aðilar gera sér far um að
forðast átök að svo stöddu.
/
ótt þessum herflutningum
ljúki vandræðalaust er
öðru nær en að hættuástandið
þarna eystra sé nokkuð ná-
lægt því á enda. Enn situr
her Sjang Kaiséks sem fast-
ast á eyjunum Kvimoj og Matsú
uppi í landsteinum Kína og
lokar tveim helztu hafnarborg-
um á suðausturströndinni.
Sjang sjálfur lætur ekkert
tækifæri ónotað til þess að
lýsa yfir að hann muni hið
fyrsta fyrirskipa mönnum sín-
um að gera innrás á meginland
Kína. Hefur hann sérstaklega
tekið fram að brottflutningur-
inn frá Taséneyjum sé undir-
búningur að þeirri herferð.
Jafnframt tilkynnir Eisenhów-
er Bandaríkjaforseti að
Bandaríkin muni aldrei sleppa
því tangarhaldi, sem þau hafa
náð á kínversku eynni Taivan
og innlima hana í herstöðva-
kerfi sitt á vestanverðu Kyrra-
hafi. Ekki verður annað séð en
að stjóm hans sé staðráðin 1
því að efla Sjang Kaisék til að
halda uppi sífelldum loftaras-
um á meginland Kína, hjálpa
honum að koma þangað njósn-
urum og skemmdarverkamönn-
um og aðstoða flota hans og
flugher í að hertaka skip á
siglingaleiðum við Kína og
ræna þeim og farmi þeirra ef
svo býður við að horfa. Allt
þetta hefur Sjang aðhafzt und-
r
Erl end
tíðin di
_______________________J
anfarin ár í skjóU bandarísks
hervalds og ekkert bendir til
að bandarísk stjórnarvöld hafi
í hyggju að stöðva það fram-
ferði.
Ráðabreytni þessi hefur gert
það að verkum , að Banda-
ríkjastjóm stendur uppi nær
einangruð. Tilburðir hennar til
að leggja undir sig Taivan, sem
hún sjálf hefur viðurkennt að
sé hluti af Kína, eru í alla
staði óverjandi. Fimbulfamb
um að Bandaríkin hernemi
eyju 100 kílómetra undan
strönd Kína í varnarskyni er
svo mikil fjarstæða að enginn
tekur það alvarlega. „Ef sjö-
undi flotinn dregst inn í hem-
aðaraðgerðir mun engum tak-
ast að fá brezkan almenning
ofan af þeirri skoðun að Banda-
ríkin hafi bakað sér það sjálf-
skaparvíti með bUndni sinni
og fíflsku", segir brezka sósí-
aldemokratablaðið New States-
man and Nation.
Attlee, foringi Verkamanna-
flokksins, sem kann að
verða næsti forsætisráðherra
Bretlands, hefur tekið af skar-
ið og lýst yfir að hann álíti
að Bandaríkin hafi gerzt sek
um freklega íhlutun í borgara-
styrjöld í Kína. Þau hafi ekki
hinn minnsta rétt til að inn-
lima Taivan i herstöðvakerfi
sitt. Dnew Middleton, fréttarit-
ari New York Times í London,
segir í blaði sínu 7. febrúar að
í þessu máli sé Attlee „meiri
Bevanisti en Bevan sjálfur".
Hann hafi gert þá Verka-
mannaflokksforingja, svo sem
Morrison, Gaitskell og McNeill
sem vilji veita Bandaríkjun-
um að málum, gersamlega á-
hrifalausa. Með afstöðu sinni
hafi Attlee sameinað flokk sinn
að baki sér og stefna hans sé
svo vinsæl í Bretlandi að sig-
urhorfur Verkamannaflokksins
í þingkosningum í ár , hafi
vænkazt að mun.
Uppsteiturinn út af Taivan
hefur orðið til þess að mál
bandarísku flugmannanna, sem
Kínverjar dæmdu fyrir njósn-
ir, hefur horfið í skuggann.
Bandarískir ráðamenn forðast
nú að minnast á það. Fyrir
skömmu hótuðu þeir hver um
annan þveran hafnbanni eða
öðrum hernaðaraðgerðum gegn
Kína ef flugmönnunum væri
ekki sleppt. Dag Hammarskjöld,
framkvæmdastjóri SÞ, fór í
kringum hnöttinn til þess að
ræða málið við Sjú Enlæ, for-
sætis- og utanríkisráðherra
Kína. Hann kom aftur með boð
frá Kínastjóm til fjölskyldna
fanganna um að þeim væri
heimilt að heimsækja þá. For-
eldrar, eiginkonur og systkini
tóku að búa sig til farar strax
og það vitnaðist að ferða-
kostnaðurinn yrði greiddur
fyrir þau. En þá tók Banda-
ríkjastjóm i taumana. Dulles
utanríkisráðherra tilkynnti að
Framhald á 8. síðu.