Þjóðviljinn - 26.02.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.02.1955, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria EEMARQDE: Að elska ... ...09 deyfa 65. dagur „Hvor? Ottó eða Karl?“ „Lítill roskinn máður sem minnir á stork.“ ,,Ottó.“ Þjónninn leit á Gráber. „Ottó er dáinn. Vín- stofan hrundi. Ljósakrónan féll í höfuðið á honum. Ottó er dáinn, herra minn.“ Gráber þagði andartak. „Ég skulda honum peninga,“ sagði hann. „Fyrir flösku af víni.“ Þjónninn þurrkaði sér um ennið. „Þér getið afhent mér þá, herra. Hvað var það?“ - . „Flaska af Johannisberger Kahlenberg.“ Þjónninn tok lista upp úr vasa 'sínum og kveikti á vasaljósinu. „Fjögur mörk, þökk fyrir. Með þjórfé, fjögu-r og fjörutíu.“ Gráber rétti honum peningana. Þjónninn stakk þeim í vasann. Gráber vissi aö hann mundi ekki afhenda þá. „Komdu,“ sagði hann viö Elísabetu. Þau gengu áfram milli rústanna. í suðri stóð borgin í björtu báli. Himinninn var grár og rauður og reyk- mekkir bárust fyrir vindinum. „Við verðum að fara og aðgæta hvort íbúðin þín er ennþá til, Elísabet." Hún hristi höfuðiö. „Það er alltaf tími til þess. Við skulum vera undir beru lofti.“ ^ Þau komu að torginu meö loftvarnaskýlinu sem þau höfðu farið í fyrsta kvöldið. Inngangurinn opnaði ginið 1 hálfrökkrinu eins og inngangur aö undirheimum. Þau settust á bekk í skemmtigaröinum. „Ertu svöng?“ spuröi Gráber. „Þú fékkst ekkert að borða“. „Þaö gerir ekkert til. Ég gæti ekki borðað neitt núna.“ Hann braut sundur frakkann sinn. Glamur heyrðist og hann dró tvær flöskur upp úr vösunum. „Mér þætti gaman aö vita hvaö það er sem ég hef náö í. Þetta lík- ist mest konjaki.” Elísabet starði á hann. „Hvar fékkstu þær?“ „í vínkjallaranum. Dyrnar stóöu opnar. Flöskur höfðu brotnað í tugatali. Setjum svo að þessar hefðu brotnað líka.“ „Og þú tókst þær bara?“ „Vitaskuld. Hermaöur sem vanrækir opinn vínkjall- ara er ekki meö réttu ráði. í uppeldinu var mér kennt i að vera hagsýnn. Boðorðin tíu gilda ekki í hernum.“ „Þaö má nú segja.“ Elísabet horfði á hann. „Og sama er að segja um margt annað.“ Hún fór allt í einu að hlæja. „Hvað veit maður eiginlega um ykkur?“ „Þú veizt þegar fullmikið.“ „Hvað veit maður eiginlega um ykkur?“ endurtók hún. „Þetta er í rauninni ekki þú sjálfur. Þú ert það sem þú kemur frá. Og hver veit neitt um þaö?“ Úr hinum frakkavösunum tók Gráber tvær flöskur í viðbót. „Hér er ein sem ég get opnaö án tappatogara. Það er kampavín.“ Hann losaði vírinn. „Ég vona þú' hafir enga samvizku yfir að drekka það.“ „Nei. Ekki lengur.“ „Við skulum ekki fagna neinu með því. Svo að það verði ekki okkur til óláns. Við drekkum það vegna þess að við erum þyrst og höfum ekkert annað. Og líka vegn? þess að við erum enn á lífi.“ Elísabet brosti. „Þú þarft ekki að útskýra þetta fyrir mér aftur. Ég er þegar búin aö. læra það. En skýröu annað fyrir mér. Hvers vegna borgaðirðu eina flöskuna, þegai' þú tókst fjórar aðrar traustataki?“ „Þar er mikill munur á. Þar var um skuld að ræða.“ Þaö varö hljótt. Rauði bjarminn breiddi æ meira úr sér. Allt varö óraunverulegt í hinni kynlegu birtu. „Nei, líttu á tréð þarna fyrir handan“. sagði Elísabet allt i einu. „Það er að blómstra." Gráber leit á það. Sprengja hafði rifið tréð því næv upp úr jöröinni. Sumar rætur þess voru í lausu lofti, bolurinn var brotinn og margar greinar höfðu brotnað af, en það var í rauninni þakið hvítum blómum sem rauðleiti slikju sló á. „Húsið hjá því hefur brunnið. Ef til vill hefur hitinn örvað það,“ sagði hann. „það er komið lengra en öll önnur tré hér í kring, og þó er það mest skemmt.“ Elísabet reis á fætur og gekk að trénu. Bekkurinn stóð í skugga og hún gekk út í titrandi bjarmann frá brunanum eins og dansmær sem gengur fram á upp- lýst leiksvið. Bjarminn umlukti hana eins og rauðin' vindur; eldurinn var í baksýn eins og risablys sem boð- aði heimsendi eöa fæðingu frelsara. „Það er í blóma,“ sagði hún. „Það heldur að þetta sé vorið. Ekkert annað skiptir máli fyrir það.“ „Nei,“ sagði Gráber. „Þau eru sífellt að kenna okkur. Um hádegi í dag var þaö linditré sem uppfræddi mig og nú er þaö þetta tré. Þau vaxa og bera blöö, og þótt þau séu rifin upp úr jörðinni að mestu leyti, heldur það litla sem eftir er áfram að vaxa. Þau eru alltaf að kenna okkur og þau kvarta ekki né vorkenna sjálfum sér.“ Elísabet kom hægt til baka. Hörund hennar ljómaði í þessari skuggalausu kynjabirtu, og andlit hennar virt- ist með töfrablæ, svipurinn búa yfir leyndarmáli sem var nátengt laufskrúðinu og blómunum, evðingu gróð- ursins og hinum eilífa vexti. Svo steig hún út úr bjarm- anum eins og hann væri sviðljós og var aftur kominn inn í hana að sér og. tréð var allt í einu komið til þeirra, stórt og mikilfenglegt, tréð sem teygði sig upp í rauð- an himininn og blóm þess voru mjög nærri og þaö var linditréð og síðan jörðin og hún hvelfdist og breytist í engi og himin og Elísabetu. 15 Herbergi númer f jörutíu og átta var í uppnámi. Egg- höfðinn og tveir spilamenn stóðu vígbúnir. Þeir höfðu verið úrskurðaðir hæfir til herþjónustu og voru í þann veginn að leggja af stað til vígstöðvanna. Egghöfðinn var fölur. Hann starði á Reuter. „Þú með þessa vesölu löpp þína! Ræfillinn þinn! Þú færð að vera kyrr, en ég, fjölskyldufaðir, verð að fara!“ Reuter svaraði engu. Feldmann reis upp í rúminu. Iþrótfir l Framhald af 9. síðu. ir ferðamanna frá öðrum löndum koma á mótið. í skeyti sem U. P. hefur látið hörð og eru þar tilnefnd Svíþjóð, Bandaríkin og Tékkóslóvakía. frá sér fara segir að hóteleigend- ur hafi látið þær skoðanir og óskir í ljósi að þeir vilji helzt leikmenn frá Austur-Evrópu. Þeir telja að það ríki betri agi meðal íþróttamanna þaðan en margra annarra landa, og þessvegna betra við þá að fást. — S.l. 4 ár hefur ekki verið svo mikil þátttaka í móti þessu. Að- eins Sviss og Sviþjóð hafa tekið þátt í öllum HM-mótum eftir stríðið. Ungverjaland er nú með í fyrsta sinn en það er í annað skuggann við hlið hans, hlý og lifandi. Hann dró sinn sem Sovetnkm og Jugo- slavía er með í móti þessu. Margir spá Pentieton VS frá Kanada sigri og þjálfarinn Grant Warwick er viss um að lið hans standi sig betur en Toronto Lyndhurst-liðið gerði í fyrra, og sýni að beztu ísknattleiksmenn heimsins eru enn í Kanada. Sem fyrr segir hefst mótið í dág og sténdur til 6. marz. YiBar flikur og þröngar Það eru miklar andstæður í tízku dagsins, og hvergi ber meira á því en í nýjum peys- Mest her á tveim stefnum, sléttum, þröngum peysum og mjög víðum peysum. Við skul- um fyrst líta á þröngu peys- urnar. Þröngu peysurnar undir strika sjálfsagt fallegan vöxt en leyna lieldur engu þegarv um einhverja vaxtarágalla er að ræða. Þrönga kasmírpeysan frá Dior er með nýtízku sjó- mannskraga, þröngum ermum og handvegum og þröngt í mitt- ið. Ekki er ólíklegt að farið hefði betur að girða peysuna niður í pilsið. um, en einmitt peysur eru flík- ur sem allir hafa áhuga á -að fylgjast með. Þótt konur eigi ekki mikið fataúrval, eiga þær venjulega peysur til skiptanna. Flestar þessar peysur eru með stroffi sem nær frá mitti og niður á mjaðmir; stroffið byrjar því nær aldrei fyrir ofan mitti. Og meðan þröngu peysurn- ar eru á dagskrá er rétt að minnast á heldur leiðinlegan galla í sambandi við þær. Þröngi handvegurinn sem nær alveg upp í holhöndina er ekki hentugur þeim sem hættir til að svitna undir höndunum. Þótt notuð séu ennablöð og alls kyns svitalyf getur verið erfitt að bjarga málinu og þær konur sem verða rakar undir höndunum ættu heldur að velja sér peysur með víðari hand- vegi. Víðu, stóru peysurnar eru einkum notaðar sem sportpeys- ur og oft virðist helzt sem konurnar hafi villzt inn í fata- skáp mannsins og tekið spari- peysuna hans. Enginn munur er á sniði á peysum karla og kvenna. Ef maður prjónar sjálfur er það huggun að dæmalaust auðvelt er að prjóna þessar peysur. Þær eru oftast. slétt- prónaðar eða með einföldum prjónamynstrum, svo sern einni rangri og einni réttri, en það er mjög einfalt og afarhlýtt. FISKGRATIN Roð og bein hreinsað af fisk- afgangi. Fiskurinn skorinn í smábita, lagður í smurt eld- fast mót ásamt soðnum kart- öflusneiðum. Uppbakaðri sinn- epssósu, tómat eða karrýsósu hellt yfir, raspi stráð yfir og fatið sett í heitan ofn í 10— 15 mínútur. FISKKARBÓNAÐI Fiskafgangur, ca. 250 gr., sem roð og bein eru hreinsuð úr, hakkaður, blandaður 250 gr. soðnum, mörðum kartöflum og þvínæst hnoðað með einu eggi, 50 gr. raspi, salti og pip&r. Ðeigið mótað í litla bita sem velt er uppúr eggi eða hveiti- jafningi og fínmöluðum raspi og steiktir ljósbrúnir í smjör- líki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.