Þjóðviljinn - 10.03.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.03.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Pimmtudagur 10. marz 1955 þlÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Hitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7500 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Orsakirnar til þess að verkalýðsfélögin hafa ekki séð sér annað fært en segja upp kjarasamningum sínum við atvinnurekendur og bera fram kröfur um hærri laun eru næsta augljósar. Kaupmáttur launanna hefur farið rýrn- andi á undanförnum árum vegna beinna og óbeinna að- gerða ríkisvaldsins. Auk þess vantar mikið á að verka- lýðsstéttin hafi fengiö sinn hlut í auknum þjóðartekjum. Fáar af ráðstöfunum ríkisvaldsins hafa haft jafn stór- felld áhrif til kjararýrnunar og byggingabann marsjallár- anna, lánsfjárbannið til íbúðabygginga og afnám þess kafla húsaleigulaganna sem lagði hömlur á uppsögn leigu- húsnæðis og hækkun húsaleigu. Með hindrun nægilegra íbúðabygginga í krafti lánsfjárbannsins, jafnt fyrir sem eftir afnám Fjárhagsráðs, hefur leiga fyrir íbúðarhús- næði ekki aðeins tekið stórfelld stökk upp á við heldur er einnig krafizt svo svimandi fjárupphæða í fyrirfram- greiðslur að þær eru orðnar öllu launafólki óviðráðan- legar. Algengt er að krefjast 1000—1500 kr. á mánuði fyrir 2 til 3 herbergja íbúð og 20—40 þús kr. á borðið áð- ur en flutt er inn 1 íbúðina. í fjölmörgum tilfellum er hlutur þeirra sízt betri sem neyðin hefur rekið til þess að reyna að koma upp eigin húsnæði af litlum eða engum efnum. Þeir fá lítil eða engin lán og hafa ekki annað fram að leggja en það sem hægt er að klípa af viku- eða mánaðarlaununum og geng- ur jafnvel út yfir kaup brýnustu lífsnauðsynja. Vinnan við íbúðina er að langmestu leyti framkvæmd af eig- andanum sjálfum á síðkvöldum og sunnudögum. Það tekur langan tíma að byggja yfir sig með slíkum hætti enda algengt að þessar íbúðir séu árum saman ófullgerö- ar vegna skorts á nauðsynlegu fjármagni. Enn er svo fjölmennur hópm’ verkamanna og annars láglaunafólks sem stjórnarvöld ríkis og bæjar hafa dæmt til að búa og ala börn sín upp í gjörsamlega ófullnægjandi húsnæði eins og bröggum, rökum kjallarakompum og þægindasnauðum skúmm og kofum sem dreift er um bæjarlandiö. Miðað við núverandi lífskjör og fyrir- greiðslu hins opinbera hefur þetta fólk enga möguleika til þess að komast inn í íbúðir sem uppfylla nútímakröfur um rými og hollustuhætti. Eina leið verkafólks og ann- arra, sem búa við okurleigu, standa uppi meö hálfgerðar íbúðir eða eygja enga möguleika til að losna úr óhæfu og heilsuspillandi húsnæði miðað við núverandi ástand, er því að berjast fyrir launahækkun sem borið gæti að ein- hverju leyti uppi hinn síhækkandi húsnæðiskosnað. Og þetta er beinlínis orðið svo knýjandi fyrir allan almenning að það gerir kröfur um launahækkun bæði eðlilegar og óhj ák væmilegar. ' Það skýtur því nokkuð skökku við þegar íhaldið lætur Morg- tmbiaðið halda því fram dag eftir dag að ekki megi hækka kaup- ið vegna ástandsins í húsnæðismálunum! Og rökin eru þau að J>á muni ,,umbætur“ stjórnarflokkanna í þeim málum verða ó- iframkvæmanlegar. En með leyfi að spyrja hvaða ,,umbætur“? Þrátt fyrir marggefin loforð ríkisstjórnarinnar hefur almenn- ingur enn þann dag í dag hvergi orðið þessara bjargráða var, 'ekki einu sinni í frumvarps formi á Alþingi. Það eina sem frá Jríkisstjórninni hefur heyrzt í þeim efnum er af allt öðrum toga tepunnið. Hagfræðingur hennar, íhaldsleiðtoginn Ólafur Björns- teon kom nýlega fram með þá kenningu, að höfuðorsök kjara- tekerðingarinnar væru „of miklar byggingarframkvæmdir“ og að hezta kjarabótin fyrir verkalýðinn. og laimþegana væri að hætta að byggja íbúðarhús! ' Ólafur Björnsson hefur þannig svift grímunni af íhald- inu og gert Morgunblaðinu óhægt um vik í blekkinga- skrifunum. Það sem fyrir íhaldinu vakir er ekki bættur húsakostur almennings heldur að draga úr fjárfestingu til íbúðabygginga og reyna þannig að skapa atvinnuleysi og viðhalda húsnæðisskorti og okurleigu. Kröfur verka- lýðsins um launabætur er hins vegar heilbrigö og eðli- ieg ráðstöfun til þess að geta staðið undir síhækkandi hús- íiæðiskostnaði og leyft sér þann „luxus“ að þurfa ekki að tiýrast í grenum sem ekkert eiga skylt við mannabústaði á miðri tuttugustu öld. Vér íslendingar erum skrít- ið fólk. Vér ólum snillinga vora í fátækt (gerum það raunar að miklu leyti enn) og þeir dóu úr ófeiti og kröm. Mlruiismeiki En um það er hordauðra bein þeirra sníUInga yerða að dufti -------------> höfum vér engan frið í vor- um eigin beinum, þeim er enn hanga sarnan, fyrr en vér höfum reist sömu snillingum einhverskonar mónumenti, styttu eða vörðu — eða helzt hús. Og þeim mun lélegra hús, er veitti snillingnum nokkurt hlé fyrir veðrum og vindum — skal minningarhús- ið að sama skapi veglegra. Jónas fékk styttu af sjálfum sér í ópressuðum buxum (enda annar móður þá en á dögum Skúla), Stephan G. fékk vörðu, Bólu-Hjálmar kemur í sumar — en hvað um Hallgrím, þann spedalska sálmasvan ? Það er alkunna, að vor mikli snillingur, Hallgrímur Pétursson, höfundur píningar- sálmanna um Jesúm Krist bjó í sínu jarðlífi jafnan í lé- legu húsnæði. Enda segir sá mikli skáldjöfur og höfuð- á öðru meiri þörf, guði til dýrðar. Hann myndi telja bráða nauðsyn til bera að út- vega börnum þeim, er nú dveljast í bröggum, vondum kjöllurum og skúrum vist í húsum. Vafalaust myndi margnefnd- Föstu- þcmkar um minnismerki, Hallgrím Pétursson o. fl. ur Hallgrímur hafa á því skömm mikla að horfa upp á vanalin braggabörn koma til barnaguðsþjónustu einu sinni í viku til þess að verða sér úti um litprentaða biblíumynd — og hverfa að því búnu heim til sín í sagga, þrengsli og rottugang tilverunnar. Og vita svo musterið standa autt alla vikuna nema rétt á með- an saga þyrfti einhvem safn- aðarmeðlim sex fet neðar sverði. Líkan fyrirhugaörar Hallgrímskirkju á Skólavörðu- holti: „... fyrir sama fé og kirkjan í holtinu myndi kosta mætti reisa allt að 200 íbúðir“. Inn í dimmt ' og hrörlefft ' hús ég treð 1 klerkur, sálugur Matthías þar um: „Inn í dimmt og hrör- legt hús ég treð — hver er sá, er styn- ur þar á beð'M Og svo eru til menn, svo litlir í sálinni, svo lausir við húmaniskan snert, svo gjör- sneyddir sögulegum skilningi, að þeim dettur helzt og fremst í hug að byggja kirkju upp á 30-40 milljónir — til minningar um Hallgrím. — Kirkju, sem í hans augum hefði vafalaust verið á borð við fjall og ekkert átt skylt við hús — nema sem önnur f jöll: heimkynni álfa og trölla. Síðan á að messa í svoddan húsi á helgum og lofa guð — auk þess sem fordildin boð- ar engan veginn forföll: mæniásinn á að vera nokkr- um spönnum hærri turni ka- þólskra vestur í Landakoti. Sá er þetta setur á pappír þykir lítiltrúaður — enda ekki í neinu félagi trúaðra. Þó þykist hann geta gert sér í hugarlund, að Hallgrími heitn- um Péturssyni, þeim höfuð- snillingi, sem á sínum hér- vistardögum bjó í moldar- hreysum, myndi þykja skömm til koma slíkra ráðagerða. Og ennfremur, að téður snilling- ur, Hallgrímur, ef hann væri vor á meðal nú—■ myndi telja Þegar hugsað er til séra Hallgríms, fer varla hjá þvi, að í augu hans slái því bliki mannlegrar skynsemi og húm- anisma, sem allavega hlýtur að skynja þetta: að fyrir sama fé og kirkjan í holtinu myndi kosta mætti reisa allt að 200 íbúðir. M. ö. o. hæstvirtir borgarar, þér, sem eigið þá hugsjón æðsta (og það er býsna góð hugsjón) að reisa Hallgrími — Böm þurfa hús fremur en kirkju og blblíu- myndir. Péturssyni verðugan minnisvarða, verið svo góð- ir að athuga þetta: Þér get- ið í nafni Hallgríms og guðs almáttugs tekið 400-600 sak- laus börn úr heilsuspillandi í- búðum og gefið þeim nýtt líf í mannsæmandi húsum — í staðinn fyrir kirkju og biblíu- myndir. Ekki það, að neitt sé útaf fyrir sig á móti kirkju og biblíumyndum — en litl- um börnum er bara hollara að vera í húsum án biblíu- mynda en að eiga biblíumynd- ir án húss. Og ef þér, hæstvirtir sam- borgarar, byggðuð nú íbúðir í staðinn fyrir kirkju, þá er skrifari þessa pistils þess full- viss, að títtnefndur eiginmað- ur Tyrkja-Guðríðar myndi kinka kolli með velþóknun á sínu núverandi plani og segja: — Miklir blessaðir menn eru þetta. Hér er ekki verið að ráðast á hugmyndina um Hallgríms- kirkju — hvað sem öllum arkitektúr líður — eða yfir- leitt nokkurn hlut annan, síð- ur en svo. Heldur skal aðeins vakin á því athygli, að varla muni tímabært að eyða tug- milljónum króna í að byggja yfir eina né neina kirkju- hreyfingu, málfundafélög, leik- starfsemi, íþróttir eða önnur hobbí (málhreinsunarmenn beðnir forláts) — á með- an lifandi fólk hefur varla Hér' undlr ’ ] Þak V0* hÖf' heyrir Skál- UÖÍð' Sér °g . ., , . I börnum smum holtskirkja, ) ) til skjols. — Æskulýðs- ) . ..„ ‘ „ ) Það vantar holl með ) meiru. byggingar yfir S allt mögulegt, bæði dautt og lifandi. Það vantar minnismei’ki yfir snill- inga vora, — og kannske ekki sízt atvinnustéttir vor- ar: vatnsbera, sjómenn o. s. frv. — En fyrst og fremst ættu þeir, sem áhuga hafa fyrir byggingum minnis- merkja, hvort sem það eru styttur, vörður eða hús, að hafa eitt hugfast: Allt þolir sína bið í því efni nema eitt: Að byggja yfir lifandi fólk, sem býr í svínastíum — ekki sízt barnafólk. — Það er ekki hægt að prísa neinn guð, á meðan eitt lítið saklaust barn verður að eiga heimkynni sitt í lekum, köldum bragga og verður að horfa upp á biblíumyndirnar sínar eyðileggjast af myglu. I nafni Hallgríms Péturs- sonar: byggið enga kirkju, enga æskulýðshöll, ekkert fé- lagsheimili, enga styttu, enga vörðu framar — fyrr en öll íslenzk börn hafa eignazt þak yfir höfuðið. Árni úr Eyjuin, Braggarnir eru ekki hús þó í þeim sé búið — og: „... litl- Ajim börnum er bara hollara að vera í húsum án biblíu- mynda en að eiga biblíumyndir án húss“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.