Þjóðviljinn - 26.03.1955, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN -r (5
Barizt um Saigon
nú um helgina?
Liðsainaður stjórnarinnar og andsfæðinga
hennar í borginni og fyrir ufan
í dag ei' liðinn sá frestur sem leiötogar sértrúarflokk-
anna í Suður-Vietnam settu Ngo Dinh. Diem forsætis-
ráöherra til að segja af sér og búast fréttaritarar viö ao
barizt verði um yfirráðin í höfuðborginni Saigon um
helgina.
Tékkóslóvakía galopnuð
fyrir skemmtiferðafólki
Hver sem hafa vill fær mánaðar landvist-
arleyfi frá og með júní
í sumar veröur Tékkóslóvakía opnuö upp á gátt fyrir
skemmtiferöafólki hvaöan úr heiminum sem vera skal
í fyrsta skipti í sextán ár.
Eisner, forstöðumaður tékk-
nesku ferðaskrifstofunnar Set-
ok, skýrði fréttamönnum í
Praha frá þessu í síðustu viku.
Hann kvað skrifstofunni hafa
horizt urmull fyrirspurna á und
anförnum árum frá fólki sem
langaði til að koma í skemmti-
ferðir eða til hressingardvalar
við hinar frægu ölkeldur í
Tékkóslóvakíu. Hinar sérstöku
aðstæður eftir stríðið og þörf-
in á að einbeita öllum kröftum
að því að bæta úr stríðstjón-
inu hefðu gert það að verkum
að ekki hefði þótt fært að taka
á móti skemmtiferðafólki að
neinu ráði. Nú væri gistihúsa-
kostur hinsvegar orðinn nógu
mikill og önnur skilyrði fyrir
hendi til að taka á móti er-
lendu skemmtiferðafólki í stór-
um stíl.
Frá og með júnímánuði í sum-
ar verða landamæri Tékkósló-
vakíu galopnuð fyrir skemmti-
ferðafólki hvaðanæva að, sagði
Eisner. Landvistarleyfi til allt
að mánaðar dvalar verða veitt
hverjum sem hafa vill. Eisner
kvað það von sína að sem flest
ferðafólk kæmi frá Vestur-
Evrópu og Ameríku til að
kynnast þjóðlífi Tékkóslóvakíu
af eigin raun.
Á næstunni verða ferðaskrif-
Leitaði hælis í
þinghusinu
Ólgá er enn í fylkinu Sind í
Pakistan en forseti fylk-
isþingsins, Ghulam Ali Talpur,
var handtekinn fyrr í vikunni,
ásamt nokkrum mönnum öðr-
um. Sjö af fulltrúum fylkis-
ins á sambandsþinginu í Kara-
chi lögðu af stað í fyrrakvöld
til Hyderabad, höfuðborgarinn-
ar í Sind, og var ferðinni heit-
ið til þingsins, þar sem þeir
ætluðu að mótmæla aðförum
fylkisstjórnarinnar. Tveír þeirra
voru handteknir við borgarhlið-
in, en öðrum tókst að komast
undan og hefur hann leitað sér
hælis í þinghúsinu.
stofum um heim allan send
auglýsingaspjöld og ferðabækl-
ingar frá Tékkóslóvakiu. Sér-
stök áherzla verður lögð á að
auglýsa hin frægu heilsuhæli
við öldkeldurnar í Karlovy
Vary (Karlsbadj og Maríanski
Lazne (Marienbad).
Olsenf Olsen
Mikið vandræðamál er komið
fyrir rétt í Frederiksværk í
Danmörku. Svo vill til að allir
málsaðilar og vitni bera sama
nafn. Olsen nokkur var’úti að
aka í bíl sínum fyrir skömmu
þegar bíl hans og annars Ol-
sens lenti saman. Hvor Olsen-
inn kennir nú öðrum um og
hvor um sig hefur leitt eitt
vitni til að sanna mál sitt en
þau heita bæði Olsen. Það bætti
ekki úr skák að málsaðilar bera
sama skírnarnafn. Til þess að
réttarhöldin yrðu ekki að
skrípaleik úrskurðaði dómarinn,
að þeir skyldu nefndir Olsen 1
og Olsen 2 en vitnin ávörpuð
með skírnamafni.
London blaðalatls
Engin kvöldblöð komu út í
London í gær og ékki útlit fyrir
að nein blöð komi þar út fyrr
en eftir helgi.
Ástæðan er verkfall 800 raf-
virkja og vélsmiða í prent-
smiðjum til að knýja fram
kauphækkun. Verkfallsmönnum
var gert kauphælckunarboð í
gær, en þeir felldu það sam-
hljóða atkvæðum.
Samefning alþýðu-
sambanda Kanada
Tvö stærstu verkalýðssam-
böndin í Kanada, Labour
Congress of Canada og Canad-
ian Congres of Labour, hafa á-
kVeðið að sameinast. Saman-
lögð félagatala sambandanna er
um milljón.
: Praha, höfuðborg Tékkó-
i slóvakíu, er almennt tal-
\in.ein fegursta borg
j Evrópu. Hún stendur á
} fögrum stað við ána Vlt-
\ ava og par er margt til- S
j komumikilla og sögu- j
j frœgra . mannvirkja. Á \
j myndinni sést Karlsbrúin j
j yfir Vltava og höllin •
j Hradcany, hinn forni aJð- j
j setursstaður , Bæheims- j
j konunga, par sem ríkis- \
j stjóm Tékkóslóvakíu hef- j
j ur haft aðsetur síðan \
: landið varð sjálfstœtt. j
Hundar sátu,
fólkið sfóð
Stjófn brezku ríkisjárn-
brautánna hefur úrskurðað,
' að hundár megi ekki taka
upp sæti í járnbrautarvögn-
um fyrir fólki.
Tilefni úrskurðarins er að
farþegar (mennskir) kvört-
uðu yfir því að hafa orðið
að standa alla leið frá Lon-
don til Newcastle og horfa
jafnframt upp á það að
hundar fylltu hvert sæti í
heilum járnbrautarvagni.
Hundarnir voru á leið
heim af hundasýningu í Ol-
ympía sýningarskálanum í
London. — Lestarþjónarnir
kváðust ekki geta látið dýr-
in ganga úr sætum fyrir
mönnum vegna þess áð greitt
hefði verið fyrir þau fullt
fargjald.
Sértrúarflokkarnir kröfðust
þess í síðustu viku, að Ngo
Dinh Diem segði af sér embætti
forsætisráðherra og fengi þeim
stjórnartaumana í hendur.
Hann neitaði að verða við kröf-
unni, en kvaðst reiðubúinn til
að taka upp viðræður við þá
um þátttöku í ríkisstjórn hans
og félagslegar og efnahagsleg-
ar umbætur.
í gær áttu sjö af leiðtogum
sértrúarflokkanna hálfs annars
tima viðræður við Diem, en ekki
samdist með þeim.
Sértrúarflokkarnir, sem allir
ráða yfir skipulögðum hersveit-
Varpað í fangelsi
fyrir prentvillu
Syngman Rhee, forseti S-
Kóreu, hefur bannað útkomu
eins elzta og áhrifamesta
: blaðs landsins, TONGA
ILBO, og Iátið varpa tveim
setjurum sem unnið hafa
við það í fangelsi.
Ástæðan er prentvilla í fyr-
irsögn, ríkisstjórn Rhees
var þar nefnd leppstjórn.
Lögreglan var látin safna
saman 5000 eintökum af 100.
000 eintaka upplagi blaðsins,
sem komin voru út á götu
áður en tekið var eftir vill-
unni.
um, hófu liðsafnað fyrir utan
Saigon í gær og allur stjóm-
arherinn í borginni hefur verið
kvaddur til vopna. Nokkrir
ráðherrar í stjórn Diems sögðu
af sér embætti í gær og til upp-
hlaupa og verkfalla kom í höf-
uðborginni. Þykir víst að til
tíðinda dragi í henni nú um
helgina.
Aívopiiiiii
Framhald af 12. síðu.
að veita eftirlitsnefndinni með
afvopnuninni allmiklu meira
vald en þau höfðu áður lagt til.
Gastnrbína knúð
neð koladufti
Birgðamálaráðherra brezku
stjórnarinnar tilkynnti í gær,
að brezkum vísindamönnum
hefði tekizt að smíða gastúr-
bínu sem ekki er knúð með
olíu eins og venja er til, heldur
koladufti. Túrbinan framleiðir
rafmagn og einnig heitt vatn
til upphitunar í verksmiðju
þeirri sem hún er notuð í.
Verðhun fyrir að
Baitdarisk ©líufiélög heitir bandarískunt
flugmSnnnm reiðnfé
Bandarískir auömenn vilja leggja sitt af mörkum til
aö espa til árekstra milli bandarískra og kínverskra flug-
manna við Kína.
Milljónari að nafni T. E. Ro-
bertson, sem er forseti stjórna
þriggja olíufélaga í Texas, hef-
ur látið það boð út ganga að
hann muni greiða hverjum þeim
bandarískum herflugmanni sem
skýt.ur niður kínverska flugvél
við eyna Taivan 100 doílara
(1632 krónur) í reiðufé. .
Robertson hefur skorað á
aðra bandaríska auðmenn að
leggja einnig fram fé í þennan
verðlaunasjóð.
Um sama leyti og olíumilljón-
arinn bar fram hið nýstárlega
boð sitt, tilkynnti bandaríska
flotastjórnin að flugmönnum
flotaflugvéla hefði verið skipað
að skjóta að; fyrra brágði ef
þeir kæmu auga á kínve.rskar
flugvéíar og teldu sig hafa á-
stæðu til að ætla að þær væru
að búa sig undir atlögu.
Andrei Gromiko
J>essar tilslakanir hafa Sovét-
ríkin gert til að auðvelda sam-
komulag, en Vesturveldin hafa
ekki sýnt neinn samkomulags-
vilja og því hefur árangurinn
ekki orðið meiri, sagði Gromi-
ko.
Vesturveldin ásökuðu sovét-
stjórnina í gær fyrir að rjúfa
þagnarheitið um fundarstörfim
í London og Jules Mocli, full-
trúi Frakka í nefndinni, kall*
aði blaðamenffl
á sinn fund til
að leiðrétta
missagnir sem
hann sagði
vera í greinar-
gerð Gromik*
os. Hann við-
urkenndi a®
nokkur árang-
gur hefði
Moch náðst á fund*
unum.
Hann sagði það vera rangt
að Vesturveldin hefðu ekki vilj-
að fallast á að dregið yrði úr
venjulegum vopnabúnaði og
herir minnkaðir. Ágreiningur-
inn um þetta atriði væri fólg-
inn í því að Sovétríkin vildu að>
allir herir yrðu minnkaðir uni.
þriðjung. Það hefðu Vesturveld-
in ekki viljað, en lagt til að>
herir þriggja stærstu herveld-
anna, Sovétríkjanna, Bandaríkj-
anna og Kína, yrðu takmarkað-
ir og bann lagt við að hver
þein'a væri fjölmennari en 1—
1.5 mtílj. manna. Aðrir heri?
yrðu takmarkaðir á sama hátþ,
þánnig yrði t.d. franski herin®
650.000 manns.