Þjóðviljinn - 26.03.1955, Blaðsíða 1
Þátttakendur í verkfallinu
eru beðnir að hafa sam-
band við verkfallsskrif-
stofuna í Alþýðuhúsinu.
Laugardagur 26. marz 1955 — 20. árgangur — 71. tölublað
Ríkisstjórnin gerir enn eina tilraun
til að hindra samninga
Birtir á Alþingi villandi og ranga ,skýrslu' um kostnað-
arauka rikissjóðs af grunnkaupshœkkunum verkamanna
Ríkisstjórnin flutti á Alþingi í gær enn eina skýrslu,
sem ætluö er til þess að tefja fyrir því aö verkamenn
fái sanngirniskröfum sínum um kjarabætur framgengt.
Var það skýrsla sem Ólafur Thórs flutti á fundi í neðri
deild um kostnað ríkissjóðs af því að verkamenn fengju
grunnkaupshækkun. Heldur ríkisstjómin þvi fram að
7% grunnkaupshækkun kosti ríkissjóð 22 milljónir króna,
en 26% hækkun 78.7 milljónir, og raunar meira, þegar
á næsta ári!!
Einar Olgeirsson spurði nánar um nokkur tiltekin at-
riði þessai'ar skýrslu, og sýndi fram á, að fengnum svör-
um ráðherrans, að megintölur hennar eru alger mai'k-
leysa hvaö snertir kostnaðarauka ríkissjóðs af grunn-
kaupshækkunum verkamanna.
Einar benti þá á, að með
því móti væri hér um allt
Eitt meginatriði „kostnaðar-
áætlunarinnar" sem ríkisstjórn-
in lagði fram var að laun sem
rikíssjóður greiddi hækkuðu um
12 milljónir króna ef yrði 7%
grunnkaupshækkun, en 42 millj.
króna, ef hækkunin næmi 26%.
Einar spurði hvort hér væri
eingöngu um að ræða kostnað-
arhækkun á laun þeirra verka-
manna sem nú væru í verkfalli
og hliðstæðra.
Ólafur Thors svaraði að svo
væri ekki. I þessari tölu fæl-
ist, að reiknað væri með launa-
hækkun starfsmanna ríkisins,
sem gert væri ráð fyrir að
vrði.
Paií sarsamningarnir:
Breytingar sama
og-að fella þá
Pinay, utanríkisráðh. Frakk-
lands, flutti ræðu í efri deild
franska þingsins í gær, en það
var þriðji dagur umræðunnar
um fullgildingu Parísarsamn-
inganna. Búizt var við að um-
ræðan mundi standa langt fram
á nótt og talið ósennilegt að
henni mundi ljúka í dag.
Pinay lagði áherzlu á það
að deildin yrði að samþykkja
samningana óbreytta og sagði
að sérhverjar breytingar eða
viðbótarákvæði við samningana
mundu jafngilda því að deildin
hafnaði þeim. Skoraði hann
eindregið á deildina að sam-
þykkja samningana með mikl-
um meirihluta. Pinay sat sjálf-
ur hjá við atkvæðagreiðsluna
um samningana í neðri deild
þingsins.
Gromiko, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, ræddi
í gær í rúman klukkutíma við
Östen Undén, utanríkisráðherra
Svíþjóðar, í Stokkhólmi. Ekki
er vitað hvað þeim hefur farið
á milli. Síðar um daginn ræddi
Gromiko við Erlander forsset-
isráðherra.
[ embættismennimir fengu lang-
mest, en láglaunastarfsmenn-
irnir nær ekkert. Hins vegar
hefði þá upphæðin, 12 milljónir
króna, engum vaxið í augum,
ekki einu sinni Eysteini.
,,Skýrsla“ ríkisstjórnarinn-
ar er bví mjög villandi og
niðurstöður liennar koma
ekki nema að litlu leyti við
lausn núverandi vinnudeilu.
Sýndi Einar fram á að fleiri
atriði „skýrslunnar" væru álíka
undirbyggð.
Einar-hélt því fram að jafn-
vel þótt lausn vinnudeilunnar
annað og meira mál að ræða
en það sem skýrslunni væri
ætlað að sýna, kostnaðar-
auka ríldssjóðs af grunn-
kaupsliækkunum verkamanna
í yfirstandandi deilu.
Hér reiknaði ríkisstjómin
með kostnað af þeim ráðstöf-
unum, sem hún hygðist gera
varðandi launahækkun til allra
starfsmanna ríkisins, ef lægst
launuðu verkamennirnir knýja
fram grunnkaupshækkun.
Laun allra starfsmanna
ríkisins kvað Einar mundu
yfir 100 miiljónir króna. Af
12 milljónunum sem ríkis-
stjórnin reiknaði með ættu
því að minnsta kosti 7, en
kannski 8-*9 milljónir, að
fara til starfsinanna ríkis-
ins, en einungis 3-4 milljón-
ir til verkamanna.
Væri hærri upphæðin tek-
in, sem ríkisstjórnin teldi að
leiða mundi ai, 26% grunn-
kaupshækkun verkamanna,
væri ljóst af upplýsingum
Ólafs að yfir 30 milljónir af
þeirri upphæð væri fyrirliug-
uð lauriahækkun til starfs-
manna ríkisins.
Einar minnti á að Alþingi
samþykkti nú fyrir nýárið 12
milljóna króna útgjöld vegna
launahækkunar starfsmanna
ríkisins, og hefði ríkisstjórnin
hagað þeirri launahækkun svo
vísdómslega, að hæstlaunuðu
Samningafundur
boðaður í dag kl. 2
Viðræðufundur hefur verið
boðaður með samninganefnd
verklýðsfélaganna og samn-
inganefnd atvinnurekenda og
sáttanefnd ríkisstjórnarinnar.
Hefst fundurinn kl. 2 í dag.
Er þetta fyrsti samninga-
fundurinn síðan sl. sunnudag.
hefði í för með sér nokkurra
milljónatuga kostnað fyrir rík-
issjóð, væru það ekki tölur sem
ástæða væri til að óttast.
Hitt væri margfalt meira
og alvarlegra tjón fyrir rík-
issjóð og þjóðarheildina alla,
ef hindrað væri dögum og
vikurn saman að samningar
takist í vinnudeilunni og
vertíðin við Faxaflóa látin
stöðvast af þeim sökum. Af
því hlytist tjón sem væri
raunverulegt, og gætí grafið
undan gengi íslenzku krón-
unnar, en grunnkaupshækk-
un yrði ekki tíl þess.
Lagði Einar þunga áherzlu
á nauðsyn þess, að samið væri
tafarlaust um kröfur verklýðs-
félaganna. Enginn alþingismað-
ur hefði dirfzt að bera brigður
á að erfitt sé að framfleyta
heimili af núverandi kaupi
Dagsbrúnarmanns. Alþingi og
ríkisstjórn bæri að stuðla að
skjótri lausn deilunnar í stað
þess að torvelda hana.
Auk Einars tóku til máls
Gylfi Þ. Gíslason, Eggert Þor-
steinsson og CBergur Sigur-
björnsson.
INSI boðar fund
um kjaramálin og
skólamálið
Iðnnemasamband íslands held-
ur almennan iðnnemafund á
morgun. Fundurinn verður í
Tjarnarkaffi (uppi) og hefst kl.
2 e. h.
Umræðuefni eru tvö. I fyrsta
lagi: Kjarabarátta iðnnema. I
öðru lagi: Iðnskólafrumvarpið- á
Alþingi.
Bæði þessi mál eru nú ofar-
lega í hugum iðnnema, og er
þess að vænta að þeir fjöimenni
á fundinn.
Bretar fá að liorfa
á vetnistilraun
Bandaríska landvarnaráðu-
neytið tilkynnti í gær, að brezk-
um og kanadískum vísinda-
mönnum hefði verið boðið að
vera viðstaddir tilraunir með
kjarnorkuvopn í Nevadaeyði-
mörkinni á næstunni. Yfirmað-
ur kjarnorkurannsókna Breta,
sir William Penney, dvelst nú
í Bandaríkjunum.
Þetta er í fyrsta sinn síðan
kjarnorkusprengja var sprengd
á Bikini í Kyrrahafi 1946 að
Bandaríkjamenn leyfa annarra
þjóða mönnum að fylgjast með
kjarnorkutilraunum.
Skipstjórínn á Leníngrad neitaði að
taka þátt í verkfallsbrotum
Ríkisstjórnin hefur bannaS Oliufélaginu
að selja oliuna úr Smeralda ur landi
Alþýðusamband íslands skrifaði skipstjóranum á rússneska
olíuskipinu Leningrad og skýrði honum frá að olíuskipin íslenzku
væru verkfallsbrjótar og í banni Alþýðusambandsins. Þegar er
skipstjórinn hafði fengið þessar upplýsingar neitaði liann að
vera þátttakandi í verkfallsbroti. Sigldi Leningrad á brott síð-
degis í gær.
Þá hefur ríkisstjórnin neitað beiðni olíufélaganna um að selja
olíuframinn úr olíuskipinu Smeralda úr landi.
Eftir að Skeljungur hafði
losað á Patreksfirði og var því
kominn í bann Alþýðusambands
Dagsbrúnarmenn! Manið fundinn
í Iðnó á mánudaginn
Dagsbrúnarmenn! Dagsbrúnarfundur verður á mánu-
daginn kemur kl. 2 e.h.
Umrœðuefni fundarins verður verkfallsmálin, en verk-
fall hefur nú staðið í viku, og augljóst af öllu að atvinnu-
rékendur cetla sér í stríð við verkamenn, en Dagsbrúnar-
menn hafa fyrr mætt fjandsemi peirra, og eru einráðir í
að vinna sigur.
Allir Dagsbrúnarmenn þurfa pví að kom á fundinn í
Iðnó, frœðast um gang rnálanna og undirbúa áframhald
baráttunnar fyrir sigri Dagsbrúnar.
ins og ætlunin var að hann
fyllti sig að nýju úr rússneska
olíuskipinu Leníngrad var skip-
stjóranum á skipinu skýrt frá
málavöxtum og fóru nokkrir
menn í fyrrinótt frá verkfalls-
stjórninni út í rússneska olíu-
skipið þar sem það lá á Kolla-
firði. Höfðu þeir meðferðis svo-
hljóðandi bréf til skipstjórans
frá Alþýðusambandi íslands:
iReykjavík 24. marz 1955.
„Herra skipstjóri tankskipinu
Leningrad, Reykjavíkurhöfn.
Alþýðusamband íslands vill
hér með tilkynna yður að hér
á landi er nú mjög víðtækt
verkfall, og að íslenzku skip-
in Skeljungur og Litlafell eru
verkfallsbrjótar, sem látnir
hafa verið í afgreiðslubann,
Þess vegna teljum vér oss
skylt áð senda yður þá aðvörun,
að ef áðurnefnd skip verða lest-
uð á ný frá skipi yðar eftir
þau verkfallsbrot, sem þau hafa
nú framið, þá mun A'lþýðusam-
band Islands ekki sjá sér fært
annað en að tilkynna erlendum
alþjóðasamb'. verkamanna, ' að
skip yðar hafi blandað sér í
verkfallið á Islandi, og mundi
Alþýðusambandið því biðja um
að skip yðar verði sett í bann
og neitað um afgreiðslu í er-
lendum höfnum.
Það eru því vinsamleg til-
mæli vor til yðar, að þér til-
kynnið Olíufélaginu, að þér haf-
ið fengið þessa aðvörun og get-
ið ekki tekið á yður eða skip
yðar afleiðingar af verkfalls-
brotum hins íslenzka olíufélags
og munuð því ekki leyfa, að olía
sé sett úr skipi yðar í íslenzku
tankbátana Skeljung og Litla-
fell.
Virðingarfyllst
Alþýðusamband íslands".
Skipstjórinn tjáði verkfalls-
mönnum er hann hafði lesið
Framhald á 12. síðu.