Þjóðviljinn - 26.03.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.03.1955, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria BEMARQUE: Að elsha... ...09 deyja V__________________________/ 89. dagur „Sviss. Það er landið þar sem ljós loga enn á kvöldin?" Gráber opnaði bókina. „í langan tíma hafa ekki verið Ijós á kvöldin í Sviss heldur. Ég heyrði það í herskálan- um. Ríkisstjórn okkar krafðist þess. Við settum þeim úx'slitakosti og kröfðumst þess aö land þeirra yrði myrkv- að og Sviss varð að ganga aö því.“ „Hvers vegna?“ „Við höfðum ekkert við ljósin að athuga meðan viö flugum einir yfir Sviss. En nú fljúga hinir yfir Sviss líka. Með sprengjur á þýzkar borgir. Þar sem eru upplýst- ar borgir geta flugmennirnir betur áttaö sig. Það er or- sökin.“ „Það er þá líka úr sögunni.“ „Já. En eitt vitum viö að minnsta kosti — þegar við komum til Sviss einhvern tíma að stríðinu loknu, veröur allt þar eins og í þessari bók. Ef við hefðum myndabók af ítalíu eða Fi*akklandi eða Englandi væri ööru máli að gegna.“ „Eða myndabók af Þýzkalandi." „Já, eða myndabók af Þýzkalandi.“ Þau flettu bókinni. „Fjöll,“ sagði Elísabet. „Er ekkert í Sviss nema fjöll? Ei*u hvergi heitir, suðrænir staðir?“ „Auðvitað! Hér er ítalska Sviss.“ „Locarno. Var þar ekki einu sinni mikil friðarráð- stefna? Þar sem komizt var að þeirri niðurstöðu að styrj- aldir yrðu óþarfar framvegis?“ „Ég held það.“ „Það stóð ekki lengi.“ „Nei. Hér er Locarno. Líttu á. Pálmar, gamlar kirkjur og þal*na er Lago Maggiore. Og hér eru eyjar og azaleur og mímósur og sólskin og friður.“ „Já. Hvað heitir þessi staður?“ „Porto Ronco.“ „Gott,“ sagði Elísabet syfjulega og lagði frá sér bókina. „Við skulum skrifa þaö bakvið eyrað. Viö förum þang- að seinna. Mig langar ekki í fleiri ferðir í bili.“ Gráber skellti aftur bókinni. Hann leit á glitrandi siifrið í trjánum og tók Elísabetu í faðm sér. Hann fann hana koma til móts við sig, og meö henni laufskrúð trjánna, gras og rætur og bleikrautt blóm meö fíngerö- um laufum sem varð stærra og stærra unz þaö huldi allt sjónum og augu hans lokuðust. Það lygndi. Óðum fór að skyggja. Úr fjarlægö heyrð- ust óljósar drunur. Stórskotalið, hugsaði Gráber í svefn- rofunum. En hvar? Hvar er ég? Hvar eru vígstöövarnar? Svo fann hann Elísabetu við hlið sér og honum létti: hvar eru byssur hér í grennd? Þetta hljóta aö vera skotæfing- ar. Elísabet hreyfði sig. „Hvar eru þær?“ tautaði hún. „Kasta þær sprengjum á okkur eða fljúga þær áfram?“ „Það eru ekki flugvélar.“ Drunurnar heyröust aftur. Gráber reis upp viö dogg og hlustaði. „Það eru ekki sprengjur og ekki stórskota- lið og ekki flugvélar, Elísabét,“ sagði hann. „Þaö eru þrumur.“ „Er orðið nógu áliðið til þess?“ „Þrumur fara ekki eftir neinum reglum.“ Nú sáu þau fyrstu eldinguna. Hún virtist föl og óeöli- leg miöað við leiftrin sem gerð voru af mannahöndum og þau áttu aö venjast og jafnvel þrumurnar voru daufar og hljóðlausar í samanburði við flugvélagný, hvaö þá sprengjuárásir. Það fór aö rigna. Þau hlupu yfir rjóðrið og inn á milli fumtrjánna. Skuggar fóru í kapphlaup viö þau. Suðiö í regninu í trjákrónunum var eins og lófatak fjarlægs mannfjölda og í daufri birtunni sá Gráber aö í hári Elísabetar héngu silfurþræðir sem fallið höfðu niöur úr greinunum. Þeir voru eins og net sem leiftrin festust í. Þau komu út úr skóginum og fundu strætisvagna- skýli, þar sem hópur fólks beið þess að upp stytti. Nokkr- ir S.S.-menn voru þar líka. Þeir voru ungir og störðu á Elísabetu. Eftir hálfa klukkustund hætti að rigna. „Ég veit ekki léngur hvar við emm,“ sagði Gráber. „í hvaöa átt eig- um við að fara?“ „Til hægri.“ Þau gengu yfir götuna og beygöu inn á rökkvaðan stíg. Framundan öðrum megin götunnar var löng röð manna að leggja rör í hálfrökkrinu. Mennirnir voru í röndóttum fötum. Elísabet tók allt í einu viðbragð; hún beygöi út af göt- unni í áttina til verkamannanna. Hún gekk hægt áfram, rétt hjá þeim, virti þá fyrir sér eins og hún væri aö leita aö einhverjum. Nú sá Gráber að þaö voru númer á fötum mannanna. Þetta voru fangar úr fangabúðun- um sem unnu hratt og hljóðlaust án þess aö líta upp. Höfuð þeirra voru eins og hauskúpur og fötin héngu í fellingum á tærðum líkömum þeirra. Tveir höfðu falliö í óvit og lágu fyrir framan óvandaðan timpurpall. „Hæ þarna,“ srópaði S.S.-maður. „Burt! Það er bann- aö að ganga þarna.“ Elísabet lét sem hún heyröi ekki til hans. Hún herti gönguna lítið eitt og hélt áfram að horfa á dauð andlit fanganna. „Til baka! Þér þarna, kvenmaður! Undir eins. Eruð þér heyrnarlaus, manneskja?“ S.S.-maöurinn kom bölvandi á vettvang. „Hvað gengur á?“ spurði Gráber.' „Hvað gengur á? Eruð þið heyrnarlaus? Eða gengur eitthvaö annað að ykkur?“ Gráber sá annan S.S.-mann nálgast. Þaö var yfirmað-. ur. Gráber þorði ekki að kalla til Elísabetar; hann vissi að hún mundi ekki snúa aftur. „Við erum að leita aö dálitlu/1 sagði hann við S.S.-manninn. „Að hverju? Talið þér skýrt maöur!“ „Við týndum dálitlu hérna. Brjóstnál. Úr demöntum, eins og seglskip í laginu. Við vorum hérna á ferð í gær og týndum henni. Ekki hafið þér víst séð hana?“ „Hvað þá?“ Full þöií rannsóknar Framhald af 12. síðu. ir til sjúkrahúss en ekki I fangaklefa, séu þeir teknir úr umferð. Flutningsmaður tillögunnar, Gunnar M. Magnúss, taldi einn- ig að málinu væri ekki gerð nægileg skil með því að vísa tillögunni til ríkisstjórnarinnar. Taldi hann athugunina ekki mætti snúast um húsnæðið eitt, heldur alla aðbúð fanga og ekki síður um hæfni lögreglu- manna að umgangast fanga og rækja fangagæzlu. Lagði hann hann áherzlu á að full nauð- syn væri á því að samþykkja tillöguna. Umræðu var lokið, en at- kvæðagreiðslu frestað. eimllisþáttiar Nýjar kenningar um næringu pelabarna Heldur of mikið en of lítið, þrátt fyrir allt töflum verði vannærð, og þeg- ar börnin eru óróleg og gráta mikið, gefi margar mæður þeim sykurvatn. Það dregur úr sultartilfinningunni í svipinn og móðirin getur þrátt fyrir það sagt með sanni að hún hafi fylgt settum reglum um mjólkurgjafir. Þessi læknir á- lítur að lieppilegra væri að leggja ekki eins mikið og hing- að til upp úr nákvæmum mjólk^ urskömmtum og meira ætti að leggja upp úr heilbrigðri skyn- semi mæðranna. Flestum mæðrum hættir til að troða mat í börn sín frá unga aldri og mikið hefur ver- ið skrafað og skrifað um of feit börn. Og sennilega eru fá- ir sem halda því fram að of- fita sé beinlínis heilsusamleg, en þó virðast vísindin á siðari árum vera farin að líta á hana mildari augum. Við rannsókn í Aberdeen í Skotlandi, sem skýrt er frá í enska læknablaðinu Lancent, hefur heilsufar fjölda ungbarna verið rannsakað og niðurstaðan orðið sú að börn sem voru vannærð fengu miklu fleiri sjúkdóma en þau sem of miklu hafði verið troðið í. Nokkuð bar á magakvillum hjá feitu börnunum en næstum alls ekki á smitsjúkdómum. Eingöngu voru rannsökuð börn sem nærðust á pela og móðirin ,gat gefið nákvæmar upplýsing- ar um mjólkurmagnið sem þau fengu. Rannsóknin sýndi að hjá þeim mæðrum sem fóru eftir töflum þeim sem voru utaná þurrmjólkurdósum og áttu að sýna hve mikið mjólkurmagn barnið mætti fá á hinum ýmsu aldursskeiðum, urðu börnin vannærð! Árangur rannsókn- arinnar varð því í fyrsta lagi sá að toflum þessum á að breyta þannig að mæðurnar gefi börnum sínum fremur of mikið en of lítið. Sjúkdómar þeir sem vannærðu börnin fá einna helzt, eru sjúkdómar í öndunarfærum, allt frá venju- legri ofkælingu og upp í al- varlega lungnabólgu. Vakin er athygli á því að mörg hinna vannærðu barna lifa við léleg kjör I þröngu og yfirfullu hús- næði. Við svona rannsókn er oft erfitt að sundurgreina hinar ýmsu orsakir og fullyrða um hver þeirra hefur úrslitaþýð- ingu fyrir heilsu barnsins, en menn eru þó sammála um að ofnærðu börnin virðast sleppa við fleiri smitsjúkdóma, þótt þau lifi annars við lélegri skil- yrði. Ekki er heldur álitið að hægt sé að bera saman offitu hjá fullorðnum, sem eru mjög óheilsusamleg, og offitu barna, sem virðast geta verið heilbrigð og f jörug þótt þau séu of þung. Vannæring er aftur á móti talin hættuleg ungbarninu og talið er samkvæmt þtessari skozku rannsókn að dánartala ungbarna fari meira eftir nær- ingunni en hingað til hefur ver- ið álitið. Talið er að hægt verði að draga úr ungbarnadauða með því að breyta uppgefnum mjólkurskammti. Taka verður tillit til þess að skozku lækn- arnir hafa einkum athugað á- standið í fátækrahverfunum og þeim bæjarhlutum þar sem húsnæðisvandræðin eru mest. Enskur læknir fýlgir ranrisókh- inni úr hlaði með nokkrum at- hugasemdum um ástandið í London og liánn getur þess að mörg born sem fá mat eftir Peýsa frá Dior Dior hefur beint athygli sinni að prjónlesi og teiknar nú cashmere peysur fyrir stóra brezka verksmiðju. Þarna sést „flata sniðið“ hans á mjúkri ull með skémmti- legum sjómánnskraga og knýti. Þetta er framleitt í stórum stíl og i öllum regnbogans litum, jafnt skærurti litúm sem dauf- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.