Þjóðviljinn - 10.03.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Hvernig er
aðbúð
fansa
í Reyk javík?
Það mun almennt viðurkennt
af þeim, er nokkuð til þekkja,
að margskonar vandkvæði séu
nú á meðferð fanga eða manna,
sem handteknir eru af lögregl-
unni í Reykjavík og hafðir í
haldi um lengri eða skemmri
tíma. Alloft ber það við, að
fluttar eru í blöðum frásagnir
af vistarverum lögreglunnar,
sem handteknum mönnum er
varpað i, og tíðum kemur fram
hörð gagnrýni á framferði lög-
reglunnar og löggæzlumanna í
sambandi við handtökur og
meðferð fanga. Tillaga sú til
þingsályktunar, sem ég hef lagt
hér fram til fyrirgreiðslu hátt-
virtrar neðri deildar Alþingis,
fer fram á að skipuð verði
nefnd til að rannsaka aðbúð
fanga í Reykjavík.
Þetta orðalag er ekki að öllu
fullnægjandi, samkvæmt þeim
tveim meginrökum, sem tillag-
an er byggð á, og ég skal
nefna.
í fyrra lagi, svo sem hér er
orðað að rannsaka aðbúð fanga,
en að hinu leyti að rannsaka
aðbúð lögreglunnar og aðstöðu
hennar til fyrrgreindra starfa
og athafna.
Ég hef borið þetta mál inn á
háttvirt Alþingi sökum þess að
ég lít svo á, að það sé ekki
eingöngu mál einstaklinga og
lögreglunnar í hinum ömurlegu
samskiptum, ég lít á það sem
mál höfuðborgarinnar í heild,
og á mál höfuðborgarinnar sem
þjóðmál. Tilgangurinn er sá, að
reyna að létta bæði lögreglunni
og hinum handteknu mönnum
að einhverju það hlutskipti,
sem þeir hafa ratað í saman.
Lögreglan býr við ýmis vand-
bvæði og erfiðleika og gerir
sennilega margt verr en skyldi
sökum óhagstæðra skilyrða.
Lögreglustöð Reykjavíkur er í
hjarta borgarinnar við aðalsam-
gönguæðina til hafnarinnar og
milli tveggja fjölförnustu gatna
borgarinnar, Austurstrætis og
Hafnarstrætis. Þarf ekki að
fara mörgum orðum um það,
að óheppilegri staður fyrir slíka
miðstöð er ekki til í borginni.
Þar er í rauninni daga og næt-
lir opinber sýning á þeim mönn-
mn, sem fyrir einhver óhöpp
lenda í höndum lögreglunnar.
Geta má nærri hvílík óheilla á-
hrif það hefur á ungling, sem
í fyrsta sinn verður fyrir því
að vera handtekinn af lögregl-
Unni og ekið er til lögreglu-
stöðvarinnar, tekinn þar, oft
illa til reika, út úr lögreglu-
bílnum, og dreginn milli
tveggja lögregluþjóna inn í
stöðina í viðurvist vegfarenda,
sem oft eru fjölmargir á þess-
um mestu umferðagötum bog-
arinnar. Það er ekki ósennilegt,
að slík meðferð kveiki neista ó-
vildar, þrjózku, virðingarleysis
og ef til vill haturs gegn lög-
reglunni. Þau eru orðin mörg
smábömin í Reykjavík, sem
hafa orðið áhorfendur að slík-
um sýningum, og þá ef til vill
í fyrsta sinn vaknað til meðvit-
undar um ímynd lögreglustarfs-
ins. Og hver mun sú gróður-
setning í hug'a barnsins verða?
Með hverjum mun samúð
barnsins verða við slíka sýn-
ingu? Hvort mun hún verða
með þeim, sem sveigir mjóar
beinapípur unglingsins á bak
aftur í handjárnin, — eða hin
um, sem grátandi er fleygt í
„steininn" fyrir sína fyrstu yf-
irsjón á þessum vettvangi, ef
þá hefur verið um yfirsjón að
ræða. Ég er ekki í neinum vafa
um svarið. Og ég hygg að á-
hrif frá slíkum sýningum séu
víðtækari en nokkurn mann
grunar. Þessar sýningar á al-
mannafæri eru einhver mestu
spillingarfyrirbæri borgarinnar.
Það er staðreynd, að lögregla
Reykjavikur hefur átt í vök
að verjast í almenningsálitinu.
Það er illa farið. Ég hygg, að
það auglýsinga- og sýningarstarf
á opnum vettvangi, er ég
minntist á, sé einhver veiga-
mesta ástæðan fyrir því, að hér
í borg eru svo margir and-
stæðir lögreglunni og bera virð-
ingarleysi fyrir störfum hennar,
virðingarleysi, sem lögregl-
an finnur utan að sér og skap-
ar aftur vissa uppherzlu og
andúð í fari þeirra einstaklinga,
sem verða fyrir þvi, og leiðir
oft til mannúðarleysis og illra
afleiðinga. Harka í framkomu,
þjösnaskapur, yfirdrottnun og
tillitslaus valdbeiting orkar
jafnan mjög til hins verra, á
gagnstæðan hátt við það, að all-
ur mjúkleiki, skilningur, hóg-
værð og mildi í samskiptum
orkar með undraverðum áhrif-
um til heilla.
Ég fullyrði, að lögreg'la
Reykjavíkur býr við undravert
skeytingarleysi frá hálfu hins
opinbera og frá hálfu borgar-
anna yfirleitt. Það eitt, að lög-
regluþjónar skuli þurfa að inna
af höndum hin ömurlegustu
störf á opnum vettvangi, sem
nefna má aðalsýningarsvæði
borgarinnar, iamar manndóm
þeirra, sljóvgar mannvirðingar-
kenndina gegn hverjum ein-
staklingi, hefur skemmandi á-
hrif á uppeldismálin og sið-
menningu borgarbúa yfirleitt,
einkum æskulýðsins. Sögur,
sem í rauninni þyrftu aldrei að
myndast, ganga frá manni til
manns og magna andúð gegn
þessu starfsliði, sem hver og
einn borgari vill þó eiga að,
ef á bjátar. Það er eitthvað öm-
urlega öfugt í slikum sam-
skiptum.
Þessi andúð hefur orðið svo
smitandi að undir hver ára-
mót geisaði hún um bæinn
eins og pest. Og á gamlaárs-
kvöld beindust árásir lýðsins
með dulmögnuðum heiftarhug
að lögreglustöðinni til þess að
brjóta og sprengja og slása, og
sáust menn ekki fyrir, einkum
unglingar. Einhver innibyrgður
F ramsöguræða
Gunnars M.
Magnúss fyrir
tillögu hans um
nefndarskipun til að
rannsaka aðbúð
fanga
★
hefndarhugur fékk nú útrás
og lögreglan skyldi fá að súpa
seyðið af verkum sínum alla
hina daga ársins. Og svar lög-
reglunnar var að verja kastal-
ann, bæta við fleiri lögreglu-
mönnum, vígbúast og vopnast
betur gegn samborgurunum. —
Nauðvörn.
Það mætti spyrja: Hvers-
vegna ekki árás á bæjarskrif-
stofurnar, sem seiða aurana og
krónurnar úr léttum pyngjum
borgaranna, hvers vegna ekki á
skólana, þar sem leiðinlegir
kennarar halda unglingunum
meiri hluta árs í fangelsi bók-
stafsþrældómsins, hversvegna
ekki árás á skrifstofu Slysa-
varnafélagsins? Hversvegna á
lögreglustöðina? Eru lögreglu-
þjónar ekki oftast kallaðir
fyrstir til hjálpar, þegar slys
ber að höndum? Leggja þeir
ekki oft líf sitt að veði við
skyldustörfin?
Þegar svo hafði gengið lengi
sem ég hef lýst hér fyrr, jafn-
vel í áratugi, að lögreglan
hervæddist á gamlárskvöld
gegn ósköpum fjöldans, rann
upp ljós og forráðamönnum
hugkvæmdist einfalt ráð. Lögt
reglan gekk til móts við mann-
fjöldann, tók þátt í gleði fólks-
ins, gekkst fyrir áramóta-
brennum á mörgum stöðum,
veitti útvarpsmúsik gegnum há-
talara í bílum sínum, mildaði
hugsunarháttinn og hlaut verð-
skuldaðar vinsældir á svip-
stundu. Með þessu einfalda ráði
létti hún af sér þungu fargi og
breytti yfirvofandi fári í þjóð-
lega hóglega skemmtan.
Yfirlögregluþjónn Reykjavík-
ur hefur tjáð mér, að nú þurfi
ekki að horfa með ugg til
gamlárskvöldsins, þó að aldrei
verði fyrirbyggt, að einhver
misferli verði.
En hefur þá hið einfalda ráð,
hinn óhagganlegi vísdómur um
samskipti manna, verið notaður
hina 364 sólarhringa ársins?
Ég dreg það í efa. Ég hygg, að
gagnrýnin um slæma aðbúð
handtekinna manna í Reykja-
vík eigi við rök að styðjast. Ég
hygg, að sögusagnir um þessi
efni, sem ganga manna milli,
séu ekki yfirleitt gripnar úr
lausu lofti. En það sem nefna
má aðbúð í þessum tilfellum
byggist á tvennu: umhverfi því
eða vistarveru, sem fanginn er
settur í, og að hinu leytinu sam-
skiptum fangans og þess manns
eða þeirra manna, er hann
verður að lúta að því sinni.
Harður bekkur getur orðið
bærilegur dvalarstaður þjáðs
manns í nærveru sálar, er skil-
ur hann, — en dvölin á honum
um stundarsakir getur einnig
orðið ævarandi átumein í lífi
fangans, sökum þess að hann
var beittur typtun, sem í engu
beinu orsakasambandi var af-
leiðing þess verknaðar, er fang-
inn var handtekinn fyrir.
í allflestum tilfellum mun
handteknum mönnum vera
steypt í lögreglukjallarann eða
í „steininn" við Skólavörðu-
stíg, sökum afleiðinga áfengis-
drykkju. Ríkið selur veiting-
arnar, ríkið sér einnig um
typtun viðskiptavinanna. Full-
trúum ríkisins í þessum efnum
er því allþungur vandi á hönd-
um. Það má véfengja margt
að óreyndu máli og einnig um
þessi efni. En þeir, sem vé-
fengja, ættu að ganga út á
strætin og spyrja borgarana:
Hvernig heldurðu, að aðbúð
fanga sé í Reykjavík? —
Eflaust mundu margir svara:
Ég veit ekkert um það. — En
þeir mundu verða margir, sem
segðu: Hún er óverjandi, ó-
sæmileg í menningarþjóðfélagi.
— Ég hygg, að enginn svaraði:
þetta er gott, svona á það að
vera. En ef svo reyndist að
enginn segði: Það er allt í lagi,
jafnvel ekki starfsmennirnir
sjálfir, er þá ekki kominn tírni
til að athuga umbætur á þess-
um sviðúm?
í sambandi við þessi örlaga-
ríku mál mætti varpa fram
nokkrum spurningum til at-
hugunar. Hefur lögreglan hús-
næðislega þá aðstöðu sem nauð-
synleg er til þess að hafa
menn í haldi um lengri eða
skemmri tíma? Hefur lögregl-
an aðstöðu til þess að veita hin-
um handteknu mönnum ró og
næði til þess að átta sig á orðn-
um hlut, áður en þeim er varp-
að í dýflissuna? Hafa lögreglu-
menn fengið kennslu eða lær-
dóm í því að umgangast menn-
ingarlega handtekna menn, —
sjúka menn, særða að metnaði,
særða á líkama og sál. Kenn-
arar þurfa að læra að umgang-
ast börn, hjúkrunarkonur þurfa
að læra að skilja sjúklinga, og
þeir aðilar verða að veita börn-
unum og sjúklingunum rétt í
fyrstu lotu, ef svo mætti segja.
Þurfa ekki lögregluþjónar að
hafa hinn sama hátt, gefa hin-
um handtekna rétt í fyrstu lotu,
en síðan athuga málið að
nýju.
Ég hef bent á margt þessum
málum lútandi, sem utan dyra
er hverjum vegfaranda til sýn-
is. Það, sem innan dyra gerist,
hef ég að sumu leyti látið skína
í. Það er því tilgangur þings-
ályktunartillögu minnar, að
væntanleg nefnd athugi þetta
mál, og geri tillögur til úr-
bóta hið bráðasta, Ég tel það
ómómælanlegt, að til vansæmd-
ar sé að láta þessi mál afskipta-
laus. Ég ætlast til að reynt
verði hvorttveggja í senn: að
létta og bæta störf og aðstöðu
lögreglunnar, — að hinu leyt-
inu að bæta aðbúð hinna hand-
teknu manna, — og þá fyrst
og fremst að lyfta þessum mál-
um til samræmis við önnur
menningarmál, sem þjóðfélagið
leggur rækt við. Ég vænti bess-
vegna að háttvirtir þingdéildar-
menn veiti tillögunni fylgi sitt.