Þjóðviljinn - 15.02.1955, Side 4
$) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. febrúar 1955
Enn um Rómarsýninguna
„Fyrir nokkrum dögum
barst Þjóðviíjanum grein frá
•Jóni Þorleifssyni listmálara
undir fyrirsögninni: „Er ekki
hægt að segja satt, herra
Magnús Árnason?“ Fer hún
hér á eftir ásamt yfirlýsingu
frá Svavari Guðnasyni, for-
manni fslandsdeildar Nor-
ræna listbandalagsins, þar
sem rakið er hvor þeirra
Magnúsar og Jóns fer með
rétt mál.
Magnús Á. Árnason mynd-
fcöggvari og málari, félagi í Fé-
lagi íslenzkra myndlistar-
Hianna, ritar í Þjóðviljann um
Hómarsýninguna, þar sem
imjög er hallað réttu máii um
veigamikil atriði og ég tel mér
skylt að leiðrétta. Hin dólgs-
iegu ummæli Magnúsar um
hið kurteislega og virðulega
þréf Ásgríms Jónssonar • sýna
betur en flest er ég hef lesið
j þessum deilum hve vonlaust
er að fela flagð undir fögru
skinni.
Magnús Árnason leyfir sér
að fuilyrða, og er það aðaler-
ándi hans í blaðið að koma
þeim fullyrðingum sínum á
íramfæri, að Rómarsýningin
sé ekki yfirlitssýning, og þyk-
ist þar með hafa slegið öll rök
úr höndum þeirra sem deilt
”hafa á F.Í.M. Þessi úmmæli
‘ín feitletrar hann og vitnar
j stjórn F.Í.M., sem vitanlega
kunni ekki að skrökva, „sem
sagt engin skilyrði“ eru hans
síðustu orð. Nú skulum við
'bera þetta saman við sannleik-
snn í mólinu.
Boð ítölsku ríkisstjórnarinn-
sr um samnorræna listsýningu
j Rómarborg barst aðalstjórn
norræna listbandalagsins í
Stokkhólmi, og var þegar í
Stað afgreitt til stjórna nor-
ræna bandalagsins í öllum
löndunum. Stjórn F.Í.M. svar-
aði þessu boði með bréfi dags.
22, júní 1954 fyrir hönd ís-
lands játandi og var þá strax
'upplýst að stjórn FÍ.M. skip-
uðu Svavar Guðnason, form.,
Hjörleifur Sigurðsson, ritari,
Valtýr Pétursson, gjaldkeri, en
í sýningarnefnd fyrir nefnda
sýningu Ásmundur Sveinsson,
Gunnlaugur Scheving, Svavar
Guðnason, Þorvaldur Skúlason.
Menn veiti því athygli að þá
þegar er jafnvel sýningarnefnd-
in tilbúin, og þá væri kannski
ekki vandasámt að finna skýr-
dnguna á því, að skrif þeirra
F.Í.M.-manna um væntanlega
'þátttöku annarra félaga í sýn-
ángarnefndinni, hafa ekki verið
sérlega sannfærandi. Svar
Norðurlandanna var afhent
jtölsku ríkisstjórninni í byrjun
júlí af sendiherrum Danmerk-
ur, Finnlands, Noregs og Sví-
þjóðar.
Á sameiginlegum fundi allra
Norðurlandanna í Róm dagana
17.—21. september 1954, þar
sem listmálarinn Valtýr Pét-
ursson var mættur fyrir ís-
lands hönd, var samþykkt að
sýningin í Róm skyldi ná yfir
list frá 1910 til þessa dags.
Þetta sem hér er sagt er tekið
úr fundargerð, sem mér hefur
borizt í hendur og getur hver
sem vill leitað sér upplýsinga
um, ef hann æskir þess. Undir
þessa fundargerð ritar Valtýr
Pétursson án athugasemda, svo
þetta er að sjálfsögðu jafnbind-
andi fyrir ísland og hin Norð-
urlöndin, að svo miklu leyti
sem Valtýr Pétursson kann að
hafa haft umboð fyrir íslands
hönd. Sé brotið út af þessum
fyrirmælum er það um leið
alvarlegt brot gegn norræna
listbandalaginu og ákvörðun-
um þess. Magnús Á. Árnason
segir orðrétt í Þjóðviljanum í
gær: „Það er hvergi tekið fram
í fcoði itöísku stjórnarinnar, að
sýningin eigi að vera yfirlits,-
sýning yfir síðustu 50 ár, eða
100 ár, eða neina aðra' tölu,
sem sagt engin skilyrði sett‘‘.
Eg mundi harma þessa van-
þekkingu M. Á. Á. ef ekki væri •
augljóst meðal annars af ó-
sæmilegum ummælum hans
um Ásgrím Jónsson, að hann
skrifar grein sina einungis í
blekkingarskyni. Hann segir
meðal annars að Stokkhólms-
sýningin hafi kostað F.I.M. j
50.000 kr. þó að stjórn F.Í.M.
hafi upplýst í bréfi til ríkis- j
stjórnarinnar að hún kostaði j
rúmlega helming þeirrar upp- j
hæðar, og ekki er verið að geta j
þess til málsbóta þeim vonda j
manni Ásgrími Jónssyni, að i
þegar hann og félagar hans i
hurfu úr F.Í.M. skildu þeir i
eftir í höndum F.Í.M. allar i
(
eignir, t. d. Listamannaskál- i
ann algerlega skuldlausan.
10. febr. 1955. r
Jón Þorleifsson.
i
. • t
i
i
Vegna ritdeilu milli Magn- i
úsar Á. Árnasonar, málara, og i
Jóns Þorleifssonar, málara, um |
tilhögun norrænnar listsýning- i
ar í Rómaborg, vil ég leyfa j
mér að taka þetta fram:
r I
I opinberum skjölum til mín, j
sem íslenzks umboðsmanns j
þessarar sýningar, er hvergi j
miðað við ártal né takmörk !
sett um aldur listaverka. í j
boðsbréfi ítalska kennslumála- j
ráðuneytisins er enginn stafur j
í þá átt. í samningi þeim, sem i
gerður hefur verið um sýning- i
una milli ítalska kennslumála- i
ráðuneytisins og borgarstjóm- j
ar Rómaborgar annars vegar i
i
og Norræna Listbandalagsins j
hins vegar, er engin skilgrein- j
■
ing gerð á væntanlegu inni- j
haldi sýningarinnar, þaðan af j
síður, að þar sé miðað við ár. j
Norræna Listbandalagið hef- j
ur hins vegar á fundi sínum j
í Rómaborg frá 17.—21. sept. i
1 'if
Vil kaupa
blekkþvingur
Upplýsingar í síma 81709
1954 látið bóka eftirfarandi
grein um samsetningu sýning-
arinnar:
„Sýningarefni var einróma
ákveðið og skyldi það ná yfir
tímabilið frá því er nútímalist
er almennt viðurkennd á Norð-
urlöndum og til þessa dags“.
(Þýðing Jóns Magnússonar,
dómtúlks).
í þessari samþykkt Norræna
Listbandalagsins er ekki held-
ur miðað við sérstakt ártal,
enda hefur það ekki borið upp
á sama ár í hverju hinna nor-
rænu landa fyrir sig, að nú-
tímalist hafi náð almennri við-
urkenningu.
Með því að ég er ábyrgur
gagnvart Norræna Listbanda-
laginu sem formaður hinnar
íslenzku deildar þess, tel ég
mig ekki varða það, sem kann
að vera ritað af öðrum aðiljum
og á öðrum vettvangi, t. d. í
fréttagreinum til dagblaða, um
tilhögun sýningarinnar.
Reykjavík; 14. febrúar 1955.
Svavar Guðnason
(formaður Félags ísl. mynd-
listarmánna).
Að spara eða ekki spara — Fólk orðið vant óábyrgu
biaðri — Burt með spekúlantana!
K SENDIR Bæjarpóstinum
þessar hugleiðingar; „Nýlega
er hafin mikil herferð til að
kenna skólabörnum sparnað,
og hefur ekkert verið til spar-
að að brýna fyrir þeim gagn-
semi þess að láta aura sína
og krónur í banka og geyma
þá þar. Og á undanförnum ár-
um hefur varla nokkur ráð-
herra haldið ræðu án þess að
leggja áherzlu á nauðsj'n
sparifjármyndunar eins og
þeir orða það á hátíðlegu
máli.
Svo kemur forsætisráðherra
landsins um áramótin og hót-
ar því að ríkisstjórn hans
ætli að lsekka gengið, ef
verkamenri knýja fram launa-
hækkun sem þeim er brýn
nauðsyn til að vega á móti
sívaxanai dýrtíð.
Þótt venjulegt fólk skilji ekki
mikið í fjármálaaðferðum
valdhafanna, þá er það þó af
beizkri reynslu komið inn í
vitund manna að hótun Ólafs
Thórs um gengislækkun jafn_
gildir hótun um að stela ríf-
legum hluta af því sem menn
hafa sparað sér saman, klipið
af naumum tekjum til að
verja í einhverjum ákveðnum
tilgangi.
Ef Ólafur Thórs væri almennt
tekinn alvarlega, hefði orðið
mikið að gera í bönkum og
sparisjóðum dagana eftir ný-
árið. Óttaslegið fólk hefði
svarað hótun hans þúsundum
saman með því að taka spari-
fé sitt út úr bönkunum og
ráðstafa því í varanlegri verð-
mæti, koma því undan þjófn-
aðarhótun forsætisráðherrans.
Að þetta hefur enn ekki gerzt,
til stórtruflunar öllu fjár-
hagslífi þjóðarinnar, er ein-
Framhald á 11. síðu.
FEIDIIR
OPNAR í DAG NÝJA DEILD
að Laugavegi 116. III. hœð.
FYRIR
KJÓLA OG DRAGTIR
Nýff úrval
ai amerískum
KJÓLUM
á aðeins kr. 395.00.
Nýtf úrval
aí þýzkum kjólum
Nýtt úrval
aí enskum og frönskum
DRÖGTUM
FeNur h.f
LAUGAVEGI 116.
rt r*~,
ia:o