Þjóðviljinn - 26.02.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.02.1955, Blaðsíða 12
Uaáailii frá Hi lokið Taivanstjórn tilkynnti í gær, að lokið væri brottflutningi alls herliðs hennar frá Nanlci til Taivans. Voru það 3000 her- menn sem voru fluttir á brott. Áður höfðu 2000 íbúar eyjar- innar verið fluttir til Taivans. Nú hefur Taivanstjórn að- eins mikilvægar herstöðvar á tveim kínverskum strandeyjum, Kvimoj og Matsú. Taívan er óaðskiljanlegur hluti Ksna, segir Nehru Fyrstas ukrefið til að leysa deiluna er að llytja burt hedið Sjangs Kajséks frá Matsú og Kvimoj Nehru, forsætisráöherra Indlands, lýsti því yfir á ind- verska þinginu í gær, að Taivan væri óaöskiljanlegur hluti Kína. þJÓÐVILIlNN Laugardagur 26. febrúar 1955 — 20. árgangur — 47. tölublað Stúdentaróð mótmœlir enn lýsisóróðri ihaldsins Indverskir stúdentar hafa þakkað form- lega lýsið sem þeir fengu héðan Undanfarin ár hefur það veriö eitt helzta hugsjónamál íhaldsstúdenta í háskólanum aö berjast gegn því aö ís- lenzkir stúdentar liðsinntu bágstöddum félögum sínum erlendis. Hafa þeir farið hamförum vegna þess að Stúd- c-ntai'áö sendi indverskum stúdentum meöalalýsi og birt eina æsifregnina af annarri af því tilefni. Hefur stúd- entaráð nú enn einu sinni fundið sig til neytt aö mót- mæla þessum ósannindavaðli. Hann sagði, að indverska stjórnin styddi algerlega kröfu kínversku alþýðustjórnarinnar til Taivans. Þá kröfu mætti ekki einungis réttlæta með því, að Taivan hefði öldum saman verið kínverskt land, heldur hefði hún einnig verið viður- kennd á mörgum alþjóðaráð- stefnum á stríðsárunum og eft- ir stríð. Lið Sjangs verði flutt á brott Hann sagði, að indverska stjórhin teldi brýna nauðsyn á að bundinn yrði endir á ófrið- arástandið við austurströnd Kina, sem stofnaði friðnum í Asíu og heimsfriðnum í hættu, Ný íslenzk um- Verður sýnd í bama- skólum landsins á næstunni Kl. 2 í dag verður frumsýnd í Tjarnarbíói ný íslenzk uni- íerðarmynd er þeir Gunnar R. Hansen og Óskar Gíslason hafa unnið að undanfarið. Þetta er litmynd, og er tek- in hér í Reykjavík. Fjögur vá- tryggingarfélög kosta gerð myndarinnar: Vátryggingarfé- lagið hf., Sjóvátryggingarfélag fslands, Samvinnutrj-ggingar og Almennar tryggingar. — Myndin er gerð til þess að kenna nokkrar almennar um- ferðarreglur og einnig til að vekja athygli manna, einkum barna, á þeirri hættu sem staf- að getur að óvarkárni í um- ferð. í næstu viku verður myndin sýnd í öllum barnaskólum bæj- arins, fyrst aðallega fyrir yngri bekkina, en síðan fyrir þá eldri. Eftir það fer myndin út á land og verður fyrst sýnd í barnaskólum stærstu kaup- staðanna. Slysavarnafélagið vill hvetja börn til að sjá myndina, einnig foreldra þeirra og aðra vanda- menn. Þjóðviljinn vill taka und- ir þá hvatningu. og kvaðst álíta að fyrsta skref- ið til að leysa deiluna ætti að vera það, að herlið Sjang Kaj- séks yrði flutt af strandeyj- Nehru unum Kimoj og Matsú og þær fengnar ref jalaust í hendur al- þýðustjórninni. Hernaðarbandalög tilgangslaus Hann kom inn á fund hins svonefnda Vamarbandalags Suðaustur-Asíu, sem staðið hefur í Bangkok undanfarna þrjá daga, og sagði í því sam- bandi, að hernaðarbandalög væru gagnslaus nema í ógnun- arskyni. En eftir tilkomu ger- eyðingarvopnanna væru allar ógnanir tilgangslausar. Hann bætti við, að hin miklu áhrif Indlands á alþjóðamál væru því að þakka, að stefna Indverja væri í samræmi við þá tíma, sem við lifum nú. Verkfall í Saar Verkamenn í málmiðnaði í Saarhéraðinu hafa lagt niður vinnu til að fylgja á eftir kröfu sinni um hækkað kaup. Stjórn héraðsins hefur lýst verkfallið ólöglegt og hefur hótað verkamönnum öllu illu, ef þeir hverfa ekki þegar í stað til vinnu sinnar. Taivan verður leyst ur ánauð Um allt Kina hafa að undan- förnu verið haldnir fund- ir, þar sem Kínverjar hafa strengt þess heit að leysa landa sína á Taivan ur ánauð Banda- ríkjamanna og leppa þeirra. Myndin er tekin á einum slík- mn fundi, sem haidinn var i námunda við hafnarborgina Fúsjá, en hún er skammt frá Taivan. — Sérfræðingar gegn undiróðri Ráðstefnu Bandalags Suð- austur-Asíu lauk í Bangkok í gær og hafði staðið í þrjá daga. Var gefin út skýrsla um ráð- stefnuna, og er í henni lögð höfuðáherzla á baráttu við ,,undirróðursstarfsemi“ á samn- ingssvæðinu. Settar verða á stofn bækistöðvar í Bangkok og ráðnir þangað „sérfræðing- ar“ sem eiga að vera til ráðu- neytis um hvernig bezt megi haga baráttunni gegn „undir- róðri“ í aðildarríkjunum. Sehweitzer heiðraður Elísabet Bretlandsdrottning sæmdi í gær franska heimspek- inginn og mannvininn Albert Schweitzer heiðursmerkinu Ord- er of Merit. Samningar félagsins renna út um næstu mánaðamót. Fundur- inn samþykkti eftirfarandi til- lögu samhljóða: „Fundur launþega í V. R., lialdinn 24. febrúar 1955, samþykkir að kjósa 7 manna nefnd til þess að annast sanmingagerð félagsins. Fund- urinn lýsir yfir stuðningi sín- um við kaup- og kjarakröfur verkalýðsfélaganna, skorar á atvinnurekendur að ganga til móts við þær áður en til verk- falls kemur, og felur stjórn félagsins og væntanlegri samninganefnd að hafa náið Nýjasta saga íhaldsstúdenta er sú að lýsið sem indversku stúdentarnir áttu að fá hafi raunar lent hjá „kommúnistum i Kína“! Stúdentaráð sendi í gær frá sér eftirfarandi álykt- un til að mótmæla þessum söguburði, og var hún sam- þykkt með 4 atkv. gegn 3 at- kvæðum. íhaldsstúdenta: „Vegna villandi blaðaskrifa að undanfömu um afdrif meðalalýs- is þess er sent var að gjöf frá íslenzkum stúdentum til bág- staddra stúdenta á Indlandi vill Stúdentaráð Háskóla íslands taka fram eftirfarandi: 1) A ráðsfundi Alþjóðasam- bands stúdenta (IUS) er haldinn samstarf við verkalýðsfélögin og samninganefnd þeirra í yf- irstandandi deilu. Þar sem fundurinn álitur, að árangur í kaup- og kjara- deilu verzlunarfólks sé fyrst og fremst kominn undir því, að launþegar komi að öllu Ieyti einhuga fram, telur fundurinn æskilegt að sem víðtækust samstaða þeirra verði um framkomuar laga- breytingar, stjórnarkjör og önnur ineiriháttar félagsmál“. Af einhverjum lítt skiljanleg- um ástæðum neitaði formaður Framhald á 3. síðu var i Moskvu á sl. sumri flutti aðalfulltrúi Landssambands ind- verskra stúdenta opinberlega þakkir til íslenzkra stúdenta og stúdentaráðs fyrir meðalalýsið sem hann kvað hafa borizt fyrir nokkru og komið að miklum not- um á heilsuhæli stúdenta í Kalkútta. 2) Að indverskum yfirvöldum virðist ekki kunnugt um að lýs- ið hafi komið til Indlands getur stafað af þvi að upplýsingar er þau hafa til þessa fengið frá fyrrverandi stúdentaráði í mál- inu eru ekki nægilega ýtarlegar. 3) Stúdentaráði er ókunnugt um að umrætt lýsi eða eitthvað af því hafi hafnað á heilsuhæli stúdenta í Peking. Frétt í vestur- þýzka stúdentablaðinu Student Mirror í þá átt er óstaðfest með öllu“. Samþykkt með 4 atkv. gegn 3. Þess má jafnframt geta, að fulltrúi stúdentaráðs á um- ræddum ráðsfundi Alþjóðasam- bands stúdenta var Skúli Bene- diktsson stud. theol. og flutti hann stúdentaráði þessar fréttir af ráðsfundinum. Írak vikið úr Arababandalagi? Talsmaður egypzku stjórnar- innar sagði í gærkvöld, að Eg- yptar myndu kalla saman fund Arababandalagsins og leggja fyrir hann kröfu um, að írak verði vikið úr bandalaginu vegna hernaðarsamningsins við Tyrkland, sem undirritaður var í Bagdad í fyrradag. Hann sagði að egypzka stjórnin vildi ekki láta tælast út í óbeint bandalag við Vest- urveldin né heldur út í óbeina samvinnu við ísrael. Verzlunarmenn skora á atvinnurekendur að ganga til móts við kröfitr verklýðsfé- laganna áður en til verkfalls kenmr Fjölmennur fundur launþega í Verzlunannannafélagi Reykjavíkur gekk í fyrrakvöld frá kröfum félagsins og samþykkti þær samhljóöa. Eni þær byggðar á svipuðum grundvelli og kröfur verklýðsfélaganna er sagt hafa upp samningum. •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.