Þjóðviljinn - 10.03.1955, Síða 9
Fimmtudagur 10. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
ÍÞRÓTTIR
RTTSTJÓRI FRtMANN HELGASO»
Ráðstefna ríkisíþróttasambanda Norðurlanda
í Kaupmannahöfn dagana 14.-15. febrúar 1955
Þjóðviljanum hefur borizt ítar-
leg skýrsla frá ISÍ um störf
18. ráðstefnu ríkisíþróttasam-
banda Norðurlandanna. — Fer
fyrri hluti skýrsiunnar hér á
eftir, síðari hlutinn verður birt-
ur á morgun.
18. ráðstefna ríkisíþróttasam-
banda Norðurlanda var haldin
í Kaupmannahöfn dagana 14.
og 15. febrúar s.l. Fyrir I-
þróttasamband íslands mættu
þar:
Benedikt G. Waage, forseti
ÍSÍ, Stefán Runólfsson, ritari
ÍSÍ, Gísli Halldórsson, sam-
bandsráðsmeðlimur ÍSÍ og for-
maður ÍBR og Hermann Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
ÍSl. "
Ráðstefnuna sóttu 5 fulltrú-
ar frá sérhverju Norðurland-
anna, nema Finnlandi þaðan
komu 7 fulltrúar og svo sem
áður er frá skýrt 4 frá ís-
landi. Helztu gjörðir ráðstefn-
unnar voru eftirfarandi:
1. Ráðstefnuna setti forseti
hennar Leo Frederiksen, for-
maður danska íþróttasambands-
ins.
2. Fluttar voru skýrslur um
störf íþróttasambandanna og
komu þar fram ýmsar athygl-
isverðar upplýsingar og þar á
meðal:
Finnland.
1 Finnlandi eru nú 3 iþrótta-
sambönd, 36 sérsambönd, 41
héraðssamband, 4000 íþróttafé-
lög með um 800.000 meðlimum.
Árið 1954 fékk íþróttahreyf-
ingin til starfsemi sinnar 218.
000.000 mörk og þar að auki
382.000.000 mörk til íþrótta-
jnannvirkja, og allt þetta fé
kom frá finnskum getraunum.
Island.
I íþróttasambandi íslands
eru fimm sérsambönd, 23 hér-
aðssambönd, 235 félög með
25.300 meðlimum.
Til íþróttasjóðs samþykkti
Alþingi að greiða kr. 1.000.000
árið 1955 en kr. 750.000 árið
áður.
árunum 1948 til 1953 kr. 29.
600.000.00
Svíþjóð.
I sænska íþróttasambandinu
eru nú 9.700 félög með 870.000
meðlimum.
Á þessu ári fær sænska í-
þróttasambandið ríkisframlag
sem nemur einni milljón króna.
Danniörk.
1 danska íþróttasambandinu
er nú 31 sérsamband 34.425 fé-
lögum með 817.315 meðlimum.
Frá dönsku getraununum
fékk íþróttasambandið árið
1954 kr. 1.543.204,80.
Sameiginleg norræn sjónarmið,
vegna Olympíuleikanna í
Melbourne 1956.
Framsögumaður í því máli
var Poul Ingholt, Danmörk.
Mikið var rætt um samstarf
milli Norðurlandanna um ferða-
lagið til Ólympíuleikanna i
Ástralíu 1956. Allt er í óvissu
um farkost, en fullvíst þó að
flogið verður og er áætlað verð
fyrir manninn kr. 8.000,00
(danskar).
Ákveðið var að halda ráð-
stefnu um mál þetta í Stokk-
hólmi í byrjun apríl n.k. og
boði sænska íþróttasambandið
til hennar. Þar verður endan-
leg ákvörðun tekin.
Iþróttir og sjónvarp.
Framsögumaður um það
efni var Hilding Hallgren, Sví-
þjóð, rakti hann þróun þessara,
mála í Svíþjóð. Urðu miklar
umræður og að lokum eftirfar-
andi ályktað:
„Umræður um afstöðu íþrótta
anna til sjónvarps, sýndu að
Norðurlöndin eru sammála um
að standa saman, um afstöðu
sína, til þeirrar þróunar er verð-
ur í máli þessu.
Þar sem Danmörk er land það
sem þessi mál eru mest á dag-
skrá, var danska íþróttasam-
bandinu falið að fylgjast með
þroun sem verður í máli þessu
á Norðurlöndum sem annar-
staðar, og láta hin íþróttasam-
böndin fylgjast með.“
Norræn samvinna.
Framsögumaður var Benedikt
G. Waage, Islandi, ræddi hann
um nauðsyn góðrar samvinnu
milli íþróttasambanda Norður-
landa, gat hann um erfiðleika
Islands til slíkrar samvinnu,
sérstaklega að ekki væri tek-
ið nægilega tillit til fjarlægðar
íslands frá hinum Norðurlönd-
unum og þess hefði gætt að
það væri sniðgengið. Taldi hann
gagnkvæm íþróttasamskipti
heppilegust, enda nauðsynleg
ef norræn samvinna og sam-
skipti ættu að haldast í fram-
tíðinni.
Umræður urðu nokkrar og
lýstu fulltrúar hinna Norður-
landanna að þeir vildu gjarn,-
an gera meira til þess að auka
samvinnu við ísland.
Gísli Halldórsson, ísland, tók
einnig þátt í þessum umræð-
um og þakkaði góða samvinnu
við hin norrænu íþróttasam-
böndin, gat hann þess meðal
annars að viðskiptin á íþrótta-
sviðinu frá íslands hálfu færu
vaxandi. og ræddi um hversu
íslendingar yrðu að kosta meiru
til þess að þessi íþróttasam-
vinna gæti átt sér stað, en hin-
ar Norðurlandaþjóðirnar. -
I Kanadamenn !
■ ■
í heimsmeistarar i
■
Kauadamenn urðu helms-;
; meistarar í ísknattleik 1955, ;
: sigruðu sovézku heimsmeistar- :
j ana frá fyrra ári með 5 mörk- J
j um gegn engu £ úrslitaleik s.l. j
j sunnudag. Sovétríkin lentu í :
; öðru sæti, Tékkóslóvakía í!
: þriðja, Bandaríkin í f jórða og j
j Svfþjóð í fimmta sæti. Pentlc- j
j tonliðið, sem keppti fyrir j
j Kanada, var talið vei að sigr- ■
; inum komið.
Noregur.
I íþróttasambandi Noregs
voru 31. desember 1953 24 sér-
sambönd, 2.716 íþróttafélög
með samtals 293.826 meðlimi.
Frá norskum getraunum hef-
■ur íþróttahreyfingin fengið á
Afrekaskrá frjálsiþrélta 1954
3000 m hindrunarhlaup:
(Isl. met: Kristján Jóhannsson
ÍR, 9:47.4)
Hafsteinn Sveinss. Self. 10:32.2
Sigurður Guðnason ÍR 10:49.8
Þórhallur Guðjónsson U. Kefl.
10:53.8
110 m grindahlaup:
(ísl. met: 14.7 sek. Örn Clausen
IR, Reykjavík, 30/7 1951)
Ingi Þorsteinsson 14.9
Pétur Rögnvaldsson KR 15.2
Guðjón Guðmundsson KR 15.6
Vilhjálmur Einarsson UÍA 16.4
Valdimar Örnólfsson IR 16.8
Einar Frímannsson Self. 17.0
Bjarni Linnet ÍR 18.0
Ingimar Jónsson KÁ 18.5
Guðjón ‘B. Ólafsson KR 18.6
Helgi Björnsson ÍR 19.4
Beztur 1953: Ingi Þorsteins-
$on KR 15.6 sek. Meðaltal 10
beztu 1954: 17.03.0 — 1953
17.02.0. Bezta ársmeðaltal 10
manna: 16.64 sek. 1950.
400 m grindahlaup:
(Isl. met: 54.7 sek. Örn Claii-
sen IR, Osló, 28/6 1951).
Ingi Þorsteinsson KR 55.6
Þórir Þorsteinsson Á 58.4
Bjarni Linnet ÍR 61.9
Guðjón Guðmundsson KR 62.2
Hjörleifur Bergsteinsson Á 62.4
Pétur Sigurðsson KR 62.6
Björn Jóliannsson U. Kfl. 63.4
Hreiðar Georgsson ÍR 64.8
Trausti Ríkarðsson ÍR 66.7
Jóhannes Sölvason IR 68.9
Beztur 1953: Ingi Þorsteins-
son KR 57.1 sek. Meðaltal 10
beztu: 1954: 62.69. Bezta árs-
meöaltal 10 manna: 62.69 sek.
1954..................
Gunnar M. Magnúss:
Bömin frá Víðigerði
„Langintes, langintes, mjóni, mjóni, langintes“.:
Geiri var stuttstígur og tifaði ótt og títt, en
Stjáni hafði löng skref og glennti sig eins og tröll-
skessa á hlaupunum.
Báðir urðu móðir og másandi og Stjáni dró
alltaf meira og meira á Geira, þangað til hann
gat slegið á herðarnar á honum og hrint hon-
um áfram. Þá kastaði hann sér yfir Geira eins
og villidýr á bráð og grúfði sig yfir höfuð hans.
„Nú skaltu fá fyrir ferðina, leppalúðinn þinn.
Ég skal berja þið, fletta niður um þig og rassskella
þig.“
En Geiri brauzt um, svo að Stjáni átti fullt' í
fangi með að halda honum undir sér. En í hvert'
skipti, sem færi gafst, lét hann höggin dynja á
Geira, annaðhvort á bakið, herðarnar eða höfuðið.
Og Geiri hélt áfram hrópunum, þegar hann gat:
„Langi Stjáni, slepptu mér, langintes, lang-
intes“.
„Þegiðu, lúsablesi. Ég dreg þig út í ána og kaf-
færi þig, ef þú uppnefnir mig oftar“.
Stjáni stóð upp, greip í annan fótinn á Geira
og togaði hann niður að árbakkanum. Þannig dró
hann Geira kipp á bakinu.
„Slepptu mér, fantur, prakkari, langi-Stjáni,
ég skal alltaf uppnefna þig, meðan þú s’tríðir
mér“, heyrðist hálfkjökrandi í Geira. Hann var
orðinn þrár, eins og hann myndi aldrei láta undan.
„Gerðu það sem þig langar til. Kannski þú vilj-
ir kæfa mig í ánni og koma svo einn heim í
kvöld.“
En Stjáni langi kastaði sér aftur yfir Geira.
„Nei, en ég skal kaffæra þig eins og hund, svo
að þú hafir þó einu sinni fengið ærlegt bað“.
Jélagjöf alþýðutrygginganna
Framhald af 4. síðu.
þess að þær næðu rétti sín-
um eða benda á leiðir til þess.
Með svona löguðu framferði
valdhafanna er allt fallið í
sama farið og áður. Ég á við
að bæði einstæðar mæður og
eins mæður sem hefur orðið
sú „skissa“ á að búa með
manni eftir að hún skildi við
sinn fyrri mann, eins og í
þessu tilfelli, eigi jafn erfitt
uppdráttar og var áður en al-
þýðutryggingarnar tóku við.
Að þær urðu að berjast fyrir
sínum eigin börnum án nokk-
urs styrks. Hér finnst mér
vera ráðist á garðinn þar
sem hann er lægstur á ómann-
úðlegan hátt. Undir sömu for-
dæminguna lenda sjálfsagt
fleiri hundruð mæðra í hin-
um ýmsu kaupstöðum lands-
ins.
Meðan auðvaldið er við völd
í landinu er ekki við öðru að
búast en að lögin séu sniðin
með hag auðmannanna og
hinna ýmsu embættismanna
fyrir augum til að tryggja
þeirra hag, en alþýðunni og
þeim lægst settu til óþurftar.
Þetta er svo augljóst að hver
alþýðumaður hlýtur að hafa
rekið sig á það og þarf því
ekki frekari útskýringa við.
Mætti benda á mörg dæmi
því til sönnunar, en skal ekki
gert hér.
Með áðurgreindum ráðstöf-
unum og ýmsum öðrum virð-
ist mér að verið sé að eyði-
leggja að verulegu leyti al-
þýðutryggingarnar, sem búið
var að knýja í gegn með
margra ára harðri baráttu.
En verst er að þetta skuli
koma niður á þeim sem sízt
mega við því, eða í mörgum
tilfellum á bláfátækum, og
eins og t.d. í þessu tilfelli og
eflaust fleirum, á héilsubiluð-
um mæðrum sem hafa til
fleiri ára átt við harðan kost
að búa.
Slíkar ráðstafanir sem þess-
ar virðast því óskiljanlegri
þar sem vitanlegt er að al-
þýðutryggingarnar hafa lán-
að til ýmissa fyrirtækja, svo
sem sjúkrahúsatrygginga ofl.
á sama tíma og réttindi eru
skert, eða styrkir teknir af
, fólki, greiðsla fyrir ýms dýr-
ustu lyf felld niður ofl. Sömu-
leiðis voru alþýðutrygginga-
gjöld hækkuð gífurlega 1953.
En ekkert hækka ellilaunin
eða örorkubætur á sama tíma.
Ég vildi nú að lokum beina
þeirri spurningu til Haralds
Guðmundssonar hvort hann
hafi ekki hugsað sér neina
leið fyrir viðkomandi mæður
til að fá þessi barnsmeðlög
greidd og eftir hvaða leiðum
þær ættu þá að fara til þes3
að fá sinn hlut réttan.
Akureyri, 20.-2.-55. ‘
Jón Jak. I