Þjóðviljinn - 20.02.1955, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. febrúar 1955
Staður íyrir rænulaust íólk — Stuttir áíangar,
langar áningar — Skylt er skeggið hökunni
HÖRSLI skrifar: „Mér hefur
fundizt' við lestur póstsins að
þú sért að kvarta öðruhvoru
um að þér sé ekki skrifað.
Kemur mér það allundarlega
fyrir sjónir. Það getur þó ekki
verið af því að fólk skorti
efni í bréf. Af nógu er að
taka. Það hlýtur þá að stafa
af framtaksleysi eða hinum
hvimleiða lesti, hreinni og
beinni leti. Nú vi}dir þú
kannski segja við mig: „Skrif-
aðu þá, þú hefur nóg efni,
nóga framtakssemi, nógan
vilja“. Já, ég skal ekki láta
standa á mér. Ég vil þá byrja
á því að þakka fyrir þá góðu
uppástungu sem kom fram í
póstinum fyrir stuttu síðan,
um .það að fá hluta af Morg-
unblaðshöllinni fyrir ganga-
geymslu ofurölvaðra manna.
Það leið varla meira en sólar-
hringur þar til fregn birtist
í blöðunum um að strax í
vor skyldi byrja að byggja
nýja lögreglustöð með full-
kominni geymslu fyrir ofur-
ölvaða menn. Þeir voru fljót-
ir að taka við sér, eftir að
höll Morgunblaðsins var
bendluð við ofurölva fólk,
fólk sem drukkið hefur frá
sér ráð og rænu.
Kannski líka að þeim hafi
ekki veitt af þeim 8 eða 10
hæðum sem höllin skal saman
standa af, handa þeim ráð- og
rænulausu sem eiga að vera
þar innan veggja á vegum
Morgunblaðsins. Þeir eru
margir og fylla óefað margar
hæðir í fyrstu skýjakljúf
-<s>
lÆí
SKIPAÚTGCRÐ
RIKISINS
HerðnM
austur um land til Bakkafjarð-
ar síðari hluta vikunnar. Vöru-
móttaka á Hornafjörð, Djúpa-
vog, Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð,
Borgarfjörð, Vopnafjörð og
Bakkafjörð á morgun. Farseðl-
ar seldir á þriðjudag.
i HEKLA
austur um land í hringferð
hinn 27. þ.m. Vörumóttaka á
Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð,
Eskifjörð, Norðfjörð, Mjóa-
fjörð, Seyðisfjörð, Þórshöfn,
Raufarhöfn, Kópasker og
Húsavík á morgun og þriðju-
dag. Farseðlar seldir á fimmtu-
dag.
íhaldsins. Þegar verið var að
byggja' kjallara þessarar
miklu hallar, vildi svo til að
ölvaður ökuþór keyrði útí
grunninn ifullan af vatni.
Hvað boðaði slík tilviljun, að
strax og grunnurinn varð til,
sóttu í hann menn sem svift-
ir voru ráði og rænu? — Það
boðaði — að á öllum hæðum
hallarinnar yrðu ráðleysingjar
búsettir. Þótt hæðirnar yrðu
20 ætti Morgunblaðsliðið nóga
ráðleysingja til að fylla þar
hvern krók og kima. Þetta
hafa þeir vitað þegar uppá-
stungan kom í póstinum, —
ekki bara viljað láta almenn-
ing vita hvað herfylkin værii
mörg. — Snjallir herforingj-
ar —- enda oft komið á „Völl-
inn“ og verið hinir námfús-
ustu. Okkur var sagt í blöð-
unum að nýja lögreglustöðin
yrði byggð í áföngum. Það
minnir mig á svo mörg áform
sem ráðamenn þessa bæjar
hafa sett sér að koma í fram-
kvæmd, einmitt í áföngum.
Á áfangastað er áð, áninga-
staðir íhaldsins eru margir og
áningatíminn alllangur. Mér
kæmi ekki á óvart þótt þeir
legðu sig eftir að fyrsta á-
fanga yrði náð í svo stóru
átaki „sem það nú líka er“
að gera fokheldan kjallara
fyrir ósjálfbjarga meðbræður
sína. -— Skúlagatan slcyldi
malbikuð í áföngum. Eimskip
keypti Kveldúlf við sömu
götu. í fyrsta áfanga skyldi
malbikað innað Kveldúlfi. Það
tókst, með hjálp Eimskip að
mér er tjáð. Svo var áð. Sú
áning stendur yfir enn, þrátt
fyrir þá ákvörðun og yfirlýs-
ingar í blöðum fyrir ári síð-
an, að næsti áfangi í malbik-
un téðrar götu yrði frá Kveld-
úlfi að Nóa. Einhver hefur
líklega sofið fast á áninga-
staðnum þeim.
— Hvað á ráðhús bæjarins að
byggjast í mörgum áföngum?
Hvað verða áningastaðirnir
margir við að velja því stað?
Er fyrsta áfanga náð í bygg-
ingu bæjarsjúkrahússins ? Er
síðasta áfanga náð í byggingu
heilsuverndarstöðvarinnar ? —
Svona mætti lengi spyrja, svo
margir eru áfangar íhalds-
ins, og ekki eru áningastað-
irnir færri. Og sá tími sem
fer í hvíldimar á áningastöð-
unum, honum er nú hreint
ekki illa varið, — því þegar
hetjurnar rísa upp þá eru þær
endurnærðar, fullar af sælu-
vímu og fögrum áformum um
að láta nú eitthvað gott af
sér leiða. Setja markið hátt.
Við skulum sjá! — Slys á
Suðurlandsbraut á móts við
Herskóla Camp, ekki eitt held-
ur mörg, stundum daglega.
Eitthvað þarf að gera. Næsti
áfangi er umferðarráð. Við
bíðum eftir úrskurði umferð-
arráðs í þessu slysamáli á
Suðurlandsbrautinni. Eftir
dúk og disk liggur úrskurður
ráðsins fyrir. Ákveðið er að
flytja þurfi verzlunina sem
er norðan við götuna, eða
leggja hana niður. Ákveðið er
að gera skuli gangbraut við
götuna á nefndu svæði. Á-
kveðið er að setja upp girð-
ingu meðfram akbrautinni.
Þið sem eigið leið um Suður-
landsbraut, hafið með ykkur
kíki og athugið hvort þið
sjáið ekki framkvæmdirnar.
Ég er nefnilega ekki viss um
að þær sjáist með berum aug-
um. Kannski líka að slysa-
hættan hafi horfið við hin
fögru áform, — sé svo þá er
von að nú sé sofið. En það
er ekki soíið þegar, hinar fá-
víslegustu framkvæmdir eiga
sér stað, eins og t.d. þegar
gulu augasteinum íhaldsins
var raðað inn með allri Suð-
urlandsbrautinni og víðar til
óhagræðis og tjóns fyrir alla,
nema íhaldið; þeir eru þess
augnayndi. Hver elskar sér
líkt — skylt er skeggið hök-
unni.
Sæll „að sinni. —- Hörsli“.
«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■B
Sinfóníuhljómsveitin
Bíkisúfv&rpið
TÖN LEI KAR
í Þjóöleikhúsinu þriðjudaginn 22. febrúar
klukkan 9 síðd.
Stjórnandi: RÓBERT A. OTTÓSSON
Einleikari: ÞORVALDUR STEINGRÍMSSON
Einsöngvari: PRIMO MONTANARI
Verkefni;
Edouard Lale:
Spánarsinfónía (Symphonie Espagnole), op. 21
í d-moll, fyrir einleiksfiðlu og hljómsveit.
Massanet, Biset, Flotow og Wagner:
Óperuaríur
Paul Dukas:
Lærisveinn galdrameistarans.
Aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsinu.
Útselunni
lýkur á þrjðjudag. Mikill afsláttur af vinnu-
fatnaði karlá og unglinga, stóresefnum, og kjólá-
efnum. Svartir ullarsokkar drengja á 10 krónur,
manchetskyrtur á 75 kr.
Vetzlunin HELMA,
Þórsgötu 14 —•- Sími 80354.
Czechoslovak Ceramics Lti I
Praha II. Tékkóslóvakíu
framleiða m.a.
CZECHOSLOVAK CERAMICS Ltd., PRAHA
■ •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■,
*******■■■■■■■»■■■■■■>■■■■■■»■■■■■—■—»■■■■■■— ■■■■**■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■!
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
IITSAIAN
Vegglampar frá 46 krónum
Ljósakrónur írá 290 krónum
Skermar frá 13 krónum
Málmiðjcm,
Bankmstræti 7
•■■■■■■■■M
f er að hætta