Þjóðviljinn - 05.03.1955, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 05.03.1955, Qupperneq 12
1206 Húsvíkingar hafa leitað atvinnu j syðra á vertíðénni Húsavík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Undanfarið hefur það farið saman að verið hefur ótíð' í hér og beitulaust. Nú er koniin beitusíld frá Noregi, en ■ ekki hefur gefið á sjó og hefur því verið aigert atvinnu- leysi hér undanfarið, Hafa aldrei jafnmargir Húsvíkingar leitað suður á : land í vertíðaratvinnu, en í vetur fóru suður héðan um > 200 manns. ■■■■■■■«■■■■»■■■■■>•■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■!■■ Danslagakeppni S.K.T. hefst í kvöld Þetta er 6. danslagakeppnin og vinsældir þeirra £ara stöðngt vaxandi Það er í kvöld í Góðtemplarahúsinu sem danslaga- keppni S.K.T. hefst. Er þetta sjötta danslagakeppnin sem S.K.T. efnir til. Úrslitakeppnin fer fram 19. og 20. þ.m. HlðfSVILJINN Laugardagur 5. marz 1955 — 20. árgangur — 53. tölublað Isf. verkfrœðinemar heim- sœkja Kastrupflugvöil Nýlega bauö Flugfélag íslands íslenzkum verkfræöinem- um, sem stunda framhaldsnám í Kaupmannahöfn, í kynnisferð til Kastrupflugvallar. Keppnin hefst með gömlu dönsunum í kvöld, annað kvöld verða nýju dansarnir. Næsta laugardagskvöld heldur keppn- in áfram í gömlu dönsunum og nýju dönsunum á sunnudaginn. Hvert kvöld verða fjögur lög valin til úrslitakeppninnar, eða alls 8 lög í hvorum flokki. Alls eru 36 lög í keppninni. Þrenn verðlaun í hvorum flokki. Þrenn verðlaun verða veitt í hvorum flokki. Eru það 500 kr. fyrir það lag sem bezt þykir, 300 fyrir næstbezta og 200 fyrir það þriðja. Verða þannig sex verðlaun, að upphæð 2 þús. kr. Áheyrendur og dómnefnd. Áheyrendur greiða að vanda atkvæði um lögin í öllum keppn-' unum, en jafnframt verður dómnefnd, sem hefur helming atkvæða móti áheyrendum. Úrslitakeppninni verður út- varpað, og þá geta áheyrendur einnig greitt atkvæði og sent þau til S.K.T. Firmaheppni Steíðaráðsins Skíðaráð Reykjavíkur gengst fyrir firmakeppni í svígi n.k. sunnudag 6. marz kl. 14, og fer keppnin fram við Skíðaskálann í Hveradölum. Keppnin verður. forgjafar- keppni, svo öll firmun hafi sem jafnasta sigurmöguleika. Allir helztu skíðamenn Reykjavíkur taka þátt í keppn- inni. Keppt er um fagran bikar sem verður farandgripur. Ferðir á mótsstað verða frá B.S.R. við Lækjargötu, kl. 14 og 18 í dag, og á morgun kl. 9 og 10. Ferðasknfstofa líkisins: Skíðaferð um helgina Eins og að undanförnu, mun Ferðaskrifstofa ríkisins efna til skíðaferða, um helgar, þegar færi og veður leyfir. Verður fyrsta ferðin farin kl. 10 árdegis, n.k. sunnudag. Ráð- gert er að þá verði farið að Skíðaskála Reykjavíkur, í Hveradölum. Sérstakur maður verður með, til aðgæzlu unglinga og annara þátttakenda. Lagt verður af stað frá af- greiðslu skrifstofunnar, Hafnar- stræti 23, sem nú er í suður- hlið hússins. Textakeppni einnig. S.K.T. efndi fyrir nokkru til textakeppni og barst nú tölu- vert af textum sem yfirleitt eru taldir jafnbetri en textar und- anfarinna ára. Verða einnig veitt verðlaun fyrir bezta text- ann. Þá hafa einnig margir aðr- ir textar borizt við lög sem send hafa verið til keppninnar. Breimbaninn. Áður en S.K.T. efndi fyrst til danslagakeppni voru erlendir textar við erlend danslög næst- Eigendur Isbúðarinnar eru Þorvarður Árnason og Gylfi Hinriksson. Keyptu þeir vélar þær, sem notaðar eru við fram- leiðsluna, frá Bandaríkjunum og fengu um leið einkaleyfi á framleiðsluaðferðinni. Efnið, sem notað er í mjólk- urísinn — ísblandan — er að mestum hluta nýmjólk blönduð undanrennudufti, hleypi og sykri. Er blandan útbúin í Mjólkurstöðinni en fryst í sér- stakri vél að Hjarðarhaga 10. Mjólkurísinn er síðan seldur í mismunandi skömmtum — kostar minnsti skammtur 2 krónur en sá stærsti 35 — bæði Stjórnarsam- vlnnan í Bonn óstöðug Dr. Adenauer, kannslari V- Þýzkalands, ræddi í gær við dr. Dehler, leiðtoga annars stærsta stjórnarflokksins, Frjálsra demókrata, og var lýst yfir eftir viðræðurnar að þeir hefðu orðið ásáttir um framhald stjórnarsamvinnunn- ar að svo stöddu. Dr. Dehler réðst harðlega á -Saarsamningana á þingi nú í vikunni er Parísarsamningarnir voru fullgiltir og greiddu marg- ir flokksmenn hans atkvæði gegn þeim. Óvíst er talið, þrátt fyrir yfirlýsingu flokksleiðtoganna, hve haldgóð stjórnarsamvinnan verður. Árás á ey við Matsú? Útvarp Sjang-Kaisékstjórn- arinnar skýrir svo frá að í gær hafi um 40 fallbyssubátar, og aðrir bátar gert tilraun til landgöngu á smáey í Matsú- eyjaklasanum. Hafi bátarnir ætlað að kom- ast óséðir að eynni vegna dimmrar þoku, en orðið frá að hverfa vegna skothríðar úr strandvirkjum Sjanghersins á eynni. Bandarískir hernaðarsér- fræðingar halda áfram viðræð- um við herstjóm Sjang Kai- séks á Taivan og fóru í gær í sameiginlega eftirlitsferð til ýmissa helztu hernaðarmann- virkja á eynni. Blöð á Taivan skýrðu svo frá í gær, að Foster Dulles hefði lofað Sjang því á dögun- um að Bandaríkjastjóm tæki ekki þátt í neinum samningum varðandi landsvæði sem nú er á valdi Sjanghersins nema láta stjórnina á Taivan fylgjast með og hafa hana með í ráð- um. Eden í Irak Framhald af 1. síðu. land yrði breytt í það horf, að betur samrýmdist hinum nýja hernaðarsamningi við Tyrk- land. Eden heldur áfram fór sinni í dag, til Beyrut og Rómar. í kökuformum og pappahylkj- um og eru allar umbúðir inn- fluttar. Eins og áður er sagt, er mjólkurís ekki talinn fitandi og er það m.a. ein orsök þess að neyzla hans hefur aukizt mjög mikið á undanförnum árum í Bandaríkjunum og víðar þar sem tekið er að framleiða hann. Fitumagn íssins er 6% en til samanburðar verður venjulegur rjómaís að hafa a.m.k. 15% fitu skv. gildandi reglum. íshúðin að Hjarðarhaga 10 er opin daglega á svipuðum tíma og almennar veitingastof- ur, en auk þess eru útsölu- staðir mjólkurísa á 12 öðrum stöðum hér í bænum og víðar út um land. Bókmenntakynning þessi hefst kl. 4 í hátíðasal Háskólans; fyrst flytur formaður stúdenta- ráðs, Skúli Benediktsson, ávarp, en að því loknu tekur Jakob Benediktsson magister til máls og ræðir um skáldskap Laxness. Síðan hefst uplestur úr verk- um skáldsins. Þorsteinn Ö. Stephensen flytur kafla úr Eldi í Kaupinhöfn. Þá kemur Undir leiðsögn tveggja starfs- manna F.I., þeirra Birgis Þór- hallssonar, sem veitir forstöðu skrifstofu félagsins í Höfn, og Ásgeirs Magnússonar vélvirkja, voru þeim sýndar ýmsar fram- kvæmdir á Gullfaxa, sem fram fara á verkstæðum SAS. Auk þess var íslenzku verkfræðinem- unum boðið að skoða vélaverk- stæði SAS í Kastrup, en þau eru talin einhver fullkomnustu í heimi. Konur í Horna- íirði safnatil sjúkraflugvélar í tilefni af fjársöfnun S.V.F.Í. 1. góudag, til kaupa á hreyfli í sjúkraflugvélina, þá gekkst kvennadeildin „Framtíðin11 á Hornafirði fyrir fjársöfnun í þessu skyni og söfnuðust alls kr. 3.850,00, sem deildin hefur þegar afhent Slysavarnafélaginu. Starfsemi kvennadeildarinnar á Hornafirði stendur með mikl- um blóma. í deildinni eru 70 félagar. Samanlagðar tekjur deildarinnar á s.l. ári námu rúm- lega 14 þús. krónum. Formaður deildarinnar er Jónína G. Jóns- dóttir. röðin að skólanefndarfundin- um í Ljósvikingnum, og flytja hann þrír háskólastúdentar — þeir Jón Haraldsson stud. odont, Sigurður Líndal stud. jur. og Sveinn Skorri Höskulds- son stud. mag. Að lokum les höfundur sjálf- ur úr Gerplu. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Að lokinni kynnisferðinni þáðu verkfræðinemamir veit- ingar hjá Flugfélagi Islands, sem fram voru bornar í veit- ingasölum flugvallarins. Gullfaxi, millilandaflugvél Flugfélags Islands, hefur verið á Kastrupflugvelli við Kaup- mannahöfn frá því skömmu eftir áramót. Þar hefur verið framkvæmd á fiugvélinni svo- nefnd 8000 tíma skoðun, en al- þjóðareglur mæla svo fyrir, að allsherjarskoðun skuli fara fram á flugvélum, þegar þeim hefur verið flogið í 8000 klukkustundir. Ponfecorvo Framhald af 1. síðu. En jafnframt kvaðst hann vilja minna blaðamennina á, að Sovétríkin ynnu af alefli að friði og vildu að kjarnorku- vopn yrðu bönnuð. Stalínverðlaun fyrir kjarnorkurannsóknir. Einn blaðamannanna spurði hvenær Pontecorvo hefði gerzt sovézkur þegn og var svarað því að hann hefði orðið það 1952. Spurningu um hvort hann hefði hlotið Stalínverð- laun fyrir kjarnorkurannsókn- ir, svaraði Pontecorvo játandi. Brezkur blaðamaður spurði hvort Pontecorvo teldi að starf hans í Sovétríkjunum miðaði fremur til almannaheilla en. starf hans í Bretlandi, og svar- aði Pontecorvo því að Sovét- ríkin legðu aðaláherzlu á nýt- ingu kjarnorkunnar til frið- samlegra þarfa en það væri óhugsandi í auðvaldsþjóðfélagi. Viðtal Pontecorvo vakti heims- athygli, ekki síður en grein- arnar sem tvö Moskvublöð birtu eftir hann fyrr í vikunni. Hefur mikið verið bollalagt um hann og störf hans frá því hann „hvarf“ fyrir hálfu fimmta ári, en þá vann hann að kjarnorkurannsóknum í Bretlandi, sem kunnugt er. Framhald ó 3. síðu. Fraileiisla á mjólkurís hafin hér Nýjung sem ruft hefur sér mjög til rúms erlendis á undanförnum árum ísbúðin, Hjaröarhaga 10, nefnist nýtt fyrirtæki, sem hafið hefur framleiðslu og sölu á mjólkurís. ís þessi, sem er framleiddur meö sérstakri aðferð, er miklu fituminni en venjulegur rjómaís og hefur þó meira næringargildi. Kynning á verkum Hall- dórs Kiljans Laxness Á morgun verður 2. bókmeimtakynning stúdentaráðs Háskóla fslands á þessum vetri, og verða að þessu sinni fluttir kaflar úr verkum Halldórs Kiljajns Laxness.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.