Þjóðviljinn - 26.02.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.02.1955, Blaðsíða 10
2 3 Er huldufólk til? Það var í rökkurbyrjun 22. febrúar s.l., er rit- stjóri Óskastundarinnar var að ganga heim til sín, að fjórir drengir, [7—10 ára, gengu í veg fyrir hann. Þeir voru í- byggnir og höfðu auðsjá- anlega verið að ræða merkileg mál. — Það er gaman að Óskastundinni, sagði einn þeirra. — Það gleður mig að heyra það, sagði ritstjór- inn. — Ég klippi hana allt- af úr, sagði annar, — hvað kostar mappan, tú- kall, er það ekki. — Jú, sagði ritstjórinn. En það var svo sem auðfundið, að það var ekki þetta, sem þeir höfðu verið að ræða um, þó að þeir notuðu tæki- færið til að ávarpa rit- stjórann svona vingjarn- lega. Þeir litu hver á annan og brostu hóglega, og þá sagði einn, það sem öll- um var í huga. — Heldurðu- að huldu- fólk sé til, sagði hann. Ritstjórinn fann, að til mikils var ætlast af hon- um, jafnvel að hann gæfi óskeikult svar, seg öi annaðhvort já eða nei. Hann þagði andartak. — Ég vil ekki segja nei við þessari spurn- ingu, sagði hann, — það eru svo' ’margar sagnir um huldufólk fyrr og síð- ar. — Já, það eru margar sögur um huldufólkið, en við höfum nefnilega heyrt að það sé huldufólk í Öskjuhliðinni. Hefurðu heyrt það? — Þið eigið kannski við huldukonuna, sem sagt er að hafi verið í klettunum sunnan við Grænuborg. — Nei, við höfum ekk- ert heyrt um hana. En í Óskjuhlíðinni hefur fund- izt hlutur frá huldufólk- inu og hann er kominn í safnið. — Jæja, hvaða hlutur ætli það hafi verið? — Það var bara einhver hlutur, svo að þetta er ekki bara saga, fyrst hluturinn fannst. Það var auðheyrt, að hér voru miklar sannan- ir fyrir hendi, og í raun- inni þær sannanir, sem drengirnir vildu fá til þess að grunur þeirra um tilveru huldufólks væri staðfestur. Það væri auðvitað gam- an að heyra eitthvað fleira um þetta. En ó- neitanlega reikar hugur- Framh. á 4. síðu. Skrítlur Elli kom inn til sín og sagði þær fréttir að Beggi vinur hans hefði dottið ofan úr 30 feta húsi í gær. — Hvað er að heyra þetta, sagði fólkið, meidd- ist hann ekki mikið. — Nei, nei, hann meiddist ekkert, hann datt úr neðstu tröppunni. Skrítlur Tvö systkin og Villi, kunningi þeirra, höfðu farið upp á háaloft og voru þar að gramsa í dóti. — Hvað eruð þið að gera þarna uppi? kallaði faðir systkinanna. — Ekkert. — En hann Villi? — Hann er að hjálpa okkur. 4000 ára gamall bátur í þorpinu Stjutj í nánd við Voronesj í Sovétríkj- unum fannst fyrir skömmu bátur frá upp- hafi bronsaldar, þannig að hann er um 4000 ára gamall. Þetta er holaður eikarstofn, 7,55 metra langur og gengur fram í odd. Báturinn hefur varð- veitzt mætavel og er ein- stæður í sinni röð. f OLALDÍÐ — 09 snjjóboltarnir hvers vegna láta strákarnir svona? Geta þeir aidrei hætt þessu snjókasti? Þeir ættu þó að vita að ... Rétt skal Nú skulum við aftur athuga orð, sem hljóma Orðsendingar Mörg bréf bárust síð- ustu viku. Margir hafa sént efni, nokkrir tekið þátt í verðlaunasamkeppn- inni, og sumir sent fyr- irspurnir. Mappan. Börn úti um land hafa beðið um möppuna. Til athugunar er að senda möppuna til sölu hjá útsölumönnum Þjóðviljans. M. Jóh. Höfn, Homa- firði. Það getur komið til mála að birta danslaga- textann sem þú biður um. Þökk fyrir þitt góða bréf. G. B. Mánagötu og Þ. K. Það var gaman að fá vísurnar ykkar. Einhverj- ar þeirra birtast í næsta blaði. Þeir, sem ætla að taka þátt í samkeppninni, þurfa að senda efni sem fyrst. vera rétt eins í framburði, en merkja sitt hvað, eftir þvi hvernig þau eru rituð. Það eru orðin seyði og seiði. Seyði (af að sjóða) í potti, seyði af fjallagrös- um, grasaseyði. Máltækið segir: Það verður að súpa seyðið af því, þ. e. að taka slæmum afleiðingum af einhverjum verknaði. Að seyða eitthvað. Seyð- isfjörður. Seiði. Þ. e. smáfiskur, varaseiði, upsaseiði. Að seiða þýddi líka að galdra, beita töfrabrögð- um. Seiðkona sat á seið- hjalli og seiddi til sín það er hún girntist, fiska úr sjónum og fugla loftsins. Samtal... Framh. af 1. síðu. sprettur. Og mér kom í hug að engan kunnugan skyldi undra, þó að hann Gummi litli yrði ein- hverntíma framarlega í hópi hlauparanna okkar. Snafi Úr endurminningurn Siggu litlu Aumingja gamli Snati sem liggur frammá lapp- ir sér fyrir utan skemmu- dyr, hvað skyldi hann nú vera að hugsa?« Manstu Snati minn, þegar við vótum lítil, að við vor- um bæði að renna okkur á sleða? Þá kom allt í einu bylur svo ég hélt að tröllin mundu koma og taka mig. Manstu einu sinni þegar við fóruni niðrað sjó að tína skelj- ar, og þp.hoppaðir allt í kringum mig? Þá var nú gaman, Snati minn. En nú ertu orðinn gamall og ég er orðin stór, og þú liggur fyrir utan skemmu- dyr, en ég er heima að hjálpa 'mömmu til í búr- inu. Vertu sæll Snati minn; ég aetla að skreppa inn og kyssa mömmu. H. K. Laxness í Vefarinn mikli. 'm — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. febrúar 1955 10) Kaup - Sala Kaupum kopar og eir U t varps viðgerði r Radíó, Veitusundi 1. Sími 80300. Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun og fasteignasala, Vonarstræti 12, sími 5999 og 80065. Sendibílastöðin h.f. Ingólfsstræti 11. — Sími 5113. Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi- daga frá kl. 9.00-20.00. Saumavélaviðgerðir Skriístoíuvélaviðgerðir S y I g i a. Lauíásveg 19, sími 2656 Heimasími: 82035. Sendibílastöðin Þröstur h.f. Sími 81148 1395 Nýja sendibílastöðin Sími 1395 L j ósmyndastof a Laugaveg 12. Viðgerðir á rafmagnsmótorum og heimilistækjum. Raftækjavinnustofan Skinfaxi Klapparstíg 30. — Sími 6484. Málmiðjan, Þverholti 15. Mun’ð kalda borðið að Röðli. — RöðulL Nýbakaðar kökur með nýlöguðu kaffi. — Röðulsbar. Kvensilfur smíðað, gyllt og gert við. Trú- lofunarhringar smíðaðir eftir pöntun. — Þorsteinn Finn- bjarnarson, gullsmiður, Njáls- götu 48 (horni Vitastígs og Njálsgötu). Fyrst til okkar Húsgagnaverzlunin Þórsgötu 1 Munið Kaffisöluna Hafnarstræti 16. KLIPPIÐ HÉR! Dvalarheimili aldraðra sjómanna Minningarspjöld fást hjá: Happdrætti D.A.S. Austur- stræti 1, sími 7757 — Veiðar- færaverzlunin Verðandi, sími 3786 — Sjómannafélag Reykja- víkur, sími 1915 — Jónas Bergman, Háteigsveg 52, sími 4784 — Tóbaksbúðin Boston, Laugaveg 8, sími 3383 — Bókaverzlunin Fróði, Leifs- gata 4 — Verzlunin Lauga- teigur, Laugateig 24, sími 81666 — ólafur Jóhannsson, Sogabletti 15, sími 3096 — Nesbúðin, Nesveg 39 — Guðm. Andrésson gullsm., Laugaveg 50 sími 3769 UU1JÖ16CÚ6 si&uuuaaRran60xi Minningar- kortin eru til sölu í skrifstofu Sós- íalistaflokksins, Þórsgötu 1; afgr. Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustig 21 og í Bókaverzlun Þor- valdar Bjaraasonar í Hafn- Erlend Framhald af 6. síðu. hefur átt marga fundi með Ho og öðrum valdamönnum þar og gert við þá samning um réttindi franskra kaupsýslu- manna og atvinnurekenda. Þegar franski herinn yfirgefur Haiphong, síðasta brúarsporð sinn í norðurhluta Viet Nam í maí í vor, munu Frakkar og lýðveldisstjórnin reka þar í sameiningu kolanámur, sem- entsverksmiðju, vefnaðarvöru- verksmiðjur og ýmis önnur stórfyrirtæki. Ut af þessu er nú risin deila milli Frakklands og Banda- ríkjanna, segir Edward Wein- thal, fréttaritari bandaríska fréttatímaritsins Newsweek. Franska stjómin hefur farið þess á leit að Bandaríkjastjórn undanskilji frönsk fyrirtæki í norðurhluta Viet Nam við- skiptabanninu sem hún hefur sett á öll svæði sem stjórnað er af kommúnistum. Banda- ríkjastjórn hefur svarað, að ekki aðeins verði viðskiptabann- tíðindi ið látið ná til þessara fyrir- tækja heldur verði franskir eíg- endur þeirra settir á svartan lista og öllum fyrirtækjum þeirra hvar sem er i heimihum meinað að kaupa eða selja vör- ur í Bandaríkjunum og eignir þeirra í bandarískum bönkum frystar. Að sögn Weinthals kemst Bandaríkjastjórn svo að orði að þolinmæði hennar gagnvart Frökkum sé að þrjóta. Þeir hafi með daðri sínu við Ho Chi Minh stórskaðað að- stöðu Ngo Dinh Diem í suður- hluta Viet Nam. Ngo verður æ háðari Bandaríkjamönnum, sem m. a. hafa algerlega tekið við af Frökkum að þjálfa her hans. I ærið skorinorðu svari hefur franska stjórnin vísað hinum bandarísku hótunum á bug og lýst yfir að sú stefna að gæta til hins ýtrasta franskra hags- muna i báðum hlutum Viet Nam sé fastákveðin og henni verði alls ekki breytt. Aðaler- indi Bonnet til Bangkok er að ræða þessa deilu við Dulles. M. T. Ó. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Öimu Árnadóttur frá Auðbrekku, Hörgárdal. Eiginmaður, börn og tengdabörn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.