Þjóðviljinn - 10.03.1955, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 10.03.1955, Qupperneq 3
Fimmtudagur 10. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Alger uppgjöf ráðherranna í umræð- unum á þingi um kaupgjaldsmálin Hannibal Valdimarsson, Brynjólfur Bjarnason og Gnnnar Jóhannsson fluttu mál verhlýðshreyfingarinnar af þekkingu og einheittni I>að var Iágt rislð á ríkisstjórninni á Alþingi í gær, í umræðunum um kaupgjaldsmálin. Bjarni Ben. var að vísu enn sendur fram með langa áróðursrseðu gegn málstað verkamanna, og kom hann með hinar ómaklegustu dylgjur og getsaldr í garð verldýðsfélaganna. En umræðurnar einkenndust af þungri sókn og einbeittni málsvara verklýðshreyfingarinnar. Hannibal Valdimarsson, Brynjólfur Bjarna son og Gunnar Jóhannsson túlkuðu málstað verk- lýðsfélaganna af rökfestu og þekkingu, og fór svo að ráðherrarnir tóku að laumast út úr þing- salnum einn af öðrum, og varð úr hrein uppgjöf. Þeir virtust finna það sjálfir að ríkisstjórnin væri kveðin í kútinn í þessum umræðum svo rækilega að þögnin og f jarveran væri þeirra eina vörn. lýðsfélögin gáfu, og taldi lík- legt, að boðað yrði verkfall frá 18.—19 marz. Riði á miklu að notaður væri til hins ýtrasta sá frestur sem enn gæfist til að semja án þess að til verkfalls kæmi. Umræðurnar urðu enn í fram- haldi af skýrslu fjármálaráð- herra um efnahagsástandið 1954, og lauk þeim umræðum nú á fundi sameinaðs þings, er hann hafði verið framlengdur til kl. 5. -jlr Fresti verklýðsfélag- anna illa varið Hannibal Valdimarsson deildi fast á ríkistjórnina fyrir fram- komu hennar í kaupdeilumálun- um og svaraði áróðursfirrum ráðheranna. Lagði hann áherzlu á, að kröf- ur þær sem verkalýðsfélögin gera hafi verið samþykktar á- greiningslaust í öllum hlutaðeig- andi verkalýðsfélögunum, að þeim standi fólk úr öllum stjóm- málaflokkum. Benti hann ráðherrunum á að það mundi sízt árangursrík að- ferð í baráttunni við kommún- ismann, að eigna „kommúnist- um“ einhuga viðleitni íslenzkrar alþýðu, íslenzkra verkalýðsfé- laga, til að bæta kjör og ná rétti sínum. Ríkisstjórnin kyrjaði hér enn gamla áróðurssönginn. Vondir kommúnistar væru að stefna þjóðfélaginu í voða. En sann- færður væri hann um að ekkert gengi úr skorðum i þjóðfélaginu þó allar kröfur verkalýðsfélag- anna nú væru uppfylltar, og færði hann skýr rök fyrir því áliti. Hannibal ræddi ýtarlega hina nýju till. ríkisstjórnarinnar um „rannsóknarnefnd", og sýndi fram á, að þar væri einungis um herbragð að ræða í því skyni að tefja samninga. Átaldi hann, að ekki skyldi hafa verið not- aður betur fresturinn, sem verka- ^ Bjarni Ben. fer með dylgiur Bjarni Ben. talaði næstur, og var ræða hans endurtekning á áróðri ríkisstjórnarinnar gegn málstað verkalýðsfélaganna. Sagði hann að „fullyrt væri í sín eyru“ að kröfur verkalýðsfélag- anna næmu allt að 57%! Jafn- framt dylgjaði hann um að verk- fallsfresturinn hefði ekki verið gefinn til að greiða fyrir lausn kaupdeilunnar, heldur til þess að klófesta kaupskipaflotann í Reykjavík. ^ Öll s'kilyrði til kaup- hækkunar fyrir hendi Brynjólfur Bjamason tók til meðferðar í ýtarlegri og rökfastri ræðu helztu áróðursblekkingar afturhaldsins nú undanfarið um efnahagsmál og kaupgjaldsmál, og sýndi fram á haldleysi rök- semdafærslu ráðherranna gegn málstað verkalýðsfélaganna. Sýndi hann fram á að verka- menn eiga fyllstu réttlætiskröfu á kauphækkun þeirri sem fram á er farið, og að öll þjóðfélags- leg skilyrði til að uppfylla hana eru fyrir hendi. Var ræða Brynjólfs hið merk- asta framlag til umræðnanna um kaupgjaldsmálin, en þess er enginn kostur að rekja efni hennar í stuttu máli, og verður hún birt hér í blaðinu í heild. ★ öll þjóðin nýtur góðs af si’grum verklýðs- félaganna Gunnar Jóhannsson svaraði ráðherrunum með því að minna á baráttusögu verkalýðshreyf- ingarinnar, og hvernig sömu aft- urhaldsöflin hefðu alltaf barizt á móti hverri viðleitni fólksins til bættra kjara og aukinna mannréttinda. Tók Gunnar dæmi um kjör verkamanna og skoraði á þing- menn og ráðherra að segja til hvort þeir treystust til að lifa af slíkum launum. Það væru ekki forsvarsmenn verkalýðsfélaganna, sem væru „þjóðhættulegir“. Hitt væri þjóð- hættulegir menn, sem réðust gegn verkalýðssamtökunum í hvert einasta skipti, sem þau reyndu að bæta aðbúnað og rétt- indi félaga sinna. Öll þjóðin hefði notið sigra verkalýðshreyf- ingarinnar, og svo myndi verða um alla framtíð. Ræddi Gunnar loks um vanda- mál núverandi kaupdeilu og flutti rök verkalýðsfélaganna af þrótti og festu. Hannibal lauk umræðunni með því að svara nokkrum atriðum í ræðu Bjarna Ben., en þá var ríkisstjórnin öll flúin af hólmi eins og fyrr var sagt. Flýtti for- seti sér að slíta umræðunni, enda þótt einn þingmaður (Egg- ert Þorsteinsson) hefði kvatt sér hljóðs. Mikil aSsókn aS danslaga- keppni SKT Mjög mikil aðsókn var að dans- lagakeppni SKT í Góðtemplara- húsinu um síðustu helgi og urðu margir frá að hverfa. Á laugardagskvöldið voru kynnt 9 lög við eldri dansana og kom- ust þessi 4 í úrslitakeppnina: Vorkvöld eftir Hafþór með Í41 atkv., Bergmál eftir Tóta með 101 atkv., Við mættumst til að kveðjast eftir Ómar með 97 at- kvæðum og Óráð eftir Max með 85 atkv. Á sunnudagskvöldið voru kynnt 9 lög við nýju dansana og komust þessi 4 í úrslitkeppnina: Framhald á 10. síðu. Dvalarheimili aldraðra sjómanna fullgert að tveim árum liðnum Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði var haldinn sunnudaginn 6. marz 1955. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa Henrý Hálfdáns- son, Þorvarður Björnsson og Pétur Óskarsson. Varamenn í stjóm eru: Sigurjón Einarsson, Theódór Gíslason og Bjarni Bjamason. í byggingamefnd Dvalarheim- ilis aldraðra sjómanna voru kjörnir: Henrý Hálfdánsson, Þorvarður Björnsson, Bjarni Bjamason, Garðar Jónsson og Hallgrímur Jónsson. Varamenn í byggingamefnd eru Tómas Sigvaldason og Karl Karlsson. Formaður minntist Einars Þorsteinssonar fyrrv. skip- stjóra, sem nú er nýlátinn, en hann átti sæti í Sjómannadags- ráði frá upphafi. Gaf formaður síðan skýrslu um störf stjómarinnar og byggingarnefndar. Gjaldkeri las upp og skýrði hina ýmsu reikn- inga Sjómannadagsins og Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. Eignir Sjómannadagsins eru nú 5.2 milljónir króna. Byggingu Dvalarheimilisins miðar nú vel áfram og hefur þegar verið unnið að bygging- unni fyrir rúmar 4 milljónir Framhald á 10. síðu. Islendingar taka í vor þátt í listiðnaðar- sýningu í Miinchen í Þýzkalandi Ákveðið er að íslendingar taki þátt í listiðnaðarsýningu sem haldin verður í Miinchen í Þýzkalandi og hefst 5. maí n.k. Sízt <rf öllu stórmannlegt Haraldur Guðmundsson for- maður Álþýðuflokksins birtir yfirlýsingu á forsíðu Alþýðu- blaðsins í gær vegna frásagnar Þjóðviljans um umræður þær sem urðu um mál Ingimars Jónssonar á síðasta mið- stjómarfundi Alþýðuflokksins. Játar Haraldur að hann hafi sagt frá máli séra Ingi- mars á fundinum, en þar hafi engar umræður orðið og eng- in nefnd verið kjörin. Þjóð- viljinn hefur sínar öruggu heimildir um það sem gerðist á fundinum, og Haraldur treystir sér ekki til annars en að staðfesta frásögnina að nokkm, en það er ekki athygl- isverðast, heldur hitt að Har- aldur skyldi birta nokkra yfir- lýsingu, — og lesendur Al- þýðublaðsins þannig í fyrsta skipti fá vísbendingu um málið. Tilgangur Haralds er að reyna að þvo Alþýðuflokkinn af samneyti við Ingimar Jóns- son og fjármál hans. Eins og kunnugt er hefur Ingimar ver- ið einn af helztu fomstumönn- um flokksins í áratugi, mið- stjórnarmaður og sérfræðing- ur í fjármálum; og flokkur- inn og séra Ingimar hafa t.d. haft sameiginlegan fjárhag í hlutafélögum þeim sem rænt var frá verklýðsfélögunum og í sambandi við rekstur Alþýðu- blaðsins. Það er því næsta von- laust verk að ætla nú að reyna að dylja þau tengsl. Afstaða Haralds Guðmunds- sonar er ef til vill skiljanleg; en hún er sízt af öllu stór- mannleg, hvorki í garð séra Ingimars né fólksins í Alþýðu- flokknum. Vömsýningamefndinni, sem iðnaðarmálaráðherra skipaði fyrir skömmu til þess að vinna að þátttöku af Islands hálfu í erlendum vörusýningum, barst fyrir nokkru boð frá stjórn listiðnaðarsýningarinnar í Mún- chen um þátttöku í alþjóðlegri sýningu, sem haldin hefur ver- ið þar árlega undanfarin 7 ár. Sýningin hefst að þessu sinni Fjársöfnunar- dagur Ekknasjóðs Islands Fyrir nokkrum árum var stofnaður Ekknasjóður íslands, og er það hlutverk hans að veita styrk fátækum ekkjum. Biskup er formaður sjóðsstjórnar og hef- ir fengið leyfi dóms- og kirkju- málaráðuneytisins til þess að láta fara fram merkjasölu og fjársöfnun fyrir sjóðinn annan sunnudag í marzmánuði ár hvert, eða að þessu sinni 13. marz. Þess er vænzt, að menn bregðist sem fyrr hið bezta við þessari fjár- söfnun. 6. maí og lýkur þann 15. maí. Megintilgangur sýningarinn- ar er að sýna fallegar og vand- aðar handunnar vörar frá lönd- um innan Evrópu og utan, m.a. húsgögn, hýbýlaskraut, vefn- að, leirmuni, listmuni úr málm- um, tré, gleri, leðri, plasti, strái osfrv. Á sýningum sem þessum gefst því tækifæri til saman- burðar á því bezta sem fram- leitt er af listmunum og fá sýningargestir þar tækifæri til þess að kynnast stíl, tækni og framleiðsluaðferðum hinna ýmsu þjóða. \ Eftir að hafa leitað álits hins nýstofnaða félags „Islenzk listiðn" og framkvæmdastjóra Landssambands iðnaðarmanna á málinu, ákvað vörusýningar- nefndin þátttöku af íslands hálfu í sýningunni. Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt mun verða trúnaðar- maður nefndarinnar við undir- búning sýningarinnar, en félag- ið „íslenzk listiðn" hefur auk þess góðfúslega lofað aðstoð sinni við undirbúninginn. Þeir sem framleiða muni, er þeir telja að eigi erindi á sýn- ingu þessa, eru beðnir að til- kynna vörusýningarnefndinni það bréflega í pósthólf 417 sem fyrst og eigi síðar en 15. þm. Kópavogur Framhald af 12. síðu. sýslu, og beinir því til viðkom- andi ráðuneyta, að bera tillögu um þessa skipan undir sýslu- nefnd og sveitarstjórnir í Kjós- arsýslu, eins fljótt og við verður komið. 2. Verði þessi leið ekki talin fær, eða aðrar lausnir á vand- kvæðum umboðsstjórnarinnar í þessu efni, á þeim grundvelli að Kópavogur haldi áfram að vera sérstakur hreppur innan Kjós- arsýslu, eins og meirihluti sveit- arstjórnar og sýslunefnd óska, ákveður hrepsnefndin að leita álits kosningabærra íbúa hrepps- ins um þær leiðir, sem þá koma til greina. Skal sú atkvæða- greiðsla fara fram í samræmi við lög um sveitarstjórnarkosn- ingar, en efnt til almenns borg- arafundar til umræðna um mál- ið að tilhlutan h?epsnefndar, áður en atkvæðagreiðsla fer fram.“ Sveinn Einarsson greiddi at- kvæði með síðasta lið tillögunn- ar, en Hannes móti henni allri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.