Þjóðviljinn - 13.02.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.02.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 13. februar 1955 SKAK Ritstjórii Guðmundur Arnlaugason H ví tagaid ur Stundum virðist manni það, sem gerist á skákborðinu, hreinasti . galdur, leikirnir stjórnast af einhverjum duld- um öflum, er liggja langt ofar venjulegum skilningi. Eitt ’minnisstæðasta atvik af þessu tagi, sem fyrir mig hefur kom- ið, gerðist á skákmótinu mikla í Miinchen 1936. Þá var ég á- horíandi að skák, er Keres tefldi við þýzka skákmeistar- ann Richter. Hún greip mig svo sterkum tökum, að ég hef víst sjaldan fylgzt með skák af jafn- miklum áhuga. Þótt liðin séu 18 ár síðan og margar glæsi- legar leikfléttur hafi séð dags- ins ljós á þeim tíma, er mér hún vminnisstæð enn, líklega einkum vegna þess, hve flatt _húri kom upp á mig — mér var engin ieið að finna neina skyn- samlega meiníngu í þeirri peðs- fórn, er Keres lét fjúka eftir að mér virtist Richter búinn að koma í veg fyrir hana, þetta gerðist í miðtafli án drottninga. Svo kemur önnur peðsfórn — og loks rennur upp fyrir mér Ijós: Keres er að vinna mann. En sagan er ekki úti enn: andstæðingurinn eignast hættu- legt frípeð, og nú hefst spenn- andi og tvísýnt kapphlaup, Ker- €S verður að láta manninn aft- ur, báðir vekja drottningu, en þær verða ekki langlífar, og lokasprettinn vinnur Keres. En mú er bezt að lofa mönnum að sjá skákina sjálfa. Upp úr hollenzkri vörn Richters kemur þessi staða eftir 28 leiki. cc t- co ÍD co ^jlÉ! lÉÍ A m m i iwlwmwff'm, wm ABCÐEFGH Þetta er öruggasta vinnings- leiðin, þótt tvísýn virðist. Eftir 44. Kcl Kc3 45. Bb2f Kb4 46. Bf6 a5 47. Kb2 a4 48. Be7f Kc4 ætti hvítur við nokkra örð- ugleika að etja enn. 44. ... Kc4—c3 45. Ke3—f4 a6—a5 46. g3—g4! Vinningsleikurinn! Eftir 46 Kxf5 er erfitt að sjá, hvor á undan verður. 46. . . . f5xg4 47. e2—e4 a5—a4 48. e4—e5 b3—b2 48. Ba3xb2ý Kc3xb2 50. e5—e6 a4—a3 51. e6 —e7 a3-a2 52. e7-e8D a2-alD 53 De8—h8ý Kb2—a2 54. Dli8xalý Ka2xal 55. Kf4xg4 Kal—b2 56. Kg4—g5 Kb2—c3 57. Kg5—li6 Kc3—d4 58. Kh6xh7 Kd4—e5 59. Kh7—g6 og svartur gafst upp. En því segi ég frá þessu hér, að Keres bjó mér næstum sömu skemmtun átján ártím síðar í skákmótinu í Amsterdam. En þá skák yrði of langt að birta í dag, hún kemur í næsta þætti. í staðinn kemur sér skák frá fyrstu umferð skákmótsins í Hastings nú á nýjárinu, þar sem Keres vinnur sigurvegar- ann frá í fyrra í rúmlega tuttugu leikjum. / Keres — Alexander. Rússnesk vörn. 1. e2—e4 e7—e5 2. Rgl—f3 Rg8—f6 3. Rf3xe5 d7—d6 4. Re5—f3 Rf6xe4 5. d2—d4 d6— d5 6. Bfl—d3 Bf8—e7 7. 0—0 Rb8—c6 8. Hfl—el Bc8—g4 c2—c3 Re4—f6 10. Bcl—g5 Dd8 —d7 11. Rbl—d2 0—0—0 12. Ddl—a4 h7—h6 13. Bg5—h4 g7—g5 14. Bh4—g3 Bg4xf3 15. Rd3xf3 g5—g4 Þessi framrás byggist sjálfsagt á því, að af augljósum ástæð- um geti hvítur ekki leikið Re5, hann verði því að leika Rd2, en þá kemur Rh5 og svartur stendur vel. En í tafli verður maður sífellt að vera á verði — ekki sízt gegn „augljósum ástæðum“! 16. Rf3—e5! Rc6xe5 Hvað gerii;hvítur nú? 17. Dxa7 eða Bb5 leiða sýnilega til taps, og eftir Dxd7 er svartur ekki í neinum vandræðum með að ná góðri stöðu. Lausn Keresar er óvænt! 17. Bd3—f5!! Dd7xf5 18. Helx e5 Df3—d3 Svartur getur ekki haldið manninum. Eftir Dd7 19. Dxa7 Dd6 20. He3 vinnur hvítur. 19. He5xe7 Hd8—d7 20. He7— e3 Dd3—a6 b7xa6 21. Da4xa6 b7xa6 22. Bg3—e5. Gefst upp. Tafllok eftir J. Zabinskí. Um landbúiiaðarstyrki ABCDEPGH Hvítur á að vinna. Lausn á annarri síðu. I öllum menningarlöndum er landbúnaðurinn talinn einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóð- anna. Með jarðræktarlögunum frá 1923 hefur þjóðfélag okkar við- urkennt þetta, með allmiklum styrkjum til margskonar jarða- bóta. Nú síðari árin hefur stefnu þeirri aukist fylgi, að ríkinu beri að standa að mestu leyti straum af kostnaði við fram- ræslu mýrlendisins. Þetta er eðlilegasti og þýð- ingarmesti stuðningur, sem rík- ið getur veitt til landbúnaðar- ins, að jafna aðstöðu almenn- ings í sveitum landsins til rækt- unar, með þvi að breyta mýr- unum í jafngildi þurrlendis- móa. En benda verður á .það, að víða hagar svo til í sveitum að ekki er til annað en meira eða minna grýtt land til rækt- unar. Þar sem svo er ástatt verður að koma þessum aðilurn til hjálpar, með því að veita þeim styrk til grjótnáms, að sama marki og veitt er í fram- ræslu mýranna. Sé hámark grjótnáms þá miðað við stærð þess lands er ræktanlegt verð- ur, vegna grjótnámsins, en ekki 50 rúmm. á ári, eins og nú er. Sé orðið við þessum réttmætu kröfum, að ríkið kosti fram- ræsluna og grjótnám úr rækt- anlegu landi að sama marki auk ríflegs styrks á nýrækt hef- ur það orðið við eðlilegum skyldum sinum við framtíðina. Ræktað land er dýrmætur höfuðstóll sem okkur er skýlt að varðveita og afhenda síðar í hendur niðjanna og við ættum að finna því betur þá skyldu, sem þjóðfélagið er fúsara til að vinna að jafnari aðstöðu bændanna, til að gera jörðina sér arðgæfa. Enn eru vaxandi kröfur um aukna styrki til áburðar-, hey-, matjurta- og verkfærageymsla. Ekki efast ég um þörf bænda fyrir aukið fjármagn til slíkra <$> Síðasti leikur Keresar var Ha4—a5, hann hótaði þá b2— b4, en Richter svaraði g7—g6 til þess að koma í veg fyrir þann leik. En nú gerist hið ótrúlega, peðið kemur fram cngu að síður! 29. b2—b4!! c5xb4 30. Ha5xf5 g6xf5 31. d6—d7 Bb7—c6 32. Hdl—cl! Þar kom tilgangur peðsfórnar- innar í ljós, hvítur vinnur nú mann. Svartur er tilneyddur að drepa peðið. 32. ... Bc6xd7 33. Hcl—dl b4—b3 34. Bf4—c7 Hd8—c8 35. Hdlxd7 Kh8—g8 35. —b2 hefði strandað á Be5ý. Nú á hvítur unnið tafl, þótt mjótt sé á munum. 36. Bc7—e5 Hc8—c5? Gerir hvít vinninginn auðveld- ari. Einna bezt er líklega 36. —a5 37. Ha7 Hc2 38. Hxa5 b2 3.9 -Bxb2 Hxb2 40 Kf2, en hvítur á þó að vinna. 37. Hd7—g7t Kg8—f8 38. Re5 —d6t Kf8xg7 39. Bd6xc5 Kg7 —Í7 40. Bc5—a3 Kf7—e6 41. Kgl—f7 Ke6—d5 42. Kf2—e3 Kd5—c4 43. Ke3—d2 e4—e3t! •44. Kd2xe3! Aítökulýsingar í barnatímum — Furðulegt efnisval — Að borga en borða ekki — Hvenær taka verzl- anir betta upp? EFTIRFARANDI bréf hefur Bæjarpóstinum borízt frá Nes- kaupstað: — „Kæri Bæjar- póstur. Mig langar til að biðja þig að birta fyrir mig þennan bréfstubb. Það er eins og fyrri daginn, að það er út- varpið sem byrjað er á, þótt annað komi á eftir. Ég er eins og krakkarnir að ég hef gaman af að hlusta á barna- tímann. Enda farinn að eld- ast. Og oft hefur mér þótt hann góður. En sjaldan þó eins og sunnudag einn seint í janúar. Þá tókst Þorsteini Ö. reglulega vel með efnis- val. Hann valdi bókarkafla eftir Jón Sveinsson, þar sem svo skemmtilega er lýst fyr- ir blessuðum litlu börnunum, hvernig menn skera sig á háls. Þetta er ekki lítið fræð- andi og skemmtandi fyrir börnin. Vonandi segir Þorst. Ö. frá hengingunni næst og svo má hann heldur ekki gleyma að segja börnunum hvernig menn skjóta sig. Ég held að það væri heppilegra að kona stjórnaði bamatíman- um, t. d. Hildur Kalman. • SVO ÆTLA ég að minnast lítillega á Ríkisskip. Ekki þó skipin sjálf né þjónustulið þeirra, sem er hvort tveggja með ágætum. Heldur um kvað ir þær sem hver sá gengur undir sem kaupir sér far í fyrsta farrými, þ. e. skyldu- fæðið. Ég get ekki betur séð en það sé nokkurs konar f jár- dráttur að láta fólk borga fullt fæði dag eftir dag þótt það neyti ekki neins nema vatns og kveljist þar að auki svo af sjóveiki að það er nær dauða en lífi þegar á áfangastað kemur. Það er hart fyrir fólk að þurfa að borga á þriðja hundrað krónur í fæðispen- inga fyrir þriggja sólarhringa dvöl um borð, þótt það smakki ekki mat. En þetta er vitan- lega fyrirhafnarminna með allt reikningshald á fæðissöl- unni. Það þarf ekki að vera að skrifa glas af mjólk eða kaffibolla. Nei, bara fullt fæð- isgjald. Ég held að verzlanir ættu að fara að taka upp þessa reglu í vissum deilum, láta fólk borga sem inn kem- ur hvort sem það kaupir nokkuð eða ekki neitt. Ann- ars er yndislegt fyrir sjó- hraust fólk að ferðast með skipunum og maturinn ágætur þeim sem geta notið hans. Ég þarf ekki að kvarta hvað mig snertir sjálfan snertir. Ég hef farið margar ferðir með blessuðum skipunum og alltaf haft beztu matarlyst, þegar ekki hafa mætt til mál- tíða nema 6-8 menn af full- skipuðu fyrsta farrými. En einhverjir fáir hafa kannski borðað súpudisk í kojunum. H. J.“ framkvæmda, en tel vafasamt, að þar sé gerð krafa um stuðn- ing í réttu formi. Það má ekki lengur dragast, að fastar reglur séu settar um byggingu og s'taðsetningu á- burðar- og heygeymsla og slík- ar byggingar séu háðar um- sjón og eftirliti fagmanna, engu síður en íbúðarhús. Sem annar grundvallarat- vinnuvegur þjóðarinnar á land- búnaðurinn heimtingu á að- gengilegu fjármagni, fyrst og fremst til stofnlána, þ. e. til vandaðra bygginga á jörðunum, sem miðáðar séu við aukinn bú- stofn og vaxandi ræktun. SHk lán, með mjög lágum vöxtum, til langs tíma, mundu verða bændum almennt meiri lyfti- stöng en núverandi styrkir, og mætti þá komast hjá að vinna byggingarnar upp í mörgum á- föngum, eins og nú er oft gert, án þess að heildarskipulag og verkleg þekking fái haldist í hendur. Með lögunum um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum frá 1945 var nýr. þátt- ur tekinn upp, landbúnaðinum til eflingar. Árangurinn af þess- um lögum eru ræktunarsam- böndin, sem nú ná til flestra sveita landsins. Þar var stórt spor stigið til þess að gera öllum bændum kleift að verða aðnjótandi hinnar hraðvaxandi véltækni, sem þá var að ryðja sér til rúms. Samkvæmt þessum lögum áttu bændur rétt á að fá stór- virkár landbúnaðarvélar til ræktunar, fyrir hálfvirði, ef þeir sameinuðust í skipulagðan félagsskap, ræktunarsambönd-* in — og uppfylltu viss skilyrði um fjáröflun í stofnsjóð, og.* leggðu vissan hundraðshluta árlega af verði véla og verk- færa í sjóði, sem eiga í fram- tíðinni að standa straum af endurnýjun vélanna og aðalvið- haldi þefrra. Þetta hafa bændur hagnýtt sér svo, að segja má, að rækt- unarsamböndin hafi átt drýgst- an þátt í að hrinda ræktun landsins þeim risaskrefum fram á leið, sem raun ber nú vitni um. Á grundvelli þessara laga má eitmig vænta þess að bændur geri í náinni framtíð mikil fé- lagsleg átök í byggingamálum sveitanna og geti á þann hátt hagnýtt sér byggingatækni þétt- býlisins í ríkum ‘mæli, sér til vinnuléttis og hagnaðar. Kristófer Grímsson. ALLT FYRIR KJÖTVERZLANÍR þó.Su, UTeitsjon Grettiesótu 3. oínu 60360.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.