Þjóðviljinn - 05.03.1955, Side 3
Laugardagur 5. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Spumingarnar sem borgarstjórinn
kveðst ekki geta svarað
Hinn 3. febrúar s.l. beindi Ingi R. Helgason nokkrum
fyrirspurnum um lóöamál til borgarstjóra íhaldsins. — Á
bæjarstjómarfundinum í fyrradag játaði borgarstjórinn
aö hann gæti ekki svarað þessum fyrirspumum.
Svar frá Bæjarút.
gerð Reykjavíkur
Út af fyrirspurn í blaðinu í
gær um hvort rétt væri að
nokkrum íslenzkum sjómönnum
hefði verið sagt upp á b.v. Þor-
steini Ingólfssyni en Færeying-
ar ráðnir í þeirra stað hefur
Þjóðviljanum borist eftirfarandi
frá Bæjarútgerð Reykjavíkur
úr dagbók skipsins um ferðir
þess og áhöfn á tímabilinu 18.
febr. til 26. febr. 1955:
18.2. ‘55 B.v. Þorsteinn Ing-
ólfsson kemur af veiðum um kl.
7 með 40 manna áhöfn, þar af
7 Færeyingar.
20.2. ’55 Fer á veiðar kl. 17,
áhöfn 44 manns og eru þá með-
taldir sömu 7 Færeyingarnir,
sem voru í síðustu veiðiför,
þannig að engum færeyskum
sjómanni var bætt við, en hins-
vegar 4 íslendingum.
26.2. ’55 Kemur vegna bilun-
ar af veiðum kl. 11 og fer aftur
samdægurs kl. 18. Var þá einn
Færeyingur settur í land vegna
veikinda, en 3 ísl. hásetar fóru
úr skiprúmi samkvæmt eigin á-
ákvörðun, en engum, hvorki
færeyskum eða ísl. sjómanni var
bætt við í stað þeirra fjögra,
sem í land fóru.
Danslagakeppnin
Framhald af 12. síðu.
um einráðir hér og fjöldi fólks
gaulaði allskonar breim sem það
skildi hvorki upp eða niður í.
S.K.T. hefur nú nær algerlega
útrýmt erlenda breiminu, og
ungt fólk er tekið að syngja
aftur á móðurmáli sínu.
Hljómsveit Carls Billich leikur
keppnislögin. Söngvarar verða
Adda Ömólfsdóttir, Ingibjörg
Þorbergs, Alfreð Clausen og
Sigurður Ólafsson.
í stjóm voru endurkosnir
þeir Atli Ólafsson, er verið
hafði ritari, Ralph Hannam, er
verið hafði varaformaður og
Stefán Nikulásson, en hann
hafði verið gjaldkeri. Nýir
menn í stjórn voru kosnir þeir
Hörður Þórarinsson og Karl
Magnússon. Samkvæmt lögum
félagsins má sami maður eigi
gegna formannsstörfum tvö ár
í röð.
Hin nýja stjórn (hún var
kosin í einu lagi) skiptir þann-
ig með sér verkum: Hörður
Þórarinsson, formaður; Karl
Magnússon, varaformaður; Atli
Ólafsson, ritari; Stefán Niku-
lásson, gjaldkeri; Ralph Hann-
am, meðstjórnandi.
Fnifarandi formaður, Brynj-
ólfur Hallgrímsson, rifjaði upp
störf félagsins á liðnu ári. Meg-
inátakið var ljósmyndasýning-
in í Þjóðminjasafninu síðastlið-
ið haust. Benti formaður á að
það væri ótrúlega mikið starf
að koma upp slíkri sýningu —
en nú hefði félagið öðlazt
nokkra reynslu, sem koma
myndi að góðu gagni í fram-
tíðinni. Ekki taldi hann það á
sínu færi að dæma um gildi
sýningarinnar frá listrænu
teítí .1' j
Venja er að borgarstjóri fái
hálfs mánaðar frest til þess að
svara fyrirspurnum sem bomar
eru fram fyrir hann á bæjar-
stjórnarfundum. Byggist frest-
ur sá á því að eðlilegt þykir að
borgarstjórinn geti ekki haft
svar á reiðum höndum við öllum
spurningum varðandi bæjarmál-
in sem fyrir hann kunna að vera
lagðar, og einnig á hinu, að fái
hann undirbúningsfrest geti
hann veitt tæmandi svör.
I
Tvær vikur — ein hólræða.
Á bæjarstjómarfundinum 17.
febr. var þess vænzt að borgar-
stjórinn myndi veita góð og
greið svör um lóðamálin. Svo
varð þó ekki. f þess stað hélt
hann langa hólræðu um sjálfan
sig og flokkinn sinn, hvemig
hann hefði staðið við öll sín
loforð um úthlutun lóða — eða
svona hér um bill!
Að vísu var þetta rekið öfugt
niður í borgarstjórann á fundin-
um, en það skipti ekki miklu:
Það var þó alltaf hægt að birta
ræðuna um efndimar í Morg-
unblaðinu.
Fjórar vikur — Ekkert svar.
Á bæjarstjórnarfundinum í
fyrradag voru liðnar nákvæm-
lega fjórar vikur frá því Ingi R.
lagði fyrirspurnir sínar um
lóðamálin fyrir borgarstjórann.
Þegar fundinum í fyrradag
sjónarmiði — en fullyrti hins-
vegar að hún hefði orðið fé-
laginu til nokkurs gagns og
heldur aukið hróður þess. Enn-
fremur hefði orðið allálitlegur
tekjuafgangur. En sýningin og
allur undirbúningur hennar tók
mikinn tíma og taldi formaður
að við væri að búast að starf-
semi félagsins á öðrum sviðum
biði af því nokkum hnekki.
Margt er enn ógert af því sem
til tals hefur komið að fram-
kvæma, svo sem deildaskipting
innan félagsins, fræðsluerindi
um ljósmyndun, tekjumiðlun
meðal félagsmanna, stofnun
æfingahópa undir forystu góðra
ljósmyndara, að komið yrði upp
æfingastofu fyrir þá sem
skemmra eru á veg komnir, og
yrði hún búin tækjum til fram-
köllunar og stækkunar. Þá
höfðu verið flutt nokkur góð
erindi um stækkun, framköllun
og kvikmyndun.
Á starfsárinu höfðu verið
haldnir sjö félagsfundir, og gat
formaður þess að þeir hefðu
orðið færri en kyldi, en það
hefði verið vegna hins mikla
starfs við undirbúning sýn-
ingarinnar.
Félagatala jókst úr 90 í 124
var að ljúka og sýnt þótti að
borgarstjóri ætlaði ekki að svara
fyrirspumunum kvaddi Guð-
mundur Vigfússon sér hljóðs og
óskaði svars við fyrirspurnun-
um.
Borgarstjóri stóð heldur sein-
lega á fætur, og —* kvaðst ekki
geta svarað fyrirspurnunum,
eins og þær eru fram settar,
sagði hann.
Hhnar óttalegu spurningar.
Hverjar og hvernig voru hinar
óttalegu spurningar Inga R.
Helgasonar, sem borgarstjóri
fhaldsins getur ekki svarað?
Þær voru þannig:
1. Hve margar innsóknir um
lóðir unðir íbúðarhús eru nú
óafgreiddar hjá bæjarráði?
2. Hversu margar þessara um-
sókna eru um lóðir undir:
a) einbýlishús,
b) tvíbýlishús eða minni
sambýlishús (t.d. tvistæð
tveggja hæða hús)?
c) stærri sambýlishús eða
raðhús?
3. Hve mörgum lóðum undir í-
búðarhús gerir borgarstjóri
ráð fyrir að bærinn geti út-
hlutað og undirbúið til bygg-
inga á komandi vori og sumri
undir
a) einbýlishús,
b) tvíbýlishús, eða minni
sambýlishús (samanb. 2.
Uð b), —
og má það kallast gott, enda
má hiklaust telja að áhugi
manna á listrænni ljósmyndun
hafi stóraukizt vegna starfsemi
félagsins.
Stjórnin bar fram nokkrar
tillögur til lagabreytinga. Fé-
lagsgjaldið hækkar um fimm
krónur í þrjátíu krónur, í stað
sjö manna framkvæmdanefndar
verður nú þriggja manna nefnd
til aðstoðar stjórninni. f hana
voru kosnir Guðlaugur Lárus-
son, Haraldur Ólafsson og Þórð-
ur Bjamar. Endurskoðendur
voru endurkosnir þeir Haraldur
ólafsson og Þorvaldur Ágústs-
son.
Samkvæmt skýrslu gjald-
kera, Stefáns Nikulássonar,
hafði eignaaukning félagins á
árinu orðið nálægt tiu þúsund
krónum. Tekjur af sýningunni
urðu rúmlega sjö þúsund krón-
ur.
Áframhald verður á þvi fyr-
irkomulagi að félögum er gert
að skila myndum um ákveðin
verkefni (s.s. „Vetrarmynd“ —
„Jólin14 —■ „Sumarleyfi" —
„Höfnin“ — „Gatan" o.s.frv.)
Félagsmenn hafa verið beðnir
að skila einni mynd fyrir 10.
marz, frjálst verkefni, en
myndin skal vera tekin eftir
síðastliðin áramót. Bæði slíkar
myndir félagsmanna og enn-
fremur myndir sem félaginu
berast frá erlendum samskon-
ar félögum áhugamanna eru
skoðaðar og sýndar á félags-
fundum.
Næsti félagsfundur verður
væntanlega eftir miðjan þennan
mánuð.
c) stærri sambýlishús eða
raðhús?
Á fleiru ósvarað,
Borgarstjóriij á fleiri spurn-
ingum um ióðamál ósvarað, því
á fundinum 17. febr., þegar borg-
arstjórinn veik sér undan að
svara fyrirspurnum Inga R. bar
Þórður Björnsson fram eftirfar-
andi spurningar:
,JÖ[ve margar umsóknir um
húsalóðir og athafnasvæði vegní
a) iðnaðar, b) útvegs og c) ann-
arra greina atvinnulífsins í
bænum eru nú óafgreiddar hjá
bæjarráði?“
1. ársfjórðungur féll í gjald-
daga 1. janúar. Greiðið flokks-
gjöld ykkar skilvíslega í skrif
stofu flokksins.
Þannig fórust Gunnari Thor-
oddsen orð á síðasta bæjar-
stjórnarfundi, í fyrradag, þegar
rætt var um hreinsun bæjarins.
Á þessu fagra fyrirheiti er sá
slæmi galli, að álíka fyrir-
heit hefur maður heyrt í bæj-
arstjórninni árum saman — en
aldrei kemur nein sorpeyðingar-
stöð.
Rétt ellefu ár.
Það eru nú rúm ellefu ár lið-
in frá því sósíalistar fluttu í
bæjarstjórn svohljóðandi tillögu:
„Bæjarstjórn samþykkir að
fela borgarstjóra og bæjarráði
að láta athuga ýtarlega mögu-
leika á að koma upp sorp-
brennslustöð fyrir bæinn og
hefja framkvæmdir á árinu ef
fært þykir.“
Jafngömul lýðveldinu.
Auðvitað gat íhaldið ekki
frekar þá en nú samþykkt til-
lögu frá minnihlutaflokkunum.
Þáverandi íhaldsborgarstjóri
samdi því aðra tillögu, efnislega
samhljóða þeirri er að framan
getur, og var hún samþykkt. —
Ákvörðun bæjarstjórnarinnar
um byggingu sorpeyðingarstöðv-
ar er því frá 10. febrúar 1944,
eða nokkru eldri en lýðveldis-
stofnun á íslandi.
Framkvæmdum vísað frá.
En svo fór með þetta eins og
mörg önnur sem bæjarstjórnar-
íhaldið hefur gert samþykktir í
— samþykktir þess um fram-
farir og framkvæmdir virðast
oftast gerðar í auglýsingaskyni
— að ekki var hafizt handa
í málinu. Liðu svo tvö ár, eða til
7. febr. 1946, að sósíalistar
fluttu tillögu um að hefjast á
árinu handa um byggingu sorp-
vinnslustöðvar, en íhaldið vísaði
tillögunni frá — til bæjarráðs!
Enn visað frá!
Enn leið eitt ár — og ekkert
miðaði áfram með sorpeyðing-
arstöð, Sósíalistar í bæjarstjórn
Aðalfundur Nátt-
urlækningafé-
lagsins
Aðaifundur Náttúrulækninga-
félags Reykjavíkur var haldinn
24. febr. s.l.
Formaður félagsins, Böðvar
Pétursson, kennari, var endur-
kjörinn einróma.
Meðstjórnendur voru kjörnir:
Hjörtur Hansson, kaupm„
Marteinn M. Skaftfells, kennari,
Sigurjón Danívalsson, fram-
kvæmdastjóri, og frú Steinunn
Magnúsdóttir.
Á síðastliðnu ári gengu 232
menn í félagið, og eru félags-
menn nú 1169 talsins, þar af
86 ævifélagar.
gerðu þá enn eina tilraun til
að þoka málinu áleiðis. 6. marz
1947 fluttu þeir eftirfarandi til-
lögu:
„Bæjarstjórn samþykkir að
fela heilbrigðisfulltrúanum, dr.
Jóni Sigurðssyni, að ganga hið
fyrsta frá endanlegum tillögtun
um tilhögun sorphreinsunar i
bænum. Ennfremur samþykkir
bæjarstjórn að hefja auglýsinga-
og áróðursherferð, sem miði að
því að vekja almennan áhuga
meðal bæjarbúa fyrir góðri og
þrifalegri umgengni í bænum.“
Og enn vísaði íhaldið tillög-
unni frá! — en Reykvíkingar
eignuðust „fegrunarfélag“ og er
það vissulega merkilegt rann--
sóknarefni.
Hvílíkt lán!
En þrátt fyrir frávisun tillög-
unnar gerði borgarlæknir ýmsar
umbótatiliögur, •— og fram-
kvæmdi sumar. Og eitt sinn.
hélt borgarstjórinn hólræðu um
sjálfan sig: sjá, nú voru komnar
miklu fullkomnari aðferðir en
fyrr við sorpeyðingu, nú skyldi
búinn til áburður og pappír úr
sorpinu. Já, hvílíkt lán að eiga
borgarstjóra sem frestar fram-
kvæmdum!
Borgarlæknir gert tillögur.
En sorpeyðingarstöð íhaldsins
er ekki komin upp enn í dag,
ellefu árum eftir að sósíalistar
fluttu tillögu þá er um getur
hér í upphafi.
í fyrradag sagði borgarstjóri:
Borgarlæknir hefur gert ýmsar
tillögur í þessu máli, sem þvi
miður hafa ekki nema sumar
komizt í framkvæmd, Vonandi
verður hægt að hefjast handa
um sorpeyðingastöð á þessu ári.
Svo mörg voru þau orð. Verð-
ur hægt að þvinga íhaldið til
að standa við þau? Teikning af
sorpeyðingarstöð — með árleg-
um útlitsbreytingum myndí
sóma sér vel í „Bláu bókinni**
næstu ellefu árin!
Fræðslueríndí og æfingastofa
meðal áhugamála Ljósmyndalélags
Reykjavíkur
Aðalfundur Ljósmyndafélags Reykjavíkur, félags áhuga-
manna um ljós- og kvikmyndagerö, var haldinn að Röðli
22. febrúar síðastliöinn.
Dregst byggíng sorpeyðingarstöðvar
í ellefu ár enn?
Teikning sorpeyðingarstöðvar — með ár-
legum útlitsbreytingum myndi sóma sér
vel í „bláu bókinni" næstu ellefu ár!
Vonandi verður hægt að hefjast handa um sorpeyðing—,
ai-stöð á þessu ári.