Þjóðviljinn - 13.02.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.02.1955, Blaðsíða 5
Sunnudagur 13. febniar 1955 — ÞJÓÐVTLJINN' — (5 32.000 verkfcillsmenii eiga von á brottrekstri úr íbúðum sínum Mesta vinnudeila i Afriku háð viS kopar- námurnar i NorSur-Rhodesiu Mesta verkfall sem háð hefur verið í Afríku stendur laganna sem reka koparnám- yfir í Norður-Rhodesíu. Hafa 32.000 verkamenn í kopar námunum þar verið í verkfalli í fimm vikur. Þegar verkfallið hafði stað- ið í mánuð tilkynnti námufé- lögin verkamönnum, að þeim yrði sagt upp störfum ef þeir hyrfu ekki aftur til vinnu þeg- ar í stað. Verkamenn létu eng- an bilbug á sér finna við þessa hótun og héldu verkfallinu á- fram. Var þeim þá öllum sagt upp störfum. Það ber vott miklum sam- dnií í Libeck Dómstóll í Liibeck hefur dæmt listmálarann Lothar Mal- skat í 18 mánaða fangelsi fyrir svik og skjalafals. Annar lista- maður, Dietrich Frey, hlaut 20 mánaða fangelsi fyrir sömu sakir, en sá þriðji, Dietrich-Dir- schau, var sýknaður. Þessir menn voru allir sakað- ir um að hafa falsað 21 dýr- lingamynd í hinni 700 ára gömlu Maríukirkju í Liibeck, sem þeim hafði verið falið að gera við eftir eyðileggingu stríðsáranna. Malskat sjálfur kom upp um þá félaga fyrir nokkrum árum, en orðum hans var ekki trúað, fyrr en nefnd listfræðinga hafði skorið úr því að myndirnar væru falsaðar. Mikil hátíð var haldin í sept- ember 1951, þegar ,,viðgerð“ kirkjunar var lokið og Frey og Malskat voru þá óspart hylltir fyrir hve vel þeim hefði tekizt að koma listaverkum kirkjunnar í samt lag. Hervœðingu g Fréttaritari Kaupmanna- hafnarblaðsins Politiken skrifar blaði sínu frá Bonn: „A þeim þrem vikum sem eftir eru þar til umræðan um fullgildingu Parísar- samninganna hefst á þing- inu^ ætla sósíaldemókratar einir að lialda 6000 mót- mælafundi gegn samningun- um um ailt landið. Á hverj- um degi bætast ný stjóm- mála- og menningarsamtök í hóp þeirra sem berjast gegn hervæðingunni." Vesturþýzkir sósíaldemó- kratar leggja þannig allt kapp á að forða þýzku þjóð- inni frá nýrri hernaðar- stefnu. Hér á íslandi töldu „skoðanabræður" þeirra sér sæma að sitja hjá við at- kvæðagreiðslu á alþingi um aðild Vestur-Þýzkalands að hernaðarbandalagi Atlanz- hafsríkjanna. takamætti og hugdirfsku verka- manna að þeir létu uppsagnar- hótunina ekkert á sig fá. Svo er mál með vexti að þeir búa í húsum sem námufélögin eiga og þegar þeir eru ekki lengurí tölu starfsmanna þeirra er hægt að reka þá úr húsunum fyrir- varalaust hvenær sem atvinnu- rekendum sýnist. Verkhmennirnir eru við öllu búnir og eru famir að reisa sér graskofa til þess að eiga eitthvert skýli yfir höfuðið ef þeir verða reknir út. Einnig hafa þeir brotið land og tekið að rækta grænmeti til þess að standa betur að vígi- í lang- vinnri verkíallsbaráttu. Sjö króna dagkaup. Það eru eingöngu Afriku- menn sem eru í verkfalli, námu menn' af evrópskum ættum eru í sérstöku verkalýðsfélagi og hafa hindrað að Afríkumenn fengju að læra nokkur hinna vandasamari og betur launuðu starfa. Dagkaup Afríkumanna í nám unum hefur verið um;sjö krón- ur að meðaltali. Krafa þeirra nú er um 23 króna dagkaup. Á síðasta ári nam hreinn gróði brezku og bandarisku námufé- urnar í Norður-Rhodesíu yfir 1800 milljónum króna.. Mikil flóS i S-Afriku Mikið landflæmi- í Suður- Afríku er nú undir vatni sök- um flóða; Allan þennan mánuð hafa verið þar úi’hellisrigning- ar og er gífurlegur vöxtur í fljótum. Mörg hafa brotið brýr og flætt- yfir bakka sína. Mann- tjón hefur orðið en ekki vitað hve mikið, en tjón á ökrum og uppskeru er geysiiegt. - FmnsJdr bændur Framhald af 12. siðu. tálma umferð á þjóðvegum í ná- grenni borgarinnar og hefur sú aðferð nú verið tekin upp víðar um landið. Kerrur, vörubílar og jarðýtur í gær óku bændur kerrum sín- um, vörubílum, traktorum og jarðýtum út á þjóðvegina og lokuðu þeim. Vegfarendur fengu þó að komast leiðar sinnar eftir nokkrar tafir, en ekki fyrr en þeir höfðu hlýtt á röksemdir bænda fyrir hækkuðu afurða- verði og þegið bæklinga þar sem málstaður bænda er út- skýrður. Gáfu kartöflusekki Sumstaðar voru vegfarendum gefnár landbúnaðarafurðir með þeim ummælum að það svaraði. ekki kostnaði að selja þær á því verði, sem stjórnarvöldin hafa ákveðið. V.egfarendur við. Chartres fengu þannig eins ,mik- ið af kartöflum og þeir vildu. I Undantekning. Þetta verkfall er hiðímesta sem háð hefur verið í Afr- íku. — Norour-Rhodesía er einn af þeim fáu stöðum í álf- unni þar sem Afríkumenn fá að hafa með sér verkalýðsfélög. Ásamt Suður-Rhodesíu og Nya- salandi er Norður-Rhodesía á leiðinni að verða brezkt sam- veldisland. I Kenya og öðrum brezkum nýlendum í Austur-Afríku, Suður-Afríku, pcrtúgölsku nýlendunum og Belgisku Kongó liggja þungar refsingar við ef Áfríkumenn reyna að mynda með sér samtök til að berjast í sameiningu fyrir bættum kjör- um. I brezku nýlendunum í Vestur-Afríku og frönskum ný- lendum eru verkalýösfélög hinsvegar leyfð en starfsemi þeirra víða háð ströngum hömlum. Kreffust þfóðarathrœðis 1 Tassfréttastofan segir, að skýrslur sýni, að í Sovétríkjun- um séu nú 717 menn, sem eru eldri en 110 ára og 4425 á aldrinum 100-110 ára. Erfðafræðideild liáskólans í Karkoff hefur rannsakað hagi þessa' fólks og segir að í elztu aldursflokkunum, þar með tald- ir 40,000 menn á aldrinum Hátt á annað hundrað púsund Dana hefur imdirritað kröfu til pingsins um að pjóðaratkvœði verði látið ganga um pað, hvort Danmörk fullgildir samningana um her- vœðingu Vestur-Þýzkalands og aðild pess að A-bandalag- inu. Sendinefndir með undirskriftalista ganga daglega á fund pingmanna. Myndin sýnir konu frá Kaupmanna- . höfn, sem hefur safnað hundruðum undirskrifta. Fzarcka iögieglan söknð um að pynda sakbominga til sagna Franski hafnarverkamaöurinn Jean Deshays, sem 90-100 ára, séu 3 af hverjum 4 ‘ aæmdur var til dauða fyrir morö áriö 1948, yfirgaf í síð- ustu viku réttarsal í Orleans aftur frjáls maöur og sýkn- aöur af öllum ákærum. konur. Þeir sem eru hundrað ára og eldri koma úr öllum þjóðfé- lagsstéttum, en þeir hafa það flestir sameiginlegt, að þeir hafa unnið mikið alla ævina, neytt tóbaks og áfengis í hófi og haft mikla útivist. Tvær konur af kósakkaætt- um, Ékaterína Próvósína og Vasilísa Koslikína, eru efstar á listanum. Þær eru báðar 145 ára gamlaí1. Deshays var dæmdur fyrir að hafa myrt bónda nokkurn enda þótt hann héldi fast við sakleysi sitt fyrir réttinum. Dómurinn var byggður á skrif- legri játningu, sem Deshays hafði undirritað meðan hann var í haldi. 1 réttinum lýsti hann því yfir að hann hefði undirritað játninguna tilneydd- Telur góðar horfur á lausn loftferðadeilunnar við Svía Emil lénsssn kveðsi liaía sætt málið við iull&ma sænsku ríkássi|émasimiai Á fundi Norðurlandaráðsins í Stokkhólmi um daginn ræddi Emil Jónsson alþingismaður við sænska ráðherra um loftferðadeiluna sem upp er komin milli Islands og Svíþjóðar. Emil skýrði sjálfur frá þessu í viðtali við Morgon- Tidningen, aðalmálgagn sænskra sósíaldemókrata. Hon- um farast svo orð: „Síðan ég kom til Stokkhólms hef ég rætt við fulltrúa sænsku ríkisstjórnarinnar og eftir þeim viðræðum að dæma tel ég að góðar horfur séu á að jákvæð lausn fáist á málinu.“ ur og gegn betri vitund vegna hótanna og misþyrminga sem lögregluþjónar beittu hann viá yfirheyrslurnar. Sökudólgarnir aðalvitnin. Á síðastliðnu ári fékkst mál Deshays tekið upp að nýju. Réttarhöldin í því vöktu mikia athygli um allt Frakkland.. Þeim lauk með því að hann var sýknaður af öllum ákærum ett tveir aðrir menn dæmdir í 20 og 15 ára fangelsi. Voru þeir ákærðir með honum við fyrri málaferlin en sluppu við dóra vegna þess að þeir gengu er- inda saksóknarans og bám vitni gegn Deshays. Nú játuðtt þeir að hafa sjálfir myrt bónda þann, sem hann var sakaður um að hafa orðið að bana. Rannsóknar krafizt. Sem betur fer var dauða- dómnum yfir Deshays breytt í ævilangt fangelsi svo að dóms- morði var forðað. En hann hef- ur orðið að þoia sex ára fanga- vist að ósekju. Sama daginn og Deshays var lýstur sýkn saka báru tveír þingmenn á frgnska þinginus FramhaÞ1' á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.