Þjóðviljinn - 20.02.1955, Page 7

Þjóðviljinn - 20.02.1955, Page 7
Sunnudagur 20. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 íslendingar hafa jafnan gef- ið stöðum nöfn eftir ein- hverjum áherandi einkennum í landslaginu. Er við heyrum nafnið Höfðaströnd verðum við þess fullviss um leið að þar sé annaðhvort rismikill eða sérkennilegur höfði á ein- um stað, og gefi landinu um- hverfis svip. Á sama hátt hafa reykið stígið úr jörðu á Reykjaströnd er hún hlaut nafn sitt. Og það er mikið um fögur örnefni á Islandi. I Afríku skírðu menn strendur eftir svipuðum meg- inreglum og í Húnavatnssýslu og Skagafirði: það voru viss ,,einkenni“ hlutaðeigandi staða sem nafngiftum réðu. Þar er Piparströnd, af því einmitt þar óx piparjurtin; þar er Karrýströnd, af því þar fékkst efni í karrý; þar er Fíla- beinsströndin, af því þar voru svo margir fílar; þar er Gull- ströndin, af því þar voru gnægðir gulls; þar er Þræla- ströndin, af því þar var hægt um vik að veiða þræla. Það er mikið um áhrifarík örnefni í Afríku, ekki síður en á Norð- urlandi. Það voru portúgalskir sæ- farar, síðar hollen,fekir, franskir og enskir, er réðu þessum nafngiftum. Svartir menn höfðu raunar búið á þessum ströndum um óratíð- ir; þeir höfðu vafalaust gefið löndum sínum smekkleg nöfn, eins og íslenzku landnáms- mennirnir og þeirra niðjar. En þau höfðu ekki gildi fyrir Evrópumenn þá sem hingað voru komnir til að græða gull og seim; það skyldu fyrst og fremst vera hagnýt nöfn — og enn í dag lýsa þau sjón- armiðum höfunda sinna með alveg sérstökum hætti. Hin- ir evrópsku landnámsmenn „svörtu álfunnar" voru ekki þangað komnir til að una þar í friði, heldur til að verða ríkir. Það var fjárhagslegt landnám. Og örnefnin tala sínu máli: það er sagan um kryddvöruverzlun fyrri tíma tii þrælasölu síðari alda. Ár- skógsströnd þykir fagurt heiti. En Þrælaströnd er miklu máttugra nafn. Það eru tveir menn fram- ar öðrum er malað hafa Evr- ir stóðu þeir við kvömina, og áttu ekki annars úrkosta. Enn í dag er byssan hand- hægast valdatæki Evrópu- manna í löndum gulra manna og svartra. En eitt er breytt: sú ógn sem fylgdi henni forð- um hefur orðið viðskila við hana: þótt henni sé mifíað, ganga þeir frá kvöminni einn af öðrum. Að vísu em þeir sumir skotnir í bakið er þeir hverfa brott í dag, en þeim fækkar ekki fyrir það er Á morgnn, 21. febrúar, er alþjóðlegur baráttu- dagur gegn nýlendu- kúguninni. feta í fótspor þeirra á næsta andartaki. Þjóðviljinn sagði frá því í gær að tugir manna hefur vafalaust sloppið við að greíða þessar tvær krón- ur síðastliðna viku; en það verður önnur kröfuganga um næstu helgi, í líkingu talað, og þá munu þeir heimta fimm króna hækkun. Smám saman verður þeim ljóst að það er aðeins ein kauphækkun sem dugar: að reka hina útlendu morðhunda og brennuvarga brott úr landinu. Þeir sem unna svertingjunum í Sierra Leone réttar og lífs, hafa valið morgundaginn, 21. febr., árlegan og alþjóðlegan bar- áttudag gegn nýlendukúgun — stund til að minna á jafn- rétti allra manna, frelsiskröf- ur hinna kúguðu, rétt þeirra til að leita sér hamingju að eigin vild. Á morgun fylgjum við verkamönnunum föllnu í Sierra Leone til grafar. Við þá gröf stendur einnig vagga þess frelsis sem þeir munu vinna á næstu árum. Vegna okkar sjálfra vildum við gjarnan eiga ofurlítinn hlut að þeim sigri. Þessi er hin tvígilda merking morgundags- ins. I svonefndum hreinum ný- Hollenzkir hermenn á Java 1950; þeir ruddu sér braut með eldi, blóð flaut í spor þeirra. leppa í hálfnýlendunum, sem heldur fólkinu í böndum: það mun rísa upp þann dag sem það hefur máttinn til þess. Atburðirnir í Sierra Leone um fyrri helgi eru nýjasta dæmið um hvert þróunin stefnir. Eða skyldu Bretar gera sér í hugarlund að verka- menn í Freetown sætti sig eitthvað fremur við níu krón- ur á dag, eftir að þeim hefur SIÐFERÐISRETTUR OG BYSSUSTINGUR Jiefðu fallið í brezku nýlend- unni Sierra Leone á vestur- strönd Afríku um siðustu helgi: lífverðir vestræns frels- is, þeir sem „flagga með móður parlamentanna“ eins og Morgunblaðið komst svo snilldarlega að orði um dag- inn, skutu á kröfugöngu verkamanna í hinni fagur- Þannig kvaddi franska auðvaldið í Viet Nam ópubúum gull og gert þá mikla: svarti maðurinn í Afríku, guli maðurinn í Asíu. Varnarlausir og fákænir gagnvart vélum hins hvíta hafa þeir staðið við grótta- kvörnina — malað gull, mal- að vald. Slægju þeir slöku við, var hnútasvipan á lofti. Þeir þurrkuðu svitann af enni sér — og byssan gein þeim við hjartastað. Um ald- nefndu borg Freetown. Þar fá verkamenn níu krónur á dag fyrir að snúa gróttakvörn heimsveldisins, og þeir heimta tvær í viðbót — annars tök- um við upp önnur störf, hafa þeir sjálfsagt hugsað. Eh Bretinn hugsaði með sér að hann skyldi kenna þessum hundum að lifa — skaut síðan nokkra tugi þeirra til að sjá hvernig hinum yrði við. Hann lendum, löndum sem lúta í einu og öllu erlendri stjórn og efnahagslegri yfirdrottn- un, munu nú búa um 185 milljónir manna, nær helm- ingur þeirra í brezkum ný- lendum. En í svonefndum hálfnýlendum, löndum er hafa innlenda stjórn að nafninu til, en lúta efnahagslegum yfir- ráðum auðvaldsiðnaðarland- anna, búa ennfremur um 1050 milljónir manna. Það verða samtals um 45 prósent mann- kynsins. í auðvaldsiðnaðar- löndunum búa um 530 millj- ónir manna, eða um 20 pró- sent mannkynsins; þar af hafa þau lönd þar sem yfir- stéttin drottnar beinlínis yf- ir efnahagslífi nýlendnanna og hálfnýlendnanna samtals um 300 milljónir íbúa. Lönd undir sósíalískri alþýðustjórn hafa samtals rúmlega 900 milljónir íbúa. Þetta eru at- hyglisverðar tölur. Það eru yfirstéttir með þjóðum, er telja samtals um 300 milljónir íbúa, sem sitja gjörsamlega yfir hlut 185 milljóna manna í öðrum heimsálfum og hafa þar að auki sterk ítök eða alger ráð á efnahagslífi meira en milljarðs manna í viðbót. Það fer ekki alltaf miörgum sögum af kvöl nýlendubú- anna, né heldur af kurr hinna sem í hálfnýlendum búa. En við vitum að það er ekkert nema her og lögregla nýlendu- stjórnanna og hinna keyptu verið fækkað nokkra tugi? Það virðist að vísu ójafn leik- ur, enda mun hann verða dýr: naktar hendur gegn byssu- stingi, bæn gegn sprengju. En það er lífsnauðsyn fólks- ins, meðvituð eða dulvituð, sem skiptir þó sköpum að lok- um — það er hún sem einn dag leiðir börn myrtra feðra í Malakkaskógum til öndveg- is í Kualalumpur. Hrynjándi heimsveldi munu æpa: Komní- únistar! Kommúnistar! En það mun engan sannfæra um réttmæti þess að þúsund- áraríki nýlendukúgunarinnar skuli lengur standa. Það eru yfirstéttir nokkurra „vest- rænna“ landa sem standa brennimerktar og fordæmdar gagnvart rísandi alþýðu um víða veröld. Eins og stendur er það ójafn leikur á mæli- kvarða byssukjaftsins, en hann er líka ójafn á mæli- kvarða siðferðisins; og sið- ferðið er sterkara en byssan. „Kommúnistunum" skyldi heldur ekki gleymt. Þeir eru málsvarar nýlendubúa á al- þjóðlegum vettvangi; á sama hátt og það var engin tilvilj- un að kommúnistar höfðu for- ustu um að frelsa Kína úr greipum heimsauðvaldsins, þannig er það í samræmi við lögmál þróunarinnar að marg- ir helztu forvígismenn ný- lendubúa eru kommúnistar: þeir rísa upp úr þjóðahafinu fyrir sósíalískan skilning á eðli baráttunnar, þeim er blás- in í brjóst hin mikilfenglega hugsjón sósíalismans um ham- ingjukost allra manna, kenn- ing hans um jafna göfgi allra kynþátta hlýtur að falla í frjóan jarðveg á Þrælaströnd- inni. Þegar kúgararnir hrópa upp um kommúnista, hafa þeir nokkuð til síns máls, þótt með öðrum hætti sé em þeir viðurkenna: kommúnist- inn Hó Sjí Mín er ekki erind- reki Moskvu, heldur framþró- unarinnar. I nýlendum Breta og Frakka í Asíu og Afríku er nú á- stundaður sá fasismi sem þeir mikluðust af um skeið að hafa lagt að velli í Evrópu. Og afstaðan til nýlenduskipu- lagsins sker úr um það, meðal annarra efna, hvorumegin menn standa: með heimsauð- valdinu sem gat af sér fas- ismann eða friðaröflunum sem miða að hamingju alls lýðs. Einnig hér á íslandi gefur hún lærdómsríka innsýn í hjartalag manna. Hér hafa verið gefin út áratugum sam- an blöð sem aldrei hafa séð ástæðu til að láta í ljós sam- úð með nýlendubúum, hið lengsta sem þau hafa komizt ef að birta „hlutlausar'* fregn- ir af fjöldamorðum í Kenía. Og það kemur heim að þetta eru sömu blöðin og litu í von til fasismans er hann var að rísa á legg suður í álfu á sínum tíma; og það kemur líka heim að þetta eru sömu blöðin og ævinlega hafa stað- ið gegn hverri réttarbót al- þýðu manna á íslandi, og hælast einmitt yfir því þessa dagana að skósveinum þeirra hafi tekizt að hafa nokkrar þúsundir króna af hverjum. sjómanni í Vestmannaeyjum. Heimsauðvaldið er eitt, hvort sem flokkur þess heitir íhalds- flokkurinn á Englandi eða Sjálfstæðisflokkurinn á ís- landi. Og alþýðan er líka ein, hvort sem hún veiðir fisk í Vestmannaeyjum eða mokar sand á Þrælaströndinni. Morg- undagurinn er sérstök áminn- ing þess að við eigum öll eina heill. Við sendum kveðjur austur í Malakkaskóga, suður til Ke- níu, vestur til Gvatemala. Við munum ykkur, bræður og systur, þið sem hefjizt undir hnútasvipunni, þið sem stand- ið óhrædd andspænis byssunni. Einn dag hittumst við öll í friði. Og það skal verða bjart er við tökumst í hendur. B.B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.