Þjóðviljinn - 05.03.1955, Síða 1
VILJIN
Laugardagur 5. marz 1955 — 20. árgangur — 53. tölublað
Lesi ðgreinana:
Of mikil eða of lítil fjárfest*
ing -— grein á 7. síðu.
Fjárhagsvandræði dynja
yfir lönd Vesturevrópu —
grein á 6. síðu.
Tíminn, málgagn fjármálaráðherrans, viðurkennir:
Þjjóðartekjurnar hata auk-
izt á undanförnum árum
Verkamenn eiga rétt á kauphœkkun til
samrœmis viS sívaxandi þjóSartekjur
Blað fjármálaráðherrans, Tíminn, lýsir yfir því í
gær að efalaust sé að þjóðartekjurnar hafi aukizt á
undanförnum árum og beri að taka ,-eðlilegt tillit
til þess við þá kaupsamninga sem nú standa fyrir
dyrum”.
Þessi ummæli Timans birtust
í forustugrein blaðsins í gær
og eru á þessa leið:
,»Hér skal ekki lagður dómur
á það, hve mikið þjóðartekjurn-
ar hafa aukizt seinustu árin,
enda eru allir útreikningar um
það óglöggir. Óhætt mun þó að
fullyrða að þær hafi aukizt
nokkuð. Sjálfsagt er að þetta
atriði verði rannsakað eins vel
og auðið er og síðan tekið eðli-
legt tillit til þess \ið þá kaup-
samninga sem nú standa fyrir
dyrum“.
Þessi ummæli Tímans eru
hin athyglisverðustu og í fullri
andstöðu við hin ofsalegu skrif
Morgunblaðsins að undanförnu
gegn réttlætiskröfum verklýðs-
samtakanna.
■^r Kjörin hafa rýrnað
stórlega þó þjóðar-
tekjurnar hafa vaxið
Orð Tímans eru í samræmi
við kröfur verklýðssamtak-
anna; þau fara fram á það
eitt að kjörin fylgist með sí-
vaxandi þjóðartekjum. Reynsl-
an hefur hins vegar orðið sú
á undanfömum árum að kaup-
máttur launanna hefur rýrnað
á sama tíma og þjóðartekjurn-
ar hafa vaxið. Þannig mun
kaupmáttur tímakaups Dags-
brúnarmanna hafa minnkað
um tæp 20% frá því 1947 ef
húsaleigan er ekki talin með.
Sé hún meðreiknuð eins og hún
raunverulega er verður rýrnun-
in langtum meiri. Verklýðs-
hrevfingin þarf ekki aðeins að
vega upp þessa kjaraskerðingu,
heldur og fá sinn hlut af vexti
þjóðarteknanna á þessu tíma-
bili, eins og Tíminn bendir
réttilega á. Sést af þessu að
kröfur verklyðsfélaganna eru
mjög hófsamlegar og fyrir neð-
an það sem verklýðshreyfingin
á rétt á.
^ Tíminn er naumur
Fjórir dagar eru nú liðnir
Eden í írak
Anthony Eden, utanríkisráð-
herra Breta, kom í gær til
Bagdad á heimleið frá Bang-
kokráðstefnunni, og ræddi í gær
við Feisal konung og Muri Said
forsætisráðherra fraks.
Var skýrt svo frá að viðræð-
urnar hafi snúizt um hervarna-
mál Vestur-Asíu, og hið nýja
viðhorf eftir hervarnarsamning
Iraks og Tyrklands.
Hefur komið fram ósk um
það frá Iraks hálfu að her-
vamarsamningi fraks við Bret-
Framhald á 12. síðu.
síðan verkföllin hefðu átt að
hefjast, ef félögin hefðu ekki
veitt frest til þess að reyna að
ná samningum án þess að til
vinnustöðvunar kæmi. Eins og
rakið hefur verið hér í blaðinu
hafa undirtektir atvinnurekenda
og ríkisstjórnarinnar verið al-
gerlega neikvæðar til þessa.
Ummæli Tímans í gær eru
fyrsti vottur þess að ýmsum úr
stjórnarliðinu sé nú að skiljast
að ekki er stætt á því að berja
höfðinu við steininn, að ekki
verður undan því komizt að
verða við réttlætiskröfum laun-
þega, sem njóta stuðnings alls
þorra þjóðarinnar. Er þess að
vænta að þessi öfl verði sterk-
ari og fái þvi ráðið að geng-
ið verði til samninga af alvöru
áður en til stöðvunar kemur.
En timinn er naumur og það
verður að nota hann vel ef ár-
angur á að nást.
Þýzkir sósíaldemókratar
heimta enn fjórveldafund
Málum Þýzkalands steínt í algert óeíni
Stjórn þýzka Sósíaldemókrataflokksins hefur
enn á ný skorað á fjórveldin aö halda fund um
sameiningu Þýzkalands, áöur en Parísarsamning-
arnir komi til framkvæmda.
Telur flokkurinn aö málum Þýzkalands sé stefnt
í algert óefni ef áfram veröur haldiö sem nú horfir,
og ekki reynt aö ná samkomulagi um' sameiningu
landsins meðan þess er kostur.
Hollendingar mótmæla
,,innrás‘4 á Nýju-Guineu
Indónesíustjórn svaiai ekki oið-
sendingu þeina
Hollandsstjórn hefur ítrekaö mótmælaorösendingu tii
Indónesíustjórnar varðandi ,,innrás“ á Nýju-Guineu.
Heldur hollenzka stjómin því
fram að í október s.l. hafi indó-
nesískir herflokkar gengið á
land í nýlendu Hollendinga á
Nýju-Guinea, í því skyni að
stofna þar til „uppreisna" og
„hermdarverka".
Hafi hollenzkt lið ráðizt gegn
,,innrásarmönnum“ og fellt
nokkra þeirra og handtekið
aðra, en margir hafi komizt
undan á flótta.
Mótmælir hollenzka stjórnin
þessum atburði sem freklegri á-
rás á hollenzkt land og krefst
skaðabóta og að skilað verðí
aftur hollenzkum lögregluher-
manni, sem „innrásarliðið“ hafi
haft á brott með sér.
Þetta er önnur mótmælaorð-
sendingin sem Hollandsstjórn
sendir stjórn Indónesíu vegna
þessa atburðar, en fyrri orð-
sendingunni hefur ekki verið
svarað.
Edouard, Herriot
Herriof segir
Sovétríkin leggja aðaláherzlu á
kjamorku til friðsamlegra þarfa
Bruno Pontecorvo talar við Haðamenn í Moskvu
Um sextíu blaöamenn, innlendir og erlendir, áttu í
gær viðtal í Moskvu viö hinn heimsfræga kjarnorku-
fræöing Bruno Pontecorvo, er svaraði greiölega spurn-
ingum þeirra.
af
sér
Edouard Herriot, hinn heims-
kunni franski stjórnmálamaður,
sagði í gær af sér embætti borg-
arstjóra í Lyon, en því embætti
hefur hann gegnt um nær hálfr-
ar aldar skeið.
Kvaðst Herriot gera þetta
vegna ósamkomulags í borgar-
stjórninni varðandi varaborgar-
stjóra, en um það mál hafi mikið
verið deilt undanfarið.
I þingkosningunum, sem ný-
lega fóru fram á eynni Malta
vann Verkamannaflokkurinn á,
og er talið líklegt að vinning-
urinn nægi honum til stjórnar-
myndunar.
Endanleg úrslit eru ekki kunn
en ólíklegt er talið að Þjóðem-
isflokkurinn, sem verið hefur
við völd með eins atkvæðis
þingmeirihluta, geti haldið völd-
unum.
Viðtalið fór fram í aðalstöðv-
um Vísindaakademíu Sovétríkj-
anna, og voru viðstaddir, auk
blaðamanna, starfsmenn frá
akademíunni og utanríkisráðu-
neytinu. Mælti Pontecorvo á
móðurmáli sínu, ítölsku, en
svör hans voru jafnharðan
þýdd á mörg mál.
Starf að friðarnotkun
kjarnorkunnar.
Spurningu um för sína til
Sovétríkjanna svaraði Ponte-
corvo á þá leið, að búið væri
að birta svo margar útgáfur
af þeirri för í heimsblöðunum
að blaðamenn gætu notað
hverja þeirra sem þeim félli
bezt!
Öðrum spurningum svaraði
prófessorinn fúslega og ýtar-
lega. Varðandi starf sitt í Sov-
étríkjunum lagði hann áherzlu
á, að það hefði miðað að frið-
samlegri notkun kjarnorkunn-
ar, og hefði hann mest fjallað
um fræðileg vandamál kjarn-
orkuvísindanna. Kvaðst hann
vilja heita á allt heiðarlegt fólk
hvar sem væri i heimi að
leggja fram lið sitt til bar-
áttu gegn ófriðarliættunni og
kjarnorkustríði. Ekki sízt vildi
hann beina þeirri hvöt til fé-
laga sinna, vísindamannanna,
sem gætu haft mikil áhrif á
því sviði.
Ef Sovétríkjunum væri ógnað.
Einn blaðamannanna spurði
Kongress sigr-
ar í Andhra
í kosningum til fylkisþings í
Andhra, Indlandi vann Kon-
gressflokkurinn kosningasigur og
er talið líklegt að hann fái
hreinan meirihluta á þinginu.
Endanleg úrslit eru enn ekki
kunn, en sýnt þykir að Komm-
únistaflokkurin, sem var all-
sterkur á fylkisþinginu, hafi
tapað verulega.
Pontecorvo hvort hann gætí
hugsað sér að taka þátt í
kjarnorkurannsóknum til hern-
aðarþarfa ef Sovétríkjunum
væri ógnað með kjarnorku-
stríði. Því svaraði hann svo,
að hann væri sovétþegn, og
mundi þjóna hagsmunum sovét-
þjóðanna eftir fremsta megni.
Framhald á 12. síðu.
Öryggisráðið
frestar afgreiðslu
á Ghaza-málinu
Öryggisráðið kom saman á
fund í gærkvöld til að ræða
kæru Egypta á hendur Israels-
mönnum vegna bardagans við
Ghaza, og gagnkæru ísraels-
manna.
Meðal þeirra sem til máls
tóku voru fulltrúar Bandaríkj-
anna og Bretlands og virtust
þeir draga taum Egypta.
Fundurinn varð stuttur og
var samþykkt að fresta af-
greiðslu málsins þar til fyrir
lægju nákvæmari skýrslur frá
trúnaðarmönnum Sameinuðu
þjóðanna í vopnahlésnefndinni.