Þjóðviljinn - 05.03.1955, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 05.03.1955, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. marz 1955 þlðOVIUINN 1 Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rltatjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Bltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Simi 7600 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík Og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. _________________________________________________ j Hvers vegna ekki? ' Alfreð Gíslason læknir svaraði skilyrðum hægri klík- unnar í verki í fyrradag, er haxm mætti á bæjarstjórnar- fundi, en honum hafði sem kunnugt er veriö fyrirboðið að mæta í þeirri stofnun í eitt ár! Mun þetta svar Alfreös ekki koma neinum á óvart, enda hefði hann svikið kjós- endur sína með því að hætta að gegna því starfi sem honum var trúað fyrir af almenningi. Menn minnast þess að þegar Alfreð Gíslasyni var boðið sæti Alþýðu- flokksins var ætlunin sú að framkvæma andlitslyftingu á flokknum frammi fyrir kjósendum, enda lýsti Alfreð yfir því aö hann væri andstæður hægri klíkunni í ýmsum meiri háttar stefnumálum, t.d. í hernámsmálunum. Og nú hefur sannazt eftirminnilega hver var tilgangur hægri mannanna. Alfreð Gíslason var ágætur til þess að safna kjósendum fyrir Alþýðuflokkinn, en að því loknu átti hann að draga sig í hlé og víkja fyrir hægri manni. Þetta hefur um langt skeið verið starfsaðferð klíkunnar. Einu sinni á fjögurra ára fresti hafa vinstri mennirnir verið ágætir og sérstaklega tilvaldir í baráttusæti, en hafi þeir viljað ráða einhverju þess á milli hafa þeir verið ofsótt- jr og svívirtir leynt og ljóst. ! Þessi tíðindi í Alþýðuflokknum hafa aö vonum orðið mörgum umhugsunarefni, og ekki sízt Alþýðuflokksfólki. Og það setur dæmið upp á ákaflega einfaldan og skýran hátt: | Leiðtogar Alþýðuflokksins telja það stefnu flokksins að ekki megi hafa samstarf við sósíalista. Þeir sem brjóta\ þetta stefnuatriði eru beittir refsingum, þeim eru settir úrslitakostir, og þeir eru síðan réknir, ef þeir neita að hlýðnast. En hvernig stendur á því að ekki eru nein viður- lög við því að starfa með flokki atvinnurekenda, hvers vegna er það ekki stefna forustunnar að hafna samstarfi xið hann; hvers vegna eru þeim mönnum sem vinna með zhaldinu ekki settir úrslitakostir og þeir síðan reknir ef þeir neita að hlýðnast? Skýringin á þessu athyglisveröa misræmi er augljós. Enda þótt Alþýðuflokkurinn væri upphaflega stofnaður til þess að vera vopn alþýðunnar í baráttunni við íhaldið, hefur forustan fyrir löngu kastað því meginatriði fyrir borð. í staðinn hafa Stefán Jóhann Stefánsson, Haraldur Guðmundsson og félagar þeirra gerzt hjálparkokkar í- haldsins og öll framkoma þeirra helgast af því. Það sem íhaldið óttast mest um þessar mundir er eining alþýðunn- ar, pólitísk samstaða þeirra flokka sem verkalýðurinn hef- lir stutt við kosningar. Þess vegna er hægri klíku Alþýðu- fiokksins falið að hamast sem mest hún má til þess að koma í veg fyrir vinstra samstarf. Þetta og þetta eitt er skýringin á afstöðu Alþyðuflokksforustunar til annarra flokka; hún er aðeins útibú frá stjórnmálasamtökum euðmannastéttarinnar. Hvað er kaupið þar? ! Morgunblaðið — sem alltaf hefur verið á móti öllum kjarabótum til verkafólks í 40 ár — grípur nú enn til þeirrar gamalkunnu röksemdar að sanna að rússneskt yerkafólk — sem raunar er búið að margdrepa úr hungri ■— hafi hvorki efni á að ganga í fötum né skóm, geti ekki keypt sér handsápu eða reykt sígarettur. „Sönnunin" er að þessu sinni tekin úr skýrslum frá bandaríska (!) verkamálaráöuneytinu. En fyrst blaðið er farið að vitna í þá stofnun ætti það næst að birta tölur um kaup verkamanna í Bandaríkjun- um sjálfum, en um þær ætti stofnunin að vera næsta góð heimild. Það hefur verið sýnt fram á það hér í blaö- inu að miðað við dollar hefur kaup íslenzkra verkamanna lækkað um 40% síðan 1947. Það hefur einnig veriö rakið Bð verkamenn fara nú aðeins fram á að kaupið hækki upp 1 1.18 dollara um tímann. Ef þaö kæmi nú í Ijós að rneð þessari kröfu næðu íslenzkir verkamenn aðeins hluta af kaupi félaga sinna í Bandaríkjunum, hvernig verður henni þá mótmælt? Er þaö nokkur goðgá fyrir íslenzka Verkamenn að taka til fyrirmyndar sjálft dýrðarríki Morg- imblaðsins? Fjárhagsvandræði dynja yf- ir lönd í Vestur-Evrópu NeySarráSstafanir gerSar i Bretlandi, Danmörku og Noregi Um síðustu áramót voru límd á girðingar og veggi um allt Bretland stóreflis auglýs- ingáspjöld frá íhaldsflokknum. Mest bar á 2 spjöldum Ann- að bar áletrunina: Áður end- urreisn, nú velmegun! Á hinu stóð: Frjálsræði íhaldsmanna ber árangur! Þessi auglýsinga- herferð þótti öruggt merki þess að þingrof og kosningar væru í vændum í vor eða sumar, spjöldin miklu væru fyrsti hljómurinn frá herlúðrum í- haldsmanna í kosningabarátt- unni og vígorðin á þeim ættu að verða grunntónninn í kosn- ingaáróðri flokksins. íhalds- menn myndu stæra sig af því að á fjögurra ára stjórnar- ferli þeirra hefur atvinnuleysi verið lítið hjá verkamönnum, skömmtun verið afnumin á öll- um sviðum og höftum aflétt, framleiðsla aukizt og kjör yfir- stéttarinnar og hærri miðstétt- anna, sem eru kjarninn í I- haldsflokknum, batnað tölu- vert. 1’haldsmenn hafa ekki farið í launkofa með að þeir telja allt sem vel hefur gengið í Bretlandi vera að þakka vitur- legri fjármálastjórn Richards Butlers, f jármálaráðherra í stjórn Churchills. Hafa þeir hugsað gott til glóðarinnar að ganga til kosninga í miðju góð- æri og fá umboð til þess að stjórna landinu nýtt kjörtíma- bil. Það kom þvi eins og' köld gusa yfir þingflokk íhalds- manna þegar Butler ráðherra reis upp í byrjun þingfundar á fimmtudaginn í síðustu viku og tilkynnti þingheimi, að al- varleg fjárhagsvandræði steðj- uðu nú að Bretum og grípa yrði til róttækra ráðstafana ef ekki ætti illt af að hljótast. Butler varð um leið að játa, að góðærið undanfarið væri ekki fjármálastjórn sinni að þakka. Það stafaði af því að viðskiptaárferði hefur verið Bretum hagstætt undanfarin tvö ár. Matvæli og hráefni sem þeir flytja inn hafa lækkað í verði á heimsmarkaðinum en iðnaðarvörurnar sem þeir flytja út hækkað í verði. Nú hefur þetta snúizt við. Verðlag á inn- Einar Gerhardsen flutningsvörum Bretá hefur hækkað um sex af hundraði á einu ári en útflutningsverðlag- ið staðið í stað. Afleiðingin er sú að greiðsluhalli í utanríkis- viðskiptunum hefur vaxið ört. Gengi sterlingspundsins á frjálsum markaði var farið að lækka. Richard Butler iTjegar svona var komið greip Butler til þess ráðs að draga úr neyzlu og fjárfestingu innanlands með því að tak- marka lánsviðskipti og hækka forvexti Englandsbanka úr 2,5% í 4% og hafa þeir ekki verið svo háir síðan í krepp- unni miklu 1931. Þessar ráð- stafanir vonar Butler að verði til að draga úr innflutningi og eftirspurn eftir ýmiskonar var- anlegum neyzluvörum sem keyptar eru með afborgunar- skilmálum. Yrðu þá brezkir framleiðendur að reyna ' að selja meira af slíkum varn- ingi úr landi. Hvernig sem þessari fyrirætlun Butlers reiðir af er eitt víst, ráðstaf- anir hans verða til að skerða lífskjör alls þorra manna í Bretlandi. Afnám niðun- greiðslna á matvælum og frjáls álagning á þær hefur þegar komið óþægilega við al- þýðu manna. Hækkun for- vaxta er svo mikil að marga grunar að Butler ætli af ráðn- um hug að draga svo mikið úr framkvæmdum að ,,hæfilegt“ atvinnuleysi myndist og verka- lýðssamtökin hiki frekar við að hefja baráttu fyrir hærra kaupi til þess að vega upp á móti kjaraskerðingunni. Loks bitna hömlurnar á afborgunar- kaupum á fjölda millistéttar- fólks og hinum tekjuhærri með- al verkamanna. erkamannaflokksþingmenn spöruðu Butler ekki hæðn- isyrði þegar hann var að flyija þinginu boðskap sinn. „Frjálsræði íhaldsmanna ber árangur!" og „Rífið niður spjöldin!" kvað við af Verka- mannaflokksbekkjunum. Butler varð að æpa til þess að í hon- um heyrðist og skora á forseta að hasta á þingmenn. Ráðherr- anum hitnaði í hamsi og hann fullyrti að áróðursspjöld íhalds- manna myndu reynast réttmæt „þegar við erum búnir að vinna kosningar og auka meirihluta okkar“. Hæðnishlátrar kváðu við Verkamannaflokksmegin í þingsalnum og stjórnarand- stæðingar hrópuðu til Butlérs: „Lítið þér við“. Á bak við hann sátu íhaldsmennimir niðurdregnir og líkastir því að þeir væru við jarðarför. 171113 og nú er komið er allt •*-J í óvissu um það, hvenær kosningar verða í Bretlandi. Kjörtímabilið er ekki útrunnið fyrr en á næsta ári og ýmsir telja að rikisstjórnin muni reyna að þrauká þangað til í þeirri von að þá verði verstu efnahagserfiðleikarnir afstaðn- ir. Aðrir segja að þrátt fyrir erfiðleikana í utanríkisverzlun- inni . muni Butler geta sýnt verulegan greiðsluafgang hjá ríkissjóði í apríl þegar hann flytur fjármálaræðu sína. Ekki sé því útilokað að hann veiti þá nokkra skattalækkun og síðan verði þing rofið og í- haldsmenn reyni að fleyta sér til sigurs á henni. Svipaðir efnahagsörðugleikar og dunið hafa yfir Breta gera einnig vart við sig í Noregi og Danmörku. í Noregi urðu stjórnarskipti í vetur, Oscar Torp lét af forystu rík- isstjórnar Verkamannaflokksins H. C. Hansen og Einar Gerhardsen tók við. Torp lýsti því þá yfir,\ að hann sleppti stjórnartaumunum vegna þess að flokkurinn hefði ekki veitt stjórn sinni þann stuðning sem skyldi í viður- eigninni við versnandi gjald- eyrisjöfnuð. Dregið hefur verið úr fjárfestingu í Noregi, þar á meðal íbúðarhúsabyggingum og opinberum framkvæmdum. Astandið í Danmörku er enn verra en í Noregi. Greiðsluhalli á utanríkisverzl- uninni fer sífellt vaxandi þrátt fyrir neyðarráðstafanir sem gerðar voru í fyrra. Þá var dregið úr fjárfestingu til muna Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.