Þjóðviljinn - 15.02.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.02.1955, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Er ekki liægt að greiða sjóinöiiiiiain rétt verð? r SIF játar að mjög stórfelld hækkun hafi orðið á saltfiski SkaSabœtur til ítaliu nema svipaSrí upphœS og þeirri sem reynt er oð ræna af sjómönnum í Eyjum Eins ocf Þjóðviljinn heíur áður skýrt írá hefur stjórn Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda nú játað að hafa greitt 37.000 sterlingspund — eða tæpar tvær milljónir króna — sem s’kaðabætur til ítalíu vegna þess að ekki voru nægar fiskbirgðir upp í fyrirframsölu. Skaðabætur þessar rökstyður stjórn SÍF með því að saltfiskur hafi nú hækkað svo stórlega í verði að það hafi borgað sig befur að greiða skaðbæfumar en að afhenda fmk af bessa árs framleiðslu. herzlu á að halda því fram að Hálfdán Bjarnason hafi ekki fengið einn eyri af skaðabót- unum, þær hafi allar runnið til ítalskra fiskkaupmanna. All- ir þeir sem eitthvað eru kunn- ugir þessum málum vita þó að Hálfdán Bjarnason — umboðs- maður SÍF — er einn af helztu hluthöfunum í samtökum ítalskra fiskkaupmanna, en auðvitað er hlutdeild hans leppuð. Auk þess er Hálfdán einn af meðeigendunum í kunn- um ítölskum smásöluhring, þannig að hann er þrefaldur milliliður! Enda gaf Tíminn, málgagn utanríkisráðherrans, greinilega í skyn fyrir nokkr- um dögum ,,að fyrirtækið, sem fékk skaðabætumar, sé eign Hálfdáns og ef til vill nokkurra j annarra, er standa enn nær ! SÍF". Arshátíð Dagsbrúnar Verkamannaf'élagið Dagsbrún heldur árshátíð sína í Iðnó á laugardaginn kemur. Undirbún- ingi árshátíðarinnar mun nú langt komið, en þó ekki endan- lega gengið frá öllum atriðum dagskrárinnar. Nýtt met í lang- stökkián atrennu Á innanhússmóti ÍR í frjálsum iþróttum s.l. sunnudag setti Guðmundur Valdimarsson KR nýtt ísl. met í langstökki án atrennu, stökk 3,23 m. í kúlu- varpi sigraði Aðalsteinn Krist- insson Á, varpaði 12,77 m, há- stökk án atrennu vann Vil- hjálmur Ólafsson ÍR, stökk 1,40 m og hann vann einnig þrístökk án atrennu, stökk 9,38 m. — Nánar verður sagt frá mótinu á íþróttasíðu. á morgun. Stjórn SlF kemst þannig að orði um þetta atriði í yfirlýs- ingu sinni: „Kaupendur að þessum cá. 4.000 smálestum, sem óafhentar voru um áramót, voru 20 ítalskir fiskkaupendur, og var svo um samið, að SÍF átti völ á því, hvort heldur það vildi afhenda fisk eftir ára- mótin af þessa árs framleiðslu upp í það sem á vantaði og greiða engar skaðabætur, eða að greiða fyrirfram ákveðna upphæð miðað við hverja smá- lest sem ekki yrði afhent. — SÍF valdi síðari leiðina, af þeirri einföldu ástæðu að fiskverð hafði hækkað það mikið, að yf- irverð það sem náðist með nýrri sölu var stórum meira en skaðabætur þær sem um var samið." Skaðabótunum rænt af sjómönnum. Það eru vissulega athyglis- verðar fréttir að saltfiskverð á Italíu hafi batnað svo mjög að hækkunin á 4000 smálestum nemi „stórum meira“ en tveim milljónum króna. Og þetta er eldd sízt athyglisvert fyrir sjómenn í Vestmannaeyjum. Frá Vestmannaeyjum kemur mjög verulegur liluti af salt- fiskframleiðslu landsmanna; á síðasta ári nam heildarmagnið þaðan 6012 smálestum. Sam- kvæmt upplýsingum stjórnar SÍF nemur verðhækkunin á því magni „stórum meira'* en þremur milljónum króna. Á sama tíma og þessir atburðir gerast eru útgerðarmenn svo að reyna að ræna af. sjómönn- um rétt fiskverð, en útreikn- ingar sýna að sú upphæð sem á milli ber nemur tæpiun tveimur milljónmn króna — sömu upp- hæð og skaðabæturnar til ítalíu! Og það er miklu lægri upphæð en verðhækkun sú sem orðið hefur á einum saman saltfiski þeim sem fluttur er frá Vestmannaeyjum til Italíu! Jafngildir 25 aura hækkun á kíló. Enda þótt aðeins sé reiknað með því að sú verðhækkun sem SÍF fær á 4000 smálestir nemi tveimur milljónum króna, samsvarar það 50 aura hækk- un á hvert kíló af saltfiski. Það jafngildir aftur 25 aura hækk- un á hvert kíló af fiski eins og hann kemur upp úr sjó. Til þess að sjómenn fái rétt verð fyrir aflahlut sinn, þarf hins vegar aðeins að hækka verðið til þeirra um 16 aura á hvert kíló, og sú krafa nær aðeins til 40% af aflanum. Sýnir þetta dæmi mætavel hve ósvífni at- vinnurekenda er fullkomin, þegar þeir halda því fram að afkoma þeirra þoli ekki heiðar- leg viðskipti við sjómenn. Að- eins þessi nýja verðhækkun á saltfiski gerir langtum meira en að vega upp hinar réttmætu kröfur sjómanna. Vitnisburður Tímans. Stjórn SÍF leggur mikla á- Þorrablét stúdenta á laugardag Stúdentafélag Reykjavíkur hefur nú í vetur sem endra- nær haldiö uppi öflugu félagslífi til menningar- og yndis- auka fyrir stúdenta. Sú nýbreytni mun nú tekin upp, að félagið efnir nú til virðulegt hófs í Sjálfstæðishús- inu n.k. laugardag, sem hefjast mun kl. 19,00 til þess að blóta Þorra. Mun gestum þar búin hin bezta gleði með alíslenzkum mat eins og sæmir á slíkum há- tíðum, svo sem hangikjöti, kæst- um hákarli, súrsuðum hrútspung- um, svo að eitthvað af góðgæt- inu sé. nefnt. Auk þess verða skemmtiatriði auk almenns söngs, sem stjórnað verður af Magnúsi Ágústssyni, lækni í Hveragerði. Séra Sigurður Einarsson í Holti flytur ræðu, Þorsteinn Hannes- son, óperusöngvari, syngur o. fl. Er vonandi, að sem flestir eldri félagar í Stúdentafélaginu láti sjá sig á blótinu, og í því skyni verða áskriftalistar liggj- andi frammi hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar til fimmtudags. Þá er í ráði að umræðufundur um efnahagsmál verði haldinn í byrjun marz, en um þann fund verður síðar getið í blöðunum. Böðvar Steinþórs'son: Enn um deilu mczt- og fram- reiðslumanna við kaupskipin Vegna ummæla Morgunblaðs- ins 13. febr. s.l., þar sem rætt er um deilu mat- og fram- reiðslumanna, og hinn langa samningafund sem lauk kl. 4 aðfaranótt s.l. laugardags, eftir að hafa staðið yfir í 35 klst., vil ég að gefnu tilefni leyfa mér að taka þetta fram: Mánudaginn 7. febr. kl. 17,00 hófst samningafundur hjá sáttasemjara, stóð hann yfir allt kvöldið og lauk kl. 9. á þriðjudagsmorgun. Þegar þeim fundi lauk var útgerðunum fullljóst, að krafa okkar um tryggða 30 klst. yfirvinnu á mánuði var ófrávíkjanleg, að öðrum kosti kæmum við með kröfu um frekari grunnkaups- hækkanir. Var þetta atriði all- mikið rætt umrædda nótt, og slitnaði af þeiin ástæðum, og af þeim ástæðum einum upp úr umleitununum á þriðjudags- morgun, eftir að sá fundur hafði staðið yfir í 16 klst. Eins og séð verður, var út- gerðunum og ríkissáttasemjara vel ljóst hvemig samningaum- leitanir stæðu, en þrátt fyrir það fóru útgerðirnar ekki að ræða þetta atriði fyrr en eftir miðnætti s.l. föstudagskvöld, og voru þá liðnar 30 klst. og meir síðan fundur sá hófst. Um þá kröfu okkar að tryggður skuli ákveðinn fjöldi eftirvinnustunda á mánuði er til fordæmi í öðrum samningi er sömu útgerðir hafa gjört við stéttarfélag sjómanna, og hafa engin rök komið fram sem hniga í þá átt að krafan sé ó- eðlileg, enda hvað okkur við- kemur, er hugmyndin að þess- ari kröfu runnin frá rifjum útgerðanna. Útgerðunum var það eins og fram kemur hér að framan, fullljóst s.l. þriðjudagsmorgun, að ef þeir gengju ekki að þess- ari kröfu okkar, myndum við gera frekari kröfu um grunn- kaupshækkun. — Það að upp úr slitnaði aðafaranótt laugar- dags, eftir 35 klst. samninga- fund, stafar eins og svo oft áður af því hve ósamningslipr- ar útgerðirnar eru, og hafa ver- ið í deilu þessari. Um samn- ingslipurð okkar vil ég taka fram, að hún hefur komið bezt fram í því, hve drengilega, ef ekki of drengilega við höfum breytt okkar upprunalegu kröfum, og þrátt fyrir það höf- um við ekki mætt tilsvarandi drengskap af hálfu útgerðanna. í niðurlagi greinar Morgun- blaðsins 13. febr. s.l. er talað um að samningafundir hafi einkennzt af því að fulltrúar matreiðslu- og framreiðslu- manna séu gjörsamlega óreynd— ir í slíkum samningsgjörðum. — Þá hefur maður það. :— f samninganefnd hafa starf- að ásamt mér margir ungir menn sem að vísu hafa ekki áður starfað að samningsgjörð- um við þessa vinnuveitendur, en sumir þeirra hafa þó áður starfað að samningsgjörðum við vinnuveitendur, sú reynsla sem þeir bjuggu yfir áður en þessi deila hófst, og viðbótar- reynsla sem fengizt hefur í deilu þessari spáir góðu um þá viðreisnarför sem yfir stendur innan S. M. F. Vísa ég því þess- um aðdróttunum til föðurhús- anna, og sömuleiðis vísa ég til föðurhúsanna þeim aðdróttun- um að samninganefndin hafi ekki farið eftir ráðum reynd- ari og gætnari manna eins og forseta A. S. í. Hannibals Valdi- marssonar eða að starfsmaður A. S. f. Snorri Jónsson hafi í deilu þessari valdið okkur tjóni. Um deilu þessa að öðru leytí vitna ég til fyrri greinar minn- ar um þetta efni, en sú grein var send öllum 5 dagblöðum Reykjavíkur, þó aðeins 2 sæju sér fært að birta hana. Með beztu kveðjum. Reykjavík, 14. febr. 1955. Böðvar Steinþórsson. UTSALAN stendur aðeins í fáa daga enn: Miklll afsláltur aí nylonsokkum. kven- undirfatnaði, telpu- kjólum, kuldafatnaði á böm o. fl. o. íl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.