Þjóðviljinn - 26.03.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.03.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 26. marz 1955 H&MigÞ - Sala Regnfötin, sem spurt er um, eru fram- leidd aðeins í Vopna. Gúmmífatagerðin VOPNI, Aðalstræti 16. Matarstell .12, manna, 20 skreytingar, verð frá 398.00 til 1918.00. Kaffistell 12 manna, 26 skreytingar, verð frá 207.00 til 970.00 Bollapör, margar tegundir Ávaxtasett, íssett, vínsett, vínglös, vatnsglös o. m. fl. Glervörudeild Rammagerðarinnar, Hafnarstræti 17. Munið kalda borðið að Röðli. — Röðull. Nýbakaðar kökur með nýlöguðu kaffíT-— Röðulsbar. Fyrst til okkar Húsgagnaverzlunin Þórsgötu 1 Munið Kaffisöluna Hafnarstræti 16. Otvarpsviðgerðir Radió, Veltusundi 1. Sími 80300. Ragnar Ölafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi, Lög- fræðistörf, endurskoðun og fasteignasala, Vonarstræti 12, SÍmi 5999 og 80065. Sendibílastöðin h.f. Ingólfsstræti 11. — Sími 5113. Opið frá kl. 7.30-22.00. Helgi- daga frá kl. 9.00-20.00. Saumavélaviðgerðir Skrifstofuvélaviðgerðir S y 1 g i a. Laufásveg 19, sími 2656. Heimasími: 82035. 1395 Nýja sendibílastöðin Sími 1395 Lj ósmy ndastof a Laugaveg 12. Viðgerðir á rafmagnsmótorum og heimilistækjum. Raftækjavinnustofan Skinfaxi Klapparstíg 30. — Sími 6484. Sendibílastöðin Þröstur h.f. Sími 81148 I I | Telpukápur i á 2—14 ára. Verð krónur 260—695.00 m Fischersundi Toledo "SÁPU VERKSM IÐJAN SJ Ö FN, AKU REYR I er hið albióðlega heiti fyrir carboxymethy.lcellu* sem er framleitt úr cellulose. CMC hefur t>au áhrif, að óhreinindi leysast betur og fljótar upp og þvotturinn verður ónæmari fyrir óhreinindum eftir en* áður - þvi CMC myndar varnarlag um þræði efnisins. Stuttjakkaefni Dragtaefni Pilsefni MARKAÐURINN Bankastræti 4 Séia L. Murdoch flytur erindi í Aðventkirkjunni sunnud. 27. marz, kl. 5 síðdegis. Efni: Víxlsporið óbætanlega Athugið: Um leið og gengið er úr kirkju, eiga þeir, sem þess óska, kost á að fá fjölritaðan útdrátt úr erindinu, sem flutt var s.l. sunnudag, um efnið: Er hægt að ná sambandi við dána menn? Ög ennfremur efnisskrá um væntanlegan erindaflutning í apríl. — Allir velkomnir. Píanótónleikur Jórunnar Viðar Jórunn Viðar annaðist þriðju tónleika Tónlistarfélagsins á þessu ári, er fram fóru í Aust- urbæjarbíói mánudaginn og þriðjudaginn 21. og 22. þ.m. Hún byrjaði með því að leika sex af hinum fjölmörgu prelúdium . rússneska tón- skáldsins Alexanders Skrjab- íns og fór einkár vel með öll þau lög. Miður tókst hið mikla verk Brahms, ,,Tilbrigði og fúga um stef eftir Hándel“, enda er það feikilega örðugt tónverk og ekki heiglum hent við að fást. Jórunn er ágætur píanóleikari, en hún er ofur- lítið mistæk og á í því efni sammerkt við ýmsa aðra góða listamenn. Það eiga ekki allir því láni að fagna, að andinn sé þeim æfinlega jafnnáðugur. En svo er líka það, að liennar sérgrein í píanóleik er ekki stórglæsilegasta snillitækni, og er síður en svo að það sé sagt til hnjóðs, enda verða þeir aldrei nema tiltölulega fáir, sem þeim hæðum ná. Það er því vafamál, hvort hyggilegt er af henni að fara af stað með erfiðustu verkefni tónbók- menntanna. Það er margt ann- að vel frambærilegt, og Jór- unn hefur sýnt, að hún kánn að flytja góða tónlist snjallt og gáfulega. Kreisleríana Schumanns sannaði það. Þenn- an lagaflokk hins mikla píanó- tónskálds lék hún einmitt á þessum stað fyrir hér um þil einu ári. Slikar endurtekning- ar eru góðra gjalda verðar, þegar um er að ræða sjald- heyrð, en merkíleg tónverk eins og þetta. Verkið var leik- ið örugglegá og af næmleika smekks Qg skilnings, og auð- heyrilega lætur þessum píanó- leikara einkar vel að fara með verk Schumanns. — Síðast á efnisskránni var svo „Grand polonaise brillante“ með „an- dante“-inngangi eftir Chopin, óp. 22. Einstaklega fallega leikin voru tvö aukalög, sem listakonan varð að flytja á- heyrendum að lokum. B.F. Tompinn Nýjar skyrtuþvottsupplýsingar — Farþegi skriíar um innanbæjarfarþega — Aurasparnaður og heilsu- vernd í að ganga til vinnú I TILEFNI af nýbirtri fyrirspurn um verð á skyrtuþvotti, hefur Bæjarpósturinn fengið þær upplýsingar, að í þvottahúsi einu í Hafnarfirði sé hægt að fá skyrtur þvegnar fyrir 7 krónur og í því verði er inni- falið heimsendingargjald, einn- ig til Reykjavíkur. Hinsvegar mun verð á skyrtuþvotti í reykvískum þvottahúsum vera kr. 8,00, þvf nær undantekn- ingarlaust. Önundarverðið kr. 7.50 höfum við hvergi rekizt á. FARÞEGI skrifar: „Kæri Bæjarpóstur. Nú hef- ur ferðum strætisvagna fækk- að nokkuð vegna verkfallsins og því eru vagnarnir fyllri en nokkru sinni fyrr á sumum símum sólarhringsins, t. d. um hádegið og um sexleytið á kvöldin. Oft er það svo að fólk úr úthverfunum sem þarf að komast til vinnu sinnar að loknum hádegismat klukkan eitt, kemst alls ekki á tilsettum tíma, þótt ferðir viðkomandi vagns séu miðaðar við það að hann sé kominn í bæinn fyrir eitt. Oftast er orsökin sú að svo margt fólk kemur í vagn- inn frá Hlemmtorgi og nið- ur allan Laugaveg, eykur þrengslin svo að til vandræða horfir og torveldar þeim far- þegum sem fyrir eru að kom- ast út. Auðvitað er ekki hægt að meina fólki að nota vagn- ana ef það vill vinna þáð til fyrir svo stutta leið og þegar eitthvað er að veðri. En mér hefur oft runnið það til rifja að sjá ungt og hraustlegt fólk norpa eftir strætisvögnum í lengri tíma, til þess að standa í þeim t. d. frá Barónsstíg og niður að Bergstaðastræti eða frá Hlemmtorgi og niður á Klapparstíg, svo að eitthvað sé nefnt. Fólkið væri oft komið á leiðarenda á þeim tíma sem það eyðir í að bíða eftir vagn- inum, fyrir utan það hvað það er langtum heilsusamlegra fyr- ir hraust og heilbrigt fólk að ganga í og úr vinnu, þegar vegalengdirnar eru ekki lengri en þetta og eftir steyptum gangstéttum að fara. Öðru máli gegnir um það fólk sem á mjög langt í vinnu og er nauð- beygt til að nota strætisvagn- ana tímans vegná og því gremst það oft og iðulega að þurfa að mæta of seint til vinnu vegna þess að fólk sem hæglega getur komizt leiðar sinnar gangandi tímans vegna troðfyllir vagnana eftir ,að nið- ur í aðalbæinn kemur. Því vil ég biðja þig um Bæjarpóstur góður að áminna fólk um að ganga meira en það gerir. Það er bæði sjálfu því í hag hvað snertir fjárhag og heilsufar og um leið gerið það úthverfafölki mögulegt að komast stundvís- lega til vinnu sinnar. Vinsamlegast, FarþegL“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.