Þjóðviljinn - 10.03.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.03.1955, Blaðsíða 1
★ í Sósíalistafélaginu ★ annaö kvöld. Sjá •k auglýsingu á ★ anarri síðu. j Miðstjórn Alþýðusambcinds íslands skorar á alla andstöðuilokka ihaldslns að heðja við sig Yiðræður um vinstra samstarf Verklý&shreyfingin vill gera allf sem i hennar valdi stendur fil að stuSla a& myndun rikisst]6rnar sem vinnandi stéttir landsins gefi treyst og stutf r\ (f Miðstjóm Alþýðusambands íslands samþykkti einróma á fundi sínum 5. þ.m. að snúa sér til verkalýðsflokkanna, Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins, svo og til Framsóknarflokksins og Þjóðvarnarflokksins með tilmælum um að þessir flokkar tækju upp viðræður við miðstjórn Alþýðusambandsins um möguleika á vinstri sam- vinnu í landinu. í bréfi sínu til Sósíalistaflokksins lýsir miðstjórn Alþýðusambandsins yfir því að „verklýðshreyfingin vilji gera allt sem í hennar valdi stendur til að stuðla að myndun ríkisstjórnar, sem í aðalatriðum marki stefnu sína á pann veg, að vinnandi stéttir landsins gætu borið til hennar fullt traust og veitt henni stuðning“. Ð* í<n:i)? Cíinsis w&c í.ecífc'- ir> Síhattro isestóá Cs;íK sas-iCíXU .C WasiCisitiíTíxstisixs rsíssi i í’: ' Margir helztu leiðtogar mótmœlenda í Vestur-Þýzkalandi hafa barizt gegn Parísarsamningunum um hervœðingu landsins og tóku þeir pannig þátt í hinum mikla mót- mœlafundi, sem haldinn var í Pálskirkju í Frankfurt ekki aUs fyrir löngu. Þeir gáfu pá út flugrit þar sem her- vœðingarfyrirœtlanirnar voru fordœmdar og sést forsíða pess hér á myndinni. > Eden vill brottflutning frá Kvimoj og Matsá Eden, utanríkisráðherra Bretlands, lagöi til í ræðu sem hann flutti á brezka þinginu í gær, að herlið Taivan- stjórnar yrði flutt burt frá eyjunum við strendur Kína. Gengið var frá bréfi til Framsóknarflokksins þegar 5. marz sökum þess að miðstjórn- arfundur Framsóknarflokksins sat þá að störfum, en ekki hef- ur enn borizt svar Framsókn- arflokksins. Sósíalistaflokknum barst bréf Alþýðusambandsins í gær, og er það á þessa leið: „Reykjavík, 6. marz 1955. Seinasta Alþýðusambands- þing samþykkti einróma að fela stjóm Alþýðusambandsins að vinna með öllum ráðum að upp- byggingu atvinnulífsins í þrem- ur landsfjórðungum, þar sem atvinnuleysi herjar mánuðum saman. Sama Alþýðusambandsþing Áflog á ítalska |ingiu í gær ( Gert var 'tveggja stunda hlé á fundi öldungadeildar ít- alska þingsins í gær. Áflog urðu í þingsalnum eftir rifrildi milli eins af þingmönnum kommúnista og hægrimanns og tókst ekki að stilla til friðar fyrr en eftir að fundi hafði verið slitið og lögregla kvödd á vettvang. öldungadeildin var að ræða Parísarsamningana um hervæð- ingu Vestur-Þýzkalands. Vanunaður I ■ ■ Ingimars | Eins og Þjóðviljinn hefur áður sagt frá mætti séra Ingi- mar Jónsson ekki á síðasta miðstjórnarfundi Alþýðu- flokksins af skiljanlegum á- stæðum. Var til kvaddur varamaður; og sá varamaður * var — Guðjón B. Baldvinsson. j samþykkti einróma að fela sam- bandsstjórn að knýja fram þær kjarabætur, að hægt verði fyrir meðalfjölskyldu að framfleyfh sér á sómasamlegan hátt fyrir tekjur 8-stunda vinnudags. Nú hefur sjálfur forsætisráð- herrann boðað, að ef kaupið hækki kunni því að verða svar- að með gengislækkun. — Tekið hefur verið í mál að mæta kröf- um verkalýðssamtakanna um bætt kjör að einhverju leyti með lækkuðu verðlagi. En ljóst má vera, að það væri einungis á færi ríkisstjórnarinnar að gera ráðstafanir til lækkaðs verðlags. Og ef sú leið væri far- in, ættu verkalýðssamtökin það algerlega undir ríkisstjóm- inni, hvemig framkvæmdin jrrði á þeim verðlækkunarráðstöfun- um. En ekkert væri auðveldara en að gera slikar ráðstafanir að engu á skömmum tíma með beinum eða óbeinum stjómar- aðgerðum. Þá er það algerlega undir ríkisstjóm og stefnu hennar komið, hvert verðgildi íslenzks gjaldmiðils er og verður á hverjum tíma. Enn ber að sama brunni með aðgerðir til uppbyggingar at- vinnulífsins. Þær eru aðeins á valdi ríkisstjómarinnar, og getur verkalýðshreyfingin lítil áhrif haft á uppbyggingu at- vinnulífsins nema hún eigi all sterk ítök í ríkisstjóminni. — Málefnalega varðar Alþýðusam- band íslands því miklu, að stjómarstefnan sé ávallt vin- veitt hagsmunum verkalýðsins. Nú standa sakir sem kunn- ugt er þannig, að verkalýðs- samtökin hafa borið fram kröf- ur sínar, og eru þau mál nú á samnings stigi. — Nokkrar stöðvanir hafa orðið á atvinnu- lífinu á fyrstu tveimur mán- uðum þessa árs, og allt nú í ó- vissu um, hvort ekki geti komið til víðtækra og langvarandi stöðvana atvinnulífsins. Með skírskotun til framan- ritaðs snýr Miðstjórn Alþýðu- sambands Islands sér nú til i Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins og tjáir hon- um, að verkalýðshreyfingin rill gera allt sem í hennar valdi stendur, til að stuðla að mynd- un ríkisstjórnar, sem í aðalat- riðum marlii stefnu sína á þann veg, að vinnandi stéttir lands- ins gætu borið til hennar fullt traust og veitt henni stuðning. Miðstjórn Alþýðusambands- ins leyfir sér því hér með að snúa sér til yðar með þeirri ósk, að þér takið upp viðræður rið miðstjórn sambandsins um möguleika á vinstri samvinnu í Iandinu, með því að kjósa nefnd til viðræðna við oss í því skyni. Mundi Miðstjórn Alþýðusam- bands Islands vera ljúft að gera slíkri viðtalsnefnd grein fyrir, hvaða mál llún telur brýnustu hagsmunamál Alþýðusambands- ins og fólksins í verkalýðsfé- lögunum. Með stéttarkveðjum. Alþýðusamband íslands Hannibal Valdimarsson Eðvarð Sigurðsson Magnús P. Bjarnason Sigurrós Sveinsdóttir Sigríður Haimesdóttir Ásgeir Guðmundsson Snorri Jónsson“. fcm;.. . Eden, sem gaf þinginu skýrslu um för sína til Asíu, þar sem hann sat fund Banda- lags Suðaustur-Asíu í Bang- kok, sagði, að brezka stjórn- in vonaðist til að báðir aðilar Taivandeilunnar forðuðust að leysa deiluna með vopnavaldi, Kinverska stjórnin hefði setið á sér að taka eyjarnar Kvim- oj og Matsú með valdi, og væri það gleðiefni, en hitt væri jafn- æskilegt, að herlið Taivan- Framhald á 5. síðu. Atvinnurekendur hafa ekkl enni boðið eyrishækkun á kaupi rk Sáttasemjari hélt fund með samninganefndum verklýðsfélaganna og af- vinnurekenda í fyrrakvöld og stóð hann nokkuð fram yfir miðnætti. Jkr Á þessum fundi endurtók sig það sama og einkennt hefur alla þá fyrri í rúman hálfan mánuð: Atvinnurekendur buðu ekki fram eyrishækkun á kaupi verkafólks. kr Eftir þetta hafa atvinnurekendur við enga að sakas't nema sjálfa sig ef til' vinnustöðvunar kemur. Verklýðsfélögin frestuðu verkfallsaðgerðum til þess að reyna að tryggja samninga án vinnustöðvunar — en atvinnurekend-> ur hafa ekkert gert fyrir sitt leyti til að leysa málið. Þeir bera einir allaí ábyrgð, og afstaða þeirra og ríkisstjórnarinnar er fordæmd af einrómai . almenningsáliti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.