Þjóðviljinn - 15.02.1955, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 15. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Erich Maria REMARQUE:
/------------------------'
Að elsha...
•. • og deyja
s_______________________y
55. dagur
rykið hafði verið dustað af og vildi nú sýna hvers hann
mátti sín. Hann langaði mest til að taka í hnakka-
drambið á karli og hrista hann til, en hann vildi ekki
eiga neitt á hættu. Hann kom fram eins og reynd-
um hermanni bar að gera; sagöi ekkert og stóð tein-
réttur.
Gamli maðurinn beindi vasaljósi sínu að honum.
Gráber gramdist það innilega. ,,Hátíðabúningur,“ hvæsti
gamli maðurinn. „Þér hljótið að hafa hægindastólaemb-
ætti til þess að hafa efni á slíku! Hetja af heimavíg-
stöðvunum í hátíðabúningi! Það er ekki skömm að því!
Hvers vegna eruö þér ekki á vígstöövunum?"
Gráber svaraöi engu. Hann hafði gleymt að taka
þjónustuböndin af gamla jakkanum sinum og setja
þau á lánsjakkann.
„Kjass og klapp, það er það eina sem þér dugið til“,
urraði majonnn.
Elísabet hreyfði sig allt í éinu. Ljósgeislinn beindist
að andliti hennar. Hún horfði á gamla manninn og
gekk í áttina til hans. Majórinn ræskti sig, leit illsku-
lega á hana og fór burt.
„Ég var næstum búin að fá nóg af honum“, sagði hún.
Gráber yppti öxlum. „Þessum gömlu jálkum er ekki
við bjargandi. Þeir ráfa um göturnar, til þess að sem
flestir heilsi þeim. Það er lífsinnihald þeirra. Aö hugsa
sér að náttúran skuli hafa stritazt við í nokkrar millj-
ónir ára til þess að framleiða svona mannkerti að lok-
um“.
Elísabet hló. „Hvers vegna ertu ekki á vígstöðvunum?"
Gráber brosti. „Þetta fæ ég fyrir að villa á mér^
heimildir. Á morgun fer ég í borgarabúning. Ég veit
hvar ég get fengið lánuð föt. Ég er búinn að fá nóg af
þessum kveöjum. Þá getum við setið í friði á German-
íu á morgun“.
„Langar þig til aö fara þangað aftur?“
„Já, Elísabet. Þaö eru svona atvik sem maður man
eftir á vígstöðvunum síðar meir. Ekki þau venjulegu.
Ég kem og sæki þig klukkan átta. Og nú fer ég. Annars
kemur þessi gamli geithafur aftur og heimtar að fá að
sjá launabókina mína. Góða nótt“.
Hann dró hana að sér og hún hvarf til hans. Hann
fann hana í örum sér og allt í einu var eins og allt
leystist upp; hann þráði hana og hann þráði ekkert
nema hana og hann hélt henni fast að sér og kyssti
hana og vildi ekki sleppa henni, en sleppti henni.
Hann fór aftur í Hakenstrasse. Fyrir framan hús
foreldra sinna nam hann staðar. Tunglið skein gegnum
þokuna. Hann beygöi sig niður. Svo kippti hann blað-
inu sem hann hafði skrifaö á skilaboöin undan stein-
unum. Eitthvað hafði veriö skrifað á það með blýanti.
Hann tók upp vasaljós sitt. „Spyrjið á aðalpósthúsinu.
Fimmtándu deild“, las hann.
Ósjálfrátt leit hann 4 úrið sitt. Það var orðið alltof
áliðið; pósthúsið var ekki opið á kvöldin og hann kæm-
ist ekki að neinu fyrr en í fyrramáliö, en þá fengi
hann upplýsingar. Hann braut blaöið saman og stakk
því í vasa sinn, svo að hann gæti sýnt þaö á pósthús-
inu. Svo gekk hann gegnum dauöakyrra borgina aö
herskálunum og honum fannst eins og hann væri létt-
ur eins og fis og gengi um í tómrúmi, sem hann þoröi
ekki að fara úr.
13
Hluti af pósthúsinu stóð enn uppi. Hitt var hrunið
og brunnið. Alls staðar var fjöldi fólks. Gráber þurfti
að bíða alllengi. Svo komst hann að fimmtándu deild
og sýndi bréfmiðann og skilaboðin sem á honum voru.
Skrifarinn rétti honum miðann til baka. „Getiö þér
sannað hver þér eruð?“
Gráber ýtti launabókinni og leyfisvottoröi sínu til
hans. Skiifstofumaöurinn athugaöi hvort tveggja gaum-
gæfilega. „Hvað er þetta?“ spurði Gráber. „Einhver
skilaboð?“
Maöurinn svaraöi engu. Hann reis á fætur og gekk
eitthvað afsíðis. Gráber beið og starði á skjölin sem
lágu opin á borðinu.
Skrifaiinn kom til baka og hélt á litlum, þvældum
pakka í hendinni. Enn bar hann heimilisfangiö saman
við heimilisfangið í launabókinni. Svo ýtti hann pakk-
anum gegnum gatið á rúðunni.,, Kvittiö hér“.
Gráber þekkti skrift móður sinnar á pakkanum. Hún
hafði sent honum hann til vígstöðvanna og hann hafði
verið sendur til baka. Hann leit á heimilisfang send-
anda. Það var enn Hakenstrasse. Hann tók pakkann og
kvittaði fyrir hann. „Var þaö ekki meira?“ spurði hann.
Maðurinn leit upp. „Haldið þér að við séum að stinga
einhverju undan?“
„Nei. En mér datt í hug, að þið hefðuð fengiö nýja
heimilisfang foreldra minna“.
„Það er ekki í okkar verkahring. Spyrjiö í útburöar-
deildinni á annarri hæð“.
Gráber fór upp. Það var aðeins þak yfir hálfri ann-
arri hæð. Handan við það sást upp í bláan himininn,
„Við höfum ekkert nýtt heimilisfang hér“, sagði kon-
an sem sat innan við gluggann. „Annars hefðum við
ekki sent pakkann í Hakenstrasse. En þér getið auðvit-
að spurt póstþjóninn í hverfinu11.
„Hvar er hann?“
Konan leit á úrið sitt. „Hann er að bera út núna. Ef
þér komiö hingaö aftur um fjögurieytiö í dag, verður
hann kominn hingað. Þá er bréfunum útbýtt“.
„Er hugsanlegt aö hann viti heimilisfangið, þegar
þið vitiö það ekki hér?“
„Autvitað ekki. Hann fær heimilisföngin hjá okkur.
En sumt fólk vill spyrja hann samt. Því finnst eitthvert
öryggi í því. Þannig er fólk. Eða er ekki svo?“
„Jú, sennilega“.
Gráber tók pakkann sinn og gekk niður stigann.
Hann leit á dagsetninguna. Hann hafði verið sendur
fyrir þrem vikum og verið lengi á leiðinni þangað, en
fljótur til baka. Hann nam staöar í skoti og reif upp
brúna pappírinn. í pakkanum var þurr kaka, ullar-
sokkar, sígarettupakki og bréf frá móöur hans. Hann
las bréfið. Ekkert var þar minnzt á flutning eða loft-
| Brýn þörf ráðstafana
: Framhald af 1. síðu.
jbrezk yfirvöld vita það af fullri
jalvöru, að íslendingar munu
| ekki sætta sig við yfirgang
j brezkra árásarseggja, og leggur
jþví fyrir ríkisstjórnina að gera
■ ráðstafanir til að mæta slíkum
■
■ yfirgangi. Brezku auðvaldi kann
■
• að takast um stund að samræma
■ morð sí'n á þeldökkum bændum
j Kenyalands og níðherferð um þá
jog sjálfstæðismál þeirra, en Al-
5 þingi íslendinga þarf að láta
j heiminn vita, að hér á íslandi sé
Jtafarlaust brugðið við, þegar
■ brezkt áuðvald ætlar að byrja að
jbeita íslenzka fiskimenn fanta-
■ brögðum, jafnhliða sem það ræg-
:ir þá þjóð, sem bjargað hefur
jlífi hundraða brezkra sjómanna.
■
■ —— -------
! Bæjarpósturinn
■
• Framhald af 4. síðu.
j göngu vegna hins, að menn
j eru orðnir svo vanir óábyi:gu
j blaðri þessa manns, að hann
■ er ekki almennt tekinn alvar-
I lega.
■ En það skyldu menn muna,
: að það er líka hættulegt að
■ taka ekki alvarlega mann
: sem hrifsað hefur til sín jafn
j mikil völd. Eina leiðin til að
j þjóðin verði örugg fyrir
j braski slíkra pólitískra spekú-
j lanta. með eignir og velferð
j fólksins, er að velta þcim úr
j völdunum, þeim og flokki
j þeirra. Því skyldi alþýðufólk
j lyfta þessum mönnum sem
■ alltaf rísa móti hverri við-
• leitni alþýðunnar til að bæta
■
■ kjör sín, og beita og mis-
■ beita til þess valdi Alþingis
: og ríkisstjórnar ? — K“.
efmilisþátttii*
Skórabb
Mikið er framleitt af skóm í
mismunandi gerðum. Hægt er
að fá glæsilega samkvæmis- og
spariskó, hlýja skó til að nota
í kuldum og þægilega göngu-
og götuskó.
Margar nýjar gerðir koma
einnig fram af inniskóm og
þeir eru oft skemmtilega útlít-
andi og þægilegir og hentugir
um leið. Skórnir með leóparða-
blettunum eru þægilegir á fæti
og þeir eru hentugir inniskór,
bæði við eldhúsverkin og sem
inniskór. Margir inniskónna
fara vel við síðbuxur og það
kemur sér vel, þvl að siðbux-
ur eru að verða mjög útbreidd-
ur heimabúningur.
Sem götuskór eru flötu sand-
alarnir nýjung, sem ekki virð-
ist hafa náð hingað enn,. en
þetta eru einhverjir þægileg-
ustu skór sem hægt er að fá.
Þeir líta út eins og barna-
skór, aðeins stærðin sýnir að
þeir eru handa fullorðnum og
þeir eru þægilega breiðir yfir
tána. Það hefur mikla þýðingu
að tekið sé tillit til lögunar-
innar á fætinum og tími til
kominn að fækká þéim skóm
sem aflaga faiturna. Flötu
sandalarnir ættu að eiga fram-
tíð fyrir sér og þeir eru fram-
leiddir úr mislitu, þunnu leðri,
og þykku brúnu og svörtu
leðri.
Þeir sem fótkaldir eru geta
fagnað úrvalinu af „kulda-
skóm“. Skórinn á myndinni er
frá Nova í París og hann er
úr rúskinni. Sólinn er úr þykku
hrágúmmi og svo þykkur að
hann forðar skónum frá verstu •
aurslettunum. Leðurstígvél eru
að vísu mun hentugri í okkar
loftslagi.’
Af fínni skóm er í París mik-
ið úrval af samstæðum, þ.e.a.s.
skóm, töskum og iiönskum í
stíl. Þetta lítur ljómandi vel
út, en maður hefur ekki alltaf
fjárráð til að kaupa þetta
þrennt í einu. Öðru máli gegnir
ef mann vantar skó og tösku
samtímis. Þá er rétt að aðgæta
hvort ekki er hægt að fá það
samstætt. Hanzkar þurfa eng-
an veginn að vera eins, þótt
skemmtilegt sé að þeir séu ann
aðhvort samlitir eða með ein-
hverju skrauti sem fer vel við
hitt.