Þjóðviljinn - 30.03.1955, Page 6
6) — ÞJÓÐyiLJINN — Miðvikudagur 30. marz 1955
þlÓOVIUINN
Otgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn.
Rltstjorar. Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafssonu
Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson.
Hitstlórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig
19 Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. éintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljanp h.f.
30, marz
í dag eru liðin sex ár frá einum myrkasta degi íslenzkr-
ar sögu, 30. marz 1949, þegar meirihluti Alþingismanna
samþykkti að tjóðra ísland í hernaðarbandalag amerískra
auðkýfinga — og braut í því skyni stjómarskrá landsins
og lög og traðkaöi á helgustu erföavenjum þjóöarinnar.
Það sem raunverulega gerðist þennan dag var það að
íslenzka auðmannaklíkan leitaði sér liðsinnis hjá her-
valdi Vesturálfu til þess að eiga öflugri vígstöðu í átök-
um við þjóö sína. Síöan hafa mútumar streymt til lands-
ins svo hundruðum milljóna skiptir og lent ýmist beint
eða eftir krókaleiðum hjá valdamönnum íhaldsins í
Reykjavík. ísland hefur verið hernumið og komiö hefur
verið upp öflugum víghreiðrum á öllum landshornum,
en þau eru ætluð til kjarnorkuárása á Evrópu í styrjöld
þeirri sem vopnahringarnir undirbúa af mestu ofurkappi.
Þessi viðhorf hafa gerbreytt afstöðu íslenzku atvinnu-
rekendastéttarinnar til framleiöslunnar. Sífellt stærri
hópur af auðmönnum gegnir þjónustustörfum fyrir her-
námsliðið, tekur gróða sinn fyrir atbeina erlendra yfir-
boðara. Það skiptir þessa menn engu máli þótt fram-
leiöslan stöðvist, þótt hinir raunverulegu og eðlilegu at-
vinnuvegir þjóðarinnar leggist í rúst — þeir hirða gróða
sinn af niðurlægingu íslands og hann vei’ður þeim mun
meiri sem niðurlægingin verður sárari.
Það er þessi nýja stétt hermangaranna sem ásamt milli-
liðunum ræður öllu í Vinnuveitendasambandi íslands.
Einmitt þess vegna er brugðizt við réttlætiskröfum verka-
fólks af því brjálæðislega ofstæki sem nú blasir við hverj-
um manni. Hermangararnir og milliliðirnir láta sig engu
skipta þótt þjóðin tapi tugum og hundruðum milljóna,
þótt útgerðin stöðvist og öll framleiðslan lamist; þeir hafa
sitt á þurru. Áhugamál þeiri’a er að heyja stríð við verk-
lýðssamtökin, reyna að lama þau og brjóta á bak aftur,
reyna að „kenna fólki að verkföll borga sig ekki“ eins og
þeir orða það. Þeir njóta fulls stuönings hernámsliðsins
til þessara óhæfuverka, eins og bezt sést á því að nú um
langt skeið hefur Vinnuveitendasamband íslands komið
fram sem fulltrúi hernámsliðsins -í samningum við al-
þýðusamtökin og þegið fyrir milljónir í „laun“. Það er
þetta fé sem nú er notað til þess að friða atvinnurekend-
ur sem standa utan klíkunnar og vilja gera samninga
vegna þess að það eru sjálfsögðustu hagsmunir þeirra. Og
þegar þessir sjóðir þrjóta er hægt að sækja meira fé í
þær 20 milljónir sem bandaríska sendiráðinu voru af-
hentar af marsjall„gjöfum“ og eru hagnýttar eftirlits-
laust. Bandaríska hernámsliðið lítur vissulega á fram-
komu Vinnuveitendasambandsklíkunnar sem sitt stríð;
þetta er þáttur í „baráttunni gegn kommúnismanum" —
baráttunni gegn frelsi og mannlund íslenzku þjóðarinnar.
Þeir atburðir sem nú eru aö gerast eiga vissulega rætur
sínar í ótíðindum þeim sem urðu 30. marz 1949. En sá
dagur er ekki aðeins minnisstæöur vegna svika 37 Alþingis
manna, heldur einnig og eigi síður vegna hinna glæsilegú
mótmæla reykvískrar alþýðu. 10.000 manns söfnuöust
saman fyrir utan Alþingishúsið til að mótmæla landráö-
unum, og ráðamennirnir urðu svo skelfdir að þeir siguðu
hvítliöum og lögreglu, kylfum og táragasi gegn fólkinu í
bænum og hófu óvinsælustu réttarofsóknir í sögu íslands
til þess" að fróa sér. Einnig þeim ofsóknum' var svaraö á
minnisstæðasta hátt með eiginhandarundirskrift nærfellt
30.000 íslendinga.
Þessi víðtæku samtök þjóðarinnar gegn valdaklíkunni
birtast í hliðstæðri mynd í verkföllum þeim sem nú standa,
einhverri hörðustu kjaradeilu sem háð hefur verið á ís-
landi. Hermangaraklíkan og milliliðimir beita valdi sínu
og fjármagni sem kylfum og gasi, en þess sjást einnig
merki að þeir eru hrseddir við afleiðingar verka sinna.
Samtök þau sem mótuðu afstöðu Reykvíkinga 30. marz og
hin víðtæka samstaða sem tókst 1 undii’skriftasöfnuninni
munu einnig einkenna verkfallsbaráttuna nú. Og valda-
klíkan mun sannreyna það að einhuga alþýða verður ekki
sigruð; það er hægt að beita hana ofbeldi um stund en
hún verður aldrei buguð eftir að hún hefur lært að standa
saman.
Porís
er alltaf
Pnrís
eftir Luciano Emmer
Aldo Fabrizi
(Bæjarbíó)
Þetta er allra elskulegasta
mynd, fyndin, hlýleg og mann-
leg.
Þar segir af hópi ítala sem
koma til Parísar að sjá knatt-
spyrnuképpni milli Frakklands
og Ítalíu; það er alminlegheita
fólk, rétt og slétt og ekki
margslungið. Flestum er þeim
þó meira í mun að upplifa
annað en þennan knattleik
einkum karlmönnunum sem
hugsa sem svo: ekki er mað-
ur á hverjum degi í París, og
vilja ólmir kynnast rómuðum
lystisemdum borgarinnar;
mætti segja mér að einhverj-
ir sem fara suðreftir að sjá
myndina hafi líkt upp úr þeirri
för sem signor d’ Angelis upp
úr Parísarförinni en það fer
nú eftir því hvers hver og einn
leitar. Hann er raunar leikinn
af Aldo Fabrizi einum snjall-
Rögnvaldur Sigurjónsson pía-
nóleikari hefur undanfarið
dvalizt í Austurríki og haldið
hljómleika. Eftirfarandi grein
birtist um leik hans í blaðinu
Kleine Zeitung í Graz 13. marz:
Á miðvikudag var haldið
sérstaklega ánægjulegt píanó-
kvöld í Tónlistarskólanum. ís-
lenzki píanistinn Rögnvaldur
Sigurjónsson lék þar fyrir
kennara og nemendur verk
þau, sem hann ætlar að bjóða
upp á í Vín, og gerðist hann
við það tækifæri boðberi tón-
listarmenningar síns fjarlæga
eylands . . . Dr. Mixa bauð
gestinn velkominn með mikilli
hlýju, enda var hann sjálfur
um átta ára skeið brautryðj-
andi í íslenzku tónlistarlífi (og
var píanóleikarinn einnig um
tveggja ára skeið nemandi
hans). Gaf þetta kvöldinu sér-
stakan blæ. íslendingurinn,
sem utan heimalands síns hef-
ur einnig numið í París og
New York, sannaði, að hann er
ágætur píanóleikari og að
tæknin er honum ekki mark-
mið í sjálfu sér.
Úr hinu umfangsmikla Cho-
pin-prógrammi er vert að geta
sérstaklega um hina svifmiklu
meðferð á f-moll fantasíunni
og c-dúr og c-moll etýðunum,
sem voru meistaralega form-
asta kvikmyndaleikara ítala.
Myndin fjallar einkum um
leit ítalanna um nótt að sér-
stakri tegund ævintýra í. því
fyrirheitna landi og eru áhorf-
endur leiddir á ýmsa staði
sem venja er að sýna ferða-
mönnum á þeim slóðum.
Luciano Emmer hefur gert
myndina. Hann varð þekktur
af hinum ágætustu fræðslu-
myndum um list: í þeirri grein
gaf hann marga góða lexíu, má
nefna merka mynd um meist-
ara Giotto (1938): samtíma-
mann Dante sem lagði svipað-
------------------------------®
aðar. Augljóst var, að Debussy
stendur píanóleikaranum inni-
lega nærri, og sannaði hann
það með „Soirée dans Grénade“
og tveim prelúdíum hins
franska meistara. „Suggestion
diabolique“ eftir Prokoféff
varð í höndum hans að músí-
kölskum djöflahamförum. Enda
þótt „Des Abends“ eftir Schu-
mann hljómaði nokkuð fjar-
rænt, var „Toccata" hans af-
burðavel leikin.
Aðalviðburður kvöldsins var
fyrsta kynning í Graz á 3. són-
ötu op. 44 eftir Niels Viggo
Bentzon (f. í Kaupm.höfn
1919). Verk þetta er í fjórum
köflum og fullt af vandleikn-
um atriðum. Ber það vitni um ;
mikinn persónuleika og gení-
alan sérvitring — sjálfur telur
hann sig sjálfmenntaðan mann
—, sem engu síður veit gerla
hvað hann vill. Var verk þetta
mjög áhrifamikið. Varla hefði
tónskáldið getað valið sér
heppilegri „skírnarvott“ en
píanistann. Af aukalögunum
skal hér aðeins nefnd „Camp-1
anella“ Liszts-Busonis, og eru |
mörg ár síðan við höfum heyrt
hana leikna á svo fullkominn
hátt.
Allt var kvöldið hið skemmti-
legasta og oss til hinnar mestu
ánægju.
Hans Wamlok.
an grundvöll myndlistinni sem
Dante ljóðlist.
En 1949 sneri Emmer sér að
leikkvikmyndum, sú fyrsta var
Sunnudagur í ágúst, indæl
mynd sem gekk á Bæjarbíó
við háðulega trega aðsókn. ég
sá hana í næstum tómu húsi:
sú mynd fór frægðarför um
Evrópulönd, mér er sagt .hún
hafi verið sýnd nær tveim
árum í París.
Síðan hefur Emmer gert:
París er alltaf Paris 1952, Þrjár
stúlkur frá Róm 1952 (væntan-
leg á Bæjarbíó) mynd um
um Leonardo da Vinci 1953,
Emmer er í áliti víða og er
framarlega í hópi ungra ít-
alskra leikstjóra.
ítalir hafa ekki lengur foryst-
una í kvikmyndum; en beztu
myndir þeirra eru gæddar al-
þýðlegri mannúð og elskuleg-
heitum sem afvopnar margan
gagnrýnandann sem setja víldi.
sig í stellingar: gamansemi
þeirra spilar á ýmsar verðmæt-
ar almannlegar eigindir sem
.betra er vaki en sofi.
Því miður kann ég ekki að
nefna nafn myndatökumanns-
ins sem vinnur sitt verk með
fáguðum látlausum snyrtiblæ,
um slíkt á að geta í umsögnum
um kvikmyndir.
Þetta er nú heldur ekki svo
hátíðlegt signori heldur bara
til að vekja athygli þeirra sem
vilja hafa kvöldstund í léttum
og skemmtilegum félagsskap og
njóta fíflalátalausrar gaman-
semi.
Ýmsir hugsa sér kannski að
reyna sjálfir lán sitt í leit að
ævintýrum í París: Orlof hefur
nú auglýst sumarferðir sínar
sem vert er að athuga þegar
um hægist.
T. V.
aúQQotma
íslenzkur píanóleikari í Graz
Dómur um leik Rögnvalds Sigurjónssonar