Þjóðviljinn - 15.02.1955, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. febrúar 1955
Kiiíup - Sala
Muir.ð kalda borðið
að Röðli. — Röðull.
Nýbakaðar kökur
með nýlöguðu kaffi. —
Röðulsbar.
Kvensilfur
smíðað, gyllt og gert við. Trú-
iofunarhringar smíðaðir eftir
pöntun. — Þorsteinn Finn-
bjarnarson, gullsmiður, Njáls-
götu 48 (horni Vitastígs og
Njálsgötu).
Fyrst til okkar
Húsgagnaverzlunin
Þórsgötu 1
Munið Kaffisöluna
Hafnarstræti 16.
Dvalarheimili
aldraðra sjómanna
Minningarspjöld fást hjá:
Happdrætti D.A.S. Austur-
stræti 1, sími 7757 — Veiðár-
færaverzlunin Verðandi, sími
3786 — Sjómannafélag Reykja-
víkur, sími 1915 — Jónas
Bergman, Háteigsveg 52, sími
4784 — Tóbaksbúðin Boston,
Laugaveg 8, sími 3383 —
Bókaverzlunin Fróði, Leifs-
gata 4 — Verzlunin Lauga-
teigur, Laugateig 24, sími
81666 — Ólafur Jóhannsson,
Sogabletti 15, sími 3096 —
Nesbúðin, Nesveg 39 — Guðm.
Andrésson gullsm., Laugaveg
50 sími 3769
Bókaverzlun V. Long, 9288.
Otvarpsviðgerðir
Radíó, Veltusundi 1.
Sími 80300.
Ragnar Ólafsson
hæstaréttarlögmaður og lög-
giltur endurskoðandi. Lög-
fræðistörf, endurskoðun og
fasteignasala, Vonarstræti 12,
sími 5999 og 80065.
Sendibílastöðin h.f.
Ingólfsstræti 11. — Sími 5113.
Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi-
daga frá kl. 9.00-20.00.
Samúðarkort
Slysavarnafélags ísl. kaupa
flestir. Fást hjá slysavarna-
deildum um allt land. í Rvík
afgreidd í síma 4897.
1395
Nýja sendibílastöðin
Sími 1395
Saumavélaviðgerðir
Skrifstofuvélaviðgerðir
S y 1 g j a.
Laufásveg 19, sími 2656.
Heimasími: 82035.
Sendibílastöðin
Þröstur h.f.
Sími 81148
Ljósmyndastofa
Laugaveg 12.
Viðgerðir á
rafmagnsmótorum
og heimilistækjum.
Raftækjavinnustofan Skinfaxi
Klapparstíg 30. — Sími 6484.
Lögfræðistörf
Bókhald — Skatta-
framtöl
Ingi R- Helgason
lögfræðingur, Skólavörðustíg
45, sími 82207.
Opið bréf til Benjamíns
Framhald af 7. síðu.
voru aðeins framkvæmdar
verðtilfærslur innan þessarar
heildarframleiðslu. Þannig hef-
ur mjólkin verið lækkuð, en
aðrar landbúnaðarvörur hækk-
aðar í staðinn. Verð landbúnað-
arvaranna í heild heldur áfram
að stíga.
Að vöruverð lækki í sam-
ræmi við aukna tækni, aukna
framleiðslu og auknar þjóðar-
tekjur kemst ekki til fram-
kvæmdar nema því aðeins að
verkalýðsflokkarnir fái meiri-
hlutaaðstöðu á Alþingi. Eins og
sakir standa er kauphækkun
því eina ; leiðin til þess að
draga úr of miklum peninga-
straumi til auðmannastéttar-
innar af heildartekjum þjóðar-
innar.
Kauphækkun
Við þá sem eru á móti kaup-
hækkunum vildi ég koma hér
með nokkrar staðreyndir, sem
sýna að kauphækkanir er ekki
aðeins greiðfær leið, heldur
myndu kauphækkanir hafa mik-
ið siðferðilegt gildi fyrir þjóð-
'ína í heild. Hlutföllin milli
heildartekna annarsvegar,
vaxta og trygginga hinsvegar,
miðað við heildarlaun verka-
lýðsins, sanna, að aðeins með
því að lækka t. d. hina sví-
virðilegu bankavexti og svip-
aðar álögur trygginga, um ör-
fá prósent, mætti hækka kaup
launþeganna. Hér er sýnishorn
úr iðnframleiðslu þjóðarinnar.
1953
Heildartekjur 1073 millj. kr.
Heildarvinnulaun 175 millj. kr.
Launabót
Launabætur til starfsmanna
ríkisins, sem hafa verið til um-
ræðu á Alþingi, eru ágætt dæmi
um það hvernig þér viljið bæta
kaup fólksins. Launauppbót til
starfsmanns með 80 til 90 þús-
und kr. árskaup er áætlað 5
til 7 þúsund krónur, En launa-
uppbót til hinna lægstlaunuðu
sem ekki geta lifað á kaupi
sínu einu saman eins og til
dæmis bréfbera, sem hefur 33
þúsund krónur í árskaup, er á-
ætláð 5 til 6 hundruð krónur.
Þér ætlizt sennilega til þess,
að verkalýðssamtökin rétti hlut
hinna lægst launuðu starfs-
manna ríkisins.
Dagsbrúnarverkamaður.
Hvers eiga tónlist og
leiklist að gjalda?
Framhaid af 6. síðu.
gefnir. í ár höfðu þeir hins
vegar gullvægt tækifæri til
þess að færa úthlutunina til
betri vegar, því nú höfðu þeir
til umráða miklu hærri upp-
hæð en áður. Hefði verið auð-
velt fyrir þá að nota upphæð-
ina til þess að koma á skyn-
samlegri skiptingu milli list-
greinanna, en það tækifæri
hefur sannarlega ekki verið
notað. Samanburður milli list-
greinanna lítur þannig út í ár:
57 rithöfundar og skáld fá
samtals 419.700 kr. Það eru
54.08% af heildarupphæðinni
og hver maður fær í sinn hlut
að meðaltali kr. 7.363.
34 myndlistarmenn frá sam-
tals kr. 257.600. Það eru
33.20% af heildarupphæðinni
og hver maður fær í sinn hlut
að meðaltali kr. 7.577.
16 tónllstarmenn fá samtals
kr. 77.200. Það eru 9.94% af
heildarupphæðinni, og hver
Kjarnorkuþing
Framhald af 5. síðu.
bandi; kjarnorkubirgðir; orku-
nýting og rannsóknir; úraníum-
vinnsla; kjamorkuefnafræði;
kjarnorkan í þágu læknavísind-
anna og notkun ísótópa í iðnaði.
Atkvæðagreiðsla bönnuð
Samkvæmt þingsköpum ráð-
stefnunnar, er sjömannanefndin
lagði til, skulu fluttir á ráðstefn-
unni eingöngu vísindalegir fyrir-
lestrar. Atkvæðagreiðsla um á-
lyktanir er stranglega bönnuð.
Er það ákvæði sett til að forð-
ast stjórnmálaleg átök og á-
rekstra.
Þá hefur Hammarskjöld áskil-
ið sér rétt til að útnefna sjálfur
embættismenn og starfsmenn
ráðstefnunnar. Er ákveðið að
ekki skuli leyft að gera uppá-
stungur að embættismönnum
ráðstefnunnar né að atkvæða-
greiðsla fari fram um val þeirra.
Er það talið vera í samræmi við
það sem tíðkast á flestum vís-
indalegum ráðstefnum.
Dag Hammarskjöld hefur þeg-
ar skipað dr. Homi J. Bhabba,
forstjóra Kjarnorkunefndar Ind-
lands til að verá forstjóri ráð-
stefnunnar og dr. Walter G.
Whitman frá Massachusetts
Institute of Technology aðalfor-
stjóra þingsins.
Frá skrifstofu Sameinuðu
þjóðanna hafa eftirtaldir menn
verið skipaðir starfsmenn ráð-
stefnunnar:
Dr. Ralph J. Bunche, Banda-
ríkjamaðurinn, sem hlaut friðar-
verðlaun Nobels fyrir friðarstarf
sitt í löndunum við botn Mið-
jarðarhafsins og Ilja S. Tséníséff
frá Sovétríkjunum. Báðir eru
þessir menn aðstoðar-aðalfor-
stjórar Sameínuðu þjóðanna.
Þriðji maðurinn, sem skipaður
hefur verið starfsmaður ráð-
stefnunnar er Norðmaðurinn dr.
Gunnar Randers, en hann er
forstjóri sameiginlegrar kjarn-
orkurannsóknarstofnunar Hol-
lendinga og Norðmanna.
Kjarnorkumálaráðstefna Sam-
einuðu þjóðanna mun standa yf-
ir í 12 daga og er búizt vjð að
hana sæki allir helztu kjamorku-
vísindamenn heimsins.
(Frá upplýsingaskrifstofu SÞ).
maður fær í sinn hlut að með-
altali kr. 4.825.
6 leikarar fá samtals kr.
21.600. Það eru 2.78% af heild-
aruppliæðlnni, og hver maður
fær í sinn hlut að meðaltali kr.
3.600.
Skáld og rithöfundar hafa
nú hærra hluta af upphæðinni
en þeir hafa haft undanfarin
sex ár, en aðrar listgreinar að
sama skapi minna. Þannig hafa
tónlistarmenn lægri hundraðs-
hluta en undanfarin tvö ár,
enda þótt þetta tímabil hafi
einkennzt af mikilli sókn í
tónlistarmálum. Mætti margt
um þetta segja; það hefur t. d.
vakið athygli almennings að
nefndarmenn virðast ekki vita
til þess að neinir íslenzkir
söngvarar séu til, enda þótt nú
séu í fyrsta skipti fluttar í
Þjóðleikhúsinu óperur af ís-
ienzkum söngvurum einvörð-
ungu. Munu nú vera fáir ís-
lendingar uppi — nema þeir
Þorsteinn Þorsteinsson, þorkell
Jóhannesson og Helgi Sæ-
mundsson — sem ekki kunna
að meta kunnáttu og list Guð-
rúnar Á. Símonar, Guðmundar
Jónssonar og Kristins Hallsson-
ar, svo að þrjú dæmi séu nefnd.
Má vera að þremenningamir
séu heyrnarlausir; en hvað sem
því líður er fullvíst að hafi
þessir ágætu listamenn hug á
opinberri viðurkenningu er
leiðin sú að hætta sem fyrst
að syngja en reyna í staðinn
að skrifa bækur sem rúmazt
gætu í safni Þorsteins Þor-
steinssonar.
Þegar litið er á úthlutunina
skyldi maður einnig ætla að
leiklist væri hér í mestu nið-
urlægingu og hefði hrakað ár
frá ári undanfarið. Árið 1950
fengu 19 leikarar laun og þeir
þágu samtals 11.50% af heild-
arupphæðinni. Síðan hefur
hlutur þeirra minnkað við
hverja nýja úthlutun, þar til
nú er svo komið eins og áður
segir, að sex leikarar aðeins fá
laun og nema þau samtals að-
eins 2,78% af heildarupphæð-
inni. Virðast þremenningarnir
þannig ekki slíta mjög gólfum
leikhúsanna í bænum — eða
vera einir um þá frumlegu
skoðun að leiklist hafi koðnað
niður síðan 1950.
Eins og þessar lölur sýna er
ekki furða þótt menn spyrji
hvers tónlist og leiklist eigi að
gjalda. Þarna getur ástæðan
ekki verið pólitísk asnaspörk,
sem oft hafa þó einkennt störf
nefndarinnar, heldur birtast í
þessu vanmati aðrar takmark-
anir þremenninganna. Þeir
hafa allir áhuga á bókum, hver
á sinn hátt, en enginn hefur
nokkru sinni heyrt þá kennda
við aðrar listgreinir. Ekki er
heldur kunnugt að þeir fái sér
til ráðuneytis sérfróða menn;
þeir láta brjóstvitið duga. Og
þótt sú tegund vits hafi löng-
um skipað mikinn sess hér á
landi, fara þar því miður ein-
att fremstir í flokki þeir sem
minnst hafa brjóstheilindin,
enda gera nú æ fleiri menn sér
ljóst að aðrar tegundir vits
v'erða að ráða úrslitum við
greið'slu listamannalauna. Sú
tilhögun sem nú tíðkast er öll-
um aðilum til minnkunar og
veldur því að fé það sem Al-
þingi veitir verður listum þjóð-
arinnar langtum minni lyfti-
stöng en efni standa til. —sk.
fi!
liggn ieiðis
Flokkiirlnn
1. ársfjórðungur féll í gjald-
daga 1. janúar. Greiðið flokks-
gjöld ykkar skilvíslega í skrif-
stofu flokksins.
Móðir okkar
JÓHANNA MAGNtJSDÓTTIR
frá Steinum
andaðist 13. febrúar.
Bergþóra Jónsdóttir, Guðjón Jónsson,
Guðni Jónsson, Einar Jónsson,
Sigurjón Jónsson, Steindór Jónsson.
Jarðarför mannsins míns og föður okkar
FLOSA EINARSSONAR,
Brávallagötu 46,
er lézt af slysförum í Gautaborg 12. nóvember s.l., fer
fram fimmtudaginn 17. febrúar kl. 1.30 frá Fossvogs-
kirkju.
Athöfninni verður útvarpað.
Vinsamlegast afþökkum blóm.
Margrét Guðmundsdóttir
og dætur.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
ÖNNU ÁSMUNDSDÓTTUR
frá Helgavatni.
Vandamenn.