Þjóðviljinn - 13.02.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.02.1955, Blaðsíða 9
í Sunnudagur 13. febrúar 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (9 •Á ÓTTI RÍTSTJÖRI FRlMANN HELGASON Japanskir sundmenn æfðir þannig að þeir verða mjúk- ir eins og fiskar í vatni (Niðurlag) Hann (Konno) hélt fyllilega í við þá 400 m. Það sem eftir var af sundinu var barátta um annað sæti og vann hann. Þarna urðu 3 menn undir 19 mín. og 4 menn undir 19 mín 20 sek. Og nú kemur það skemmti- legasta. Á mótinu í Osaka viku síðar voru 6 beztu menn Tokíó boðnir. Auk þess keppti þar Shintaku frá Osaka sem ekki hafði haft tíma til að taka þátt í meistaramótinu Konno hafði nú ákveðið að hefna ófaranna í Tokíó og fylg- ir nú Shintaku fast eftir en hann hefur tekið forustu i sundinu með æðisgengnum byrjunarhraða —. En eftir hálfnað sundið er fylgd Konnos búin og eftir 800 m syndir Shintaku áfram einn síns liðs og kemur næstum hálfri laugarlengd á undan í mark á tímanum 18.43,0 mín. Tíminn eftir 400 m var 4 mín. 43 sek.! Danska metið er 4 mín 46 sek. og þessi snillingur hafði ekki keppt í japanska meistara- mótinu, og hafði þó synt 1500 m á 18,29 litlu áður! Eftir að keppninni var lokið hafði ég tækifæri til að athuga Shintaku: Hann var magur, leit út eins og hann væri van- nærður, innfallinn og eins og flestir Japanar, hjólbeinóttur, en hann unir vel í vatni. Þar er hann næstum eins og fiskur, sem leikur sér í vatnsskorp- unni, þýtur áfram eins og hann hafi einhvem ósýnilegan kraft sér til hjálpar, eða svipað rennsli og þegar maður sér góð- an sundmann nota ,,sundfæt- ur“ þar sem hann nær sama leikandi léttleik í sundi sínu og þessi Japani nær án þeirra. Það er bezt að segja það strax að Knud Gleie kom til keppni þessarar í þeirri beztu þjálfun sem hægt var að liugsa sér, byggðri upp 1 nánu sam- starfi við ríkisþjálfarann í hálft ár áður — Knud átti með heimsmeti sínu að vera sá fljótasti í heimi á þessari vegalengd (200 m) á bringusundi, munu menn hafa álitið, og átti að hafa góða sigurmöguleika. Þama er þó fleira að athuga, sem sé að Knud setti met sitt í 25 m laug, en í Japan er synt í 50 m laug. Það krefst nokkuð annarrar tækni, er nokkuð erfiðara þar sem maðúr fær ekki þær smá hvíldir sem koma við snúning- inn, sérstaklega meðan maður rennur fyrst fram. Met hans hefur nú verið bætt af Japan- anum Furukawa, en það hefur þó ekki enn verið staðfest af F.I.N.A. Alþjóðasambandi sundmanna. Loks má nefna að síðan bringusund og flugsund vom aðskilin hafa komið fram menn sem hafa nálgast beztu tíma Knuds sem er um 2,37. Æfingakerfið. Með síðustu tírna þeirra Knud og Furukawe í huga gæti keppni milli þeirra orðið jöfn en við höfum þó gleymt einu atriði; Vissulega var Furukawa sá bezti austurfrá en hann var þó ekki stjarna í sérflokki, síð- ur en svo. Hann varð á hverju móti að taka á öllu sínu til að sigra. Þegar tekið er tillit til alls þessa er 5. sæti Knuds góð frammistaða. Að hann væri með al þeirra beztu fengum við staðfest á mótinu í Osaka þar sem hann varð nr. 3. Þjálfun hans er þó ekki eins góð og Japananna. Það sem olli því að hann stóð sig betur í Osaka var það að hann fór beint í úrslit en þurfti ekki að fara í undanúrslit 1-2 klst. áð- ur. Er við heimsóttum sundlaug Nippon-háskóla, stofnun þar sem kennaraefni fá kennslu, m.ö.o. allir þeir beztu fá menntun sína þar og tilsögn og þjálfun, sáum við hvernig þjálfun Japananna er uppbyggð Þeir byrja með 20-30 mín. leikfimi til upphitunar allra vöðva. Það er gert þannig að allir vöðvar líkamans starfi. Ef ég sem fimleikamaður hefði átt að gera það sama hefði ég orðið þreyttur sem gamal- menni. Því að þessi leikfimi er eiginlega ætluð svo mjúkbyggð- um mönnum að það þurfa að vera næstum slöngumenn til að hafa þess full not. Knud og ég rákum upp stór augu. Hér var dálítið nýtt fyrir okkur. Áður- en sundþjálfunin sjálf hófst syntu þeir alltaf nokkur hundruð metra til að venjast vatninu. Vegna þess hve álið- ið var og meistarakeppnin að byrja eftir viku var þjálfunm fyrst og fremst hraðsund. Hjá okkur synda beztu mennirnir 50, 75 og í mesta lagi 100 m spretti og eru þá út keyrðir. En hér sluppu 100 m sundmennirnir ekki fyrr en þeir gátu synt 800 m með full- um hraða. Þá fyrst er líkam- inn í lagi til að afreka mikið á 100 m og þannig gekk þjálfun- in til allan tímann. Þáð sem við urðum mest undrandi yfir var það, að hverju sinni er maður lét taka tíma á vegalengd náði hann alltaf svo að segja sama tíma, aðeins breytilegum um fáa tí- undu hluta úr sek. Segir það til um, að hámarksgetu er náð og eftir að hafa séð þetta á- lít ég, að þjálfun Japananna sé orðin svo góð og svo frá- Framhald á 11. síðu. Norrænn fundur um íþróttamál í Höfn Benedikt G. Waage og íleiri mæta þar íþróttasíðan fregnaði laus- lega s. 1. miðvikudag að þrír menn úr stjórn ÍSÍ hefðu farið utan þann dag til fundar nor- rænna íþróttaleiðtoga, sem ætl- uðu að hittast þar þessa dag- ana, og ræða sameiginleg mál. Tekist hefur að fá staðfest- ingu á fregn þessari þó stjórn- in sé svo hlédræg að hún telji það ekki í frásögur færandi að þrír forustumenn ISl taki sig upp í umboði 20-30 þúsund í- þróttamanna, og mæti til þings í öðru landi. Þessir sem fóru eru Ben. G. Waage, forseti ISÍ, Stefán Runólfsson, ritari og framkvæmdastjórinn Hermann Guðmundsson. Verið getur líka að Gísli Ólafsson, sem mun vera staddur í Kaupmanna- höfn um þetta leyti í öðrum erindum, sitji fundi ráðsins. Ekki var hægt að fá upplýst hvaða mál lægju fyrir fundi þessum en það hlýtur að vera allmikið sem ræða á með til- liti til hinnar fjölmennu ís- lenzku sveitar. Tveir frægir tennisleikarar í keppni: Italinn Sirola er til vinstri á myndinni og Dankm Torben Ulrich til hægri. Gunnar M. Magnuss: Bömm frá Víðigerði Elztu strákarnir voru nú með honum og sögðu honum frá því, að það væri ’tvíbýli í Víðigerði, að bæirnir væru kallaðir Efri-bær og Neðrrbær, að sex krakkar væru í Efri-bænum, en fimm 1 Neðri- bænum, að túnin lægju saman, að það væri einn bæjarlækur fyrir báða bæina, þarna væri brunn- húsið, að bröndur-væru í læknum, en ekki stór- ir silungar, þarna væri Huldusteinn og þarna öskuhóllinn fyrir báða bæina. Og svo fékk hann að vita hvar fjárgöturnar lágu inn með hlíðinni, gegnum hraunið og inn með vatni, sem var inni í dalum. Þarna væru kví- arnar yfir á holtinu, þarna plankar, sem gengið væri eftir yfir ána og þarna niðri frá, þar sem áin rann í ótal bugðum væru margir hyljir, þar sem gott væri að veiða. Á einum stað væri þar, ’til dæmis, voðadjúpur hylur og holt undir bakkann. Svo þyrfti ekki ann- að en leggja net meðfram bakkanum og stappa síðan niður og hossa sér á bakkanum, þá kæmu silungarnir fram undan og hlypu í netið. Líka væri hægt að reka stöng gegnum holur í bakk- anum og fæla silungana út. Árni, sem var elztur af systkinunum í Efri- bænum, sagði frá þessu öllu saman. Hann gekk á undan með Kristjáni, en hinir krakkarnir eltu um allar trissur. Kristján hafði líka frá mörgu að segja. Hann var íbygginn og drjúgur á svip. Hann kvaðst mundi bráðlega þekkja allt þarna í kring, eins vel og þeir sem voru fæddir þarna og höfðu dvalið þar alla æfi. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík heldur AÐALFUND sinn mánudaginn 14. febrúar kl. 8.30 í Sjálfstæ'ð- ishúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Til skemmtunar; Frú Hallbjörg Bjarnailóttir skemmtir. Frú Þóra Borg les upp með undirleik Emilíu Borg. D A N S. Félagskonur eru vinsamlega beðnar að sýna skír- teini við innganginn. — Nýjar félagskonar vel- komnar. STJÓRNIN. Reykjavíkurmét í knattspyrnu innanhúss hefst að Hálogalandi klukkan 20.00. Fara þá fram þessir 4. fl. Valúr B — Þróttur 4. fl. Fram A — Valur A 3. fl. Fram A — Þróttur 3. fl. Valur C — K.R. B sunnudaginn 13. febrúar leikir: 3. fl. K.R. D — Valur A M.fl. Valur A — Þróttur B M.fl. Þróttur A — K.R. B M.fl. K.R. C — Víkingur. Mótinu veröur haldiö áfram mánudaginn 14. febrúar kl. 20.00. , Aðgangur kr. 10 fyrir fullorðna og 5 kr. fyrir börn. MÓTANEFNDIN ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.