Þjóðviljinn - 01.03.1955, Síða 6

Þjóðviljinn - 01.03.1955, Síða 6
15) — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 1. marz 1955 þlÓOVIUINN | TJtgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7600 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landlnu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ___________________________________________________y Atvinnurekendur! Nú er tækifærið Verklýðssamtökunum hefur bætzt óvæntur liðsauki í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Ráðamenn Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna hafa lýst yfir því að þeir jnuni hætta allri útgerð ef samið verður við alþýðusam- tökin um hækkað kaup, og hafði þó verklýössamtökun- um láðst að bera fram þá kröfu viö atvinnurekendur. Þetta er aðeins aukaglaðningur, og þeim mun ánægju- legri sem hann kemur á óvart. Ráðamenn Landssambands íslenzkra útvegsmanna rök- styðja þetta gleðilega fyrirheit sitt með því að þeir séu alltaf að tapa. Hefur það ekki heldur farið fram hjá nein- um hversu sárfátækir menn eins og Sverrir Júlíusson, Finnbogi í Gerðum, Tryggvi Ófeigsson og Richard Thors eru, svo að nokkur nöfn séu nefnd, hvernig þeir eigi varla málungi matar eða bót fyrir sitjandann á sér. Hafa þessir fórnfúsu fátæklingar horft á það með sívaxandi öfund hvernig kjör verkafólks hafa batnað ár frá ári — ekki minna en 1.1% á síðustu tveimur árum — og nú er þeim öllum lokið þegar framundan eru enn stórfelldari kjara- bætur. Ekki geta útgerðarmenn þess hvað þeir ætli að taka sér fyrir hendur, en trúlegt má telja að þeir velji þann kost sem nærtækastur er og gerist sjómenn, þannig að þeir fái nú loks að kynnast því af eigin raun hvernig það er að búa við of hátt kaup. Báta sína og togara af- henda þeir auðvitað verklýðssamtökunum. Þess er að vænta að þetta ágæta fordæmi útgerðar- manna verði öðrum atvinnurekendum til eftirbreytni, og koma þá fyrst til greina aðrh’ þeir sem hafa tengsl við sjó- mennsku. Frystihúsaeigendur ættu að lýsa yfir því næst að þeir muni fella niður störf ef samið veröi við verklýðs- íélögin, síðan skreiðarframleiðendur og þá herrarnir í Sölumiðstöö íslenzkra fiskframleiðenda og Hálfdán Bjarnason á Ítalíu. Þetta ætti að vera þeim mun auð- \eldara sem sömu mennirnir ganga aftur í öllum þessum íyrirtækjum, alltaf jafn bágstaddir og sárfátækir. Og eins og fyrr er sjálfsagt að verklýðssamtökin taki við þessum stofnunum, svo að hinir of hátt launuðu verka- menn fái loksins að kynnast alvöru lífsins. Þessu næst ætti rööin aö koma að eigendum olíuhring- anna, sem sannarlega safna ekki fé í kistuhandraðann og eru auk þess neyddir til að selja rússneskar vörur; það væri vissulega hæfilegt verkefni fyrir kommúnista í verk- lýðsfélögunum. Þá hafa iðnrekendur aldeilis kunnað að berja sér á undanförnum árum, og sízt munu þeir hafa efni á því að taka úr eigin vasa hærra kaup handa starfs- fólki sínu; skyldi það ekki vera jafn gott aö Björn Bjarna- son tæki við öllu saman. Og ekki eru þeir menn betur settir sem brjótast í því að byggja hús yfir Reykvíkinga; þeir vita manna bezt að verkamenn hafa alltof hátt kaup, og raunar hefur Morgunblaðið þegar lýst yfir því fyrir þeirra hönd aö öllum byggingum verði hætt ef samið verði við verklýðsfélögin. Þá er kominn tími til þess að far- skipaeigendur hætti því basli að halda skipunum úti — eftir að þeir eru búnir að semja við matsveina og þjóna lun 36—39% kauphækkun. Síðast en ekki sízt má minna ó hina sársnauðu heildsalastétt; nú ætti hún aö sjá sér leik á borði að afhenda allan innflutninginn alþýðusam- tökunum og SÍS, þá kæmust tveir illir aðilar í slæma klípu. Ef allir atvinnurekendur fylgdu þannig í fótspor út- gerðarmanna myndi sízt standa á ríkisstjórninni aö ctyðja þær aðgerðir. Hennar hlutur yröi sá að afhenda bínum heimtufreka og skammsýna verkalýð bankana og ri'kissjóð, þannig að hann kynntist af eigin raun hversu blásnauðar þær stofnanir eru. Með þessu móti væru vinnudeilurnar miklu einnig leyst- ar sjálfkrafa og á mjög ákjósanlegan hátt. Verklýðssam- tökin myndu allt í einu uppgötva að þau væm að semja við sjálf sig; þau yröu upp á eigin spýtur að skammta meðlimum sínum kaup og kjör, eins og tíðkast í hinum illu Sovétríkjum þar sem hlutskipti almennings er þrælahald, £kortur og ófrelsi. Og þegar svo væri komið gætu atvinnu- xekendur staöið álengdar og hrósað sigri. Atvinnurekendur! Er eftir nokkru að bíða? Stórbrotnasta dagskrárefni vikunnar var tvímælalaust leikrit sunnudagskvöldsins, Lokaðar dyr. Menn hafa látið í ljós harm sinn yfir því, hve lítið það hefur verið sótt í Þjóðleikhúsinu, og sumir undr- un sína. Harmsefni er það, að svo mikill og djúpsettur skáld- skapur, þrunginn dýpstu sann- indum þeirra örlaga, sem verið er að reyna að leiða yfir mann- líf og mannkyn nú á tímum, skuli ekki vera íslendingum, og þá fyrst og fremst Reykvik- ingum eftirsóknarverðari en aðsókn að Lokuðum dyrum í Þjóðleikhúsinu ber vitni um. En undrunarefni er það ekki þegar á allt er litið, þegar þess er gætt, að um fjórir fimmtu hlutar Reykvíkinga finna sig — ef ekki beint vitað, þá undir- vitað — ábyrga fyrir því, að ís- lenzk stjórnarvöld og íslenzk löggjafarsamkunda eru fyrst allra stjórnarvalda og allra lög- gjafarþinga til að hlýða kalli, í hvert sinn sem nýtt spor á að stíga í átt til nýrrar heims- styrjaldar, sem öllum er nú orðið ljóst að hlýtur að valda meiri ósköpum í lífi mannanna en nokkurn mann gat órað fyr- ir fám árum og sennilegast ger- eyðingu mannlegs lífs á jörð- inni. Þrá nútímans er ekki fyrst og fremst sú að skilja hlutina og sízt ef sá skilning- ur veldur sársauka eða flett- ir ofan af mánns eigin ávirð- ingum eða gerir mann ábyrgan fyrir manns eigin gerðum. Til- hneiging er ríkari til að leita lífi sínu unaðar í tilgangs--og úbyrgðarleysi, og kemur sú til- hneiging einnig í ljós, þar sem sízt skyldi. Tómleika gagnvart svona skáldverki er því sízt að undra. Wolfgang Borchert höfundur „Lokaðra dyra“ Þá var laugardagskvöldið með sitt Brosandi land eftir Lehar annars eðlis. Gott var að fá í skýringum með hin snjöllu orð skáldjöfursins Bernards Shaws um þá Strauss og Le- har, þar sem Strauss leiðir mann að veizluborði allsnægta matar og drykkjar að hlið eig- inkonu náungans, en Lehar bætir því við að koma með eiginmanninn og láta hann borga reikninginn. — Þetta er nokkuð betur við okkar hæfi en Lokaðar dyr og ástríðan til slíkra hluta sjálfsagt aldrei al- mennari en nú eða þeirra meiri þörf. Slíkra ævintýra sem Brosandi lands er unun að njóta. Óperettan var flutt af frábærum söngvurum, og skýr- ingar Einars Pálssonar voru prýðilegar, skýrar og létt yfir þeim, eins og við átti. Annars var fremur fátt feitra drátta í dagskrá vikunnar. þegar undan er skilið erindi Sigurðar Þórarinssonar um Brímavelli og Vesúvíus og kvöldvakan á fimmtudaginn. Síðasta erindi Sigurðar fannst mér jafnvel enn skemmtilegra en hin fyrri. Er hann verulega til fyrirmyndar í því að flytja fræðslu í skemmtiþáttum. — Ferðaþáttur Hallgríms Jónas- sonar að Veiðivötnum, efni úr ýmsum áttum hjá Ævari Kvar Otvarpið síðustu viku an. Kvæði og stökur Svein- bjarnar Beinteinssonar og lög eftir ísólf Pálsson var hvert öðru ágætara sem kvöldvöku- efni. — Það er eins og Ævari geti aldrei mistekizt, og Hall- grímur ætti að koma oftar í útvarpið en hann gerir. Þá var þátturinn um náttúr- lega hluti góður hjá Geir Gigju. Hann einbeitti sér á mölinn og gerði þvi fullkomin skil að fræða okkur um þenn- an grandara þýðingarmikilla hluta okkar veraldlegu fjár- sjóða. — Þátturinn um daginn og veginn var aftur á móti verulega ómerkilegur hjá frú Láru Árnadóttur. Það væri vel til fallið að fá einhverntíma í útvarpið einhvern uppeldis- fræðing okkar með erindi um sálarlíf barna. Það er þýðing- armeira atriði að þekkja sál- arlíf barnsins en svo, að það megi meðhöndlast á vegum hjá- trúarinnar. — Það er mjög leið- inlegt að erindi annarrar konu, sem einnig kom í útvarpið í vikunni, erindi Ólafar Jóns- dóttur frá Lúbeck, var ósköp bragðdauft. Það var einn hinna mörgu ferðaþátta frá út- löndum, sem eru mörg öðru- vísi en slíkir þættir eiga að vera. Um þriðju konuna, Rann- veigu Þorsteinsdóttur, og henn- ar endalausu hjúskaparmál er ekkert að segja. Um aðra fræðsluþætti er það að segja, að þáttur tannlæknisins var prýðilegur, og þátturinn um efnahagsmál var sá skársti, sem komið hefur til þessa, enda engir tilburðir til að leggjast djúpt. —Matti mál- lausi, sem lesinn var síðkvölds á miðvikudaginn, var talinn smásaga, en rís alls ekki undir því nafni. Hann gæti heitið frásögn, en leiðinleg og fram úr hófi ólistræn og ósamboðin góðum og gegnum sagnaþul, sem Benjamín Sigvaldason er óneitanlega. Ketill Jensson er mjög elsku- legur söngvari og væri alveg sérstaklega þakksamlega þeg- inn í útvarp, ef þekkt íslenzk lög skipuðu meira rúm á söng- skránni. Þáttur Róberts Ottós- sonar, Hljómsveitin og hlust- andinn, eftir hádegi á sunnu- daginn er einn af mörgum þátt- um, er hann flytur um það efni. Þeir þættir eru mjög skemmtilegir og sérstaklega þarflegir fræðsluþættir fyrir almenning, svo að honum auk- ist hæfni til að njóta góðrar hljómlistar. Nú gafst tækifæri til að hlusta á mælskulistarkeppni stúdenta, sem flutt var í end- urteknu efni á laugardaginn. Tilhögun keppni þessarar var meingölluð. Bannorðið var Siðurður Þórarinsson asnaskapur, sem eyðilagði keppnina. í vali þeirra kom lika fram stórkostlegt misrétti. Einn á að tala um Njáls- brennu og má ekki nefna Kára SólmundafSón, annar á að tala um loft og sjó og forðast nafn Bjarna Sæmundssonar. Þá þótti mér dómur prófessoranna mjög óréttlátur. Bjarni Guð- mundsson og Björn Th. Björns- son þóttu mér bera af sem skemmtilegir og sniðugir ræðu- menn. Árni Böðvarsson verður aldr- ei nógsamlega prísaður fyrir það, hve hann tekur fimmmín- útnaþáttinn sinn föstum tökum og stefnir honum ákveðið að því marki að hafa áhrif á dag- legt mál manna, yfirvegar gaumgæfilega, hvar þörfin er mest og hvar frekast megi vænta árangurs. G. Ben. Eiustæð sGHgskemmtun 1 Ópesuarínr, dúetfar og kvarteft. Guðrún Á. Símonar, Guðrún Þor- j steinsdóttir’ Þuríður Pálsdóttir. Einar Sturluson, Guðmundur Jóns- son, Jón Sigurbjörnsson, Kristinn j Hallsson, Magnus Jónss’on og Þor- j steinn Hannesson syngja í Gamla Bíói í kvöld, 1. marz, kl. 7 síðd. j Við hljóðfærið Fritz Weisshappel. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar j Eymundssonar og Bókabúð Lárus’ar Blöndal.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.